Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRIL 1978 5 Jón Ingimarsson formaður Iðju á Akureyri: í 40 ár hefur ASÍ aldrei lagt fyrir félag- ið ólögleg verkföll — enda hefði það ekki þýtt „ÞAÐ ER alltaf slæmt. þegar gera á ráðstafanir. sem eiga að verða hag alls almennings f landinu, að ekki sé framfylgt og farið eftir þeim lögum. sem fjalla um vinnu- deilur“, sagði Jón Ingimarsson formaður Iðju, félags verksmiðju- fólks á Akureyri um verkföllin 1. og 2. marz síðastliðinn í skýrslu sinni til aðalfundar félagsins. „í þau rúm 40 ár, sem Iðja hefur starfað, hefur ASÍ aldrei lagt fyrir félagið að fara út í ólöglegar aðgerðir, enda hefði það ekki þýtt mikið. Þetta og margt fleira átti sinn þátt í því, að stjórn og trúnaðarmannaráð félagsins gat ekki mælt með því að félagar Iðju færu í verkfall“. Jón Ingimarsson sagði ennfremur að hann þættist vera þess fullviss, að einhverjir muni ásaka sig fyrir þessa afstöðu, „en mér er nokk sama. Mitt starf er í því fólgið m.a. að sjá um að farið sé eftir lögum og settum reglum. Um þessar aðgerðir má eflaust mikið ræða og rita og þær afleiðingar, sem þær kunna að hafa Alþýðubandalagið í Reykjavík: Ovissa um sjötta sætið í BAKSÍÐUFRÉTT í Morgun- blaðinu í gær er skýrt frá tillögu uppstillinganefndar Alþýðu- handalagsins um skipan fram- boðslista flokksins í alþingis- kosningunum í vor. Þar var tilgreind skipan sex fyrstu sæt- anna. og þess látið getið að Vilborg Ilarðardóttir væri í sjötta sætinu. Rétt mun vera að Vilborg hefur tjáð uppstillinganefndinni, að hún hafi ekki hug á að taka sæti á listanum. Er því sjötta sætið og skipan þess enn óákveð- in. gtofnlánadeild landbúnaðarins: Aðeins veitt ný lán til íbúðarhúsa og hlaða við gripahús „STJÓRN stofnlánadeildarinnar hefur ákveðið jákvæð svör við umsóknum ha-nda um ný lán til íbúðarhúsabygginga og hlöðubygg- inga. þar sem hlöður vantar við gripahús. Öllum öðrum heiðnum um ný lán urðum við að synja." sagði Stefán Pálsson. forstöðumað- ur stofnlánadeildar landhúnaðar- ins. í samtali við Mbl. í gær, en eins og fram hefur komið í Mbl. hafði stofnlánadeildin um 400 milljónir króna til ráðstafana vegna nýrra lána. en umsóknir bárust að upp- hæð samtals um 2.100 milljónir króna. Stofnlánadeildin getur hins vegar fjármagnað öll áfangalán, eins og henni ber skylda til, en þau eru veitt til íbúðarhúsa og stærri gripahúsa, sem eru orðin fokheld. Áfangalána- umsóknir námu samtals 1.400 millj- ónum któna. Stefán sagði, að stjórn stofnlána- deildarinnar hefði gengið frá tillög- um sínum um lánareglur til ríkis- stjórnarinnar. 1 tillögunum er mælt með 33% verðtryggingu og 13% vöxtum á almennum lánum til bænda, 60% verðtryggingu og 9.75% vexti á lánum til íbúðarhúsa, eins og á lánum Húsnæðismálastjórnar, 50% verðtryggingu og 11.5% vexti á lánum til vélakaupa og 100%- verð- tryggingu og %%- vexti á lánum til vinnslustöðva landbúnaðarins. Ljóðalestur á Kjarvalsstöóum í KVÖLD kl. 20.30 efna Listráð og Rithöfundasamband íslands til ljóðakvölda með handarfska upples- aranum Frank Ileckler. yEtlar hann að kynna bæði bandaríska nútímaljóðlist og íslenzk ljóð í enskri þýðingu Sigurðar A. Magn- ússonar. íslenzku skáldin, sem Heckler hefur valið ljóð eftir og koma sjálf fram á ljóðakvöldinu og lesa Ijóðin á frummálinu eru: Árni Larsson, Jóharin Hjálmarsson, Nína Björk Árnadóttir, Olafur Haukur Símonar- son, Pétur Gunnarsson, Sigurður A. Magnússon, Steinunn Sigurðardóttir og Vilborg Dagbjartsdóttir. í frétt frá Listráði og Rithöfunda- sambandinu segir að Heckler sé þekktur fyrir frumlegan og fjöl- breytilegan upplestrarmáta og auk upplestursins muni hann fjalla stuttlega um bandarísku ljóðskáldin sem hann tekur til meðferðar. Ljóðalesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Söngleikar ’78: Lifandi kirsuberja- greinar frá Frakk landi í Laugardalshöll KÓRAHÁTÍÐIN Söngleikar ‘78 hefst um helgina, en 20 kórar víðs vegar að af landinu koma á hátíðina og sumir eru þegar komnir í bæinn, m.a. til þess að s.vngja í útvarp. Hátíðin hefst n.k. föstudagskvöld með tónleikum í Iláskólabíói, en tónleikar verða einnig í Laugardalshöll. Á laugar- dagskvöld verður mikil veizla fyrir hátíðargesti í Laugardals- höll, en alls taka um 1000 manns þátt í Söngleiknum. Á hófinu í Laugardalshöll mun Björn R. Einarsson stjórna 15—20 manna danshljómsveit og vandað verður til skre.vtingar. á íþróttasalnum, m.a. munu fengnar lifandi greinar af kirsuberjatrjám og eplatrjám frá Frakklandi í blómaskreytingar svo víst er að ilmurinn verður góður í höllinni. í för með sér, en við skulum vona að alþýðusamtökunum auðnist að ná aftur fullum rétti sínum og það sem fyrst“. I skýrslu stjórnar Iðju til aðai- fundarins kemur ennfremur fram, að stjórnín hafi sent hinn 14. marz svohljóðandi mótmæli til Félags islenzkra iðnrekenda og Vinnumála- sambands samvinnufélaganna: „Við mótmælum skertum launum til iðnverkafólks miðað við samninga og áskiljum okkur allan rétt síðar“. Aðalfundur Iðju ákvað að segja upp samningunum og var það gert riieð sama hætti og hjá öðrum félögum innan Alþýðusambands íslands. Prófkjör hjá sjálfstæðis- mönnum á Selfossi SJÁLFSTÆOISMENN á Selfossi efna til prófkjörs vegna næstu sveitar- stjórnarkosninga í dag og á sunnu- dag. Þrettán eru í framboði og skal kjósa fæst 5 og flesta 10 með tölusetningu, en kjósendum er heim- ilt að bæta premur nöfnum við prófkjörslistann. Prófkjörið skal vera bindandi fyrir 5 efstu sætin, ef 50% félagsbundinna sjálfstæðismanna á Selfossi kjósa. Þeir, sem eru í framboöi eru: Bjarni Pálsson, Reynivöllum 4, Guöjón Gestsson, Stekkholti 30, Guðmundur Sigurösson, Grashaga 2, Gústaf Sigjónsson, Sléttuvegi 4, Haukur Gíslason, Dælengi 6, Helgi Björgvins- son, Tryggvagötu 4, Ingveldur Siguröardóttir, Seljavegi 13, María Leósdóttir, Sléttuvegi 5, Óli Þ. Guðbjartsson, Sólvöllum 7, Páll Jóns- son, Skólavöllum 5, Sverrir Andrés- son, Eyrarvegi 22, Þuríöur Haralds- dóttir, Stekkholti 10, Örn Grétarsson, Smáratúni 15. Einnig fyrirliggjandi hnota og japönsk eik. Eingöngu úrvalsviður Pantanir óskast sóttar. Sendum í póstkröfu um land allt Höfðatúni 2, Reykjavík. Sími 22184 ■ ■ Mesta úrval landsins af reiðhjólum og þríhjólum, fæst hjá okkur. Góð varahluta- og viðgerðaþjónusta. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.