Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1978 Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson: Hver er mælikvarðinn? Ráðstafanir Mörgum mun ljóst að nýgerðar efnahagsráðstafanir duga skammt til að leiðrétta það jafnvægisleysi sem ríkir í þjóðarbúskapnum almennt og atvinnurekstrinum sérstaklega. Þetta er raunar stað- fest með nýlegri spá Þjóðhags- stofunar, sem gerir ráð fyrir að verðhækkanir á þessu ári muni nema milli 30 og 40% að óbreytt- um annars hagstæðum ytri skil- yrðum. Ekki þarf þá nema lítið út af að bera í verðlagi á útflutnings- vörum eða kaupgjaldssamningum til þess að jafnvel spá um allt að 40% verðbólgu sé á bjartsýni byggð. Aðrar ráðstafanir sem einnig er mikið rætt um og þá ekki síst í fjölmiðlum, eru stórfelld fjárfram- lög við viðreisnar frystihúsunum. I þessu sambandi eru nefndar tölur sem nema um 2000 milljón- um frá ýmsum sjóðum og má af þessu ráða að nú sé málum kippt í Iag og það ríflegur skammtur á ferðinni að nægja ætti til að þagga niður kveinstafi um stund. Því miður eru litlar líkur til að þessar ráðstafanir verði haldbetri en hinar almennu efnahagsráð- stafanir. Skýringin er þá einnig svipuð þar sem ekki er ráðist að rótum meinsins, heldur aðeins reynt að grípa á einum þætti vandans. Við fiskverðsákvörðunina 1. október á s.l. ári var orðið ljóst að afkoma frystihúsanna almennt var mjög slæm, þar sem verð- hækkanir á mörkuðunum ásamt gengissigi hefðu orðið undir í kapphlaupinu við innlendar kostnaðarhækkanir. Af þessum ástæðum var fisk- verð ákveðið óbreytt frá 1. október, sem þó í raun þýddi aðeins að vandanum var velt á undan sér til áramóta. Þá var einnig ljóst að hér var ekki eingöngu um að ræða rekstrarafkomu frystihúsanna yfirleitt, sem einfaldlega mætti lagfæra með því að bæta afkomu heildarinnar, heldur komu hér til önnur atriði sem ristu dýpra og taka þurfti öðrum tökum. Þar á meðal var mismunandi afkoma eftir svæðum, slæm lausafjárstaða og nauðsyn ýmiskonar hagræðing- ar í rekstri margra frystihúsa. Bylting í veiðum og vinnslu Undanfarin fimm ár hefur orðið bylting í veiðum þeirra fiskteg- unda sem eru undirstaða hréefnis- notkunar í frystihúsunum. Þessi breyting hefur sérstaklega orðið tilefni ágreinings og umræðna um fjárfestingu í togurum, en áhrifa og afleiðinga hennar á stöðu frystihúsanna hefur ekki verið sami gaumur gefinn. Minni skut- togararnir voru keyptir og hannaðir til hráefnisöflunar fyrir frystihúsin árið um kring, en ekki til að nýta stopula ísfisksölu- markaði, þótt Hægt væri að ná hagstæðum sölum takmarkaðan tíma úr árinu. Ekkert frystihús getur örðið samkeppnisfært sem býr við slíkan rekstur í dag, enda erum við þá jafnframt að nokkru leyti að keppa við okkar eigin framleiðslu. Þessi aukning og dreyfing á afkastamiklum fiskiskipum um allt land hefur krafist mikils fjármagns í nýbyggingum eða meiriháttar endurbótum fisk- vinnslustöðva, sem enn er ekki að fullu lokið. A sama tímabili hefur þá einnig dregið úr fjárveitingum til þeirra svæða þar sem fisk- vinnslustöðvarnar voru ekki full- nýttar nema yfir hávertíðina. Jafnframt þessu hefur skapast verulegur aðstöðumunur í vinnslu, þar sem annarsvegar er jöfn og góð nýting framleiðslutækja og fjárfestingar, en hins vegar ójöfn framleiðsla með tveggja mánaða toppi, ásamt tilheyrandi yfir- og næturvinnu, að ótöldu föstu starfsliði til að mæta hámarks- álagi, en síðan kemur hálf-dauður tími þar sem afkastagetan er hálfnýtt. Þetta hlýtur þá einnig að leiða til samkeppni um hráefnið, sem birtist í ýmsum myndum, en þó þeirri verstri að lítils aðhalds gætir um gæði þess, sem aftur leiðir til lélegri nýtingar og lægri afurðatekna. Því miður gildir þetta einnig yfir vertíðina þegar hráefnisfram- boð er nægilegt. Miklar framfarir hafa orðið í meðferð á fiski í skuttogurum, sem slægja fiskinn, ísa hann í kassa og landa reglu- lega. Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson í þessum efnum hefur netafisk- ur algerlega dregist aftur úr, því hann sætir sömu meðferð og fyrir 10 til 20 árum síðan, þrátt fyrir stærri skip og minni afla. Varlegt er að áætla að netafiskur skili 3 prósentustigum minni nýtingu í frystingu, en vel með farinn kassafiskur úr togurum. Miðað við netaaflann á vetrarvertíð nemur þessi munur um 800 milljónum kr. Hér er þó ekki öll sagan sögð, þar sem betri gæði skiluðu einnig hráefni í verðmeiri pakkningar, þannig að nær sanni væri að tala um 1000 milljónir kr. í afurðaver- mæti. Verðlagning hráefnis Hráefniskostnaður frystihúsa er að jafnaði um eða rúmlega helm- ingur af sölutekjum og hefur þessi kostnaðarliður þvi úrslitaáhrif á afkomuna. Hér vill þó verða allmikill munur á, bæði milli einstakra frystihúsa og jafnvel svæða. Annarsvegar stafar þetta af mismunandi nýtingu, sem kenna má lélegri vinnslu eða gæðum hráefnis. Þá má vera að hráefni sé ekki nýtt á hagstæðasta hátt, sem er þó einnig háð gæðum þess, en allt þetta getur raunar farið saman og leitt til þess, að hráefniskostnaður veröur hátt hlutfall af afurðatekjum. Hins vegar getur óeðlilegt hrá- efnishlutfall á einstökum stöðum eða svæðum stafað af rangri verðlagningu, annað hvort í hlut- falli milli fisktegunda eða jafnvel eftir fiskstærð. Léleg nýting í sjálfu sér er að sjálfsögðu eingöngu vandamál viðkomandi fiskvinnslustöðva, en óeðlilega hátt hráefnishlutfall vegna verðs fá frystihúsin engu um ráðið, því verðlagningin er í höndum Verðlagsráðs sjávarút- vegsins. Ekki fer á milli mála að oft hafa önnur sjónarmið en sem jöfnust afkoma á vinnslu ein- stakra fisktegunda og stærðar- flokka fisks ráðið of miklu, eins og t.d. fiskverndurnarsjónarmið og tekjur sjómanna við veiðar ein- stakra fisktegunda. Má jafnvel segja að Verðlagsráð hafi stundum verið á valdi tilfinninganna, eins og t.d. þegar allar fisktegundir eru hækkaðar jafnt, án tillits til breytinga á markaðsaðstæðum. Við þann stranga afkomu- samanburð sem nú er gerður milli fyrirtækja hlýtur að verða að taka þessi mál fastari tökum og verð- munur hráefnis milli fisktegunda og stærða að taka mið af fram- leiðslukostnaði annars vegar og afurðaverðmæti hins vegar. Hagræðing í fiskvinnslu Enginn vafi er að mikið hefur áunnist á sviði hverskonar hag- ræðingar í fiskvinnslu undanfarin ár, en þó er margt enn ógert. Stafar það bæði af fjármagns- skorti og einnig eru ávallt að koma fram nýjungar í vélum, tækjum og vinnufyrirkomulagi, sem í raun þýðir að ekki verður komist á leiðarenda, heldur er einhverjum tilteknum áfanga náð. Hér kemur einnig til að frystihúsin þurfa að taka upp vinnslu nýrra fiskteg- unda eins og karfa, þegar þorsk- veiðar eru stöðvaðar um tíma, en slík vinnsla krefst fjárfestingar í nýjum vinnsluvélum. I þessum efnum er þó greinilegt að mörg frystihús hafa dregist aftur úr og eru að ýmsu leyti vanbúin, þótt þau annars virðist hafa aðstöðu til þolanlegrar af- komu miðað við aðra. Hér er ekki rúm til að tíunda þessar aðgerðir í einstökum aðtriðum, en ekki er hægt að skilja við þetta mál án þess að minnast á það tómlæti sem virðist ríkja í þessum efnum af hálfu stjórn- valda. Gleggsta dæmið um það er stefna fjármálaráðherra í aðflutn- ingsgjöldum af hverskonar tækj- um og vélum til fiskvinnslu. Síðan það var niður lagt að vinnandi fólk þyrfti að bera hlutina á bakinu eða handbörum, þá eru lyftarar orðin nauðsynleg tæki til ýmiskonar flutninga. Ef frystihús ætlar sér að kaupa slíkt tæki, þá þarf að greiða aðflutningsgjöld í ríkissjóð sem nema 67% af innkaupsverði, en slíkt þótti í eina tíð hæfilegur tollur á lúxusvöru. Ef frystihúsið kaupir flökunarvél, sem nú er ómissandi tæki við fiskvinnslu, þá þarf að borga 22% af andvirði í ríkissjóð. Frystihús sem kaupir lyftara og flökunarvél þarf að greiða 6 til 10 milljónir í aðflutn- ingsgjöld af þessum framleiðslu- tækjum. Rétt er að geta þess að íslenskum iðnaði hefur undanfarið ekki verið gert að greiða þessi gjöld. Það er neikvæð skattastefna að draga úr arðsemi og bættri nýtingu hráefnis, sem getur skipt hundruðum milljóna kr. á ári, með því að skattleggja tækin sem skila þessum hagnaði og þannig koma í veg fyrir að þau verði keypt. Hagræðing og lánsfjármagn: Við fiskverðsákvörðunina 1. október s.l. gaf ríkisstjórnin fyrir- heit um „að beita sér fyrir að á næstunni verði til reiðu sérstakt lánsfé, allt að 500 m. krónur, til að bæta fjárhag og skipulag fisk- vinnslufyrirtækja, sem átt hafa í rekstrarerfiðleikum. Lán þessi ættu á hverjum stað að miða að betri nýtingu hráefnis, fjármagns og starfskrafta, en ekki aukningu afkastagetu". Ríkisstjórnin fól Byggðasjóði útvegun þessa „sérstaka" lánsfjár og úthlutun þess. Þessu til viðbótar koma síðan 350 m. kr. sem hagræðingarfé af gengishagnaði útfluttra sjávaraf- urða vegna gengisfellingar. Ekki er hægt að slíta þessi framlög úr samhengi við aðrar lánveitingar til fiskvinnslunnar, þ.e. úr Fiskveiðasjóði og Byggða- sjóði, en þó er rétt að geta þess, sem segir sína sögu, að ekki hefur fyrirtækjum verið gefinn kostur á að sækja um þessi sérstöku framlög. Lánveitingar Fiskveiðasjóðs til framkvæmda í frystihúsum munu á þessu ári nema 933 m. kr. og er það u. þ. b. 34% af þegar loknum lánshæfum framkvæmdum og áætluðum framkvæmdum á þessu ári, sem lánað er til. Þá ber að hafa í huga að ýmsar þegar gerðar og nokkrar af fyrir- huguðum framkvæmdum á þessu ári hafa algerlega verið strikaðar út. Til samanburðar má geta þess, að við lánveitingar úr Fiskveiða- sjóði er miðað við að þær gætu numið allt að 60% af kostnaðar- eða matsverði framkvæmdanna. Þá má einnig benda á að s.l. ár lánaði Fiskveiðasjóður í þessu skyni 861 m. kr. sem svaraði til að lán næmu 40% af áætluðu kostnaðarverði. Þegar tekið er tillit til verðlags- þróunar, þá er greinilegt að lán á þessu ári eru í raun nokkru lægri en þau voru á s.l. ári. A þessu ári mun fyrirhugað að Byggðasjóður láni til frystihúsa 720 m. kr. og eru þá áðurnefndar 500 m. kr. þar meðtaldar. Á s.l. ári lánuðu Framkvæmdasjóður og Byggðasjóður 620 m. kr. til frysti- húsa. Þegar tekið er tillit til verðlagsþróunar, þá eru lánveit- ingar í raun minni á þessu ári. Hér verður að hafa í huga að Byggða- sjóður veitir fé til og vinnur í meginatriðum eftir ákveðinni „hraðfrystihúsaáætlun" og stjórn- ast því úthlutun og framlög sjóðsins af því sjónarmiði. Sjálfsagt mætti lengi deila um hvernig hefði átt að úthluta margnefndum 500 m. kr., en hitt er aðalatriðið að þær hafa „gufað upp“ á leiðinni. Þá eru aðeins eftir þær 350 m. kr. sem ríkisstjórnin hefur ætlað sem hagræðingarfé og telja má sérstakt framlag á þessu ári. Nú er hinsvegar orðið ljóst að lausafjár- staða margra frystihúsa er komin í slíkt óefni að stöðvun er fyrir- sjáanleg og það jafnvel þótt ekki sé um taprekstur að ræða. Þótt hagræðing í rekstri sé mikilvæg þá verður að sitja í fyrirrúmi að láta hjólatvinnu- rekstrarins snúast og þessvegna mun þurfa að beina fjármagninu til þéirra nota. Vantar þó mikið upp á að 350 m. kr. nægi í því skyni. Fylgifiskar verðbólgu: Það er ekki ætlunin að rekja hér margháttuð áhrif verðbólgunnar, heldur aðeins að drepa á tvö atriði sem snúa að fyrirtækjum almennt, en þó sérstaklega frystihúsunum þar sem tekjur eru háðar verðlagi á mörkuðum og gengisskráningu. Afleiðingar verðbólgunnar koma einnig fyrst og skýrast fram í rýrnun á rekstrarfé fyrirtækj- anna, þ.e. í erfiðri lausafjárstöðu. Þetta kemur greinilega í ljós ef athugað er efnahagsyfirlit frysti- húss, sem búið hefur við 25% og 30% verðbólgu á tveggja ára tímabili. I eftirfarandi dæmi má hvort sem er líta á þetta sem sama fyrirtækið með mismunandi af- komu, eða þrjú mismunandi fyrir- tæki sem byrja með sömu efnahagsstöðu: E F N A H Á 3 R E I K N T K G U R A. B. C. 1/1 197" 1 /1 197S 1/1 1979 1/1 1977 1/1 1978' 1/1 1979 1/1 1977 1/1 1978 1/1 1979 Peningar og banki lo ♦ 7.5 * 76.5 lo * 37.5 * 86.5 lo «■ 87.5 . 186.5 BlrgOir og ógreitt Joo 375 " -487.5 5o 0- 375 487.5 3oo 375 487.5 . Utis tandandi • 75" 37.5 ■ V2o 75 37,5 2o 75 37.5 Fas taf Jármúnir 4oo J8o 560.0 4oo. 380 360.0 4oo 380 360.0 Fjárffesting o 4o. 0 0 ?o 4o.o 0 ?o 4o.o Sjóöseignir o.fl 2o 75 37.5 ?o 75 . 37.5 . ?o 75 37.5 75o 877.5 976.0 75o 797.5 266.o 750 747.5 766.0 Afuröalán.. ’. . ?lo 767.5 341.0 Plo 767.5 341.0 ?lo 767.5 341.0 Lausaskuldir 4o 5o.o 65.0 4o 50.0 65.0 4o 5o.o 65.0 Pös t ián.. . 3oo 27o. c lo. 0 2oo.o 5o.o ?Ao.o ?0.0 ?oo. 0 60.0 3óo ?7o.o 24o ..0 3oo 27o.o lo. 0 ?oo.o 50.0 ♦ ?4o.o * ?-° 2oo 0 * Hagnaöur/tap nettó o ó 0 0 loo. 0 75o •::22.5 976.0 75o 79?-5 866.0 75o 742.5 766.0 F0RS2NDUR : Frarr.leiöslumagn óbreytt. Veröhsekkanir (veröbólga) 1977 25$ og 1972 30$. Utlán á franleiöslu 1?% af endanlegurr. veröum. Hagnaöur/tap : A. Hagnaöur 5G m. hvort ár (eftir B. KagnaÖur/tap O. C. Tap 50 m. hvort ár skatta 50 rr.) Afskriftir Afborgun lána lOjí Utistandandi og lausaskuldir haekka í samræmi Fjárfestlng ?c m. hvort ár. Lán út á fjárfestingu 5G/6. Ekki er tekiö tillit til lélegri afkomu vegna lausaskuldum vegna tapreksturs. viö veröhækkanir. hækkandi vaxta af

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.