Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1978 23 Ceausescu fagn- að í Washington Washinicton. 12. apríl. Reuter. NIKOLAI Ceausescu Rúmeníu- forseti er nú í Washington, og var honum þar vel fagnað af Carter forseta og öðru stórmenni f dag. Megin tilgangur Ceausescus með heimsókninni er að afla stuðn- ings við hina sjálfstæðu utan- ríkisstefnu Rúmena. sem þrátt fyrir aðild sína að Varsjárbanda- Iaginu hafa löngum verið Sovét- ríkjunum þungir í taumi. Rúmen- ía er cina kommúnistarikið, sem hefur formleg tengsl við ísrael. og hefur Ceausescu forseti mjög beitt scr í því skyni að koma á friði f Miðausturlöndum. Við móttökuathöfnina í Washing- ton í dag sagði Carter forseti að þau bönd, sem tengdu Bandaríkin og Rúmeníu, væru sterkari og meiri en hugmyndafræðilegur ágreiningur og aðild landanna hvors að sínu hernaðarbandalag- inu, og Rúmeníuforseti lagði áherzlu á að nauðsynlegt væri að tryggja friðsamlega sambúð. Ceausescu vék að málum í Mið- austurlöndum og áréttaði fyrri yfirlýsingar um að ísraelsmenn yrðu að hverfa af hernumdum svæðum, að leiða yrði Palestínumálið til lykta og stofna sjálfstætt Palestínuríki. Carter og Ceausescu þegar hinn síðarnefndi kom í Hvíta húsið í gær. Bracht barón var myrturhinn 7. marz Antworpen. 13. apríl. AP. BELGISKI auðjöfurinn Charles Victor Bracht harón var myrtur hinn 7. marz er hann veitti mannræningjum viðnám, að því er scgir í yfirlýsingu frá syni Brachts, Theodore. „Rannsóknir hafa leitt í ljós að faðir minn var myrtur um klukkan 9.30 að morgni 7. marz 1978, rétt við bifreið sína,“ sagði í yfirlýsing- unni. „Er faðir minn barðist gegn mannræningjunum var hann skot- inn til bana af stuttu færi.“ Ennfremur sagði: „Samt sem áður höfðu mannræningjarnir líkið á brott með sér, og síðar sama dag hófu þeir viðræður við fjölskyldu Brachts um lausnar- gjald fyrir líkið.“ Lík Brachts fannst aðfararnótt sunnudags á öskuhaugum rétt við þorpið Ölegam, skammt utan við Antwerpen. Á sunnudag hringdi ónafngreindur maður til Theodor- es og sagði honum hvar líkið væri að finna. Daginn áður hafði Theodore komið fram í sjónvarpi og lesið áskorun til mannræningjanna. Aldrei barst fjölskyldu baróns- Framhald á bls. 26 Þetta gerðist 13. apríl 1968 — Stúdentaóeirðir í Vest- ur-Berlín eftir banatilræði við stúdentaleiðtogann Rude Dutschke sem særðist. 1961 — Allsherjarþing SÞ fordæmir „apartheid". 1951 — Vladimir Petrov, rúss- neskur sendiráðsmaður, fær hæli í Ástralíu. Jagan dæmdur í Brezku-Guiana. 1939 — Bretar og Frakkar ábyrgjast fullveldi Rúmeníu og Grikklands. 1909 — Herinn gerir gagnbylt- ingu í Konstantínópel gegn stjórn Ung-Tyrkja. 1868 — Brezkur liðsafli undir forystu Robert Napiers tekur Magdala í Abyssiníu. 1848 — Lýst yfir sjálfstæði Sikileyjar og aðskilnaði frá Napoli. 1796 — Napoleon sigrar Austurríkismenn við Millesimo á Norður-Ítalíu. 1772 — Warren Hastings skipaður landstjóri í Bengal. 1598 — Hinrik IV Frakkiands- konungur undirritar Nantes-til- skipunina sem veitir húgenott- um talsvert trúfrelsi. 1589 — Sir Francis Drake og Sir John Norris leggja upp í her- leiðangur til Portúgals með 18.000 mönnum og á 150 skipum. Aímæli dagsinsi Thomas Percy, enskur rithöfundur (1729 — 1811) — Thomar Jefferson Bandaríkjaforseti (1743 — 1826) — Lily Pons frönsk óperusöng- kona (1904 — 1976) — Samuel Becket, franskur rithöfundur (1906 - ...). Orð dagsins: Það er ekki nóg að hjálpa hinum veikburða á fætur, það verður að styðja þá — William Shakespeare, enskt leikritaskáld (1564 — 1616). r Teiknivélar og teikniborð frá ítalska fyrirtækinu Neolt. Hagstætt verö. Komiö og skoðiö Allt fyrir teiknistofuna. CSM> Hallarmúla 2. Frábær femjingargjöf handblásarinn Nytsöm og skemmtileg gjöf fyrir ungu stúlkuna. Nýr, kraftmikill 700 w handblásari með tilheyrandi greiðum, og greiðslubursta, sem bæði má nota á blásaranum og á sérstöku handfangi. RONSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.