Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1978 Hæstiréttur sty tt- ir gæzluvarðhald yfir 16 ára pilti Peysuíatadagur Verzlunarskólanema var í gær og íóru nemendur þá m.a. að Landakotsspítala og sungu til heiðurs skólastjóra sínum, dr. Jóni Gíslasyni, sem liggur nú í sjúkrahúsinu. Ljósm. Mbl. ðl. K.M. Fer Kröfluvirkjun í gang aftur næsta árió? „Taka verdur ákvörd- un í apríl um borun eða vidgerð á holum” segir Karl Ragnars deildarverkfræðingur ÍIÆSTIRÉTTUR hefur stytt gæzluvarðhaldsúrskurð yfir 16 ára pilti úr 37 dögum í 21 dag en hann hafði verið úrskurðaður í gæzluvarð- hald fyrir síendurteknar árásir á gangandi vegfarendur. Eins og fram kom í fréttum Mbl. nýlega hafði hópur unglinga verið staðinn að því að ráðast endurtek- ið að gangandi vegfarendum og veita þeim áverka og jafnvel ræna þá. Unglingarnir voru handteknir og sá elzti í hópnum, fyrrnefndur piltur, var síðan úrskurðaður í 37 daga gæzluvarðhald og gert að sæta geðrannsókn á tímabilinu. Urskurðurinn var kveðinn upp í sakadómi Reykjavíkur og var hann kærður til Hæstaréttar. Hæstiréttur stytti úrskurðinn niður í 21 dag frá 4. apríl s.l. að telja en staðfesti ákvæði um geðheilbrigðisrannsókn. I dómi Hæstaréttar segir svo m.a.: „Varnaraðili er fæddur 19. janúar 1962 og er því aðeins 16 ára gamall. I sakavottorði varnarað- ilja er aðeins getið eins brots, er hann hefur framið og hefur ákæru Seyðisfjörður: Framboðs- listi Sjálf- stæðisflokks- ins birtur BIRTUR hefur verið framboðslisti Sjálfsta'ðisflokksins við ba'jar- stjórnarkosningarnar á Seyðisfirði í vor. Fimm efstu sæti listans skipai 1. Theodór Blöndal tæknifræðing- ur, 2. Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir húsmóðir, 3. Jón Gunnþúrsson fram- kvæmdastjóri, 4. Guðrún Andersen húsmóðir, 5. ölafur Már Sigurðsson verzlunarstjóri. Þrjú efstu sæti listans eru óbreytt frá kosningunum 1974, en þá hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 2 menn kjörna i bæjarstjórn. SKÁKMENNIRNIR Mar- geir Pétursson og Haukur Angantýsson tryggðu sér fyrri áfanga alþjóðlegs meistaratitils í 8. umferð alþjóða skákmótsins í Lone Pine í Bandaríkjun- um. Má segja með sanni að íslenzkir skákmenn hafi farið mikla frægðarför til Lone Pine, því í 7. umferð- inni hafði Ileigi Ólafsson tryggt sér alþjóðlegan meistaratitil. I 8. umferðinni vann Haukur Angantýsson bandaríska stór- meistarann Reshevsky í 43 leikjum. Margeir gerði jafntefli við alþjóðlega meistarann Com- mons en Helgi tapaði fyrir ungverska stórmeistaranum Portisch. Þá töpuðu þeir Ásgeir Þ. Árnason og Jónas P. Erlings- son sínum skákum, Ásgeir gegn Garcia frá Kúbu og Jónas gegn Bandaríkjamanninum Young- worth. vegna þess verið frestað, svo sem í hinum kærða úrskurði greinir. Varnaraðili hefur viðurkennt þau brot, sem honum eru nú gefin að sök. Með hliðsjón af því, sem að framan greinir, og að öðru leyti með skírskotun til málavaxtalýs- ingar hins kærða úrskurðar, þykir gæsluvarðhaldstími varnaraðilja hæfilega ákveðinn allt að þrem vikum frá 4. apríl 1978 að telja. Ákvæði hins kærða úrskurðar um geðheilbrigðisrannsókn varnar- aðila er staðfest. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur.“ Þjófarnir gripnir í Stykkishólmi TVEIR piltar úr Reykjavík voru gripnir í Stykkishólmi í fyrra- kvöld, þangað nýkomnir frá Reykjavík í bilaleigubíl. Þeir höfðu þá fyrr um daginn stolið 200 þúsund krónum úr húsi við Grett- isgötu og eftir að þeir höfðu birgt sig upp af víni brugðu þeir fyrir sig betri fætinum og óku til Stykkishólms. Rannsóknarlög- regla ríkisins var þá komin í málið og var Stykkishólmslögreglunni gert viðvart og gómaði hún þjófana. Voru þeir sendir til Reykjavíkur í gær. I fórum þeirra fundust 80 þúsund krónur í peningum og 3 vínflöskur. Piltar þessir hafa áður komið við sögu hjá lögreglunni. FYRSTIJ þrír borgarmálafundir Sjálfstæðisflokksins verða haldn ir í kvöld. en alls verða haldnir níu slíkir fundir. þar sem borgar- búum gefst kostur á að taka þátt í umræðum um borgarmál og setja fram hugmyndir sínar um Margeir Pétursson Haukur hefur nú 5 vinninga eftir 8 umferðir og er í 8.—14. sæti. Hefur Haukur unnið þrjá stórmeistara í röð, Westerinen, Christiansen og Reshevsky og „er í þrumustuði", eins og Margeir Pétursson orðaði það. Helgi og Margeir hafa 4 Vi vinning, Ásgeir 1 'k vinning og Jónas '/2 vinning. Veitt eru verðlaun fyrir 12 efstu sætin og „ÞAÐ verður mjög erfitt að fara í boranir við Kröflu á þessu ári ef ekki verður búið að taka ákvörðun um slíkt í aprílmánuði og ef ekki verður reynt að gera við holu 11 er spurning um það hvort Kröfluvirkjun verður starf- lausn á þeim vandamálum, sem borgarstjórn fjallar um. Fundirn- ir í kvöld verða um orkumál og veitustofnanir, skipulags- og um- hverfismál og málefni aldraðra. l'undirnir hefjast klukkan 20i30. Fundurinn um orkumál og titli Ilaukur Angantýsson á Haukur möguleika á peninga- verðlaunum. Fyrir síðustu umferðina eru Polugaevsky og Larsen efstir og jafnir með 6’/2 vinning. í 8. umferð gerði Polugaevsky jafn- tefli við Petrosjan en Larsen sigraði Stean. I síðustu umferðinni, sem tefld var í gærkvöldi og stóð Framhald á bls. 26 rækt næsta árið,“ sagði Karl Ragnars deildarverkfræðingur við Kröflu í samtali við Mbl. í gær þegar blaðið leitaði frétta af ástæðum fyrir stöðvun virkjunar- innar um þessar mundir en gufu skortir nú til þess að keyra vélar veitustofnanir verður í Valhöll við Háaleitisbraut 1, kjallara. Málshefjendur verða Sveinn Björnsson varaborgarfulltrúi, form. stjórnarnefndar veitustofn- ana, Þórður Þorbjarnarson borgarverkfræðingur og Jónas Elíasson prófessor. Forstöðumenn Hitaveitu, Rafmagnsveitu og Vatnsveitu mæta á fundinn. Fundurinn um skipulags- og umhverfismál verður haldinn að Lanholtsvegi 124 (félagsheimili sjálfstæðismanna í Langholti). Málshefjendur verða Ólafur B. Thors borgarfulltrúi, Elín Pálma- dóttir borgarfulltrúi og Edgar Guðmundsson verkfræðingur. Fjallað verður um málefni aldr- aðra í Valhöll, Háaleitisbraut 1, 1. hæð. Málshefjendur verða Albert Guðmundsson borgarfulltrúi, Markús Örn Antonsson borgar- fulltrúi, Arinbjörn Kolbeinsson læknir, séra Lárus Halldórsson, Þór Halldórsson læknir og Haukur „ÞESSI hækkun á sementinu hækkar vísitölu byggingarkostn- aðar um 1,1%, sagði Ilaraldur Ásgeirsson, forstjóri rannsókna- stofnunar byggingariðnaðarins, er Mbl. spurði hann í gær, hver yrðu áhrif þeirrar 29,5% meðal- talshækkunar á scmenti, sem blaðið skýrði frá í gær. virkjunarinnar þannig að þær skili orku sem skiptir máli. Karl kvað orkuvinnslu Kröflu- virkjunar hafa verið 7—8 mega- wött að meðaltali frá því að virkjunin hóf vinnslu fyrr í vetur, en þó hefðu verið afföll á nýtingu og í marzlok var orkuvinnslan komin niður í 2 mw vegna óstöðugleika í holu 11. Þær holur sem unnt hefur verið að nýta við Kröflu í vetur eru holur 6, 7, 9 og 11 og kvað Páll það ráða úrslitum að hola 11 væri nýtanleg ef virkjunin ætti að skila meira en 2 mw. Holur 9 og 11 hafa gefið ámóta orku eða 5 mw hvor, en holur 6 og 7 hafa gefið 1 mw hvor. Samtals eru þetta 12 mw, en þá þarf að draga frá 6 mw sem þarf til þess að keyra virkjunina í tómagangi, eða hægagangi eins og sagt er um bílvélar, en lág- marksorka til þess er 6 mw. Eftir eru þá 6 mw út úr virkjuninni en þau hafa komizt upp í 7—8 eins og fyrr getur. Karl kvað virkjunina fyrst og fremst stöðvaða nú vegna þess að orku vantar til að reka hana, því það sem á eftir að gera við línu virkjunarinnar er aðeins lokafrá- gangur í tengivirkjum á Akureyri Framhald á bls. 29 Fannst látinn Maðurinn, sem lögreglan í Reykjavík auglýsti eftir í gær, fannst síðdegis í gær látinn í flæðarmáli í Gufunesi. 1,1% „Sement til vísitölublokkarinnar hækkar úr 3,5 milljónum króna í 4 milljónir 533 þúsund krónur, sem er hækkun um eina milljón 33 þúsund krónur. I blokkinni eru tíu íbúðir, þannig að meðaltalshækk- un á íbúð er um 103 þúsund krónur," sagði Haraldur. Haukur og Margeir náðu hálfum Fyrstu borgarmálafundir Sjálf- stæðisflokksins eru í kvöld Framhald á bls. 29 Sementshækkunin: Hækkar vísitölu byggingarkostn- aðar um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.