Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRIL 1978 15 Jens Thiis, Gustav Vigeland og Gabriel Kielland laust fyrir síðustu aldamót. Forsíða hinnar glæsilegu bókar Rögnu Thiis Stang um Edvard Munch. Vigeland og skrifaö bók um list hans. — síðasta verk hennar var hið mikla og veglega rit um Edvard Munch er út kom sl. haust og hlaut mikið lof og miklar vinsældir. Hér er í fáum dráttum vikið að hinum merka lífsferli Rögnu Thiis Stang sem óvenju umsvifamikils listsagn- fræðings og heilsteypts persónuleika. Eiginmaður hennar, Dr. Nic. Stang var einnig listfræðingur og unnu þau í félagi að ýmsum ritverkum. Þess er hér ógetið, að þegar Ragna Stang varði doktorsritgerð sína um „Flórens á tímum háendurreisnartímabilsins" í hinum gamla hátíðarsal háskólans (Aulaen?) og salurinn þéttskipaður, — var eftir því tekið hve mikil reisn og öryggi var yfir hinni björtu miðaldra valkyrju. Endurreisnartímabilið á öllum sínum þróunarstigum var sérgrein þeirra hjóna Nic. Stang og Rögnu Thiis Stang. Eg kynntist Nic. Stang fyrst sumarið 1967 er mér ásamt Jóhanni Eyfells var falið að setja upp deild Islands í sambandi við — II Biennal Eystrasaltslandanna, en Rögnu Stang mun ég fyrst hafa séð í sambandi við III Biennalinn 1969. Þegar Nic. Stang féll skyndilega frá í miðju starfi í sambandi við IV Binnealinn, tók Ragna sæti hans í alþjóðlegu nefndinni og hófust þá kynni okkar að marki. Ymsir hafa verið í þessari nefnd allt frá upphafi, en aðrir hafa komið og farið innsti kjarninn hefur verið mislitur hópur með ólíkar skoðanir í þjóðmálum eins og gengur, — en eitt hafa þó allir átt sameiginlegt að vilja berjast með vopnum listar fyrir friði og auknum skilningi þjóða á milli, slík vopn granda hvorki lífi né eignum, en skulu þó ekki vanmetast því að sagan staðfestir að þjóðir þrífast ekki án listar — og jafnvel hinir herskáustu og grimmustu ættbálkar, er unnu mikla sigra með vopnum líkt og t.d. liðsmenn Gengis Kahn, höfðu að bakhjarli háþróað handverk, listilega smíð vopna, klæða, amboða og margs konar skraut. Sú þjóð er hafnar list er ekki vel á vegi stödd. Sá húmanismi er byggir á útbreiðslu lista og skoðanaskipta á þeim vettvangi trúi ég að hafi verið grunntónninn hjá hinum norræna hópi — og þar var Ragna Thiis Stang vissulega einna fremst í flokki. — Ég á fjöida góðra minninga frá samskiptum mínum við hina norrænu félaga og hef eignast þar marga góða vini, við fórum víða saman og fundir voru haldnir á hinum ólíkustu stöðum í A.-Þýskalandi og mörg vorum við orðin hagvön á þessum slóðum — höfðum skoðað mikið söfn og sýningar saman, setið fundi og veglega fagnaði í þeim mæli að stundum þótti um skör fram. Þegar ég hlaut Munch-styrkinn á sl. ári og leið mín síðar lá til Osló, hafði Ragna gert mér heimboð, en í fyrra skiptið er ég kom þar og hafði samband við hana var hún önnum kafin við bók sína um E. Munch og hafði að öllu einangrað sig á lokasprettinum, en það varð þá að samkomulagi að hún byði mér heim er ég kæmi aftur síðar um haustið og bókin væri komin út. Ég var staddur í Osló er það gerðist og sjaldan hef ég orðið vitni jafn mikilli athygli er útkoma bókar vekti og það strax í upphafi, bókin skipaði yfirleitt heiðurssætið í flestum gluggum bókabúða og var þó einna dýrust allra bóka, enda frábærlega vel hönnuð og vönduð í alla staði. Það sagði mér Jan Askeland forstöðumaður Rasmus Meyer-safnsins víðfræga í Bergen, er ég var þar á ferð, að hann teldi bók Rögnu ásamt bók Pola Gauguin einna bestu heimildir um lífsferil E. Munch ... Mér var boðið til Rögnu 1. desember ásamt bókahönnuðinum Torfa Jónssyni er hyggst hanna bók mína um Munch í samvinnu við mig. Ragna reyndist eiga listilegt hús á Bygdöy og voru veggir þess þaktir myndum eftir ýmsa þekktustu listamenn Norðmanna. Reyndar sagðist hún vera búin að selja nokkur verk til að standa straum af sumarhúsi er hún hafði fest sér. Á þessari eftirminnilegu kvöldstund kynntist ég ýmsum nýjum hliðum á þessari sérstæðu persónu og skynjaði þá fyrst hið mikla og víðfeðma tilfinningasvið er hún var gædd. Ágætur og menningarlegur málsverður bar vott um hæfileika hennar á því sviði, — varð ég hér að fyrirverða mig fyrir vankunnáttu við að skera urriða er soðinn var í heilu lagi, en mér bar að deila réttunum þar eð mér hafði verið skipað i húsbóndasætið við borðið. Aldinn og virðulegur sessunautur minn leysti það mál fyrir mig með prýði. Að málsverði loknum var setið fram á nótt og rökrætt um líf og list og komið víða við. Þá kom m.a. fram að gestgjafinn hafði tekið þátt í stofnun klúbbs er hafði það markmið „að fólk fengi að deyja með reisn“. Þá vildi svo til að upphófust harðar deilur milli skáldkonu nokkurrar og gestgjafans og hafði ég ekki í annan tíma séð gestgjafa minn í slíkum ham og auðséð var að hér var hreyft við hjartansmáli. I fáum orðum sagt öðlaðist ég þetta kvöld þá reynslu að verða vitni að flestum stigum skapgerðar þessarar sérstæðu persónu. Mildi, glaðværð, rökhyggja, reiði og skapbrigði var hennar eðlislæga skaphöfn og silfurtær. — Þegar ' im var haldið að hófi loknu voru allir með bros á vör eftir rismikinn og minnisverðan fagnað. Þetta kvöld sagði frú Ragna mér frá dóttur sinni búsettri í Afríku, er hún hugðist heimsækja í marzmánuði og vék lítillega að störfum hennar þar. Var þetta henni mikil tilhlökkun og ljómaði hún er talið barst að væntanlegri ferð. Sýndi hún mér myndir af dóttur sinni á ýmsu aldursskeiði og tók ég svo eftir að hún væri einkadóttir hennar. Samkvæmt heimildum úr norskum blöðum starfaði dóttirin Nina Thiis Stang, sem fyrr segir, í Uganda (1967—70) en þá kom hún heim til Noregs og vann þar í 3 ár við að vekja áhuga á hjálparstarfsemi við þróunarlöndin. Seinna lá leiðin til Kenyu og þar lagði hún svo hart að sér að nærri gekk heilsu hennar. Af lífi og sál var hún gripin þeirri þörf að hjálpa, holdtekin mynd þeirra hugsjóna er hún helgaði sig, ekki í orði heldur verki, trúföst elskusemi og samkennd með þeim fátækustu á jörðunni. Ofá voru þau börn er hún hjúkraði, ófá þau hjartasár er hún græddi og ófá þau börn er hún barg frá hungurdauða. Af því sem hér hefur verið vikið að má að nokkru ráða hvílíkt afreksfólk það hefur verið, sem hér er minnst, auðugt að norrænni göfgi og menningarlegum húman- isma. Undarlegt er lífið og gátur þess torráðnar til skilnings. Ég hafði notað mikinn tíma við að rannsaka bók Jens Thiis á bókasafni Munchsafn ins vegna fágæti bókarinnar, en daginn eftir að ég frétti andlát Rögnu dóttur hans var mér gefin þessi bók af Tove Engilberts án neins vitanlegs sambands þar á milli. I minningunni verður Ragna Thiis Stang jafnan hin aðsópsmikla og hreinskiptna persóna sem ávalt var ánægjulegt að hitta á listaþingum erlendis, góður fulltrúi þjóðarinnar og norræns anda, — lífsreynd, og virðuleg, yljandi umhverfi sitt af menningarlegri hlýju. Hún var snögg til athafna, ef svo bar undir, og ég og vinur minn Torfi gleymum því seint er hún hljóp með okkur upp og niður tröppur Munch-safnsins. Og víst er að það verður næsta jafn erfitt að sætta sig við sviplegt andlát Rögnu Thiis Stang og væri hún á besta skeiði lífsins ... Bragi Asgeirsson. fjárhæðir í erlendum gjaldeyri. Þetta ber allt vott um mikils- verðan árangur íslensks iðnaðar. Það er og ljóst, að iðnaðurinn stuðlar að stöðugleika í umróti efnahagslífsins. En svo nauðsy nlegt sem það er að gefa gaum að framvindu í okkar eigin iðnaði, er ekki síður nauðsyn- legt að fylgjast með því, sem gerist í iðnaði grannlanda okkar. Á það hefur réttilega verið bent af hálfu Félags íslenskra iðnrekenda, að ýmsar opinberar ráðstafanir sem gripið hefur verið til í nágranna- og viðskiptalöndum til þess að styrkja samkeppnisstöðu tiltek- inna iðngreina, orki tvímælis og geti tæplega talizt í samræmi við milliríkjasamninga og eðlilega viðskiptahætti. Á fundi iðnaðarráðherra Norðurlanda í lok nóvember 1977 voru mál þessi mjög til umræðu og voru skoðanir þar nokkuð skiptar. Af Íslands hálfu var krafizt gagngerðrar rannsóknar á þessum stuðningsaðgerðum. Er nú þegar hafin sameiginleg athugun þess- ara mála og stefnt að því, að henni verði lokið á miðju þessu ári. En opinberir styrkir við tilteknar iðngreinar eru áhyggjuefni víðar en á Norðurlöndum og eru nú ráðgerðar hliðstæðar athuganir á vegum Efta og Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD). Við myndun markaðssamstarfs landa Vestur-Evrópu — Efnahags- bandalags Evrópu og Frí- verslunarsamtök Évrópu, Efta — kom í ljós, að ólík kerfi söluskatta röskuðu að ýmsu leyti sam- keppnisstöðu framleiðslugreina í þessum löndum og voru hemill á þá frjálsu verslun, sem stefnt var að. í sumum löndum var innheimt- ur fjölstigasöluskattur, er lagðist á heildsöluverð á hverju viðskipta- stigi og lagðist því oft á sömu vöruna á leið hennar um hin ýmsu viðskiptastig frá framleiðanda til hins endanlega kaupanda. I öðrum löndum var innheimtur einstigs- söluskattur, en hann er krafinn aðeins á einu viðskiptastigi, heild- sölustigi eða smásölustigi. Sölu- skattur á íslandi er almennt bundinn við síðasta stig viðskipta. í enn öðrum löndum var í gildi svonefndur virðisaukaskattur. Hann er fjölstigaskattur, er greið- ist á hverju viðskiptastigi. En við skil á skatti þessum til ríkissjóðs má fyrirtæki draga frá álögðum skatti af heildarsölu þann skatt, sem það hefur greitt við kaup á vörum og aðföngum til framleiðsl- unnar. Til þess að koma í veg fyrir, að þessi mismunandi skattkerfi rösk- uðu innbyrðis samkeppnisaðstöðu aðildarlandanna, var hafist handa um að samræma söluskattskerfin. Má nú heita, að öll aðildarlönd Efnahagsbandalagsins og Efta, nema Island og Finnland, hafi samræmt söluskattskerfi sín með því að taka upp virðisaukaskatt. Það skattkerfi felur i sér m.a., að enginn skattur er innifalinn í verði útfluttrar vöru og þjónustu. Svonefndra uppsöfnunaráhrifa gætir ekki í kerfi virðisaukaskatts. Það söluskattskerfi, sem í gildi er hér á landi, hefur hinsvegar í för með sér uppsöfnunaráhrif. í verði vöru, sem flutt er út frá íslandi, er þannig innifalinn ákveðinn söluskattur, en aftur á móti ekki í vöru, sem flutt er út frá landi, þar sem virðisaukaskatt- ur er í gildi. Samkeppnisstaða framleiðenda, er búa við svo ólík söluskattskerfi, er því að þessu leyti ójöfn. Til þess að jafna stöðu íslenska framleið- andans verður því að endurgreiða honum þann söluskatt, sem inni- falinn er í útflutningsverði. Ákveðið hefur verið að endur- greiða á árinu 1978 uppsafnaðan söluskatt af útflutningsvörum samkeppnisiðnaðar á árinu 1977 og er söluskattsáætlun fjárlaga fyrir árið 1978 við það miðuð. Þá hefur skattkerfi það, sem við búum við, í för með sér, að söluskattur safnast einnig upp í margvíslegri framleiðslu og þjón- ustu fyrir innlendan markað. Þegar hliðstæð vara er flutt inn frá landi með virðisaukaskatt, þá flyst hún inn í landið án upp- söfnunaráhrifa söluskatts og er að því leyti betur samkeppnisfær í verði en innlenda varan, þar sem í verði hennar gætir uppsöfnunar- áhrifa söluskatts. Til þess að jafna aðstöðu vegna þessa á innlendum markaði og til endurgreiðslu á uppsöfnuðum söluskatti af útfluttum iðnaðar- vörum og til þess að efla iðnþróun hefur ríkisstjórnin ákveðið að leggja fram á þessu þingi frum- varp um sérstakt jöfnunargjald á innfluttar iðnaðarvörur þar sem tollar hafa verið lækkaðir eð felldir niður og sem tollfrjálsar verða 1. janúar 1980 samkvæmt ákvæðum samnings um aðild Islands að Fríverslunarsamtökum Evrópu og samnings milli íslands og Efnahagsbandalags Evrópu. Er ætlunin að þetta gildi, þar til tekinn hefur verið upp virðisauka- skattur hér á landi. Margt veidur því, að við Islend- ingar lítum vonaraugum til iðnaðarins. Útflutningsframleiðsl- an hefur lengst af verið einhæf. Ekki síst þess vegna hafa hag- sveiflur verið magnaðar og valdið óstöðugleika í efnahagsmálum. Það er nauðsynlegt að huga enn betur að nýtingu hráefnis og nýjum tækifærum í iðnaði. Sér- hæfing og samskipti við aðrar þjóðir og auknar framfarir út- heimta að keppt sér við fram- leiðslu annarra þjóða bæði á innlendum og erlendum markaði. Það er ljóst, að búa verður þannig Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.