Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1978 ísafjörður: Landhelgis- málinu frest- að þar til í dag MÁLI skipstjórans á Elínu Þor- bjarnardóttur ÍS 700 varð að fresta í gær, þar sem ekki var lendandi á ísafjarðarfluKvelli, en vætanlega verður málið tekið fyrir í dag. Flugvél Landhelgisgæzlunnar kom um fimmleytið á miðviku- dagsmorgun að Elínu um fimm sjómílur inn á friðaða svæðinu norður af Kögri og var varpan í sjó. Framboðslisti Alþýðuflokksins á Húsavík birtur llúsavík. 12. april. FRAMBOÐSLISTI Alþýðuflokks- ins til bæjarstjórnarkosninga á Húsavík hefur verið birtur. Listann skipa: Olafur Erlendsson, framkvæmda- stjóri, Gunnar B. Salómonsson, húsasmiður, Guðmundur Hákonarson framkvæmdastjóri, Vilhjálmur Pálsson, íþróttakenn- ari, Herdís Guðmundsdóttir, hús- freyja, Kristján Mikkelsen, starfsm. verkalýðsfélagsins, Jón B. Gúnnarsson, sjómaður, Jón Þor- grímsson, framkvæmdastjóri, Ein- ar F. Jóhannesson, byggingafull- trúi, Kolbrún Kristjánsdóttir, húsfreyja, Viðar Eiríksson, for- stöðumaður, Baldur Karlsson, sjómaður, Þorgrímur Sigurjóns- son, bifreiðastjóri. Kristjana Benediktsdóttir, húsfreyja, Hall- dór Ingólfsson, húsgagnasmiður, Olafur Guðmundsson, kennari, Halldór Bárðarson, bifvélavirki, Arnljótur Sigurjónsson, bæjarfull- trúi. — Útflutnings- bann Framhald af bls. 48 Þótt niðurstaðan verði sú, að útflutningsbann verði ekki boðað á Suðurnesjum, munu félögin öll sem eitt beita sér fyrir því að fiskur verði ekki fiuttur til Suður- nesja og þau notuð sem útflutn- ingshöfn fyrir sjávarafurðir eða aðrár afurðir, sem flytja á utan. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur frá Alþýðu- sambandi Islands bar fulltrúi Suðurnesja í 10-manna nefnd ASÍ upp tillögu á síðasta fundi nefnd- arinnar um að ASÍ hefði sam- ræmdar aðgerðir til þess að ná fram umsömdum kaupmætti frá í sumar með allsherjarverkfalli. Þessi tillaga hlaut ekki hljóm- grunn innan nefndarinnar og var kolfelid. Þá hefur mikill þrýsting- ur verið á það lagður af hálfu Verkamannasambandsins, að Suð- urnesjamenn tækju þátt í útflutn- ingsbanninu og átti formaður sambandsins m.a. fundi með for- ystumönnum verkalýðsféiaga á Suðurnesjum í fyrrakvöld. Guð- mundur J. Guðmundsson mun þó eftir ummælum formanna verka- lýðsfélaga á Suðurnesjum, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, hafa farið erindisleysu þangað suður. Jón Björnsson, formaður Verka- lýðsfélags Grindavíkur, kvað stöð- uga fundi hafa verið öll kvöld um þessi mál þar syðra „og síðast í gærkveldi vorum við á fundi hér með Guðmundi J. Guðmundssyni. Þar kom fram að við ætluðum að athuga stöðu okkar aðeins betur, þar sem við töldum stöðuna hjá fólkinu vera mjög slæma hér á Suðurnesjum, lítil vinna og mikil hætta á að húsunum verði lokað vegna fjárskorts. Ég er á sama máli og Karl Steinar Guðnason — við erum á móti þessum aðgerðum eins og þær eru framkallaðar hjá Verkamannasambandinu eða for- manni Verkamannasambandsins." Þá sagði Jón ennfremur að sér fyndist fjarstæða að skipa þriggja manna nefnd til þess að sjá um undanþágubeiðnir og undanþágur. Jón Björnsson kvaðst vonast til þess að málin skýrðust eftir nokkra daga og endanleg ákvörðun yrði tekin. Hann kvaðst búast við formannafundi félaganna á Suður- nesjum um helgina. Enn kvað hann Grindvíkinga ekki búna að gera upp hug sinn endanlega, en málið hefði verið mikið rætt og almennt væri fólk á móti útflutn- ingsbanni. Þess vegna kvað hann það enga spurningu, hverjar nið- urstöður yrðu, þegar málið yrði formlega borið upp. Karl Steinar Guðnason, formað- ur Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavikur og nágrennis, kvaðst í viðtali við Morgunblaðið hafa varað við þessari aðgerð Verka- mannasambandsins á öllum um- ræðustigum málsins, þar sem hann hafði ekki talið hana nógu markvissa og að hún myndi skapa andstæðingum verkalýðshreyfing- arinnar betra vopn en þeir ættu skilið. „Ég skýrði frá því,“ sagði Kari Steinar, „hvernig ástandið væri hjá mínu fólki á Suðurnesj- um, þar sem ríkt hefur erfitt atvinnuástand, sem skapazt hefur af aflabresti og jafnframt því að Suðurnes hafa verið hunzuð af ríkisvaldinu hvað fjármagnsfyrir- greiðslu snertir. Hins vegar vildi ég ekki á þeim tíma skýra frá því opinberlega, að um ágreining væri að ræða innan Verkamannasam- bands Islands, vegna þess að ég vildi fyrst ganga úr skugga um, hvort ekki væri unnt að ná samstöðu innan ASÍ um sameigin- legar aðgerðir eins og félagar mínir í verkalýðsfélögunum á Suðurnesjum hafa alltaf viljað. Ef vilji hefði verið fyrir slíkri sam- stöðu innan ASÍ, hefðu Suðurnesin að sjálfsögðu verið með. Nú hefur á þetta reynt og í ljós komið, að það er ekki sem stendur vilji fyrir því innan ASI að efna til sameiginlegra aðgerða. Undir slíkum kringumstæðum hlýt ég að miða mína afstöðu við það, sem ég veit að er skoðun félaga minna á Suðurnesjum, sem ég hefi verið valinn til forystu fyrir. Ég tel ekki líklegt að áhugi sé á því á Suðurnesjum, að lægst launaða fólkið í landinu standi eitt í erfiðum aðgerðum á meðan þeir, sem hærra eru launaðir standa hjá og bíða átekta.“ — Út í óvissuna Framhald af bls. 48 sagði Mackintosh, að þau hefðu verið boðin þekktum leikurum; einum rússneskum og tveimur enskum en hann vildi ekki láta uppi nein nöfn í þvi sambandi. Kvikmyndatakan hefst í Skot- landi um miðjan maí-mánuð og til Islands kemur svo hópurinn 29. maí og verður þá dvalið hér á landi í 8 vikur við kvikmynda- töku. Ætlunin er að gera þrjá 50 mínútna sjónvarpsþætti eftir sögunni og sagði Mackintosh, að líklega yrði ekki lokið við þættina fyrr en í vetrarbyrjun í fyrsta lagi, en myndin yrði sýnd fljót- lega eftir að gerð hennar lyki. — Viðræður við ÍSAL Framhald af bls. 48 snúizt í að ræða ýmis atriði, sem ekki voru fullfrágengin við síðustu kjarasamningsgerð, svo sem eins og bónuskerfi og annað slíkt. Viðræðunum er enn ekki lokið og mun of fljótt að spá nokkru um lyktir þeirra. Útflutningsbannið mun ekki koma ýkja hart niður á ISAL, sem á systurfyrirtæki víða um heim, sem geta lánað því ál til afhending- ar, svo að fyrirtækið geti staðið við skuldbindingar sínar. — Italska lögreglan Framhald af bls. 1. aðeins að finna eitt fórnarlamb. Var það ungur maður og höfðu ræningjar hans skorið af honum annað eyrað. Af Aldo Moro fyrrum forsætis- ráðherra hefur ekkert frétzt síð- ustu daga, en ýmsir benda á að rán hans virðist vera lán í óláni þar sem aðeins'einum hafi verið rænt síðan hann hvarf 16. marz s.l. Sú staðreynd er auðskilin þegar haft er í huga hversu mjög var hert á öryggisráðstöfunum við hvarf hans. Italska lögreglan telur nú full- víst að hryðjuverkamaðurinn, sem náðist þegar fangavörður í Torínó var myrtur fyrir utan heimili sitt í gær, sé félagi í Rauðu herdeild- inni. Enn hefur ekki verið unnt að yfirheyra manninn, sem er lífs- hættulega særður, en áður en hann var svæfður fyrir uppskurð í gær, lýsti hann því yfir að hann liti á sig sem pólitískan fanga. Þetta er fyrsti hryðjuverkamaður- inn, sem ítalska lögreglan kemur höndum yfir við vopnaða árás. Maðurinn heitir Christoforo Piancone og hvarf sporlaus í Torínó fyrir tveimur árum. — íþróttir Framhald af bls. 46. Brugge _ Juventus 2:0. Framlengja þurfti leikinn að loknum venjulegum leiktíma, en þá var staðan 1:0 og liðin jöfn, því Juventus vann fyrri leikinn 1:0. I framlengingunni skoraði Brugge eitt mark og fer því í úrslitin á móti Liverpool með markatöluna 2:1. Mörk Bruggei Bastijns og Van der Eycken ★ ★ ★ EVRÓPUKEPPNI BIKARMARISTARAi Austria Vín — Dinamov Moskva 2:1 Mörk Austriai Pirkner og Morales Mark Dinamovi Yabulik Áhorfenduri 70.000. ★ ★ ★ Anderlecht — Twente Entschede 2:0 (1:0) Mörk Anderlechti Haan og Rensenbrink. Anderlecht vann samanlagt 3:0 ★ ★ ★ UEFA-KEPPNIN. Bastia — Grasshoppers 1:0 Mark Bastia, Papi Bastia fer í úrslitin á reglunni um fleiri mörk skoruð á útivelli. Barcelona — PSV Eindhoven 3:1 Mörk Barcelona. Rexach (2), Fortes. Mark Eindhoveni Daisy. Áhorfendur. 80.000. Eindhoven fer í úrslitin á samanlagðri markatölu 4:3. — Hafréttar- ráðstefnan Framhald af bls. I. milli stranda að 200 mílna línurnar skerast. Eins og málin standa nú er stefnt að því að öllum nefndar- störfum og málamiðlunartil- raunum verði lokið 25. apríl, en það tekst örugglega ekki, enda verður hér um að ræða bráða- birgðadagskrá. Samkvæmt henni er ætlazt til að allsherjar- fundur ræði tillögurnar frá 26. apríl til 5. maí, og að endurskoð- un heildartexta fari fram 8.—12. maí. Loks er gert ráð fyrir því að leggja fram heildartexta hins endurskoðaða samningsupp- kasts og ræða hann 15.—19. maí, en nú á eftir að koma í Ijós hvernig þessi áætlun stenzt," sagði Hans G. Andersen, um leið og hann kvað það skoðun sína að ekki tækist að Ijúka ráðstefnu- störfunum að þessu sinni, held- ur yrði nauðsyniegt að kalla saman nýjan fund, annað hvort síðar á þessu ári eða næsta vor. — Kambódía Framhald af bls. 1. liðs í Kambódíu á fimm stöðum síðastliðinn föstudag, og var þar beitt bæði skriðdrekum og orrustuflugvélum. Vestrænir fréttaskýrendur velta því nú fyrir sér hvort meiriháttar átök séu í aðsigi, en fregnir, sem telja verður áreiðanlegar, stað- festa að á þessum slóðum hafi verið barizt að undanförnu, einkum Kambódíumegin landa- mæranna, norðvestur af víet- nömsku borginni Tay Ninh. Á þessum slóðum eru miklar gúmmíekrur Kambódíumanna, og hafa þær mikla efnahags- lega þýðingu fyrir landið. Raddir eru uppi um að þau átök, sem nú virðast eiga sér stað, séu í hefndarskyni vegna síendurtekinna árása Kambódíumanna á landa- mæraþorp og jafnvel fjöldamorða. Kambódíuútvarp- ið kvað árásir Víetnama vera komnar á nýtt stig, og væru þær undanfari meiriháttar inn- rásar. — Blumenthal Framhald af bls. 1. hann skýrði frá í ræðu í gær, en hún felur meðal annars í sér. 5,5% „þak“ á launa- hækkanir. Þrátt fyrir hrakspár á gjald- eyrismarkaði í Evrópu í kjölfar ræðu forsetans hefur banda- ríkjadalur ekki goldið verulegt afhroð, heldur stigið gagnvart hinum sterka svissneska franka, svo og gegn hollenzka gjaldmiðlinum. Gagnvart ann- arri evrópskri mynt hefur gengi hans aðeins stigið, en gagnvart japanska jeninu fór hann hins vegar verulega hall- oka. — Odvar Nordli Framhald af bls. 1. Nú sem fyrr var ætlunin að ganga frá svokölluðum „sam- ræmdum kjarasamningi", sem fæli í sér hóflegar launahækkanir, jafnhliða efnahagsráðstöfunum af hálfu ríkisstjórnarinnar, svo sem niðurgreiðslum, skattalækkunum og ívilnunum til láglaunahópa, barnafjölskyldna og ellilífeyris- þega. Þegar um slíka samnings- gerð er að ræða hefur ríkisstjórnin afskipti af henni þegar viðræður samningsaðila eru að komast á lokastig og þeir hafa komið sér saman um helztu atriði varðandi kaupgreiðslur. Að þessu sinni kom ekki til þess að ríkisstjórnin fengi tækifæri til að hafa slík afskipti af málum, þar sem verkalýðshreyf- ingunni og vinnuveitendum tókst ekki að koma sér saman um kaupliði samningsins. Stjórnin mun að öllum líkindum gera grein fyrir fyrirhuguðum efnahagsráðstöfunum sínum á föstudaginn, um leið og endur- skoðuð fjárhagsáætlun verður lögð fyrir Stórþingið. Sagði Nordli í dag að endurskoðað frumvarp að fjárlögum fyrir árið 1978 yrði síðan lagt fyrir svo skjótt sem auðið yrði. Nordli gerði grein fyrir því í dag að verðlagshömlur, sem settar voru á í janúar s.l. til bráðabirgða, yrðu áfram í gildi, og væri til athugunar að setja til viðbótar þeim strangar reglur um verðlag og hagnað. Hann staðfesti að misklíð um leiðir til að stemma stigu við launaskriði í ýmsum atvinnugreinum hefði verið það, sem að lokum sigldi samningavið- ræðunum í strand, en vildi hvorug- um aðilanum kenna um hinum fremur. Norska alþýðusambandið krafð- ist 10,9% kauphækkunar á næstu tveimur árum, en vinnuveitendur hafa ekki viljað fallast á aðrar hækkanir en þær, sem snerta eftirlaunagreiðslur. Þegar Ijóst var að samningaumleitanir yrðu árangurslausar lagði opinberri sáttasemjarinn fram málamiðlun- artillögu, sem var hafnaö af báðum deiluaðilum. — Waldheim Framhald af bls. 1. flóttamaður, en um leið og tals- maður bandaríska utanríkisráðu- neytisins vísaði á bug ásökunum Sovétstjórnarinnar um að Shev- chenko væri haldið nauðugum í Bandaríkjunum, sagði hann: „Honum er frjálst að vera hér áfram, fara til Sovétríkjanna eða fara hvert á land sem hann vill.“ Mál þetta hefur slæm áhrif á samskipti Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, sem kemur sér illa svo skömmu áður en Vance utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna fer til viðræðna við sovézka ráðamenn í Moskvu. Lögfræðingur Shevchenkos hef- ur skýrt frá því að skjólstæðingur hans óski að halda stöðu sinni hjá Sameinuðu þjóðunum, en í kvöld kvaðst lögfræðingurinn hafa feng- ið fyrirmæli um að tjá sig ekki um málið að svo stöddu. Sagði hann hins vegar að Shevchenko væri nú hjá vinum sínum í úthverfi New York í góðu yfirlæti. Kona Shevchenkos og dóttir fóru til Moskvu um síðustu helgi, og í dag tók dóttirin undir ummæli móður sinnar í gær um að Shevchenko mundi áreiðanlega ekki getað hugsað sér að ílendast í Bandaríkjunum. Eru ýmsir van- trúaðir á að hér hafi hinar raunverulegu mæðgur talað, en sovézk yfirvöld hafa brugðizt hin verstu við vegna þessa máls og halda því fram að bandaríska leyniþjónustan hafi komið af stað lygaherferð í því skyni að sverta Sovétríkin. — Bracht barón Framhald af bls. 23 ins nokkuð sem bent gæti til að hann væri á lífi, en mann- ræningjarnir sendu henni bíllykla barónsins og armbandsúr. Morðingjar barónsins eiga yfir höfði dauðadóm, en enn sem komið er veit lögreglan lítið um þá. Aðeins einu sinni hefur maður verið tekinn af lífi í Belgiu frá stríðslokum, og þurfti í það skipti að fá lánaða fallöxi frá Frakk- landi. Þá voru nokkrir stríðs- glæpamenn teknir af lífi í Belgíu. Yfirlýsing Theodores Brachts endar svohljóðandi: „Faðir minn var skotinn í höfuðið er hann barðist gegn mannræningjunum. Þó hann væri látinn aftraði það ekki mannræningjunum frá að krefjast lausnargjalds. Réttlætir ekki svo svívirðilegur glæpur hinar miklu öryggisráðstafanir sem gerðar hafa verið? Ef við verndum ekki þjóðfélag okkar gegn ofbeldi, verður okkur stjórn- að með ofbeldi." - Skák Framhald af bls. 2 fram á nótt að íslenzkum tíma, tefldi Haukur við hollenzka stórmeistarann Timman og hafði Haukur svart, Margeir hafði hvítt á móti rúmenska stórmeistaranum Georghiu og Helgi Ólafsson hafði hvítt gegn brezka stórmeistaranum Miles. Þeir Ásgeir Þ. Árnason og Jónas P. Erlingsson tefldu saman í síðustu umferðinni. Hér fer á eftir vinningsskák Hauks Angantýssonar gegn Reshevsky. Haukur stýrir hvítu mönnunum: 1. c4 - c5, 2. Rc3 - Rc6. 3. g3 - g6, 4. Bg2 - Bg7. 5. d3 - e6,6. e4 — Rge7,7. Rge2 — 04), 8. Be3 - Rd4, 9. Dd2 - d6,10. 0-0 - Rec6, 11. Bh6 - e5, 12. Bxg7 - Kxg7, 13. Rd5 - Rxe2, 14. Dxe2 - Iíd4, 15. Dd2 - Be6, 16. Re3 - Hb8, 17. f4 - exf4.18. gxf4 - Í5,19. Hael - Dh4. 20. e5 - dxe5, 21. Rc2 - Rxc2, 22. Dxc2 - Had8, 23. IIxe5 - Df6, 24. Hfel - Bf7, 25. Hxc5 - IId7, 26. Hce5 - Hfd8. 27. Bd5 - Bxd5, 28. cxd5 - Dhl, 29. DÍ2 - Dxf2, 30. Kxf2 - Kf8, 31. Ilcl - Hxd5, 32. Ilxd5 - Hxd5, 33. IIc8+ - Kg7, 34. Ilc7+ - Kh6, 35. Ke3 - Hb5, 36. b3 - a5, 37. d4 - b6, 38. Kd3 — g5, 39. fxg5 — Kxg5, 40. Ilxh7 - Kf4, 41. He7 - Hd5, 42. He6 - Kf3, 43. He5 og hér gafst Reshevsky upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.