Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1978 17 Ragnarsdóttir á þarna aðeins eitt teppi úr ull. Hildur Hákonardóttir vefur aðeins í hvítt og svart, og fer það henni vel. Ég held, að ég hafi ekki séð betri hluti frá hennar hendi áður. Ragna Róbertsdóttir á þarna verk, sem er nokkuð sérstakt og heitir „Gamli kirkjugarðurinn". Salome Fann- berg vekur eftirtekt með vel gerðu teppi úr silki, þangi og hör, sem hún nefnir Vor. Sigrún Sverrisdóttir er einn eftirtekt- arverðasti vefarinn á þessari sýningu, og var ég mjög sáttur við verk hennar. Sigurlaug Jóhannsdóttir sýnir þrjá serki, jurtalitaða af Aslaugu Sverris- dóttur, snotur verk. Steinunn Bergsteinsdóttir sýnir trau- þrykk á bómull og hefur mörg járn í eldinum. Steinunn Páls- dóttir sýnir aðeins eitt verk, er hún kallar Hnútur, gert í bómull, ull og hör. Þorbjörg Þórðardóttir á þarna nokkra púða í mismunandi mynstrum, mjög viðfelldin verk. í heild ber þessi sýning það nokkuð með sér, að margar af listakonunum eru enn í mótun og því í sumum tilfellum nokkuð óskráð blöð, eins og stundum er sagt. En ég vil taka það fram, að mér leist í heild ágætlega á þessa sýningu og vonast til, að þetta félag eigi eftir að hressa upp á andann svona við og við. Hver veit nema það takist að hafa sýningu sem þessa annað hvert ár eins og fyrirhugað er. Þá er ekki annað eftir en að þakka fyrir sig og óska þess, að allt gangi að óskum á komandi tímum fyrir þessum hópi. Gert hér með. Valtýr Pétursson. Þarna er ekki verið að túlka orð, heldur leikið með blæbrigði raddarinnar og var flutningur Ilonu Maros mjög góður. Tón- leikunum lauk á verki eftir Miklos Maros, sem á íslenzku mætti kalla fingramál og án þess að geta metið verkið með hliðsjón af textanum, var tón- mál þess mjög aðlaðandi og flutningurinn ágætur. Það sem í raun og veru situr eftir af við hlustun slíkrar tónlistar sem hér var flutt, er fyrst og fremst frammistaða söngkonunnar. Óþvinguð og tilgerðarlaus fram- setning, nákvæmni í tóntaki og góð tónmyndunartækni er henn- ar aðalsmerki og hefði íslenzkt söngfólk mátt fjölmenna til móts við Ilonu Marso, þó ekki væri til annars en víkka sjónar- svið sitt. Þorkell Sigurbjörnsson lék undir á píanó og stal stundum „senunni" t.d. í Harm- ljóðunum eftir Kocsár og Frag- ments eftir Sven-Erik Báck, sem hann lék mjög fallega. Jón Asgeirsson. mátti heyra þar margvíslegar tóntiltektir, sem voru prýðilega fluttar. Ilona Maros er góð söngkona, tónviss í besta lagi. Tónlistin, sem hún hefur flutt á hér á landi á tvennum tónleik- um, telst til kaldari gerðar af tónfirringu nútímans og væri fróðlegt að heyra Ilonu Maros syngja aðra og heitari tónlist. Það er gaman að heyra glæsileg- an flutning en hann einn nægir ekki, ef verkin eru firrt allri mannlegri hlýju fyrir bygging- artækni og röðunarkúnstir, sem eru í tísku á hverjum tíma. „Strúktúr" tónlist er fyrir löngu orðin „akademisk" og steinrunn- in embættismanna-tónlist, Menn eru í alvöru farnir að horfa til popp- og alþýöutónlist- ar um heim allan, til að losna úr viðjum tilbúinnar tónlistar, sem auk þess að vera tískubundin er talið það til gildis að lúta ekki hljóðþörf almennings, sem samt er svo skammaður fyrir áhuga- leysi sitt á þessum tiibúnu hámenningarfyrirbærum. 40 ára leikafmæli Ævars R. Kvaran Hér er Ævar í hlutverki sínu í Betur má ef duga skal og með honum á myndinni er Rúrik Haraldsson. í kvöld verður síðasta sýning á Ödípúsi konungi í Þjóðleikhúsinu og að lokinni þeirri sýningu verður minnst 40 ára leikafmælis Ævars R. Kvaran en Ævar fer með hlutverk prests Seifs í leikritinu. Ævar R. Kvaran hefur starfað við Þjóðleikhúsið frá stofnun þess og leikið þar fleiri hlutverk en nokkur leikari annar eða um 140 hlutverk alls. Ævar hóf leiklistarferil sinn hjá Leikfélagi Reykja- víkur vorið 1938 í leikritinu Skírn sem segir sex og lék hjá Leikfélaginu um árabil en hélt þá utan til söng- og leiknáms og nam við Royal Ævar R. Kvaran lcikari Academy of Music og Royal Academy of Dramatic Art 1945—47. Meðal hinna fjöl- mörgu hlutverka Ævars í Þjóðleikhúsinu eru mörg óperu- og söngleikjahlutverk. Hann söng fyrst í Rigóletto, hlutverk Monterone greifa, síðar í La Traviata, Tosca, Töfraflautunni (Monostratos), Rakaranum í Sevilla, Madame Butterfly o.fl. óperum auk hlutverka í óperettum og söngleikjum: I Nitouche, Betlistúdentinum, Kátu ekkjunni (Zeta barón) að ógleymdri túlkun hans á Alfred P. Doolittle í My Fair Lady. Erfitt er að nefna einhver leikhlutverk Ævars öðrum fremur, svo margar eru þær persónurnar, sem hann hefur gætt lífi, bæði smá hlutverk og stór. Minna má þó á hlutverk eins og Lénharð fógeta í samnefndu leikriti, Hinrik Bjálka í Fyrir kóngsins mekt, Mr. Peacock í Silfurtúnglinu, Van Daan í Dagbók Önnu Frank, þrjú hlutverk í Islandsklukkunni (von Úffelen, Eydalín lög- maður og Guttormur Guttormsson), sækjandann í Þjónum Drottins, Kasper í Kardemommubænum, Fjasta í Þrettándakvöldi, Föðurinn í Andorra, Sir Mallalieu í Betur má ef duga skal, Punt aðmíráll í Hafið, bláa hafið, Karl í Hvernig er heilsan og MedvédeV í Náttbólinu svo eitthvað sé nefnt. Ævar hefur löngum tekið virkan þátt í félagsmálum leikara, verið formaður Félags ísl. leikara, stofnandi og fyrsti formaður Bandalags ísl. leikfélaga og Leikara- félags Þjóðleikhússins. Þá hefur Ævar leikstýrt fjölda verkefna bæði á sviði og í útvarpi. Leikfélaginn Hver Lego-kubbur lætur ekki mikið yfir sér, svona einn og sér, en þegar þeir eru komnir fleiri saman þá er fátt það til sem ekki er hægt að búa til úr þeim. Þetta er það sem gefur Lego-kubbunum mest gildi, og gerir hann að leikfélaga sem krakkar kunna að meta. Gömlu góðu Lego-kubbarnir, sem margir foreldrar þekkja frá því að þeir voru börn eru enn í dag undirstaðan í Lego leikföng- unum. Þeir fást í hinum svonefndu ”grunnöskjum” ásamt fjölda fylgihluta, en þeir eru til dæmis, gluggar, hurðir og hjól. REYKJALUNDUR JD mo Lífiö er leikur meó LEGO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.