Morgunblaðið - 13.04.1978, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1978
39
á Hvanneyri. Þeirra fundum bar
eigi oftar saman.
Þó að drengskaparheit hans væri
gefið af góðum vilja og fullum
kjarki, hefur hann varla órað fyrir
því, hve sú byrði var þung, sem
honum var lögð á herðar. Enginn
veit, hve miklu hann kostaði til.
Um það var aldrei rætt.
Börnin voru fimm, það elzta sex
ára. Þá voru og á heimilinu
aldraðir tengdaforeldrar Höllu og
faðir hennar, sem fyrr er getið.
Fátæktin jaðraði við allsleysi, og
skuldir voru miklar. Þar við
bættist sár harmur systur hans
eftir ástvinarmissinn. Hún var
lengi að ná sér eftir spánsku
veikina, og um vorið ól hún
andvanda sveinbarn. Næstu árin
voru örðugust. En með fádæma
dugnaði tókst Lofti að sigrast á
erfiðleikunum. Hann bætti jörðina
mikið á þessum árum og enn meira
seinna, eftir því sem búinu óx
vélakostur.
Ein fyrsta minning okkar systk-
inanna um hann er fagurt vetrar-
kvöld í tunglskini. Hann var að
renna sér á skautum á tjörn fyrir
neðan túnið. Þá íþrótt höfðum við
aldrei séð fyrr og horfðum hug-
fangin á. Hann fór vel á skautum.
voru honum óblandin ánægja.
Aldrei leið honum betur en þegar
hann var kominn út úr manna-
byggð, einn með hundi sínum og
hesti á ferð um stórbrotin hrjóstr-
in og víðernin, og öræfaþögn allt
um kring. Hann sagði sér fyndist
hann alltaf koma heim betri
maður. Hann var hamhleypa til
allrar vinnu og eftir því verklag-
inn. Þjösnaleg handtök og hroð-
virkni voru eitur í hans beinum.
Hann kenndi okkur vel til allrar
útivinnu. Okkur þótti hann stund-
um nokkuð kröfuharður. Þó ætlaði
hann okkur aldrei meir en kraftar
okkar leyfðu. Það var unun að
horfa á Frænda við slátt: Flug-
beittur ljárinn smaug með rót, svo
að grasið sýndist sumsstaðar sem
óslegið eftir banahöggið. Þetta
þekkja góðir sláttumenn. Hann
horfði með velþóknun, og kannski
dálitlu stolti, á breiðskáraðan
teiginn.
Þrátt fyrir þrotlaust strit og
margskonar áhyggjur, átti hann
þó þær stundir, að allt var
bærilegt. Á Sandlæk er mikil og
fögur fjallasýn til allra átta, svo
að óvíða er hún fegri í uppsveitum
Árnessýslu. Frændi hafði næma
fégurðartilfinningu, og margt
gladdi auga hans og hug: Græn
vornálin, fyrsta sóleyjan og fífill í
kálgarðsvegg; sumarmorgunn í
sólskini; Hekla, Tindafjöll og
Eyjafjallajökull skínandi hvít í
fjarlægð og morgundögg á grasi;
vorkvöld, þegar margraddaður
fuglasöngur kvað við hvaðanæva
úr mýri og mó, hafinn yfir alla
gagnrýni. Síðsumarkvöld: Lóan
flokkar sig þúsundum saman með
sín himinblíðu hljóð á slegnum
teignum, gæsir á oddaflugi í
suðurátt; litir fjallanna ólýsanleg-
ir undir sólarlag. Græn heylest er
á leið heim af engjum og næstum
komið myrkur: Mjúklátt fótatak
hestanna í moldargötu, marr í sila,
í túngarði ilmar mjaðarjurt og
Frændi syngur „Heiðstirnd bláa
hvelfing nætur". Hann hlaut í
vöggugjöf mikla og fagra söngrödd
— hetjutenór, sem hefði sómt sér
vel í hverri söngleikahöll. En hann
söng fyrir okkur og kenndi okkur
í kvöld kl.
Hvað okkur þótti hann stór og
fallegur, á hvítri peysu. Hann
renndi sér til okkar, tók af sér
skautana og horfði á okkur um
stund, sagði síðan: „Jæja, börnin
góð, nú ætla ég að vera hjá ykkur
þangaö til þið eruð orðin stór og
þið eigið að kalla mig frænda. Svo
leiddi hann okkur heim á leið til
bæjar. Síðan hefur Frændi, með
stórum staf, verið nafn hans í
huga okkar og munni, og verður
það svo lengi sem við munum
hann.
Frændi var hár maður vexti og
beinvaxinn, fríður sýnum, dökk-
skolhærður, enni hátt, augun blá
undir miklum brúnum, nefið beint,
munnsvipur þýðlegur og stakk
nokkuð í stúf við sterklega höku,
sem bar vott um fastan vilja; fasið
prúðmannlegt og hiklaust, án
oflætis. Hann var dýravinur og fór
vel með allan búfénað. Kisa undi
sér vel í bóli hans, og hundurinn
var honum fylgispakur. Honum
þótti gaman að ganga til ánna um
sauðburðinn. Hann var léttur á
fæti og gekk oft berfættur; mark-
aði lömbin nýfædd, þau sem til
náðist, „þá finna þau svo lítið fyrir
þessu,“ sagði hann, hélt þeim
snöggvast í heitum höndum, horfði
á þau hýr á svip og kyssti þau á
snoppuna um leið og hann sleppti
þeim. Fjallferðirnar á haustin
Tískusýning
Æsispennandi frá upphafi til enda ný amerísk litmynd
frá Cinepix. Þetta er ein sú hrottalegasta mynd sem
sýnd hefur veriö hérlendis. Mvndin fjallar um fjóra
rudda sem svífast einskis, og öllum er sama um lífið,
Aöalhlutverk: Don Straoud
Brenda Vaccaro (Airport ‘77)
Chuck Shamata
Sýnd kl. 5, 9 og 11.15
Bönnuö börnum innan 16 ára. Islenskur texti.
Blaöaskrif um Moröhelgi í erlendum
blöðum:
Spenningurinn er svo mikill að þú grípur í sessunautinn.
B.T. * * * *
Myndin er svo spennandi að hjartaö hoppar i manni.
Extrabladet ★ * ★ *
Einn spenningur frá upphafi til enda b.T. ★ ★ ★ ★
ATH: Miðinn á kvöldsýningum gildir einnig á skemmtistað okkar
BERGÁS sem er í sama húsi 30 mín fyrir sýningu og einnig í 20
mín hléi. Þar bjóðum við upp á discotek og alls konar veitingar.
Góða skemmtun.
ATH: Vegna óviðráðanlegra orsaka verður myndin ekki sýnd í
Reykjavík.
hann. Ég hygg hann væri einn af
þeim fáu, sem heldur vildi líða illt
en gera það. Hann var barnavinur,
og þess nutu mín börn ekki síður
en önnur, enda háendust þau að
honum.
Dagur Sigurjónsson var alda-
mótamaður í þessa orðs beztu
merkingu, enda jafngamall öldinni
og því 77 ára að aldri, er hann lézt
á Sjúkrahúsi Húsavíkur þann 10.
febr. s.l. Hann ólst upp í andrúms-
lofti menningar og fram,fara, sem
mjög einkenndi Þingeyinga við
upphaf þessarar aldar, og fyrir
áhrif frá ungmennafélagshreyf-
ingunni, sem þá var mótandi afl í
þjóðlífinu, átti hann sér þá hug-
sjón að vinna landi sínu sem bezt.
Ef til vill er það ekki tilviljun, að
margir þessara s.k. aldamóta-
manna lögðu fyrir sig kennslu-
störf, þar sem akurinn var óplægð-
ur og verkamennirnir fáir. Þjóðfé-
lagið stendur í mikilli þakkarskuld
við þessa menn, sem við erfiðar
aðstæður unnu fórnfúst starf við
uppfræðslu þeirrar kynslóðar, sem
nú telst komin til fullorðinsára, og
náðu oft ótrúlegum árangri. Í dag,
þegar ýmsum finnst vera hlaupinn
ofvöxtur í skólakerfið og skólatími
óhæfilega langur, er hollt að
minnast þess, hvað þessir menn
afrekuðu þrátt fyrir lítinn tækja-
kost og stuttan námstíma. Dagur
var einn þessara manna. Hann
helgaði sig kennslustarfinu af
alhug og það veitti honum efalaust
margar ánægjustundir. Hann sá
marga drauma sína rætast, m.a.
nýtt skólahús rísa á Litlu-Laugum
áður en hann lét af störfum. En
hugur hans beindist að fleiru. Svo
sem áður er getið, ráku þau
systkinin smábú á Litlu-Laugum,
höfðu nokkrar kindur og kýr, sem
þau höfðu góðar afurðir af, en við
heyöflun nutu þau aðstoðar bróður
síns, Áskels bónda í Laugarfelli,
sem er þar í sama túninu. Sunnan
við íbúðarhúsið ræktuðu þau
systkinin fallegan blómagarð, sem
ber órækt vitni alúðar þeirra á því
sviði.
Dagur var enginn málskrafs-
maður á mannamótum, þótt hann
væri víðlesinn og fylgdist vel með
landsmálum, og hann sóttist ekki
eftir vegtyllum, en hann ræktaði
sinn eigin garð með hógværð og
trúmennsku og hlaut að launum
virðingu samferðamannanna.
Þótt Dagur væri alla ævi
ókvæntur og barnlaus stóð hann
ekki einn í lífsbaráttunni, því
vinátta þeirra systkinanna var
traust. Sigurbjörg axlaði sinn
hluta ábyrgðarinnar með prýði
sem matráðskona við barnaskól-
ann, þar kom hennar meðfædda
greind og glaðlyndi að góðum
notum, og er þung vanheilsa tók að
leggjast á Dag fyrir nokkrum
árum síðan, kom það í hennar hlut
að annast hann.
Því vil ég nú við þetta tækifæri
senda henni mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Ólafur
(Death Weekend)
Módelsamtökin sýna tízkufatnaö
frá Lee Cooper.
Jónas Þórir leikur á orgeliö.
Gjöriö svo vel og lítiö inn.
Skála
fell
9. hæð Hótel Esju
21.30.
mörg falleg lög. Hann og móðir
okkar sungu með okkur í rökkrinu
á vetrarkvöldum, áður en kvöld-
vakan byrjaði, og þau gengu með
okkur í kringum jólatréð á að-
fangadagskvöld og við sungum alla
þá jólasálma sem við kunnum.
Hann söng við messu í Hrepphóla-
kirkju svo áratugum skipti og með
Karlakór Hreppamanna allt frá
stofnun hans undir ágætri stjórn
Sigurðar Ágústssonar í Birtinga-
holti. Þetta var samstilltur og
skemmtilegur hópur og oft glatt á
hjalla á æfingum. Þá var sungið af
hjartans lyst og Frændi hrókur
alls fagnaðar. Söngurinn var
honum gleðigjafi á margri þungri
stund.
Árið 1931 hætti móðir okkar
búskap. Þá tók Frændi við jörðinni
fyrir fullt og allt. Vorið 1932 gekk
hann að eiga sina ágætu konu,
Elínu Guðjónsdóttur frá Unnar-
holti í Hrunamannahreppi. Þau
bjuggu í farsælu hjónabandi í 46
ár og eignuðust fimm börn.
Kreppuárin voru mörgum erfið,
og mæðiveikin olli þungum búsifj-
um, en þau hjónin voru samhent
og smám saman batnaði efnahag-
ur þeirra eftir því sem ræktun
jókst og skepnum fjölgaði. Þegar
börn þeirra voru uppkomin, fengu
þau hjónin tveimur sonum sínum
í hendur hluta af jörðinni. Þau
héldu þó áfram búskap, en fækk-
uðu skepnum eftir því sem árin
liðu. Nú var Frændi þrotinn að
heilsu og kröftum. Þó mátti segja
að hann héldi reisn sinni fram á
áttræðisaldur. Síðustu árin hnign-
aði honum ört og minnið sljóvgað-
ist. Hann talaði oft um að sig
langaði til þess að kveðja þessa
jarðvist, svo að hann gæti farið að
finna vini sína, sem horfnir voru,
og sagðist hlakka til þeirra
endurfunda.
Börn hans og Elínar eru: Baldur
bifreiðastjóri í Þorlákshöfn,
Guðjón Erlingur bóndi á Sandlæk,
Loftur Sigurður tónlistarkennari í
Breiðanesi (nýbýli í Sandlækjar-
landi), Sigríður sjúkraþjálfi í
Reykjavík og Elínborg tónlitar-
kennari á Akureyri. Öll eru þau
Framhald á bls. 29
Nýja — Bíó
Keflavík sími 92-1170
Símsvari fyrir utan bíótíma
Mynd í algjörum sérflokki
Frumsýning
M0RÐHELGI