Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1978
+
Eiginmaöur minn,
SIGURDUR JÚLÍUSSON,
verzlunarmaAur,
Akurgerði 10,
Akraneai,
iést 2. apríl. Jarðarför hefur farið fram.
Fyrir hönd vandamanna.
Ólafía Jónsdóttir.
t
Eiginkona mín og móöir okkar,
BRYNDÍS BALDVINSDÓTTIR,
Skúlagötu 76,
lézt í Landspítalanum aðfararnótt 12. apríl.
Ragnar H. Guðbjörnsson og börn.
+
Maöurinn minn,
ARNMUNDUR GÍSLASON,
sem andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 10. þ.m., verður jarösunginn frá
Akraneskirkju kl. 14:30 laugardaginn 15. apríl.
Fyrir hönd vandamanna.
Ingiríöur Siguröardóttir.
+
Eiginkona mín og móðir okkar,
ERNA VALDÍS VIGGÓSDÓTTIR,
Álfhólsvegi 19,
sem andaöist 6. apríl verður jarösungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 14.
apríl kl. 10.30.
Blóm og kransar afbeðin, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent
á Blindrafélagið Hamrahlíð.
Steinar Hallgrímsson og börn.
+
Innilegar þakkir til allra er auösýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og
jaröarför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu,
MINNU JÖRUNDSSON,
Hamrahlíö 23
Hermann F. Ingólfsson, Hanne Ingólfsson,
Hartvig Ingólfsson, Alda Guómundsdóttir
og barnabörn.
+
Þökkum innilega auösýnda samúð og hluttekningu viö andlát og útför
ÞORVALDAR JÓNASSONAR,
húsgagnasm.meistara
Hraunbæ 176
Vandamenn.
+ Öllum þeim mörgu, sem viö andlál og jaröarför
ÁSLAUGAR EGGERTSDÓTTUR,
kennara,
sýndu henni vinsemd og viröingu þökkum viö af alhug. Vandamenn.
Loftur Loftsson
Sandlœk — Minning
Fæddur 8. okt. 189fi.
.Dáinn 14. marz 1978.
Morguninn 14. marz lézt á
Landspítalanum Loftur Loftsson,
bóndi að Sandlæk, Gnúpverja-
hreppi. Útför hans fór fram að
Hrepphólakirkju laugardaginn 25.
marz að viðstöddu miklu fjöl-
menni.
Loftur var fæddur 8. október
1896 að Kollabæ í Fljótshlíð. Faðir
hans var Loftur bóndi í Kollabæ
Loftsson, Guðmundssonar bónda á
Tjörnum undir Eyjafjöllum og
Vilborgar Þórðardóttur konu
hans. Móðir Lofts var Sigríður
Bárðardóttir, Sigurðssonar bónda
í Kollabæ. Hann var skaftfellskur
að ætt. En móðir Sigríðar var
Halla Jónsdóttir ljósmóðir í Kolla-
bæ, ættuð frá Koti á Rangárvöll-
um.
Loftur fluttist með foreldrum
sínum barn að aldriað Miðfelli í
Hrunamannahreppi, og nokkrum
árum síðar að Gröf í sömu sveit.
Þar ólst hann upp, yngstur sjö
systkina. Öll voru þau mannvæn-
leg, vel verki farin, greind, bók-
hneigð og söngvin. Af þeim eru
tveir bræður á lífi: Kristján, bóndi
að Felli í Biskupstungum, og
Gústaf, bóndi að Kjóastöðum í
sömu sveit. Hjónin í Gröf voru
bæði mjög trúhneigð og ólu börnin
upp í guðsótta og góðum siðum.
Eitt sinn kom þar í heimsókn
kaupakona af næsta bæ. Systkinin
voru þá öll í föðurgarði. Faðir
þeirra las húslesturinn eins og
venja var, og þau sungu sálma,
bókarlaust. Kvaðst hún ekki hafa
verið við hátíðlegri guðsþjónustu
fyrr né síðar.
Um tvítugt fór Loftur á bænda-
skólann á Hvanneyri, en þá var
Halldór Vilhjálmsson skólastjóri.
Þar undi hann vel hag sínum við
nám og störf i glöðum hópi ungra
manna. Við nokkra skólabræður
sína batt hann ævilanga vináttu.
Kveðja:
Dagur Sigurjóns-
son, Litlu-Laugum
Við lát Dags Sigurjónssonar,
fyrrv. skólastjóra á Litlu-Laugum,
reikar hugurinn aftur til haust-
daga 1964, er ég fluttist búferlum
norður í Reykjadal ásamt fjöl-
skyldu minni og gerðist kennari
við barnaskólann þar.
Eg minnist þess, hvað mér þótti
Reykjadalurinn við fyrstu kynni
vinaleg sveit, og sérstaka athygli
vakti hinn mikli lynggróður, sem
teygir sig þar upp á efstu bungur
og gefur hlíunum sérkennilegan
grænan lit.
Ég hafði þá engin kynni haft af
Degi Sigurjónssyni, vissi aðeins að
hann var bróðursonur Guðmundar
skálds á Sandi og hafði heyrt getið
bræðra hans, t.d. Arnórs, stofn-
anda og fyrsta skólastjóra Héraðs-
skólans á Laugum, en hjá honum
hafði móðir mín verið í skóla og
auk þess kaupakona eitt sumar
þar í dalnum.
Það er ekki ætlun mín hér að
rekja æviferil Dags, til þess
skortir mig kunnugleika, en læt
þess þó getið, að hann stundaði
nám í Alþýðuskólanum á Eiðum
veturna 1919—21, en þá var
Asmundur Guðmundsson, síðar
biskup, skólastjóri þar. Er mér
kunnugt um, að Dagur mat þennan
læriföður sinn mikils og vinátta
þeirra entist, meðan báðir lifðu.
Kennaraprófi láuk Dagur árið
1924 og gerðist hið sama ár
kennari í Reykdælaskólahverfi, en
árið 1928 liggur leiðin austur í
Axarfjörð, þar sem Dagur verður
skólastjóri barna- og unglinga-
skólans í Lundi til ársins 1942, er
hann heldur aftur á heimaslóðir í
Reykjadalnum, þar sem hann
starfar óslitið upp frá því til
ársins 1967, þegar hann lætur af
störfum fyrir aldurs sakir.
Jafnhliða kennslunni rak hann
dálítinn búskap á Litlu-Laugum
ásamt systur sinni Sigurbjörgu.
Er hér var komið sögu, var
Dagur kominn nokkuð á sjötugs-
aldur, en kvikur í hreyfingum.
Hann var meðalmaður á hæð,
fremur grannholda, hæglátur í
fasi, en svipur göfugmannlegur og
lýsti því vel, hvað inni fyrir bjó.
Mér duldist það ekki, er ég tók að
starfa með Degi, að þar fór maður,
sem var samvizkusemi í blóð borin
og ekki mátti vamm sitt vita í
neinu.
Er ég kom að skólanum var
nýreist skólahús með tveimur
rúmgóðum kennslustofum, kenn-
arastofu og geymslum, og fór þar
fram öll kennsla, nema kennsla í
handavinnu og leikfimi, sem fór
fram niðri í Héraðsskólanum.
Aður en hús þetta kom til
sögunnar, hafði Dagur kennt
heima á Litlu-Laugum. Reykdæla-
hreppur er fjölmenn sveit, sem
spannar, auk hins eiginlega
Reykjadals með þéttbýliskjarnann
á Laugum, yfir Laxárdal og
nokkra bæi vestan Fljótsheiðar,
Voru skólaskyld börn eitthvað í
kringum fimmtíu að mig minnir,
en tvískipt. Var þeim ekið daglega
í skólann, en oftast voru nokkur
börn, þau sem um lengstan veg
áttu að sækja, í heimavist á
Litlu-Laugum, og þar borðuðu
börnin öll hádegismat.
+
Hjartans þakkir sendum viö öllum þeim er auösýndu okkur samúö og
vinarhug viö andlát og jaröarför
EIRÍKS INGIMUNDARSONAR.
Helga Eiríksdóttir Honse,
Svanfríður Eiríksdóttir Williams,
Ingimundur Eíríksson,
Sveinn Eiríksson,
Ástvaldur Eiríksson,
Gunnbjörn Gunnarsson,
tengdabörn og barnabörn.
+
Þakka sýnda samúö og vináttu viö fráfall,
BOGA PÉTURS THORARENSEN.
Steinunn Thorarensen.
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöföa 4 — Slmi 81960
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og hlýhug viö andlát og jarðarför dóttur
minnar,
HALLFRÍÐAR ÖLDU EINARSDÓTTUR,
Guð blessi ykkur öll.
Hólmfríður Hjartardóttir og fjölskylda.
En flestir munu þeir nú látnir.
Hann lauk búfræðiprófi vorið
1918. Halldór Vilhjálmsson og
Loftur voru góðir vinir, og bauð
Halldór honum að koma aftur að
hausti til lengri dvalar að Hvann-
eyri. Hann lagði af stað vestur í
byrjun jólaföstu 1918, þá tuttugu
og tveggja ára gamall, fullur
bjartsýni og hugði gott til farar-
innar.
Hann ætlaði að gista á
Sandlæk hjá systur sinni, Höllu
Lovísu, sem þar bjó og var gift
Amunda Guðmundssyni, kveðja
hana og föður sinn, sem fluttur
var til þeirra. Þá herjaði spánska
veikin á heimilinu og Amundi var
að dauða kominn. Hann lézt 1.
desember, aðeins 32ja ára. Enginn
ræður sínum næturstað. Loftur
hét systur sinni því við banabeð
manns hennar að annast hana og
börnin. Hann skrifaði Halldóri
skólastjóra bréf og sagði honum
frá þessari ákvörðun. Halldór
skrifaði honum aftur og kvaðst
þess fullviss, að hann mundi leysa
þetta mikla framtíðarstarf jafn
vel af hendi og annað, sem honum
væri til trúað. Þetta bréf var Lofti
mikil uppörvun, því engan mann
virti hann meir og dáði en Halldór
Börn umgekkst Dagur með
aðgát og virðingu. Þótti mér
hlýlegt það ávarp, sem hann
notaði mikið við börnin, en það var
orðið „heillin". Er mér ekki
grunlaust um, að þetta orð sé
meira notað í Þingeyjarsýslum en
víða annars staðar.
Vist var Dagur enginn bylting-
armaður í skólamálum, hægfara
þróun var honum meir að skapi,
hann gerði sér ljóst „að á fortíð
skal byggja, ef að framtíð skal
hyggja", og mikils virði væri, að
tengsl sögunnar slitnuðu ekki. En
hitt trúi ég hann hafi einnig gert
sér ljóst, að manngildið verður
ekki vegið né metið á vogarskálum
þekkingarinnar einnar, heldur
þarf hjartalagið að fylgja með. í
því augnamiði notaði hann kristin-
dómsfræðsluna.
Það var föst venja að byrja
skólastarfið hvern mánudags-
morgun með eins konar helgi-
stund, þar sem sýndar voru
myndir úr efni biblíusagnanna og
um þær rætt, en gjarnan sungið
vers og beðið stutt bæn að lokum.
Þessi stund var eins konar óskráð
lög, þar sem menn söfnuðu orku
fyrir glímu komandi daga, og mér
virtust börnin ekki vilja missa af
henni. Annars var Dagur maður
fáorður um trúmál sem og önnur
persónuleg málefni, ef til vill voru
þau honum of hjartfólgin til þess.
Dagur lagði mikið upp úr hinum
félagslega þætti námsins og lagði
á sig ómælt erfiði við að æfa
leikrit og annað skemmtiefni, sem
að gagni mætti koma fyrir árshá-
tíð eða annað tilefni, sem til féll
hjá börnunum, naut líka við það
góðrar aðstoðar söngkennarans,
Friðriks Jónssonar á Halldórs-
stöðum.
Ég minnist þess sérstaklega, er
við fórum með elztu börnin í
ferðalag austur á Fljótsdalshérað
sumarið 1965, hve Dagur lagði
áherzlu á að fræöa börnin um þá
staði, þar sem staldrað var við,
þannig að ferðin yrði þeim til sem
mests gagns og ánægju.
Dagur stjórnaði ekki skólanum
með neinum heraga, en ég held, að
börnunum hafi þótt vænt um