Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1978 25 Rauðinúpur séð frá bænum Vogum við mynni Hrútavogs. Ljósm. Mhl. Frirtþjófur. „Hefur alvarlegar af- leiðingar ef togarinn er lengi frá veiðum” Raufarhöfn. Frá blm. Mbl« ÁKÚsti ÁsKoirssyni. „MAÐUR er agndofa yfir þessu, því ef togarinn skemmist og veröur lengi frá veiðum hefur það í för með sér alvarlegár og ófyrirsjáanlegar afleiðingaf bæði fyrir frystihúsið og sveitarfélag- ið,“ sagði Sveinn Eiðsson sveitar- stjóri á Raufarhöfn í samtali við Mbl. Sveinn sagði að koma Rauðanúps til Raufarhafnar hefði á sínum tíma bjargað atvinnu- ástandinu á staðnum. „Atvinna var óstöðug og lítil nokkur ár áður en Rauðinúpur kom 1973,“ sagði Sveinn. Hann sagði að íbúar staðarins treystu á að togarinn væri að staðaldri á veiðum. „Menn hafa gert ýmsar ráð- stafanir í trausti sínu á togarann. Fari svo illa að hann eyðileggist eða verði frá i langan tíma vegna viðgerða verða afleiðingarnar margvíslegar. I fyrsta lagi kippir það liklega rekstrargrundvellinum undan frystihúsinu. í öðru lagi myndast hér atvinnuleysi og það veldur því að gjöld til sveitar- félagsins lækka og þjónusta þess við þegnana minnkar því,“ sagði Sveinn. „Við vonum að sjálfsögðu hið bezta, en ljóst er að skipið er klossfast í grjótinu. Ef togarinn næst ekki út í nótt þá skemmist hann líklega mikið og verður lengi frá veiðum. Botninn er án efa mikið dældaður. Skuttogarinn Rauðinúpur ÞH160 strandaði skammt sunnan við Raufarhöfn um 10 leytið í gær- morgun. Það sem snýr fyrst og fremst að fyrirtækinu nú er hvað mikið tjón verður á Rauðanúpi. Við hljótum að athuga með að fá annað skip hingað um tíma til að brúa það bil sem myndast með fjarveru Rauða- núps frá veiðum." Helgi Ólafsson rafvirki og fréttaritari Mbl. á Raufarhöfn stóð á hafnarbryggjunni þegar Rauðinúpur lét úr höfn um kl. 9:30 í gærmorgun. Helgi sagði að togarinn hefði aldrei tekið vinstri beygju úr innsiglingunni. Að sögn Helga virtist Rauðinúpur hálf stöðvast áður en hann var kominn út úr innsiglingunni. „Síðan virtist hann lóna suður með landinu á lítilli eða engri ferð þar til hann strandaði. Að öllum líkindum hefur stýrið bilað eða vélin stöðvast sem veldur því að stjórntækin fara úr sambandi," Sagði Helgi. Skipið tók niðri í stórgrýttri fjöru fyrir mynni svonefnds Hrútavogs, sem er skammt sunnan við þorpið. Rauðinúpur landaði hér á þriðjudag 180 lestum af fiski og var á leið í veiðar, þegar óhappið varð. Aðrir sjónarvottar en Helgi tjáðu Mbl. að stjórntæki togarans hefðu greinilega farið úr sambandi áður en hann komst út úr innsigl- ingunni því vinstri beygja út úr henni hefði aldrei verið tekin, heldur hefði togarinn lónað suður með klettóttri ströndinni þar til hann tók niðri. Togarinn Sléttbakur EA reyndi í gær að draga Rauðanúp á flot án árangurs. Hingað var flogið með sérlegar dráttartaugar og varðskip var væntanlegt á strandstað um miðnættið. Þá eru hingað komnir fulltrúar frá Almennum trygging- um, Björgunarfélaginu h.f. og Björgun h.f. Veður var gott á strandstaðnum og lítill sjógangur. Ahöfnin er öll um borð og ekki hafa orðið slys á mönnum. Skipstjórar eru tveir, Ólafur Aðalgeirsson og Þórarinn Stefánsson, og var hinn síðar- nefndi með skipið í þessum túr. Nokkrir þilfarsbátar eru á strand- stað og halda með taugum við togarann til að koma í veg fyrir að hann snúist eða leggist á hliðina. Ekki var kominn leki að skipinu í gærkvöldi. Skuttogarinn Sléttbakur gerði árangurs- lausa tilraun í gær til að draga Rauða- núp á flot.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.