Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1978 7 Þrír höfuö- þættir líöandi kjörtímabils Þegar hinn almenni borgari í landinu horfir um öxl yfir próun mála á líöandi kjörtímabili verða fyrir Þrjú mál, sem hæst ber í starfi núv. ríkisstjórnar. • 1) Útfærsla fisk- veiðilandheldi okkar í 200 sjómílur. Aö endir var bundinn á brezka og v-Þýzka veiðisókn á ís- landsmiðum. Að Þann veg tókst að halda á málum aö tollmúrar EBE-ríkja, gegnvart ís- lenzkum iðnaðar- og útvegsvörum, vóru ýmist brotnir niður eða lækkaðir verulega. Aö fiskverndamál heima fyrir vóru tekin sterkari tökum en nokkru sinni fyrr, Þó á Þann veg, að ekki kom til atvinnu- eöa verðmetasamdrátt- ar í sjávarplássum. • 2) Að Það tókst að tryggja atvinnuöryggi um gjörvallt land, Þrátt fyrir víðtækt atvinnu- leysi í nágrannalöndum okkar og raunar flestum OECD-ríkjum, Þar sem margar milljónir manna, ekki sízt ungt fólk, ganga atvinnulausar. Helzta samstarfs- og baráttumál launpega- samtaka I Þessum ríkj- um er baráttan gegn atvinnuleysinu, baráttan fyrir rétti allra til at- vinnu, sem m.a. kemur fram t Því að tryggja rekstrargrundvöll at- vinnuvega og fyrirtækja. í Því efni er víxlhækkun kaupgjalds og verðlags og öðrum verðbólgu- hvötum haldið innan vissra marka, og skatta- stefna gagnvart atvinnurekstri er hófleg. Hér á landi virðist af- staða sumra „verkalýös- foringja" hins vegar mótast fremur af flokks- pólitískri refskák og kosningasjónarmiðum en raunverulegum hagsmunum verkafólks í bráð og lengd. • 3) Siðast en ekki sízt ber aö nefna aö óvissu í öryggismálum Þjóðar- innar var eytt. Aðild íslands að Atlantshafs- bandalaginu virtist í hættu, vegna áhrifa öfgaafla í fyrri ríkis- stjórn, Þótt sú aðild hafi notið og njóti mikils meirihlutafylgis meðal Þjóðarinnar. Hlutleysis- stefnan gekk sér endan- lega til húðar er mörg ríki Þ-ám. Þrjú Norður- lönd vóru hernumin í síðari heimsstyrjöldinni, en Þau eru nú öll aðildar að Nato. Varnarsam- staða vestrænna lýö- ræöisríkja og valdajafn- vægi í heiminum hefur tryggt frið í okkar heimshluta í Þrjá ára- tugi. Það eru ekki sízt hagsmunir hinna smærri ríkja að Þessar friöarforsendur haldist: Stjórnarand- staðan helzta vopn stjórnar- flokkanna Það, sem miður hefur tekizt í stjórnarsam- starfinu, felst í of rýrum árangri í verðbólgu- hjöðnun. E.t.v. ræður engin ríkisstjórn ein viö Þann vanda. Þar Þarf máske til að koma sam- starf allra áhrifaafla í Þjóðfélaginu, ekki sízt aðila vinnumarkaðarins. Það er Því íhugunarefni, hvern veg slíkt stétta- samstarf verður bezt tryggt. Verðbólguvöxtur var í hámarki í endaöan feril vinstri stjórnar, 1974, 54%. Það tókst að koma honum niöur í um 26% vöxt um mitt sl. ár. Þá jókst veröbólguhraðinn á ný, m.a. vegna 60 til 80% krónutöluhækkana launa Það ár, sem leiddi Þó aðeins til 8 til 9% kaupmá ttaraukningar. Verðlagspróunin í land- inu er hættulegasta meinsemd efnahagslífs okkar og bitnar verst á útflutningsgreinum Þjóðarbúsins. Hún kann Því að veikja atvinnuör- yggi og verðmætasköp- un í landinu. Verðbólgu- áhrif koma ekki síður fram í siðferðilegri öfug- Þróun en efnahagslegri sem dæmin sanna. Bar- áttan gegn verðbólg- unni hlýtur að veröa forgangsverkefni á komandi kjörtímabili. Knappur árangur í veröbólguhjöðnun verð- ur ekki nema að litlu leyti skrifaður á reikn- ing ríkisstjórnarinnar. Og góöur árangur í landhelgismálum, öryggismálum og í við- leitni til að tryggja at- vinnuöryggi vega mun meira, Þegar á heildina er litið, í augum fólks, en ónógur bati á verð- bólgusviði. Vígstaða ríkisstjórnarinnar er Því góð, ef sanngirni ræður mati. Það er Þó stjórnar- andstaðan sem leggur stjórnarflokkunum stærsta kosningavopniö upp í hendur. Hún hefur slegið öll fyrri met Þing- sögunnar í málefna- snauðri, lognmollulegri og litlausri stjórnarand- stöðu. Hún hefur bók- staflega ekki upp á að bjóöa samstöðu um eitt eöa neitt til úrlausnar aðsteðjandi vanda í Þjóðfélaginu. Neíkvætt nöldur dugar skammt, ef ekki fylgja marktækar ábendingar um, hvern veg taka á á málum. Stjórnarandstaðan er Því lítt traustvekjandi. Þeim fer og fækkandi sem telja Þann valkost æskilegan, að brota- brotin til vinstri í ís- lenzkum stjórnmálum ráði ferð til framtíðar. Samanburðurinn við stjórnarandstöðuna er Því stjórnarflokkunum haldbezt vopn í kosn- ingabaráttunni fram- undan. I j hafa verið sýndar jafn margar og róttækar nýjurtgar á sviði skrifstofuvéla á einni sýn- ingu hérlendis eins og viö sýnum á sérsýn- ingu okkar í Kristalssal Hótels Loftleiða, fimmtudaginn 13. apríl, kl. 13 —18. Sérkyrming á ritvinnslu, telecoder, OMIC reiknivélum, búðarkössum og fjölriturum. Þetta er sýning, sem þú veröur að sjá! i iil ■y.ýýy.l SKRIFSTOFUVÉLAR H.fTI % + —x “ ,5? Hverfisgötu 33 x Stmi 20560 Móhairgarn Saba móhair fleur móhair. Nýjar sendingar af grófu prjónagarni. Heklugarn. Fjölmargir litir. Mólý, Hamraborg 12. sýnarkv Stórhátíð meö ungu fólki Hótel Sögu sunnudagskvöld 16. aDríl. ★ Húsiö opnaö kl. 19.00. — Sangria og aörir lystaukar. ★ Kl. 19.30. Hátíöin hefst meö glæsilegri grísaveizlu, kjúklingum og grísakjöti. Verö aðeins 2850.- kl. 20.00 Módelsamtökin sýna þaö nýjasta í tísku unga folksins: Frá Faco, Dömunni (baöföt) og Capellu. Ferðakynning: Þursaflokkur skemmtir. Kynntir veröa skemmtilegir sumar- dvalarstaöir fyrir ungt fólk á Spáni, Ítalíu, Grikklandi og Júgó- slavíu. Hinn frábæri Feguröar- samkeppni: Allir þátttakendur í keppninni Ungfrú Útsýn 1978 koma fram. Um 30 feguröardísir. Síöasta tækifæri til þátttöku. 10 stúlkur fá verölaun — ókeypis Útsýnarferöir. Stórbingó: — Tvöfalt vinningsverömæti Spilað verður um 3 Útsýnarferðir fyrir 2 til sólarlanda. Ókeypis happdrætti Allir gestir sem koma fyrir kl. 19.45 fá frían happdrættismiða. Vinningur er Útsýnarferð. Tvær hljómsveitir Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar og Þuríður og hljómsveit unga fólksins hin frábæra Brimkló. Nú er að panta borð snemma hjá yfírpjóni ( sima 20221 eftir kl. 16.00. Missið ekki af stórkostlegri skemmtun — en hjá Útsýn er fjörið og stemmningin mest.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.