Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur. Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson Aðalstræti 6, simi 1 01 00. Aðalstræti 6, simi 22480. Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Framboðslisti Sjálfstæðismanna í borgarstjómarkosningunum Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins við borgarstjórnarkosning- arnar, sem fram eiga að fara í Reykjavík í lok maímánaðar var lagður fram og samþykktur á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisfé- laganna í Reykjavík í fyrrakvöld. Framboðslistinn er í samræmi við úrslit prófkjörs, sem fram fór fyrr í vetur, en í því prófkjöri tóku þátt tæplega 11.000 reykvískir kjósendur og er það mesta þátttaka, sem nokkru sinni hefur verið í prófkjöri hér á landi og endurspeglar framboðslistinn því viðhorf og óskir þessa stóra hóps Reykvíkinga. Sú staðreynd mun verða Sjálfstæðisflokknum styrkur í komandi borgarstjórnarkosningum. I prófkjörinu hlaut Birgir ísl. Gunnarsson, borgarstjóri, mikla traustsyfirlýsingu reykvískra kjósenda og skipar hann efsta sæti listans. Birgir Isl. Gunnarsson á nú að baki rúmlega fimm ára starf sem borgarstjóri í Reykjavík, en hann hefur átt sæti í borgarstjórn frá vori 1962. Hann hefur reynzt farsæll og traustur forystumaður í málefnum Reykvíkinga. Nú þegar fyrsta heila kjörtímabili hans sem borgarstjóra er að ljúka er ljóst, að hann hefur reynzt verður þess trúnaðar sem borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðismanna sýndi honum haustið 1972 og borgarbúar í borgarstjórnarkosningum vorið 1974, þegar Sjálfstæðisflokkurinn undir hans forystu hlaut 9 borgarfulltrúa kjörna. Nú sem fyrr gengur borgarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðismanna í Reykjavík til kosninga undir sterkri forystu, sem hefur sannað ágæti sitt og verðleika í störfum á undanförnum árum. Málefnastaða Sjálfstæðismanna í borgarmálum er góð. Á því kjörtímabili, sem nú er að ljúka, hefur verið unnið að fjölmörgum hagsmunamálum borgarbúa. Uppbyggingu í Breiðholti hefur verið haldið áfram, nýtt og endurskoðað aðalskipulag fyrir Reykjavíkur- borg hefur verið lagt fram og samþykkt, myndarlegt átak hefur verið gert í umhverfismálum, eins og heitið var fyrir borgarstjórnar- kosningarnar 1974, ötullega hefur verið unnið að málefnum aldraðra, og borgarstjórnarmeirihlutinn hefur í vaxandi mæli beint athygli sinni að atvinnumálum Reykjavíkur á undanförnum mánuðum og misserum. Málefnastaða Sjálfstæðismanna í þessum borgar- stjórnarkosningum er því góð og ber þess vitni, að traustlega hefur verið haldið um stjórnvölinn í máiefnum borgarbúa á yfirstandandi kjörtímabili. Heettulegasti andstæðingur sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur er hins vegar andvaraleysið. Sjálfstæðisflokkurinn vann myndarlegan sigur í borgarstjórnarkosningunum vorið 1974. Vel hefur verið að málum staðið á kjörtímabilinu og þess vegna kann mörgum að fara svo, að þeir segi, að sjálfstæðisménn séu öruggir um að halda meirihluta sínum í borgarstjórn. En því fer fjarri. Til þess að tryggja áframhaldandi meirihluta sjálfstæðismanna í borgarstjórn og þar með trausta og sterka forystu í hagsmunamál- um borgarbúa, þurfa Reykvíkingar að taka höndum saman, þrátt fyrir ólík sjónarmið í landsmálum. í borgarstjórnarkosningum hafa sjálfstæðismenn jafnan notið liðsinnis fjölmargra kjósenda, sem ekki eiga samleið með Sjálfstæðisflokknum í landsmálum. Svo þarf enn að verða í komandi borgarstjórnarkosningum, enda getur enginn haldið því fram, að flokksleg sjónarmið hafi ráðið stefnu meirihlutans í borgarmálum, hvorki fyrr né nú. Nauðsynlegt er því, að allir þeir, sem hafa stutt borgarstjórnarmeirihlutann og vilja veita honum stuðning í þeim kosningum, sem framundan eru, hafi þetta í huga og leggi sjálfstæðismönnum lið í kosningabaráttunni vegna borgarstjórnarkosninganna til þess að tryggja áfram samhentan og traustan meirihluta í málefnum Reykjavíkurborgar. Hinn kosturinn er sundruð hjörð minnihlutaflokkanna í borgarstjórn. Landsmenn hafa reynslu af því, hverjar afleiðingarnar hafa orðið á vettvangi landsmála af samstarfi hinna svonefndu vinstri flokka og enn sjáum við ekki fram úr þeim erfiðleikum, sem vinstri stjórnin 1971—74 kallaði yfir þjóðina. Til þess má ekki koma, að sú sundrung og sá glundroði taki við í málefnum Reykjavíkur- borgar. I vor eiga reykvískir kjósendur þess kost að styðja framboðslista, em valinn er af nær 11.000 einstaklingum í lýðræðislegri kosningu, ;em nýtur forystu farsæls borgarstjóra, sem hefur sýnt í verki, að 'iann er traustsins verður. Þess vegna þurfa Reykvíkingar að íameinast um að tryggja áframhaldandi meirihluta sjálfstæðis- manna í borgarstjórn. ÁUt flokksforingjanna á kosn- mgalagafrumvörpunum FRUMVÖRP nokkurra stjórnarþingmanna um breytingu á kosningalögunum í því skyni að jafna hlut Reykjavíkur og Reykjanesskjördæmis með tillitl til vægi atkvæða, frumvarp Odds ólafssonar og skiptingu Reykjanesskjördæmis í sama tilgangi og reyndar frumvarp Jóns Armanns Héðinssonar um að 5% kjörfylgi nægi til uppbótaþingsætis hafa öll vakið töluverða athygli, enda mál þetta um langt skeið búið að vera á dagskrá og flestit sammála um að einhverjar breytingar þurfi að koma þarna til. Morgunblaðið sneri sér til forsvarsmanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi og leitaði eftir áliti þeirra á þessum frumvörpum. Qlafur Jóhannesson: Frumvörpin of seint á ferðinni ÓLAFUR Jóhannesson, dóms- málaráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins sagði að hann teldi pessi frumvörp verða seint á ferðinni og ekki míklar líkur á að pau yrðu afgreidd á pessu pingi er nú stæði. „Persónulega hef ég alltaf verið á móti þessu fyrirkomulagi að hlutfallstölur ráði uppbótarmönn- um. Það var náttúrlega ennþá ankannalegra meðan fyrri kjör- daemaskipun gilti en ég tel það enn óeðlilegt. Svo að ég er því persónulega fylgjandi að uppbóta- sætin væru flutt á fjölbýlustu svæðin. En það er of seint að gera það þegar búið er að ákveða framboð, því að menn hafa farið fram miðað við núgildandi kosn- ingafyrirkomulag,“ sagði Ólafur. Magnús Torfi Ólafsson: Eðlileg viðbrögð eftir að ríkisstjórn hafði brugð- ist fyrirheitum sínum Magnús Torfi Ólafsson formaö- ur Samtakanna sagði, að hann teldi að pessi málflutningur um breytingar á kosningalögum og kjördæmaskipan væri eðlileg afleiðing af pvi að stjórnarping- menn sér í lagi teldu margir hverjir að ríkisstjórnin hefði brugðizt hlutverki sínu og fyrir- heitum að taka petta mál til alvarlegrar athugunar í fyrsta lagi Benedikt Gröndal: BENEDIKT Gröndal, sagði að Það hefði orðið Ijósara meö hverju árinu að kjördæmaskipunin væri ákaflega óréttlát og atkvæði manna vægu mismunandi mikið eftir pví hvar peir byggju á landinu. „Þetta óréttlæti verður að leið- rétta á einhvern hátt,“ sagöi Benedikt. „Þegar hins vegar nú- verandi þing hófst spurðist Gylfi Þ. Gíslason, formaður þingflokks Alþýðuflokksins fyrir um það á þingi hvort ríkisstjórnin ætlaöi að gangast fyrir samráöi flokkanna um þessi mál, af því að það hafði komið fram í sjónvarpsþætti þar sem formenn allra meginflokkanna voru sammála um að eitthvað þyrfti að gera á þessu sviöi. Þá lofaöi ríkisstjórnin því að hún myndi hafa frumkvæöi aö kalla menn saman. Nú er aftur á móti þingið liðið, komið fram á siöustu 2—3 vikur þingsins, og þaö hefur ekkert gerzt fyrr en um síöustu einhvern tíma á kjörtímabilinu og síðan á pessu pingi. Magnús sagði, að þessir stjórn- arþingmenn og stjórnarandstaðan hefði nú gert sér grein fyrir að ekkert yrði um efndir ríkisstjórnar- innar á yfirlýsingum frá því á fyrstu dögum þingsins um að allsherjar- athugun á þessum málum skyldi fara fram með þátttöku allra þingflokka og þar sem svo hafi helgi. Þetta hefur valdiö okkur vonbrigðum því að þessi mál eru þannig að samkvæmt fyrri reynslu hér á landi þarf að reyna að leita samkomulags um þau.“ Benedikt sagði að nú hefði það gerzt á alveg síðustu dögum þingsins að fram hefði komið fjöldi tillagna um þetta mál og þaö væri auövitaö öllum Ijóst aö þingmenn vissu að oröið væri of seint að koma breytingum á þessum mál- um fram nú í lok þingsins, enda væri mjög hæpiö að fara að breyta kosningalögum með einhverri skemmri skírn eftir að framboð væri komin fram meira og minna hjá öllum flokkum um allt land, því að þessi framboð væru auövitaö miðuð við það kosningafyrirkomu- lag sem væri í gildi. „Ég hef mikinn áhuga á þessu máli og tel brýnt að leiðrétta það en tel að það verði að gera það á vandaðan og varanlegan hátt en ekki með einhverjum upphlaupum verið á þingið liðið hafi nokkrir stjórnarþingmenn ekki séð annað vænna en að flytja þetta mál sjálfir inn í þingiö. Magnús Torfi kvaðst vera ein- dregið fylgjandi frumvarpi Jóns Ármanns Héðinssonar og frum- varpi fjórmenninganna úr Reykja- vík og Reykjanesi um breytingar á kosningalögunum, en kvaðst þó telja að þarna væri bráðabirgða- ráðstöfun á ferðinni. Álit hans og mótað álit flokks hans í þessum efni væri að fundin yrði leið til þess að þingmannatala og kjósendatala héldust í hendur þannig að óþol- andi misrétti yrði ekki á milli kjördæma samkvæmt fyrirkomu- lagi er samkomulag gæti tekizt um og staðið gæti til frambúðar svo ekki þyrfti aö standa í baráttu um það á nokkurra ára fresti að koma sjálfsögðum borgarréttindum landsmanna í skaplegt horf.“ í þinglok, sem kannski yrði ekki lausn til skamms tíma. í þessum mismunandi tillögum sem eru fram komnar má finna margar mjög athyglisverðar hugmyndir og sýni- legt að þar hefur verið töluvert um þetta hugsað. En eina leiðin til þess aö gera eitthvað til úrbóta er aö flokkarnir allir ræöi saman og reynf að ná samkomulagi um lausn eins og gert var 1959 og 1942 og 1934. Af þessum ástæöum tel ég að þessi frumvörp — hversu lofsverður sem tilgangur þeirra er — séu ekki raunhæf lausn. Flutn- ingsmenn þeirra vita að það er orðið of seint á þessu þingi aö leysa þetta mál: Þeir eru að flytja þetta til aö láta í Ijós skoðanir eöa óskir sínar. Við hörmum það engu að síöur mjög að ríkisstjórnin skyldi gefa góð loforð í upphafi þings um að hafa forustu í þessu máli, svo sem eðlilegt er að hún hafi, en að ekkert skuli hafa gerzt fyrr en nú síöustu 3—4 daga að hreyfing kemur á máli meö þessari bylgju af frumvörpum. — Að lokum: stjórnarskráin sem við búum við er konunglegur forngrip- ur frá siöustu öld og það er þjóðinni og lýðveldinu til hinnar mestu skammar að ekki skuli vera búið að stokka stjórnarskrána upp og þar með fylgir að gera veiga- miklar endurbætur á jafnrétti manna í þessum efnum og á skipulagi og starfsháttum Alþingis sjálfs.” Hæpið að breyta kosningalögum með skemmri skírn Lúðvík Jósepsson: Bara sýndarplögg — en merki um áhuga á málinu Lúðvík Jósepsson formaður Alpýðubandalagsms sagði, að hann teldi að úr pví sem komið væri pá mætti augljóst vera aö mál eins og petta yrði ekki afgreitt fyrir pessar kosningar. „Tíminn er hlaupinn og svo má auðvitað deila um þaö hvernig á því stendur að hann hefur hlaupið frá mönnum," sagði Lúðvík. „Menn úr öllum stjórnmálaflokkum höfðu lýst því yfir og þar á meðal ég, að það væri komin upp sú staða að það kallaði á breytingu og gera þyrfti vissar tilfærslur, en hins vegar þyrfti aö ná þarna saman flokkasamstarfi um þaö. En það samstarf hefur ekki orðið. Ég hef bent á það að það væri jafnvel ástæða til þess núna fyrir þing- kosningar að flokkarnir settu nefnd manna að þessu máli á milli þinga til þess að það yrði tekið á verkefninu en einstök þingmanna- frumvörp um málið, sem nú eru lögö fram tveimur vikum áður en þingslit veröa og sem sýnilega hafa ekki flokkslegt fylgi eru að mínum dómi algjörlega þýöingar- laus og bara sýndarplögg út af fyrir sig, kannski merki um það að þeir sem flytja þau hafi áhuga á málinu og búið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.