Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1978 MORöJK/- KAFr/N(J II) £T GRANI göslari (C; p i b C OM NMAGI N I»að er sejíin sana að það má ekki hafa augun af honum nokkra stund. Á þcssu heimili þurfum við ekki lcksikon. maður minn, konan mín vcit allt! Gleymast adstandendur? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson í dag tökum við úrspilsæfingu vikunnar. Fremur auðvelt spil, sem alveg eins mætti nefna samlagningaræfingu. Norður gefur og allir eru á hættu. Norður S. KD7 H. K32 T. D54 L. Á1098 Suður S. ÁG1098 H. Á4 T. 732 L. KG6 Suður er sagnhafi í fjórum spöðum en austur og vestur hafa alltaf sagt pass. Vestur tekur fyrsta slag á tígulás og spilar aftur tígli. Drottninguna tekur austur með kóngnum, síðan tígulgosa en þá lætur vestur hjarta. Austur skiptir þá í tromp, vestur er með en í næsta trompslag lætur hann lauf. Nú ættu lesendur að mynda sér skoðun um framhaldið. Vörnin hefur þegar tekið þrjá slagi og laufdrottningin verður því að finnast. Er það hægt með öryggi? Talning og samlagning litarlengda á höndum austurs og vesturs gætu tryggt sigur. Vestur hefur aðeins átt þrjú spil í spaða og tígli í upphafi. Það þýðir að austur átti níu, fimm tígla og fjóra spaða. Við tökum því tromp- in sem eftir eru á hendi austurs og athugum hve mörg hjörtu hann átti. Það gerum við með því að taká á ás og kóng og trompa þriðja hjartað á hendinni. Þetta er aðeins varúðarráðstöfun þar sem spila- fjöldi vesturs í hjarta og laufi eykur líkurnar á, að drottningin sé á hendi hans. En hafi austur átt þrjú hjörtu í upphafi eru upplýst tólf spil á hendi hans og við látum það þrettánda koma í laufkónginn áður en við svínum. Talningar- og samlagningarleið- in reyndist vel þegar spilið kom fyrir en hendur austurs og vesturs voru þannig. COSPER 7678 € PIB COMNMCIN Hvað á þetta að þýða. — Farðu með hann þangað sem þú tókst hann! „Til er stór hópur fólks sem aldrei lætur í sér heyra en það eru aðstandendur drykkjusjúklinga. Þetta fólk hlýtur oft hrottalega meðferð af hendi hinna drykkju- sjúku og hefur margt misst heilsu sína eftir margra ára fórn fyrir hinn drykkjusjúka. Er ekki tími til kominn að þessu fólki sé meira sinnt heldur en hingað til hefur verið? Eða er líf drykkjusjúkra meira virði heldur en þeirra sem voru svo ólánssamir að eiga drykkjusjúka ástvini og vanda- menn? Ég vil leyfa mér að taka upp hanskann fyrir aðstandendur drykkjusjúklinga, því ég bjó við þetta böl í 20—30 ár og er það ekki minna böl og niðurlæging heldur en hinn drykkjusjúki sjálfur hlýt- ur. Ég tel drykkjusjúklinga ekki geðveika nema einstaka mann- eskju, sem virðist ekki þola alkóhól og verða sem geðveik undir slíkum áhrifum. Þeir hinir sömu ættu aldrei að nota alkóhól. Það getur enginn læknað alkóhól- ista nema alkóhólistinn sjálfur. Þetta er oft fólk sem hefur verið eftirlætisbörn á uppvaxtarárum sínum, börn eða unglingar sem hafa ekki fengið nógan skilning eða ástúð í uppvextinum eða fólk sem er mjög lítið fyrir það að vinna. Mega aðstandendur drykkju- sjúklinga eiga von á hressingar- hæli, einhvers konar Freeport í Ameríku eða annars staðar? Ó.“ • Textíl — álnavara? „Nú er mjög mikið talað um textíl, textílsýningu er nýlega lokið í Norræna húsinu og til er Textílfélag og textílhönnuðir ef ég man rétt og ýmislegt fleira tengt textíl. Ég verð að segja’að þetta orð textíl fer fremur mikið í taugarnar á mér og finnst mér að til hljóti að vera orð sem er íslenzkara ef svo má segja, eða orð sem nær til þessa iðnaðar. Hvað með orðið álnavara til dæmis? Er þetta ekki allt saman álnavara, voru ekki sýndar álnavörur á textílsýningunni? Þetta yrði að vísu stirðara í samsetningu og við myndum e.t.v. hlæja að „Alna- Vestur S. 2 H. D9876 T. Á6 L. D7542 Áustur S. 6543 H. GÍ05 T. KG1098 L. 3 MAÐURINN A BEKKNUM Framhaldssaya eftír Georges Sirnenon Jóhanna Kristjónsdóttir islenzkaði 19 — Jæja, ég ætla ekki að tefja yður lengur. — Þér eruð ætíð velkomnir hér, hr. Maigret. Barnshafandi kona stóð við búðarborðið. Maigret tók hatt sinn og gekk í átt til dyra. — Þakka yður fyrir, fröken Leone. Sem hann sté í vagninn horfði hann á konurnar tvær sem þegar voru teknar að skoða mjúk barnateppi og frekari varning. — Hvert á ég að aka? — Klukkan var ellefu fyrir hádegi. — Stanzaöu við fyrstu krána. — Það var ein rétt við vcrzlunina. En Maigret veigraði sér við að fara þangað fyrir framan augun á frökeninni. — Aktu fyrir hornið. Ilann hugöist hringja til Kaplans og fá síðan nákvæmt heimilisfang Saimbrons á Quai de la Megisserie í götuskránni. Og þar sem hann hafði nú byrjað daginn mcð því að fá sér calvados fékk hann sér annan meðan hann skoðaði götu- skrána. 3. kapituli Harðsoðna eggið Maigret sat einn úti f horni á Brassiere Dauphnie og snæddi hádegisverð. Það sagði þá sögu að hann hefði ekki gefið sér tíma til að fara heim til sín til að sna-ða og starfs- bræður hans horfðu á hann spyrjandi (>ðru hverju. Þegar Maigret gekk þyngslalega og var eins og úti á þekju vissu allir í rannsóknarlögreglunni hvað það þýddi. Og enda þótt menn leyfðu sér að brosa út í annað voru allir íullir virðing- ar, því að fyrr eða síðar endaði þetta allt á einn veg — karl eða kona viðurkenndi glæp sinn. — Er kálfakjötió bragðgott? — Prýðilegt. hr. Maigret. Á þess að gera sér grein fyrir því horfði hann á þjóninn sams konar augnaráði og hann horfði á sakfelldan mann. — Bjórglas? — Nei, hálfflösku af rauðu Bordeauxvíni. Það var bara af sérvizku að hann bað um rauðvfn. Hefði þjónninn boðió honum vín hefði hann beðið um bjór. Hann hafði enn ekki komið á skrifstofuna þennan dag. Hann kom frá Saimbron á Quai de la Megisseric og heimsókn hans þangað hafði ruglað hann ögn í ríminu. Fyrst hafði hann hringt símanúmcri Kaplans og fengið að vita að hann héldi sig í Antibes og að ekki væri vitað hvenær hann kæmi aftur til Parísar. Þegar hann hafði spurt eftir hr. Saimbron á Quai de la Megisseric sagði húsvörðurinn> — Hann býr á efstu hæð. Þér getið ekki villzt. Hann skimaði í kringum sig eftir lyftu. en hún var engin svo að hann paufaðist þolin- móður upp á sjöundu hæð. Húsið var gamalt og veggir óhrcinir og dimmir. Hann tók í bjöllustreng og síðan heyrðist létt fótatak og hann sá lang- leitt og fölt og vofulegt andlit þakið skeggbroddum. — Þér eruð væntanlega hr. Saimbron? — Já, það er ég. Gerið svo vel að koma inn. Þótt hann segði ekki mörg orð varð hann að gera hlé á máli sfnu og hóstaði ákaft. — Afsakið. Ég er illa hald- inn af hronkitis. Þung lykt kom á móti Maigret þegar hann sté inn í íhúðina. Hann heyrði að kveikt var á gasi. Saimbron var að sjóða vatn. — Maigret lögregluforingi. — Já. ég bjóst við að einhver frá ykkur myndi koma áður en langt liði. Á horði lá morgunblaö og opið á þeim stað þar sem sagði stuttlega frá dauða Louis Thourets.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.