Morgunblaðið - 13.04.1978, Page 45

Morgunblaðið - 13.04.1978, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1978 45 f "U W ~ - JJ s VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI vörufélaginu" eða „álnavöru- hönnuðinum." En má ekki reyna að finna eitthvert betra orð? Nú má vera að orðið álnavara sé alls ekki við hæfi, og ég hef það lítið vit á þessari iðn að ég get naumast tjáð mig um það fullkomlega. En þess vegna vildi ég varpa þessari hugmynd fram og vil hvetja fróða menn til að láta í ljós álit sitt á þessum hugsunum mínum og ekki sízt væri fróðlegt og nauðsynlegt að textíhönnuðirn- ir létu í ljós eða útskýrðu öllu heldur hvers vegna þetta orð hefur verið valið. Spurull.“ Undir það getur Velvakandi tekið að skýringar komi fram um hvers vegna orðið textíl var valið, en þær hljóta að vera til. • Chaplin í sjónvarp Þá eru hér nokkrar línur frá einum, sem vill að sjónvarðið minnist Chaplins á verðugan hátt: „Mér finnst það svolítið skrítið að sjónvarpið skuli ekki hafa minnst hins mikla snillings Chapl- ins með því að sýna mynd eftir hann og með honum í aðalhlut- verki. Fyrir utan það að minnast hans ekki finnst mér vanta fleiri grínmyndir í sjónvarp og finnst mér langt síðan ég hefi séð gamanmynd svo um munar í þeim annars ágæta fjölmiðli. Ég er viss um að mjög mikið er til af gamanmyndum bæði gömlum, sem væntanlega eru ekki eins dýrar i innkaupi, nú og gaman væri að fá eina og eina nýja mynd. Einnig mætti fljóta með ein og ein Tarzan-mynd og jafnvel gamlar kúrekamyndir. 6466-8404.“ f>essir hringdu . . • Skriffinska? Maður nokkur sem sagðist mikið notast við gírókerfið hafði eftirfarandi um það að segja: „Sem kunnugt er var fyrir nokkrum árum komið á fót hér á landi gíróþjónustu eða póstgíró- kerfi eins og það mun heita og annast Póstgíróstofan alla umsjón þess verks og stjórn. Nýlega er þessi stofnun flutt í nýtt húsnæði og það ekki svo lítið og sjálfsagt er full þörf á því húsnæði fyrir starfsemina. En það sem mér er samt efst í huga er sú spruning hvort ekki sé mögulegt að gera gíróþjónustuna eitthvað einfaldari í sniðum, þetta virðist allt eitthvað svo flókið. Tökum sem dæmi góróseðlana sjálfa, þeir eru í fjórriti og eru sum afritin í tveimur hlutum þannig að um er að ræða 4—6 seðla eftir því hvernig á málið er litið. Erlendis eru gíróseðlar mun einfaldari, í mesta lagi tvíblöðungur, sem e.t.v. er skipt í þrjá staði þegar greitt er í banka eða pósthúsi, þ.e. einn hlutann fær viðskiptavinur, einn greiðslustaðurinn og móttakandi greiðslunnar þriðja hluta seðils- ins. Annars var þetta nú ekki aðalerindið, því ég geri ráð fyrir að fyllsta aðhalds sé gætt i rekstri Póstgíróstofunnar svo sem ann- arra ríkisfyrirtækja og stofnana. En það sem ég vildi einkum spyrjast fyrir um er hvort ekki sé hægt að samræma seðla t.d. Norðurlandaþjóðanna þannig að ég geti greitt hér á landi tímarits- áskrift sem ég er rukkaður um í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI með gíróseðli frá einhverju hinna Norðurlandanna. Hvað mælir í raun og veru á móti þessu þegar ég á t.d. nokkrar danskar krónur á gjaldeyrisreikningi, hvað getur þá í raun hamlað gegn því að greitt sé á milli landa á þennan hátt nema gírókerfið? Ég er viss um að þetta kæmi sér vel á mjög mörgum sviðum, þannig mætti spara í reikningasendingum og ábyrgðabréfasendingum milli landa og greiðendur og þeir sem greiðsluna eiga að fá njóta mun öruggari þjónustu fyrir vikið. Nú getur vel verið að eitthvað mjög einfalt atriði standi í vegi fyrir því að úr þessu geti orðið, en gaman væri að fá að vita um það og bara yfirleitt að fá að vita í hverju þessi munur liggur. HÖGNI HREKKVÍSI Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. Hverfisgötu 18 ■ Gegnt Þjóóleikhúsinu 220/12 volta spennubreytar fyrir ferðatæki — segul- bönd — talstöðvar og hvaðeina annað, ávallt fyrirliggjandi Heildsala — smásala. Benco Bolholti 4 S: 91-21945. Stjómunarfélag íslands Símsvörun í fyrirtækjum eða stofnunum SÍMANÁMSKEIÐ Dagana 17., 18. og 19. apríl nk. gengst Stjórnunarfélag íslands fyrir námskeiði. Á námskeiðinu verður fjallaö um starf og skyidur símsvarans, eiginleika góðrar símaraddar, símsvörun og símatæki, kynningu í notkun símabúnaöar, kallkerfis og fleira. Auk námskeiðsins verður farin kynnisferð í Landsímahúsið með þátttak- endum. Námskeiðið er einkum ætlaö þeim, sem sta sem um er að ræða hjá fyrirtækjum eða opinberum stofnunum. Leiðbeinendur verða Helgi Hallsson fulltrúi og Þorsteinn Óskarsson símaverkstjóri. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til skrifstofu félagsins í síma 82930. Aðalfundir félagsdeilda M.R. verða haldnir sem hér segir REYKJAVÍKURDEILD aö Hótel Sögu, mánudaginn 17. apríl kl. 20:30. VATNSLEYSUSTRANDAR-, GERÐA-, 0G MIÐNESDEILDIR í skólahúsinu Brunnastööum, þriöjudaginn 18. apríl kl. 14:00 BESSASTAÐA-, GARÐA- 0G HAFNARFJARÐARDEILDIR í félagsheimilinu Garöaholti, miövikudaginn 19. apríl kl. 14:00 MOSFELLSS VEIT ARDEILD í félagsheimilinu Hlégaröi, föstudaginn 21. apríl kl. 14:00 KJALARNESDEILD í félagsheimilinu Fólkvangi, mánudaginn 24. apríl kl. 14:00 KJÓSARDEILD í félagsheimilinu Félagsgaröi, miövikudaginn 26. apríl kl. 14:00 INNRI-AKRANESS-, SKILMANNA-, STRANDAR-, LEIRÁR- 0G MELADEILDIR í félagsheimilinu Heiöarborg, föstudaginn 28. apríl kl. 14:00 AÐALFUNDUR FÉLAGSRÁÐS veröur haldinn aö Hótel Sögu, Átthagasal, laugardaginn 6. maí kl. 12 á hádegi. Stjórn Mjólkurfélags Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.