Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1978
Haukar skor-
uðu ekki mark
í 20 mín. en
Pólverjar
seinir
í gang
gegn
Irum
unnu samt
HAUKARNIR halda enn í vonina um íslandsmeistaratitilinn eítir að
haía la>?t erkióvinina FH að velli í gærkvöldi í íþróttahúsinu í
Ilafnarfirði, 21.19, Staðan var 9.7 í hálfleik. FH í vil. Eftir
afspyrnulélegan fyrri hálfleik náðu Haukarnir sér vel á strik í þeim
seinni og tókst að sigra. en hætt er við að Haukar hefðu tapað með
einhverjum mun ef FII hefði leikið þennan leik jafnvel og liðið lék
í fyrri hluta mótsins.
Haukarnir byrjuðu með miklum
látum og höfðu yfir 3:1 þegar 7
mínútur voru liðnar af leiknum.
En þá fór hreint allt í baklás hjá
þeim og þeir skoruðu ekki mark
næstu 20 mínúturnar! FH-ingarn-
ir léku ekkert sérlega vei þessar
mínútur en samt skoruðu þeir 7
mörk og breyttu stöðunni í 8:3. En
undir lokin urðu FH-ingunum og
þá sérstaklega Tómasi Hanssyni á
mistök í sókninni og Haukarnir
skoruðu fjögur mörk á síðustu
þremur mínútunum.
Ilaukarnir mættu ákveðnir til
leiks í seinni hálfieik og um
miðjan hálfleikinn höfðu þeir
komizt yfir, 17:13. En þá kom aftur
slæmur kafli og FH-ingarnir
komust í 17:16 en höfðu möguleika
á því að jafna og komast yfir en
tvö ótímabær skot Tómasar komu
í veg fyrir það. Haukarnir stóðust
svo pressuna í lokin og unnu 21:19.
Haukarnir eiga enn möguleika á
Islandsmeistaratitlinum eftir
þennan sigur. Liðið var mjög jafnt
í þessum leik, aðeins tveir menn
skáru sig úr, Gunnar Einarsson
markvörður og Sigurður Aðal-
steinsson. Hinn slæmi kafli í fyrri
hálfleik hlýtur að verða Haukun-
um umhugsunarefni, þá gekk allt
á afturfótunum og hvert mark-
tækifærið eftir annað fór forgörð-
F’H-ingarnir hafa dalað mjög
seinni hluta mótsins og þessi
leikur var frekar slakur hjá liðinu.
Örfáir menn héldu liðinu uppi að
þessu sinni, í sókninni þeir Janus
Guðlaugsson og Júlíus Pálsson en
í vörninni Guðmundur Magnússon.
Þórarinn Ragnarsson lék með að
nýju og styrkti vörnina verulega
en hann var frekar óöruggur í
sókninni. Birgir markvörður varði
vel í fyrri hálfleik en síðan ekkert
í þeim seinni. Geir Hallsteinsson
var tekinn úr umferð allan leikinn.
í STUTTU MÁLI:
Misnotuð vítaskot: Engin.
Brottvísanir af leikvelli: Sig-
urður Aðalsteinsson, Janus Guð-
laugsson og Svavar Geirsson útaf
í 2 mínútur hver.
Mörk Hauka: Sigurður Aðal-
steinsson 6 (2v), Elías Jónasson 4,
Stefán Jónsson 2, Andrés
Kristjánsson 2, Ingimar Haralds-
son 2, Þórir Gíslason 2, Sigurgeir
Marteinsson og Ólafur Jóhannes-
son 1 mark.
Mörk FH: Janus Guðlaugsson 8,
Júlíus Pálsson 5 (4v), Guðmundur
Magnússon 2, Þórarinn Ragnars-
son 2, Geir Hallsteinsson 1 og
Valgarður Valgarðsson 1.
Björn Kristjánsson og Gunn-
laugur Hjálmarsson dæmdu leik-
inn ágætlega.
-SS.
Ray Kenncdy átti stórleik gegn Borussia í gærkvöldi og ekki er
ólíklegt að hann og félagar hans í Liverpool hampi Evrópubikarnum
aftur í vor.
ÞAÐ TÓK pólska landsliðið 50
mínútur að brjóta niður væng-
hrotið írskt landslið í vináttulcik
í knattspyrnu í Lodz í Póllandi í
gærkvöldi. Það var eðlilega farið
að fara um pólska áhorfendur.
sem tóku því illa að lið þeirra
skyidi ekki skora í fyrri hálf-
lciknum, en þeir tóku gleði sína
að nýju er Pólverjar skoruðu
þrívegis. en írarnir aldrei.
í gærkvöldi voru það Boniek,
Deyna og Mazur, sem skoruðu
mörkin og hefur Deyna verið
atkvæðamikill með pólska lands-
liðinu í vetur. I írska landsliðið
vantaði sex leikmenn. sem eiga
þar örugg sæti, þeirra á meðai
menn eins og Don Givens, QPR.
og Steve Heighway, Liverpool.
Sex lcikmenn úr írsku deildinni
fcngu að spreyta sig í þessum leik
og lagði írska liðið alla áherzlu á
varnarleikinn.
Liverpool mætir
Brugge á Wembley
Belgar eiga tvö liö í úrslitum Evrópumótanna og
Austurríkismenn eru í úrslitum í fyrsta skipti
LIVERPOOL átti í litlum erfiðlcikum með Borussia Mönchengladbach í undanúrslitum Evrópukeppninn-
ar í knattspyrnu í gærkvöldi. Úrslitin urðu 3i0 og Englands- og Evrópumeistarar Liverpool leika gegn
FC Brugge frá Belgíu í úrslitum keppninnar á Wembley-leikvanginum í Lundúnum 10. mai næstkomandi.
Brugge átti hins vegar í meiri erfiðleikum með Juventus í gærkvöldi og það var ekki fyrr en að lokinni
framlengingu að ljóst varð að liðið færi í úrslitin.
IIAUKAR. Svavar Geirsson 1, Ingimar Haraidsson 2, Ólafur
Jóhannesson 2. Sigurður Aðalsteinsson 3, Þórir Gíslason 2, Stefán
Jónsson 2, Guðmundur Haraldsson 2, Sigurgeir Sigurðsson 1,
Elías Jónasson 2, Andrés Kristjánsson 2, Gunnar Einarsson 3.
FII. Birgir F'innbogason 2, Geir Ilallsteinsson 2, Þórarinn
Ragnarsson 2, Valgarð Valgarðsson 2, Júlíus Pálsson 3,
Guðmundur Magnússon 3, Theodór Sigurðsson 1, Jónas
Sigurðsson 1, Tómas Hansson 1. Janus Guðiaugsson 3, Magnús
Ólafsson 1.
Belgar geta vel unað við árangur
sinna manna, því auk Brugge er
Anderlecht í úrslitum Evrópukeppni
bikarhafa og mætir þar Austria Vín.
Er þetta þriðja árið í röð, sem
Anderlecht leikur í úrslitum þessar-
ar keppni. í UEFA-keppninni verða
það lið Bastia frá Korsíku og PSV
Eindhoven, sem leika til úrslita.
Liverpool lék mjög vel allan
tímann á móti Gladbach og sem
heild vann liðið frábærlega vel, en
UPPLAUN HJA
ARMENNINGUM
F'YRSTI Ieikurinn í aukakeppninni milli botnliðanna í 1. deild kvenna fór fram í gærkvöldi og léku
þá Ilaukar og Ármann í Hafnarfirði. Leiknum lauk með öruggum sigri Hauka 20.8 eftir að staðan hafði
verið 9.1 í hálfleik.
Það furðulega gerðist í þessum
leik að Ármann mætti ekki með
fullskipað lið þrátt fyrir mikilvægi
leiksins. Aðeins 6 stúlkur mættu
til leiksins og að sjálfsögðu höfðu
þær aldrei neina möguleika á móti
Haukastúlkunum, þar sem þær
voru einni færri á vellinum og
gátu aldrei hvílt sig. Virðist
greinilega ríkja upplausn hjá
kvennaliði Ármanns og heyrst
hefur, að stúlkurnar, sem nú leika,
ætli allar að hætta í vor og ef svo
fer mun félagið tæplega tefla fram
kvennaflokki næsta vetur. Má
telja líklegt að Ármannsliðsins
bíði það hlutskipti að falla í 2.
deild eins og karlalið félagsins.
Hjá Haukaliðinu var Margrét
Theódórsdóttir atkvæðamest og
skoraði 11 mörk en flest mörk
Ármanns skoraði Guðrún Sigur-
þórsdóttir, 5.
Ármann á að mæta Víkingi á
föstudagskvöldið.
einstaklingsframtak Ray Kennedy
var þó einnig þungt á metunum í
þessum leik. Hann skoraði fyrsta
mark leiksins, markið sem í rauninni
gerði út um vonir Borussia. Markið
kom þegar á 6. mínútu leiksins og
það var ekki erfitt fyrir Kennedy að
binda enda á sóknarlotuna, sem
Dalglis og Souness höfðu byggt upp.
Þrátt fyrir að Kennedy væri vel
gætt af þeim Vogts og Hannes átti
hann þó allan heiðurinn af marki
Dalglish, sem var skorað á 34.
mínútu leiksins. Kennedy skallaði
knöttinn fyrir fætur skozka lands-
liðsmannsins og ekki var að sökum
að spyrja, skot Daiglish fór rakleiðis
í netið af stuttu færi. Á 54. mínútu
leiksins opnaði sending frá Kennedy
vörn Gladbach hægra megin og gott
skot Case gulltryggði sigurinn. Áuk
Kennedys þóttu þeir Souness og
Bonhof sýna frábæran leik að þessu
sinni. Borussia tapaði eins og
kunnugt er fyrir Liverpool í úrslitum
Evrópumeistarakeppninnar í fyrra
og í gærkvöldi voru vonbrigði
leikmanna liðsins mikil, en þeir áttu
aldrei möguleika í leiknum.
Það var ekki eins auðvelt hjá
Brugge, en í framlengingunni fór þó
ekki á milli mála að Brugge var
betra liðið og Van der Eycken,
belgíski landsliðsmaðurinn, skoraði
þá sigurmarkið. Þá voru fjórar
mínútur eftir af leiknum og ítalarnir
einum færri. Tveir af HM-stjörnum
Hollendinga, Ari Haan og Rob
Rensenbrink, tryggðu Anderlecht
auðveldan sigur gegn Entschede. I
fyrradag voru þeir valdir í HM-hóp
Hollendinga og í þeim hópi voru 10
af þeim leikmönnum, sem hófu
úrslitaleikinn við V-Þjóðverja í
síðustu heimsmeistarakeppni. Sá
ellefti er sjálft goðið, Johan Cryuff,
sem hefur ítrekað lýst því yfir aö
hann leiki ekki með hollenska
landsliðinu í Argentínu.
Til að gera langa sögu stutta
þurfti vítaspyrnukeppni að lokinni
framlengingu í Vín og þá skoraði
Austria Vín úr öllum vítaspyrnum
sínum, en leikmenn Dinamo Moskva
mistókst einu sinni. Austria er
fyrsta liðið frá Austurríki, sem
kemst í úrslit Evrópukeppninnar.
Barcelona var með 0:3 á bakinu frá
fyrri leiknum við PSV Eindhoven, en
mikil barátta var í leikmönnum
liðsins og fyrir leikhlé hafði Barce-
lona minnkað muninn niður í eitt
mark, staðan var 2:0 fyrir Spánverj-
um. Velski landsliðsmaðurinn Deacy
skoraði þá fyrir PSV og tryggði
liðinu endanlega sæti í úrslitum
keppninnar.
EVRÓPUKEPPNI MEISTARALIÐA.
Liverpool —
Borussia Mönchengladbach 3:0
Mörk Liverpooh Kennedy, Dalglish og Case.
Áhörfenduri 51.500.
Liverpool vann samanlagt 4:2.
F'ramhald á bls. 26
Enska
knatt-
spyrnan
2.0
2.0
Wwt Aí> /Wt' 'Att v
eÍT? u/ALTee
FiíAbæísaví ueifc haus
Brsta Fveeoa %ieiA<5.
ÚRSLIT I brezku knattspyrnunni í gær
kvöldi.
1. deild England,
Leeds litd. — Derby County
West Bromwich — Newcastle
2. deild,
Stoke - Millwai!
Skozka úrvalsdeildin,
Dundce Utd. — Clydebank
Hibernian — Celtic
Rangers — Ayr Utd.
Skozki hikarinn. undanúrslit.
Aberdeen — Partick Thistle
2.1
1.0
1.1
1.1
4.2