Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1978 Geir Hallgrímsson: Rafhitunarstefna Alþýðubandalagsins allt of dýr Það kom íram í máli forsætis- ráðhcrra. Geirs Ilallgrímssonar. í umræðu utan dagskrár í neðri deild Alþingis í ga*r. að rafhitun húsnæðis va-ri of kostnaðarsþm. Það hafi hins vcgar verið stefna Alþýðubandalagsins meðan það fór með orkumál að færa út þá hitunaraðferð. Forsætisáðherra sagði það rökrétt að húshitun méð rafmagni vcrði greidd niður þann veg. að hún væri samhæri- leg kostnaðarlega og hitun með olíu. Þjóðin beri fjárhagsvanda RARIK Lúðvík Jósepsson (Abl) hóf ’þessa umræðu. Sagði hann húshit- unartaxta RARIK hafa verið fyrir 84% hærri en sambærilegur taxti hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Eftir 25% hækkun taxtans, sem væri liður í að leysa fjárhagsvanda RARIK, væri taxtinn 130% hærri. Enn væri því verið að auka á aðstöðumun fólks í strjálbýli og þéttbýli. Þetta bitnaði hvað harð- ast á Austfirðingum, sem engar hefðu hitaveitur, en væru háðir viðskiptum við RARIK. Krafðist LJÓ að fá upplýst, hvort þessi hitahækkun væri gerð með sam- þykki Framsóknarflokksins, sem látið hefði önnur sjónarmið í veðri vaka. LJÓ sagði eðlilegt að rekstr- arhalli Rafmagnsveitna ríkisins verði greiddur af almannafé (úr • Verðjöfnunargjald þegar 13% raforkuverðs • Tveir milljarðar í nið- urgreiðslur húshitunar og í framkvæmdir til að lækka hitakostnað ríkissjóði) eða, ef slíkt gengi ekki, með hærra verðjöfnunargjaldi. Þá spurðist LJÓ fyrir um virkjunar- framkvæmdir á Austurlandi. Vit- að væri að iðnaðarráðherra hefði lagt til framkvæmdir við Bessa- staðaárvirkjun. Stranda þær framkv. e.t.v. á Framsóknar- flokknum? spurði hann. Röng stefna Alþýðubandalags í húshitunarmálum Geir Haiign'msson forsætis- ráðherra sagði þegar til staðar 13% verðjöfnunargjald, sem kaup- endur raforku í landinu greiddu til rekstrar RARIK. Þar að auki væri í fjárlögum ráðstafað 1% sölu- skatts til jöfnunar á húshitunar- kostnaði, þ.e. um tveir milljarðar króna, annars vegar með beinum niðurgreiðslum en hins vegar með stuðningi við orkuframkvæmdir, er flýtt gætu fyrir hitaveitum. Eins og sakir stæðu væri því naumast tímabært að höggva í sama knérum. Þegar ríkisstjórnin hefði fallizt á 25% hækkun á rafhitunartaxta RARIK hefði sú ákvörðun byggst á upplýsingum og útreikningum, sem tekið hefðu mið af hitunarkostnaði með olíu.. Hit- unartaxtar RARIK hefðu um langan aldur fylgt olíuverði en nú dregizt aftur úr. Eftir á hefði komið í Ijós, að miðað hefði verið við óniðurgreiddan hitunarkostn- að með olíu. Rökrétt væri því að greiða niður rafhitunarkostnað þann veg, að hann yrði i engu tilfelli hærri en olíukostnaður, enda hefði samþykki ríkisstjórn- arinnar fyrir taxtahækkun verið því skilyrði bundin. Forsætisráðherra sagði það sína skoðun að rafhitun húsa væri Tæknistofnun Islands: Vinni að tækniþróun og aukinni framleiðni Iðnaðarráðherra mælir fyrir frv. um sérhœfða þjónustu við íslenzkan iðnað GUNNAR Thoroddsen iðnaðar- ráðherra mælti í gær fyrir stjórnarfrv. um TÆKNI- STOFNUN ÍSLANDS, sem verður sjálfstæð stofnun undir yfirstjórn iðnaðarráðuneytis. Hlutverk stofnunarinnar verð- ur að vinna að tækniþróun og aukinni framieiðni í íslenzkum iðnaði með því að veita sér- hæfða þjónustu á sviði tækni og stjórnunar og stuðla að hagkvæmari nýtingu íslenzkra auðlinda til iðnaðar. í greinargerð og framsögu ráðherra kom m.a. fram að breyttar markaðsaðstæður valdi því, að sumar greinar íslenzks iðnaðar standi nú á tímamótum, sem kalli á mark- vissar aðlögunaraðgerðir. Gunnar Thoroddsen. Sjávarútvegur geti ekki staðið undir batnandi lífskjörum í bráð og jafnvel þurfi að draga úr veiðisókn. Þegar svo horfi sé nauðsynlegt að beina auknu fjármagni til felingar iðnaðar. Að hluta til hafa Iðnþróunar- stofnun, Rannsóknastofnun iðn- aðarins og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins látið í té slíka tækniþjónustu sem frv. fjallar um. Starfsemi þessara stofnana hefur ekki verið nægi- lega samræmd né fjármagni til þeirra beint, til þess að þær gætu tekizt á við fjölþættar þarfir varðandi tækni, rekstrar- hagfræði og stjórnun. Frv. miðar að endurskipulagningu og sameiningu þessara stofn- ana, þannig að þær niyndi eina heild og starf þeirra verði markvissara og stefnufastara. Ráðherra gat þess að einn þáttur í aðdragandi þessa frv. væri nauðsynleg þróun íslenzks iðnaðar, m.a. með hliðsjón af EFTA-aðild. Sú aðild hefði fært okkur harðnandi samkeppni, en jafnframt aukna möguleika á útflutningi íslenzkrar fram- leiðslu. Þetta kallaði að sjálf- sögðu á aukna alhliða tækni- þjónustu, sem að væri stefnt með frv. Ráðherra rakti síðan löggjöf um Iðnþróunarst. ísl., starfsþætti hennar, nauðsyn á sérfræðilegum starfskröftum og því, að ríkisvaldið komi til móts við þessar þarfir. Höfuðmáli skipti að iðnaðurinn, fjölmenn- asta atvinnugrein landsmanna, fái í þjónustu sína sem fyrst slíka tæknistofnun, sem hér um ræði. Tæknistofnun ísl. skal hafa aðsetur í Reykjavík en heimilt er að setja á stofn útibú annars staðar. Frv. um sama efni kom fram á þinginu 1973—1974. Er að nokkru byggt á því frv. nú, þó endurskoðun og endurmat hafi leitt til nokkurra breytinga. einfaldlega of kostnaðarsöm. Það hefði hins vegar verið yfirlýst stefna Alþýðubandalagsins að stefna sem mest að rafhitun húsnæðis. Það kæmi því úr hörð- ustu átt þegar rafhitunarkostnað- ur væri gagnrýndúr úr þeirri átt. Forsætisráðherra taldi að á fjárlögum, og með annarri fjár- magnsútvegun, væri stefnt að fullnaðarhönnun virkjunar á Austurlandi í ár. Fullnaðarrann- sókn og hönnun væru forsendur heilbrigðrar afstöðu og ákvörðun- artöku. Austurlína og íjár- hagsvandi RARIK Ólafur Jóhannesson dóms- málaráðherra sagði það ekki hafa verið gleðiefni að hækka hitunar- taxta RARIK. Fjármál fyrirtækis- ins hefðu hins vegar verið komin í sjálfheldu, bæði hvað varðaði rekstur og framkvæmdir. M.a. hefði legið á Reyðarfirði efni, sem fara átti til Austurlínu, sem ekki var fjármagn til að leysa út. Hækkun taxtans hefði verið liður í bráðabirgðalausn fjárhagsvanda RARIK. Yfir stæði könnun og samanburður á töxtum RARIK og annarra veitna. Það væri liður í að fá haldgóðar upplýsingar um stöðu mála en ekki endilega undanfari frekari textahækkana. Sín skoðun væri og sú að fjárhagsvandi RARIK yrði ekki allur leystur á þann veg. Þar yrði til að koma beinn stuðningur frá ríkissjóði. Nú væri búið að leysa út efni til Austurlínu. Ekki gæti LJÓ verið þeirri gjörð andvígur. Ríkisstjórn- in hefði talið frekari hækkun verðjöfnunargjalds ekki tíma- bæra. Sú ákvörðun þyrfti þó ekki að vera endanleg. Ráðherrann sagði það stefnu Framsóknarfl. að hagstætt raf- orkuverð og meiri verðjöfnuður yrði bezt tryggður með einu raforkuöflunarfyrirtæki, þó að dreifingaraðilar yrðu fleiri, t.d. ýmsar héraðsveitur. Margir þingmenn voru á dag- skrá, er fundi var frestað um 4 leytið vegna funda í þingflokkum. Kvöldfundur var boðaður í n.d. kl. 9 í gærkveldi. Geir Hallgrímsson. Lúðvík Jósepsson. ólafur Jóhannesson. Þingfréttir i stuttu máli... Þingfréttir i stuttu máli... Laugardagskosning til sveitast jórna f elld Fjörutíu og tvö mál voru á dagskrá deilda Alpingis í gær. Efri deild afgreiddi fjögur mál frá sér (til neðri deildar): stjórnarfrv. að hlutafélagalögum, stjórnarfrum- varp um bókhald, stjómarfrv. um stimpilgjald og stj.frv. um fiski- málaráð. Neðri deild afgreiddi prjú frv. til efri deildar: stjórnarfrv. um Kvikmyndasafn og kvikmynda- sjóð, og pingmannafrv. um sveitar- stjórnarlög og sveitarstjórnar- kosningar. Einar Ágústsson utan- ríkisráðherra mælti fyrir stj.frv. um samning milli íslands og V-Þýzka- lands í tollamálum, Halldór E. Sigurðsson landbúnaðarráðherra fyrir stj.frv. um Stofnlánadeild landbúnaðarins og Matthías Á. Mathiesen fyrir pingmannafrv. um lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar- kaupstaðar. Fjöldi mála voru og fyrir tekin við 1. og 2. umræðu (og gáfu pingmenn sér pó tíma til aö deila utan dagskrár um rafhitun) og pokaö áleíðis að lokaafgreiðslu. Gert var ráö fyrir kvöldfundi í neöri deild í gær, m.a. vegna utandag- skrár umræöna. Fyrirspurnir og skýrsla um utanríkismál í fyrradag var fundur í Sameinuðu þingi. Halldór E. Sigurðsson landbúnaðarráðherra svaraði fyrir- spurn frá Þorvaldi G. Kristjánssyni, þingmanni Vestfirðinga, um fram- kvæmd þingsályktunar til stuðninga votheysverkun. Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra svaraði fsp. frá Benedikt Gröndal (A) um útflutning tilbúinna fiskrétta. Sextíu og tvær breytingartillögur Síöastliðinn mánudag voru þing- deildafundir. Efri deild afgreiddi til 3ju umræðu stjórnarfrumvarp að hlutafélagalögum, ásamt 62 breyt- ingartillögum, sem fjárhags- og viðskiptanefnd deildarinnar flutti og allar voru samþykktar. Matthías Bjarnason sjávarút- vegsráðherra mælti fyrir 2 stj.frv., komnum frá neðri deild. Fjallaði annað um verðlagsráð sjávarút- vegsins, verðlagningu á síldarúr- gangi og lifur. Var báðum frv. vísað til sjávarútvegsnefndar deildarinnar. Frumvörpum um lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins, barnakennara og hjúkrunarfræðinga, sem einnig höfðu hlotið samþykki í neðri deild, var vísað til félagsmálanefndar. Frv. um áskorunarmál var afgreitt frá deildinni og til neöri deildar. Frv. um fiskimálaráð (að leggja það niður), bókhald (þ.á m. geymslu bókhalds- gagna), stimpilgjöld og aukatekjur ríkissjóðs voru afgreidd til 3ju umræöu. Laugardagskosning afskrifuð í neðri deild var frv. um breytingu á sveitarstjórnarlögum, m.a. um kosningu til sveitarstjórna á laugar- degi fyrstum í júní. Fyrri frv.gr., sem fjallaði um laugardagskosningu, var felld með 20 atkv. gegn 10, að viðhöfðu nafnakalli. Síöari frv.gr. um nýja skipan varðandi kjör vara- manna við óbundnar kosningar, var hins vegar samþykkt. Frv. um kvikmyndasafn og kvikmyndasjóð var afgr. til 3ju umræðu. Umræða um bankamálafrv. Lúðvíks Jóseps- sonar (m.a. um sameiningu Búnað- ar- og Útvegsbanka) hélt áfram. Þórarinn Þórarinsson (F) taldi rétt að fresta afgr. beggja framkominna frv. um viðskiptabanka og hyggja betur að sparnaði í fjármálakerfinu, sbr. þingsál. Eyjólfs K. Jónssonar og Péturs Sigurðssonar. Jón Skaftason (F) taldi ekki síður þörf á sameiningu banka nú en 1974, þegar þetta sama frv. var flutt sem stjórnarfrumvarp. Ólafur G. Einars- son (S) mælti fyrir meirihluta þingnefndar, er mælti með sam- þykkt kaupstaðarréttinda til handa Selfossi Gunniaugur Finnsson (F) mælti fyrir áliti minnihluta, er hann skipar einn, en vildi láta vísa málinu til ríkisstjórnar, bæði með tilv. til umsagnar sýslunefndar Árnessýslu og nauðsynjar þess aö kanna heildarstöðu þessa þáttar stjórn- skipunar, áður en meira er saxað á einstök sýslufélög.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.