Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1978 SÍMAR 28810 24460 bilaleigan GEYSIR BORGARTUNI 24 LOFTLEIWR^ car rental - Seljum—| reyktan lax og gravlax Tökum iax í reykingu og útbúum gravlax. Kaupum einnig lax til reykingar. Sendum i póstkrófu — Vakúm pakkað ef óskað er. ÍSLENZK MATVÆLI Hvaleyrarbraut 4-6, Hafnarlirðt Stmi: 51455 ■ ■ Vandervell vélalegur ■ I Ford 4-6-8 strokka benzirt 09 díesel vélar Opel Austin Mini Peugout Bedford Pontlac B.M.W. Rambler Bulck Range Rover Chevrolet Renault 4-6-8 strokka Saab Chrysler Scania Vabís Citroen Scout Datsun benzin Slmca og díesel Sunbeam Dodge — Plymouth Tekkneskar Flat bitreiðar Lada — Moskvítch Toyota Landrover Vauxhall benzm og diesel Volga Mazda Volkswagen Mercedes Benz Volvo bénzín benzin og díesel og diesel ■ I Þ JÓNSSON&CO Skeilan 17 s. 84515 — 84516 Útvarp Reykjavik FIM/MTUDkGUR 13. april MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forystugr. dagbl), 9.00 og 10.00 Morgunbaen kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15i Steinnun Bjarman les söguna „Jerutti bjargar Tuma og Tinnu“ eftir Cecil Bödker (9). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfrcttir kl. 9.45. Létt lög milli atr. Fæðingarhjálp og foreldra- fræðsla kl. 10.25> Hulda Jensdóttir forstöðukona Fæðingarheimilis Rcykja- víkurborgar flytur fjórða og síðasta erindi sitt. Tónlcikar kl. 10.40. Morguntónleikar kl. 11.00> Sinfóniuhljómsveit sænska útvarpsins leikur hljóm- sveitarsvítuna „Gústav II Adolf“ eftir Hugo Alfvén> Stig Westerbcrg stj./ Sin- fóniuhljómsveitin i IJtah leikur „Hitabeltisnótt“, sin- íóníu nr. 1 eftir Louis Moreau Gottschalk> Maurice Abravanel stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ_____________________ 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Á frívaktinni. Sigrún Sig- urðardóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 „Spáð í spil og lófa. Upplýsingar í síma ...“ Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir sér um þáttinn. 15.00Miðdegistónleikar. Karl Leister, George Donderer og Christoph Eschenbach leika Tríó í a-moll fyrir klarí- nettu, selló og píanó op. 114 eftir Johannes Brahms. Jacqueline Eymar, Giinter Kehr, Werner Neuhaus, Erich Sichermann og Bern- hard Braunholz leika Pi'anó- kvintett í c moll op. 115 eftir Gabriel Fauré. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar. 17.30 Lagið mitt. Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfrcgnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDIÐ 19.35 Daglegt mál. Gísli Jónsson flytur þáttinn. 19. 40 íslenzkir einsöngvarar og kórar syngja. 20.10 Leikrit> „Mcistarinn“ eft- ir Odd Björnsson. Leikstjóri> Benedikt Árna- son. Persónur og leikendur> Meistarinn/ Róbert Arn- finnsson, Konan/ Margrét Guðmundsdóttir. 21.25 Tveir á tali Valgeir Sigurðsson ræðir við Guðmund Magnússon fræðslustjóra. 21.50 Frá tónleikum í Bústaa- kirkju í fyrra. Sigurður I. Snorrason og Markl-strengjakvartettinn leika Kvintett í Afdúr fyrir klarínettu og strengi op. 146 eftir Max Reger. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Rætt til hlítar. Álfheiður Ingadóttir blaðamaður stjórnar umræðum ungra frambjóðenda í borgar- stjórnarkosningum f Reykjavík. Þátttakendur> Bjarni P. Magnússon, Davíð Oddsson, Eiríkur Tómasson og Sigurður Tómasson. Þátt- urinn stendur í u.þ.b. klukkustund. Fréttir. Dagskrárlok. SKJÁNUM FÖSTUDAGUR 14. aprfl 1978 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Bláu hellarnir við Andros-eyjar (L) Kanadísk heimildamynd um djúpa og sérkennilega ncðansjávarhella við Andros-eyjar, sem eru hluti Bahama-eyja. Um tvö hundruð slíkir hellar hafa fundist, síðan hinn fyrsti þeirra var kannaður árið 1%7. [21.00 Kastljós (L) Þáttur um innlend málefni. V_____________________________ Umsjónarmaður Helgi E. Helgason. 22.00 Gömlu kempurnar (L) (The OverThe-HilI Gang) Gamansöm, bandarfsk sjón- varpskvikmynd. Aðalhlutverk Pat 0‘Brien, Walter Brennan, Chill Wills og Edgar Buchanan. Söguhetjurnar í þessum „vestra“ eru fjórir riddara- liðar á eftirlaunum. sem taka að sér að koma lögum yfir spilltan bæjarstjóra og bófaflokk hans. Þýðandi Dóra Ilafsteins- dóttir. 23.15 Dagskrárlok Leikrit vikunnar Lífsafstaða gamals manns í kvöld klukkan 20.10 verður flutt í útvarpi ís- lenzkt leikrit, „Meistarinn", eftir Odd Björnsson. Leik- stjóri er Benedikt Arnason, en með hlutverkin fara þau Róbert Arnfinnsson og Margrét Guðmundsdóttir. Flutningur leiksins tekur fimm stundarfjórðunga. Gamall og sjúkur maður er að „gera upp“ fyrri ævi sína. Hann lýsir afstöðu sinni til mannanna, um- heimsins og lífsins yfir- leitt. Mitt í þessum vanga- veltum hans kemur nýi læknirinn í heimsókn. Þá uppgötvar meistarinn sitt- hvað í eðli sínu, sem honum var áður hulið. Þetta verk á að því leyti skylt við spennandi saka- málaleikrit, að nauðsynlegt er að fylgjast með því frá upphafi til að skilja allan gang málsins. Oddur Björnsson fæddist árið 1932 að Ásum í Skaft- ártungu. Hann varð stúdent frá M.A. 1953. Oddur stundaði háskóla- Oddur Björnsson höfund- ur „Meistarans“. nám í Reykjavík 1954—55 og í Vínarborg 1955—57. Hann hefur verið kennari frá 1961. Meðal ritverka hans er skáldsaga, ævintýri fyrir börn og sjónvarpsleik- rit. En auk þess hefur Oddur skrifað bæði fyrir leiksvið og útvarp. Eftirtal- in verk hans hafa verið flutt í útvarpi: „Einkenni- legur maður“ 1963, „Kirkjuferð" 1965, „Horna- kórallinn" og „Snjókarlinn okkar“ 1968, „Brúðkaup furstans af Fernara“ 1970, „Græn Venus“ 1971, „Skemmtiganga“ 1973, „Dansleikur" 1974, „Slys“ og „Hvernig heiðvirður kaupsýslumaður fær sig til að nefbrjóta yndislega eig- inkonu sína . ..“ 1975, „Rauða höllin“ (barnaleik- rit) og „Sónata fyrir tvo kalla“ 1977. V estfirðingaf jórðungur: Rækjuaflinn svipaður og á vertíðinni í fyrra RÆKJUVEIDUW í Ísafjaröardjúpí lauk aö mestu í marzmánuöi. Segir í skýrslu frá skrifstofu Fiskifélags íslands á ísafiröi, að nokkrir bátar hafi haft leyfi til veiða í eina viku í apríl, til að veiða eftirstöðvar af Oska landvistar Singapor> FJÖLDI Víetnama sem tóku víetnamskt strandferóaskip og sigldu til hafnar i Singapore hefur óskað eftir að fá að setjast að í ýmsum löndum. Um borð í skipinu voru 34 manns. leyfilegu aflamagni. Arnfirðingar og Steingrímsfiröingar hafi hins vegar átt eftir um 150 lestir af leyfilegu aflamagni hvorir um sig. Veiðarnar voru stundaðar á þrem svaeðum, í Arnarfirði, ísafjarðardjúpi og á Húnaflóa, og bárust á land 840 lestir. Frá Bíldudal reru 6 bátar og var mánaöaraflinn 102 lestir, en var 161 lest á sama tíma í fyrra. Heildaraflinn frá vertíðarbyrjun í haust er þá oröinn 446 lestir þar, en leyfilegt er að veiða 600 lestir á Arnarfiröi á þessari vertíð. Aflahæstu bátarnir í marz voru Pilot með 20,0 lestir, Vísir með 19,9 lestir og Helgi Magnússon með 17,6 lestir. í verstöðvum við ísafjarðardjúp bárust á land 508 lestir, en í fyrra var aflinn í marz 355 lestir. Heildaraflinn frá vertíöarbyrjun var þá orðinn 2.615 lestir, en leyfilegt er að veiða í (safjarðardjúpi 2.650 lestir á þessari vertíð. Á Hólmavík og Drangsnesi bárust á land 230 lestir, 143 lestir á Hólmavík og 87 á Drangsnesi, en í fyrra bárust þar á land 198 lestir í marz. Heildaraflinn frá vertíðarbyrjun var oröinn 846 lestir í marzlok, en heimilt var að veiöa 1000 lestir. Aflahæstu bátarnir í marz voru Gunnhildur með 23,8 lestir, Ásbjörg, Vingur og Hilmir meö 23,0 lestir. í marzlok höfðu borizt á land 2.352 lestir í Vestfiröingafjórðungi, sem er Innflytjenda■ lögumbreytt Kanada. RÍKISSTJÓRN Kanada heíur ákveðið að breyta lögum lands- ins til að auðvelda flóttamönn- um til að flytja til landsins. Skýrt var frá að brcytingar sem gengu í gildi á mánudag, yrðu settar aí mannúðarástæð- um. 138 lestum minna en á vetrarvertíð- inni í fyrra. Aflinn á haustvertíðinni var 1.555 lestir. Er rækjuaflinn því orðinn 3.907 lestir á haust- og vefrarvertíð- inni, en var 4.007 lestir á sama tíma í fyrra. Aflinn hefur veriö nokkru minna í Arnarfirði, en aðeins hýrari við ísafjarðardjúp og viö Sfeingrímsfjörð. Stéttarfélag starfs- fólks tannlækna var stofnað um helgina LAUGARDAGINN 7. apríl var haldinn stofnfundur stettarfélags starfsfólks tannlækna. Tilgangur félagsins er að gaeta hagsmuna félagsmanná og semja um kaup og kjör við tannlækna. Á fundinum gengu í félagið á annað hundrað manns. Þessi starfshópur hefur ekki verið í samtökum launafólks og var því mikill áhugi og einhugur hjá stofnendum. For- maður var kjörin Eria Ingólfsdótt- ir. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.