Morgunblaðið - 13.04.1978, Page 3

Morgunblaðið - 13.04.1978, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1978 3 Sovézkar kafbátaleiðarflugvélar af gerðinni IL-38 „Maí“ hafa ekki áður sézt við Island. Umfangsmiklar flotaæfingar Rússa á N-Atlantshafinu Varnartiðið hefur haft afpkipti af 50 sovézk- um „Bjarnar”-flug- vélum frá áramótum og nú hafa sovézkar kafbátaleitarvélar einnig sézt við Island VARNARLIÐIÐ hefur undanfarna viku fylgzt með ferðum og æfingum norðurflota Sovétríkj- anna. en þeim hafa einnig fylgt mjög auknar ferðir sovézkra herflugvéla og höfðu þotur varnarliðsins afskipti af 15 sovézkum leitar- og sprengjuflugvél- um af „Bjarnar“-gerð, en frá áramótum hafa þotur varnarliðsins haft afskipti af 50 slíkum flugvélum við ísland. Þá höfðu þotur varnarliðsins nú í fyrsta skipti afskipti af sovézk- um kafbátarleitarflugvél- um af gerðinni IL-38 „Maí“ og voru höfð af- skipti af fimm slíkum. Sovézka flugvélamóðurskipið Kiev Sovézki norðurflotinn sigldi frá Murmansk og suður um til æfingasvæðis um 500 sjómílur suður af Islandi, en er nú aftur kominn á Noregshaf. I fréttatil- kynningu varnarliðsins um æf- ingarnar segir að NATO-sveitir annars staðar frá hafi ásamt varnarliðinu fylgzt með æfing- um Sovétmanna. tók þátt f æfingunum. í æfingunum tóku þátt 15 sovézk herskip, þar á meðal herskip af stærstu gerð og ýmiss konar aðstoðarskip. Meðal her- skipanna var eina flugvéla- móðurskip Sovétmanna, Kiev, sem kom til þessara æfinga frá Miðjarðarhafinu, beitiskip af Kresta-gerð og tundurspillar af Krivak-gerð. Þotur varnarliðsins hafa haft afskipti af 50 „Björnum“ frá áramótum. Urslit í prófkjöri sjálfstæðismanna í Bolungarvík útgerðarstjóri. Hann hlaut 107 atkvæði í 1.—3. og 160 atkvæði í 1.—5. Fjórða sæti skipar Guð- mundur Agnarsson skrifstofumað- ur, hann hlaut 150 atkvæði í 1.—4. sæti og 168 í 1.—5. í fimmta sæti varð Örn Jóhannsson vélvirki með 75 atkvæði í 1,—5. sæti. í 6. sæti er Elísabet Guðmundsdóttir hús- móðir með 68 atkvæði í 1.—5. sæti og í 7. sæti er Valgerður Jónsdóttir kennari með 55 atkvæði í 1.—5. ÚRSLIT prófkjörs sjálf stæðisfélaganna í Bolungar- vík scm fram fór um síðustu helgi urðu sem hér segin í fyrsta sæti Ólafur Kristjáns- son málarameistari, hlaut 137 atkvæði í fyrsta sæti og 233 í 1.-5. sæti. Annar varð Guðmundur Bjarni Jónsson framkv.stj. með 122 at- kvæði í 1.—2. sæti og 174 í 1,—5. Þriðji varð Hálfdán Einarsson Alls kusu í prófkjörinu 282, en Sjálfstæðisflokkurinn fékk í síð- ustu bæjarstjórnarkosningum 244 atkvæði. Við pröfkjör fyrir þær kosningar kusu 216. Á kjörskrá í Bolungarvík eru um 660 manns. Gunnar. Oháð framboð á Suðurlandi „ÞAD ER víst að Það verður af pessu framboöi í Suðurlandskjördæmi og Þetta verður óháð framboð," sagði Gunnar Guömundsson, skólastjóri á Laugalandi í Holtum, í samtali við Mbl. í gær. Gunnar sagði, að ekki væri listinn fullfrágenginn og fyrr vildi hann ekki nefna nöfn í sam- bandi við hann. „Þaö eru ákaflega margar ástæður fyrir því, að þetta framboð kemur nú fram," sagði Gunnar. „Nú er slíkt pólitísk ástand fyrir hendi, að margir kjósendur eru óráðnir og margir voru búnir að ákveða aö sitja heima, en hafa nú sagzt geta greitt óháðu framboði atkvæði sitt. Meðal stuðningsmanna þessa fram- boðs eru menn, sem í áratugi hafa fylgt stjórnmálaflokkunum að málum."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.