Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1978 Stefán Jónsson, bæjarfulltrúi: Prófkjör sjálfstæðis- manna í Haf narf irði og f ramtíð bæ jarf élagsins Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði efna þessa dagana (fimmtudag — föstudag og laugardag) til „próf- kjörs“ til undirbúnings framboði flokksins við væntanlegar bæjar- stjórnarkosningar. Þar sem úrslit prófkjörs eru afgerandi um skipan framboðslista flokksins, má öllum vera ljós nauðsyn þess að sem allra flestir taki þátt í prófkjörinu, hafi þannig áhrif á skipan listans og fylgi síðan fast eftir á kjördegi til framgangs sjálfstæðismönnum í kosningunum til áframhaldandi uppbyggingar í bænum. Mikilvægi bæjarstjórnar- kosninganna. Telja má að bæjarstjórnarkosn- ingar að þessu sinni séu einkar mikilvægar. Unnið hefur verið að mikilli framkvæmdaáætlun á undanförnum árum af hálfu bæjarstjórnar og mikils er um vert að sjálfstæðismenn fái áfram aðstöðu til þess, á komandi árum, að leiða framhald þess upp- byggingarstarfs sem þeir hafa beitt sér fyrir á liðnum árum til framfara og hagsbóta bæjarbúum. Gegn 4 flokka stjórninni Naumast gerist þess þörf að benda bæjarbúum á nauðsyn áframhaldandi forystu sjálf- stæðismanna í þessum efnum, né á hitt hve alvarlegar afleiðingar kynnu af að hljótast ef svo skyldi fara að allir andstöðuflokkar sjálfstæðismanna í bæjarstjórn, þ.e. 4 flokkar, mynduðu meirihlutasamstarf um stjórn bæjarmálanna að kosningum lokn- um. Slíkt hlyti að leiða til algers stjórnleysis og væri þá alvarleg hætta á því að þeir möguleikar til áframhaldandi framfara, sem nú blasa við, myndu glatast og bæjarfélagið liði fyrir það um ófyrirsjáanlega framtíð. Horft um öxl Þá Hafnfirðinga, sem eins og ég muna stjórn Alþýðuflokksins og síðar samstjórn Alþýðuflokks og kommúnista á tímabilinu fram til ársins 1962, þarf naumast að brýna til þess að þeir geri allt sem verða má til þess að forða bænum frá endurtekningu þeirra stjórnar- hátta, sem þá ríktu í Hafnarfirði. Pólitískt misrétti borgaranna, kyrrstaða í öllum framförum í bænum og stöðnun í vexti bæjar- ins voru meigineinkenni þess tímabils. Þeim er einnig full ljós sú meiginbreyting sem varð á stjórnarstefnu og stjórnunarhátt- um bæjarstjórnar með tilkomu sjálfstæðismanna að yfirstjórn bæjarmálanna 1962. Sú stefnubreyting, sem varð 1962 leiddi þegar í stað til nýrra tíma framfara, uppbyggingar og vaxtar bæjarfélagsins og hefir síðan verið grundvöllur undir stórfelldum framförum og fram- kvæmdum í bænum bæjarbúum til hagsbóta. Mun sú stefna, sem þegar er mörkuð, tryggja framhald þeirrar uppbyggingar undir forystu sjálf- stæðismanna fái þeir aðstöðu til þess að móta starfið í framtíðinni. Vert er að bæjarbúar geri sér grein fyrir því, að hinar stórfelldu framkvæmdir í gatnakerfi bæjar- ins, sém voru grundvöllur þess að hitaveita yrði lögð í bæinn, og aðrar framkvæmdir í gatnamál- um, skólamálum o.fl., sem núver- andi meirihluti hefir einbeitt sér að, hefir vissulega orðið nokkuð á kostnað fjárframlaga til ýmissa annarra málaflokka, sem vissulega eru einnig þýðingarmiklir, og verður að sinna þeim málaflokkum því betur þegar mesta átakinu er lokið í fyrrgreindum málum. Tryggjum iarsæla framtíð Hafnarfjarðar Þá nýja borgara, sem vaxið hafa upp í bænum eða flust hafa til bæjarins á liðnum uppbyggingar- árum og sem verið hafa virkir þátttakendur í vexti og viðgangi bæjarfélagsins, vil ég eindregið hvetja til þess að kynna sér sögu bæjarins á liðnum tímum og á grundvelli þeirra staðreynda, sem fyrir hendi eru, að fylkja sér ásamt okkur hinum eldri að árum og búsetu í bænum til öflugrar þátttöku í prófkjöri því sem yfir stendur. Síðan munum við öll í sameiningu vinna að framgangi sjálfstæðismanna í komandi bæjarstjórnarkosningum. Með því getum við forðað bæjarfélaginu frá 4 flokka óstjórn en þess í stað tryggt áframhald- andi framfarir undir forystu sjálfstæðismanna. Þeir munu hér eftir sem hingað til tryggja bezt ábyrga forystu í stjórn sameigin- legra mála bæjarbúa, jafnrétti þeirra og aðstöðu til framfara og framkvæmda, hverjum á sínu sviði athafna- og félagslegrar uppbygg- ingar. Stöndum sameiginlega vörð um farsæla framtíð bæjarfélagsins á grundvelli fenginnar reynslu. Tryggjum áfram forystu sjálf- stæðismanna í bæjarmálum Hafnarfjarðar. Fjölmennum í prófkjörið! Litla-Grund: Fyrst og fremst auk- in og bætt þjónusta - segir Gísli Sigurbjörnsson Gísli Sigurbjörnsson forstjóri Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar. IIAFINN er undirbúningur að því að reisa nýja byggingu á vegum Elli- og hjúkrunar- heimilisins Grundar í Reykja- vík, en byggingin á að rísa á lóð við Brávallagötu. Er hér um að ræða 3 hæða hús ásamt kjallara. að grunnfleti 360 fermetrar. Bygging þessi á að rísa á næstu lóð við Minni- Grund, sem er á horni Brávallagötu og Blómvalia- götu, en lóðum hefur verið breytt á þann veg að nú telst þetta vera ein lóð, nr. 50 við Ilringbraut. Gísli Sigurbjörnsson lýsti húsinu í samtali við Mbl. og hvers konar starfsemi því er ætlað að hýsa: — Húsið er þrjár hæðir og kjallari, en ekki er búið að ganga frá endanlegri teikningu ennþá. í kjalllara er ráðgert að hafa föndurherbergi, aðstöðu til hársnyrtingar, hand- og fót- snyrtingar og góða baðaðstöðu, en við ætlum að bjóða öldruðu fólki hér í Vesturbænum að notfæra sér hér baðaðstöðu, gamla fólkið treystir sér oft ekki til að baða sig heima við, en hér getur það hjálpað hvert öðru. Þetta yrði ellihjálp — og ellihjálp þýðir einmitt það að aldraða fólkið hjálpi sér sjálft og hjálpi hvert öðru. Með handavinnu- og fönduraðstöð- unni viljum við einnig gefa fleirum en okkar vistfólki kost á að koma hingað dagsstund þannig að hér verður að vissu leyti bætt þjónusta við aðra en eingöngu vistmenn. A fyrstu hæðinni sagði Gísli að yrðu annars vegar íbúðir fyrir gesti, bæði gesti sem kæmu langt að til að heimsækja vistmenn, svo og gesti, sem koma á vegnm Grundar, en hins vegar yrði á hæðinni aðstaða fyrir bókaútgáfuna, en meðal þess sem gefið hefur verið út á undanförnum árum er Saga dagsins eftir sr. Jón Kr. ísfeld og s.l. 12 ár bók um hver jól. Þá verður líka fundarherbergi og sagðist Gísli með því vilja bjóða hinum ýmsu félögum, sem starfa að líknarmálum, aðstöðu til funda. A annarri og þriðju hæð eru íbúðir og herbergi af ýmsum stærðum, einstaklingsíbúðir eða tvíbýli, en alls eiga að rúmast í Litlu Grund, eins og húsið verður nefnt, 30 manns, 24 vistmenn og 6 gestir. En hverjir koma til með að gista Litlu Grund? — Þetta hús er byggt aðallega með það í huga, sagði Gísli, að bæta þjónustuna, en ekki að fjölga vistmönnum, því þeim verður smám saman fækkað á Grund. Þeir sem þarna koma til með að búa eru hinir yngri öldruðu, ef svo mætti segja, þ.e. þeir sem eru vel frískir og vinna jafnvel eitthvað úti og má segja að þarna verði e.t.v. þeir sem lengi hafa verið starfsmenn hjá okkur. Minni Grund, sem er á horninu hinum megin Brávalla- götu, var á sinum tíma byggt sem hús fyrir starfsmenn, en þar eru nú eingöngu vistmenn og eins og ég sagði verður Litla Grund aðallega til að bæta þjónustuna bæði við vistmenn og starfsfólkið okkar aldraða. Það er Verkfræðistofa Gunnars Torfasonar og Þórir Baldvinsson, ark. sem sjá um allan undirbúning byggingar- innar og gerði Gísli ráð fyrir að í næsta mánuði yrðu útboðsgögn tilbúin, eða fljótlega eftir að byggingarleyfi væri fengið. Nú eru til í sjóði um 4,4 milljónir, sagði Gísli, framlög fólks frá því fyrst var farið að tala um að reisa Litlu Grund, en það var nokkru fyrir 50 ára starfs- afmæli heimilisins sem var í október 1972. — Við leituðum til fólks með það í huga að fá það til að leggja eitthvað af mörkum til bygging- arinnar, sagði Gísli í von um að geta tekið húsið í notkun um það leyti sem stofnunin yrði 50 ára. Það tókst þó ekki, og reyndist faðir minn sannspár og raun- særri en ég — hann þekkti fólkið betur en ég. En nokkrir lögðu fram fé, mest heimilis- fólkið á Grund og Minni-Grund. Síðan eru liðin níu ár og nú verður senn hafist handa. Borgarráð samþykkti á fundi sínum fyrir nokkru að lóðin á Brávallagötunni og gatan sjálf yrðu sameinuð lóð Grundar og gekk sú breyting fljótt og vel fyrir sig, sem ég vil þakka af alhug, bæði borgarstjóra og öðrum sem unnið hafa að málinu. Að lokum var Gísli Sigur- björnsson spurður að því hvað honum fyndist hafa miðað í framfararátt hvað snerti aðbún- að aldraðra: — Það verður að segja að mikið hefur verið talað en lítið gert, það vilja allir vera kóngar og skipa fyrir en enginn fram- kvæma. Pólitík og alls konar hentistefna ræður um of ríkjum og má segja að á fjögurra ára fresti hlaupi fjörkippur í þessi mál. Við erum í einum slíkum núna og vona ég vissulega að hann hafi einhvern árangur í för með sér. Má t.d. nefna að s.l. föstudag og laugardag var ráðstefna um málefni aldraðra á vegum læknaráða Landakots-, Borgar- og Landspítala og heil- brigðisráðuneytisins og vonandi getur sú ráðstefna markað tímamót í stefnu þessara mála. Ég vil leggja áherzlu á að sjúkt fólk sé á spítala, lang- legu-deildum og slíkum deildum, en aldrað fólk og lasburða á elli- og hjúkrunarheimilum, þar finnur það öryggi og það er að mínu mati lítið vit í að byggja áðstoð við aldraða að miklu leyti á því að konur hjálpi þeim hluta úr degi þó að vissulega hafi það komið að miklu gagni. Væri nær að reisa dvalarheimili þar sem fólkið getur dvalið öruggt og síðan sé því komið á sjúkrahús ef með þarf. Einnig tel ég rangt að byggja of mikið af íbúðum fyrir aldraða eins og nú er verið að gera úti um allt land. En þessi mál eru í þróun hjá okkur, nokkrum árum á eftir öðrum þjóðum eins og oft hefur viljað brenna við, en vonandi eflist samstaða okkar, skilningur og fyrirhyggja í þessum málum. ■ Á þessari lóð á að reisa Litlu-Grund. Við það verður götunni lokað og kemur þar KarÖur, en umferð gangandi verður hleypt í gegn. „Æskan í dag — og ellin á morgun“, sagði Gísli er myndin var tekin. Ljósm. Iiax.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.