Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1978 13 Úr Noröurgarði Lisnave. Þar eru smíöuö minni skip, eöa ekki stœrri en 21 pús. tonn. Og þremur árum eftir að bygging þessarar gríöarlegu myndarlegu stöðvar var hafin gátu tvær þurrkvíar tekið til að sinna verkefnum sínum, önnur tekur skip aö 350 þús. tonnum og hin upp að 700 þús. tonnum. Frá Lissabon til Setenave eru um 40 kílómetra leið, hlýlegt notalegt landslag, skóglendi og akrar skiptast á. Rui Malhador, yfirmaður upplýs- inga-deildar Setenave og aöstoöar- stúlka hans sem ég tel víst aö hafi heitiö María, veittu okkur Aidu góðan beina, buöu okkur í hádegismat í viöhafnargestastofuna og Malhador sagði okkur frá starfseminni og síðan fórum viö í ökuferð um svæðið. Fyrsta nýsmíðin í Setenave var 316 þúsund lesta olíuskip fyrir portúgalskt fyrirtæki og hófst smíði þess í apríl 1975. Viðgerðir hófust nokkru síðar eða í júní 1975. Setenave ræður yfir 350 þús. fermetra svæði, en eins og ég hef tekið fram eru stækkunarmöguleikar fyrir hendi og mjög svo rúmir. Ekki þarf aö fara um það mörgum oröum aö mikilli tækni er hér beitt. Öll tæki eru af nýjustu og fullkomnustu gerö, og margir þeir risakranar og lyftarar og tæki í málmverkstæðunum eru einmitt frá fyrirtækinu Mague sem áður hefur verið lítillega sagt frá hér. Rui Malhador sagði að nú væri í stöðinni stærsta skipið sem þangað hefði komið frá uþphafi, (sað er olíuskip skráö í Líberíu og er á sjötta hundrað þúsund lestir. Það hefur nú verið skorið sundur og verður að stækkun lokinni um 700 þúsund lestir. í Setenave vinna um sex þúsund starfsmenn. Þar er unniö á vöktum, byrjað árla og unnið fram eftir degi og síðdegisvaktin tekur síðan við og hættir á miðnætti. Er unnið fimm daga til sklptis frá mánudegi til föstudags og frá þrlöjudegi til laugardags. Malhador segir aöspuröur að um það bil sem Setenave var komið fyrir alvöru í gagnið hafi ólga meðal verkamanna í þessum landshluta verið í rénum og því hafi Setenave lítiö sem ekkert orðið fyrir truflunum í rekstri sínum af þeim sökum. Ágætur andi er meðal starfsfólks að sögn hans, þar er boðiö upp á góða vinnuaðstöðu, þar eru matstofur, baö og sturtuhús og hjúkrunarfólk er innan seilingar ef eitthvað kemur upp á. Að skoða orkideur Ekki er hægt aö neita því að nokkuö var Ijúft að koma í bakaleiðinni frá Örlítið brot at Suðurgarði Lisnave. Setenave við í Mundiflor og ganga þar um gróðurhús Luis Guedes og skoða orkideur í öllum regnbogans litum. Guedes sýndi okkur hvernig hann framkvæmir blöndun á blómun- um. Frá því fræið er tekið af blóminu tekur það 7—8 mánuði að koma til og hann segir að fyrir komi að sumar plöntur veröi ófrjóar eftir þessar tilraunir og myndi ekki fræ. Hann reisti gróðurhúsiö 1972 og þeir vinna tveir í fyrirtækinu og byrjuðu fljótlega útflutning. Nú flytur hann út orkideur til fjölmargra landa, þ. á m. eru Þýzkaland, Sviss og Belgía stærstu viðskiptavinirnir, en fyrirtæki í Kanada hafa látiö í sér heyra. Hann lærði garðyrkju í Portúgal og byrjaði í þessu með mági sínum og fyritækið reka þeir saman. Nú flytur Mundiflor út um 240 þús. blóm árlega, einvörðungu orki- deur. Auk þess ætlar hann að fara aö byggja nýtt gróðurhús skammt þar frá en þeir eiga jörðina saman, mágarnir. Við orkideur þarf að hafa fyllstu aögát, þeim hættir sumsé til að fá vírusveiki ekki síður en mönnum ef ekki er gætt ítrasta hreinlætis. Hann segist munu hafa nýtt vökvunarkerfi í nýja húsinu sem verður hið fullkomn- asta og hann vonast til aö Ijúka því fljótlega. „Ef þú átt peninga er eins gott að festa þá í einhverju strax í dag og hefði þó verið öllu betra ef þú heföir gert það í gær,“ sagði Guedes og hlær við. Hann er með ýmsar áætlanir og fyrst og fremst hefur hann áhuga á meiri rannsóknum á orkideunum. Það er ekkert vandamál meö flutnings- eða geymslumálin. Orkideunum er pakkaö í þar til geröa kassa og plasthólkur meö vatni festur á enda stilksins. Eftir að blómin eru komin á áfangastaö má vænta þess að þau standi í blóma í minnsta kosti hálfan mánuð. Rétt er þarna með farið um það get Framhald á bls. 28 Núverandi athafnasvæði Setenave. Bridgefélag Akureyrar Sl. þrijudag lauk þriggja kvölda THULE-tvímennings- keppni sem Sana hf. gaf verð- laun til. Úrslit urðu þessi: Mikhael Jónsson — Alfreð Pálsson Armann Helgason 296 — Jóhann Helgason Páll Jónsson 274 — Þórarinn Jónsson Dísa Pétursdóttir 268 — Soffía Guðmundsdóttir Gissur Jónasson 260 — Þorvaldur Pálsson Jón Stefánsson 251 — Hörður Steinbergsson251 Gylfi Þórhallsson — Pétur Guðjónsson Gunnar Sólnes 248 — Ragnar Steinbergsson Sveinbjörn Sigurðsson 248 — Stefán Ragnarsson Meðalárangur 240 247 Næsta keppni félagsins verður minningarmót um Halldór Helgason sem lengi var einn af framámönnum félagsins og gegndi stöðu bankastjóra á Akureyri. Spilað verður í þrjú kvöld eftir keppnisforminu Board A Match sem Guðmundur Kr. Sigurðsson innleiddi hjá félaginu í fyrra. Bridegfélag kvenna» Nú er lokið við parakeppni félagsins, sem er einhver sú jafnasta, sem lengi hefur verið haldin. Úrslit urðu þau, að Halla Bergþórsdóttir og Jóhann Jónsson sigruðu með 622 stigum, en næstu pör í keppninni urðu sem hér segir: Alda Hansen — Georg Ólafsson 618 Steinunn Snorradóttir — Agnar Jörgensson 589 Ósk Kristjáhsdóttir — Dagbjartur Grímsson 589 Guðríður Guðmundsdóttir — Sveinn Helgason 585 Sigrún Ólafsdóttir — Magnús Oddsson 582 Unnur Jónsdóttir — Þórður Elíasson 581 Ingibjörg Halldórsdóttir — Sigvaldi Þorsteinsson 574 Erla Eyjólfsdóttir — Gunnar Þorkelsson 574 Ester Jakobsdóttir — Gumundur Pétursson 567 Meðalskor: 540 stig. Næsta keppni félagsins verður hraðsveitakeppni, og hefst hún mánudaginn 17. apríl n.k. í Domus Meidca kl. 20 stundvíslega. Þær sveitir, sem ætla að taka þátt í keppninni, eru beðnar um að tilkynna það sem allra fyrst til formanns félagsins, frú Ingunnar Hoff- mann, í síma 17987, og mun hún gefa nánari upplýsingar um keppnina. Reykjanesmótið tvímenningur Um síðustu helgi fór fram úrslitakeppni í Reykjanesmót- inu í tvimenningi. Var keppnin jafnframt undankeppni fyrir íslandsmótið í tvímenningi, sem fram fer um aðra helgi. Úrslit urðu þau að Jón Hilmarsson og Oddur Hjaltason Runólfur Pálsson er einn af okkar yngri spilurum sem staðið hcfir sig mjög vel í vetur. Hann spilaði m.a. í íslandsmótinu. undanúrslitum sveitakeppni, og hefir verið í efstu sætum í tvímennings- keppnum. Hann spilar oftast gegn Hrólfi Hjaltasyni, vel þekktum ungum spilara. sigruðu í keppninni. í öðru sæti urðu Þorgeir Eyjólfsson og Helgi Jóhannsson og feðgarnir Vilhjálmur Sigurðsson og Sig- urður Vilhjálmsson urðu þriðju. Bridgedeild Breiðfirðinga Hjá okkur stendur yfir þriggja kvölda Board A Match hraðsveitakeppni og er lokið tveimur kvöldum. Hæstu skor fengu síðast: Óskar Þráinsson 38 Ólafur Gíslason 37 Magnús Oddsson 36 Ólafur Guttormsson 36 Elís R. Helgason 34 Staðan eftir tvær umferðir: Ólafur Gíslason 76 Óskar Þráinsson 75 Elís R. Helgason 68 Sigríður Pálsdóttir 67 Magnús Oddsson 66 Síðasta umferðin verður spil uð í kvöld. Brldge Umsjón ARNÓR RAGNARSSON Vorhappdrætti Krabba- meinsfélags íslands HAFIÐ er vorhappdrætti Krahbameinsfélagsins og eru í boði fjórir vinningar, bifreið af gerðinni Crysler Le Baron, ár- gerð 1978, og þrjú Grundig-lit- sjónvarpstæki. Happdrættismiðar hafa verið sendir skattgreiðendum úti um land á aldrinum 21—66 ára en lausasala er í Reýkjavík og víðar, m.a. í happdrættisbifreiðinni í Bankastræti og á skrifstofu fé- lagsins aö Suðurgötu 24 þar sem veittar eru nánari upplýsingar. Dregið verður hinn 17. júní og er miðavSfð 500 krónur. Að lokum er þess getið í frétt frá Krabbameins- félaginu að enn séu tveir ósóttir vinningar frá happdrætti félagsins í desember s.l. nr. 19391 og 48660.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.