Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRIL 1978 * ÆS '\ Jpw, j M0 | ■ V endurbætur á skipum og nýbyggingar. Þó hafa Japanir lengst af verið drýgstir útlendinga. Norðurgarður Lisnave er langtum minni en Suðurgarðurinn en aftur á móti er þar unniö við skip sem að líkindum myndu henta okkur, þ.e. ekki farið yfir 21 þús. tonna skip og allt niður í „smáskip" eitt — tvö þúsund tonn. Aftur á móti byrjar framleiðsla hjá t.d. Setenave við þrjátíu þúsund tonn. Noröurgarðurinn tók að erfðum ýmis tæki og aöstöðu sem hafði verið á því svæði frá árinu 1899 og var kallaö skipasmíöastöð Lissabon. Vita- skuld hafði tækjabúnaður verið endur- nýjaður smátt og smátt þennan tíma, en Lisnave þótti mikils um vert að fá aöstööu á þessum staö fyrir starfsemi sína. Lisnave var formlega komið á fót árið 1961 og stóðu aö stofnun þess tvö portúgölsk fyrirtæki, þrjú hollenzk og tvö sænsk. Það sem vakti fyrir nýja fyrirtækinu var einfaldlega að leggja stund á nýbyggingar skipa og fást við skipaviðgerðir, í þurrkvíum sem væru nægilega stórar til að taka upp öll stærstu skip og til að þróa Norður- garðinn. Unniö var að þessu í sameiningu. Um þessar mundir var skipaiönaöur að ganga í gegnum miklar breytingar. Fyrirsjáanlegt var að hröð þróun yrði á næstu árum og haga varö skipulagningu eftir því. Til að geta gegnt hlutverki sínu varö því að gera stærri þurrkvíar en áður höföu þekkzt til aö geta ráöið við og fullnægt þeirri tilhneigingu sem hvarvetna gerði vart við sig í heiminum, þ.e. að sækjast eftir stærri skipum. Var nú unnið af kappi og fyrir ellefu árum var Suðurgarður Lisnave tekinn í notkun. Þar voru þá tvær risastórar þurrkvíar, önnur fyrir skip upp að 326 þús. tonnum og voru þetta þá þær næst stærstu í heimi, og hin var fyrir skip sem voru allt aö eitt hundraö þúsund tonn. Nú er stærsta þurrkví fyrir 1 millj. tonna skiþ. Síðan hefur starfsemi Lisnave aukizt svo hröðum skeifum og verkefnin verið svo margþætt að heita má að Lisnavesvæðið sé nánast gernýtt og býður ekki upp á stækkunarmögu- leika. í Norðurgarðinum eru fjórar þurrkvíar, tvær dráttarbrautir og vitanlega þar sem í Suðurgarðinum eru verkstæði fyrir allar þær viðgerðir og nýbyggingar sem þörf er á. Það flæmi sem Suðurgarðurinn þekur er um tíu sinnum stærra en Norðurgarð- urinn. í Suðurgarði hefur verið bætt við tveimur þurrkvíum frá því stöðin var opnuð fyrir ellefu árum. En eins og áður segir er svæðið nú fullbyggt og Að skoða PORTÚGALAR eíga langa hefð að baki í skipasmíðum, enda geta þeir státað af Því að hafa náð langt á Því sviði. Þeir telja að heimildír séu fyrir að allÞróuð skipasmíði hafi verið í landinu áriö 1107, þegar Sigurður Jórsalafari kom til Líssabon. Þá mun skipasmíðastöðin hafa verið starf- rækt í alllangan tíma, sumir segja allt að því hálfa öld og var hún i Oporto í Norður-Portúgal. Allar götur síðan hafa Portúgalar lagt metnað sinn í Þessa grein og vitað er að áriö 1750 gaf Pombal markgreifi fyrírmæli um byggingu stórrar skipasmíðastöðvar í Lissa- bon. Vegna jaröskjálftans gríöarlega nokkrum árum síðar sem lagði meginhluta borgarinnar í rústir töföust framkvæmdir verulega. Engu að síður var aö málinu unnið og árið 1793 munu fyrstu skípin hafa verið sjósett sem höfðu veriö byggð þar. Miðstöð skipasmíðaiðnaðar Portú- gala hefur um langa hríð verið í grennd við Tejo ána. Og það er árið 1964 í Margueíraflóa að vinna hefst viö aö fylla upp á nokkru flæmi í ána til pess að undirbúa byggíngu Suðurgarðs Lisnave. Við Aida Mata frá Fundo tökum okkur ferð á hendur að skoða Lisnave og síöan Setenave sem er rétt utan viö Sétúbal. Ég hafði áður komið í Lisnave, og þótt mikið til um. Það var sól og bjart í lofti þegar við héldum í stöðvarnar. Einhvern veginn er því svo faríð aö mér finnst alltaf vera sól í Lissabon. Antonio Luiz Gomest verkfraeðingur hjá Lisnave, tók á . rpóti pkkur á skrifstofunni/'áður en hafdið var niður í stöðina. Til aö auka okkur skilning á málinu lét hann og sýna okkur kvikmynd af starfsemi Lisnave, enda er hér um svo risavaxið fyrirtæki að ræða að ógerningur er að gera því nein viðhlítandi skil í stuttu máli. Alténd kvaðst Gomes álíta að Lisnave og Setenave gætu boðið íslendingum upp á bæði nýsmíði skipa og viðgerðir á því verði sem væri sambærilegt við það sem gerðist annars staðar. Öll Norðurlöndin eru á blaði hjá Lisnave og Norðmenn hafa sótt mikið til Portúgal bæöi með Eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur Orkideur frá Mundiflor — Á myndinni til hægri má sjá hvernig blómunum er pakkað, plasthólki meö vatni og bætiefnum er smeygt á stöngulendann. möguleikar til stækkunar ekki lengur fyrir hendi. Þegar ekið er um Suðurgaröinn er ævintýralegt að sjá verkamennina við störf. Uppi á gríöarlega stórum olíuskipum sjást menn við störf lengst uppi og vlrðast neðan frá séð á stærð við Vippa eða hans líka. Mér er sagt að hér sé nú allt með kyrrum kjörum, en á tímabili var ólga meðal verka- mannanna eins og reyndar víðar í landinu. Það kom sér illa fyrir þá viðskiptavini sem áttu hér skip og afgreiðsla vildi dragast. Nú er sá tími liðinn, verkamenn hafa hér fengið stórbætt kjör og allt gengur fyrir sig með sóma og sann. Allar stundir hefur stjórn Lisnave haft á að skipa mjög vel verkmenntuðu fólki og þegar að því kom að ekki varð lengur annað þeim verkefnum sem þurfti að sinna kom til umræðu stofnun eins konar systurfyrirtækis Lisnave og skyldi það við uppbyggingu njóta allrar þeirrar tæknikunnáttu og aðstoðar sem Lisnave hafði yfir að ráða. Þannig varð til skipasmíöastöðin Setenave, skammt frá borginni Setúbal og stendur við Sadofljót og var formlega frá stofnun gengið 1972 og fékk hið nýja fyrirtæki til úthlutunar mikiö flæmi við Sadofljót og unnið var að uppfyllingu svæðisins svo að í raun má segja að stækkunarmöguleikar Setenave séu, að því er manni sýnist, nánast ótakmarkaðir. 3. grein í Portúgal Heimsókn risastórar skipasmíðastöðvar -og orkideur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.