Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1978
Ragna Thiis
Stang með bók
sína um E.
Munch á útgáfu-
degi hennar.
„Ljóö um lífið,
ástina og
dauðann11.
Hefðu ekki ill örlög tekið um taumana væri
ein merkasta dóttir Noregs, Dr. philos.
Ragna Thiis Stang, er helgaði líf sitt
fræðistörfum á sviði myndlistar, stödd
hérlendis þessa dagana, en áform hennar
var að kynna Islendingum norsku listjöfr-
ana, Gustav Vigeland og Edvard Munch, með
fyrirlestrum í Norræna húsinu og í boði þess. Stóð
einmitt til að fyrirlestur hennar um Gustav Vigeland
yrði í dag.
En örlögin höguðu því svo, að úr væntanlegri heimsókn
þessarar stórmerku konu verður aldrei, því að þau tíðindi
gat að lesa í norskum blöðum nýliðin mánaðamót, að hún
ásamt dóttur sinni Ninu Thiis Stang hafi látist í bílslysi
á þjóðveginum í nágrenni Nairobi í Kenyu að morgni
þess 29. marz s.l. Var Ragna í heimsókn hjá dóttur sinni
er hafði lengi unnið að mannúðarstörfum á vegum
svokallaðra friðarsveita, fyrst í vestur-Uganda og síðan
1973 í norð-vestur Kenyu þar sem hún í því umdæmi var
ábyrg fyrir stofnun um vejferð barna „Child Welfare
Society". Yoru þær mæðgur á leið til Mobasa ásamt
ökumanni er bifreiðin þeyttist skyndilega út af
akbrautinni.
Stjórn Norræna hússins hugðist vanda vel til
fyrirhugaðra fyrirlestra, enda ekki ólíklegt að sett verði
upp sýning á verkum E. Munch í þeim húsakynnum í
náinni framtíð. Þá hafði sá er hér heldur á penna
áformað að skrifa sérstaka kynningargrein um frú Stang
hér í blaðið og flétta skrifum hennar um Munch og
Vigeland inn í þá grein. Af ritsmíð í því formi verður
skiljanlega ekki, en mér finnst rétt og skylt að minnast
þessarar mikilhæfu konu og kynna löndum mínum
starfsferil hennar, en ég var kunnugur henni allan sl.
áratug og átti ógleymanlega kvöldstund á heimili hennar
1. desember sl. í þröngu listamannahófi er hún efndi til
mín vegna.
Það má réttilega segja að Ragna Thiis Stang hafi fæðst
inn í umhverfi listanna með því að hún var dóttir hins
nafntogaða Jens Thiis fyrsta forstöðumanns Þjóðlista-
safnsins í Osló (Nasjonalgalleriet), — stórmerks
athafnamanns á vettvangi myndlistarrökræðu í Noregi
— og eins af velgjörðarmönnum Edvars Munch. Ritaði
hann m.a. um hann mikla bók, sem í dag er gjörsamlega
ófáanlegur kjörgripur. Þá er það Jens Thiis að þakka að
Þjóðlistasafnið í Osló á glæsilegasta safn mynda eftir
Munch sem nm getur á einu safni — fjölda lykilverka
í þróunarsögu listamannsins. Þessar rhyndir festi Thiis
til safnsins þrátt fyrir harða andstöðu og miklar
blaðadeilur. Vafah'tið á hann einnig fyrst og fremst
heiðurinn af þeim kaupum eldri og nýrri lista, sem borið
hefur hróður safnsins víða, því að Thiis mun hafa verið
einstakur vitmaður á myndlist — einkum málaralist
bæði innlenda og erlenda. Sem vænta má var heimili
hans fjölsótt listamannaheimili, og dóttir hans Ragna
kynntist ung að aldri fjölda listamanna og meðál þeirra
þeim Edvard Munch og Gustav Vigeland.
Bragi
Ásgeirsson:
Það er eftirtektarvert, í ljósi þess að Jens Thiis var
mikill baráttumaður fyrir frama og viðurkenningu E.
Munch í heimalandi hans — og mátti þola þar fyrir
eitilharða ádeilu og andstöðu, — að dóttir hans, Ragna,
varð síðar forstöðumaður Munch-safnsins í Osló
(1967—71) og annar í röðinni, en sá fyrsti var Johan H.
Langaard. Ekki er síður athyglisvert að það kom í hennar
hlut að leiða safnið aftur til fullrar reisnar úr einu
erfiðasta og dapurlegasta máli í allri norskri listasögu,
og fórst henni það á þann veg að hún hlaut aðdáun og
virðingu fyrir. Ég veit að þetta voru ólýsanlega erfiðir
tímar í sögu safnsins og jafnframt í lífi hennar, því að
hér reyndi á alla krafta og stjórnhæfni Rögnu Thiis
Stang og kom þá greinilega fram að hér var styrkur
norrænn meiður sprottinn úr frjórri jörð. Þannig má
með sanni segja, að Jens Thiis og dóttir hans Ragna hafi
reynst Edvard Munch, hinum nafntogaðasta myndlistar-
manni norrænnar listar, hollir haukar á bergi...
Ragna Thiis Stang var fædd 1909, varð mag. art. árið
1937 og lektor við „Norsk Folkemuseum" frá 1938 til 1944.
Árið 1964 varð hún safnvörður (konservatör) við
Vigeland-safnið og forstöðumaður listasafna Oslóborgar
„Oslo kommunes kunstsamlinger", sem hefur stjórn-
sýsiuaðsetur í Munch-safninu. Arið 1971 dró hún sig í
hlé frá aðalstörfum og gerðist þá ráðunautur safnanna.
Hún reit bók um sögu heimslistarinnar, — „Frá barrokk
— til klassík", — „Hárenesansinn“ og „Flórenz á tímum
frumrenesansins“. Þá hefur hún ritað mikið um Gustav
Dr. Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra á ársþingl Félags íslenzkra iðnrekenda:
„Iðnaðarvörur 22% heild-
arútflutnings á s.l. ári”
- því er ljóst að iðnaðurinn gegnir veigamiklu
hlutverki i gjaldeyrisöflun þjóðarinnar
Á árinu 1977 jóks þjóðarfram-
leiðslan meira en á árinu 1976,
samk æmt bráðabirgðaruppgjöri,
um 4,8% en á árinu 1976 var
aukningin um 2,4%. Þjóðarfram-
leiðsla á mann jókst um 3,8% 1977,
en 1,4% árið áður. Þar sem
viðskiptakjör við útlönd urðu um
10% hagstæðari en á árinu 1976
jukust þjóðartekjur nokkru meira
en þjóðarframleiðslan eða um
7,9%
Áætlað er, að framleiðsla
sjávarafurða hafi aukist um 19%,
tn um 8,5% árið áður og fram-
leiðsla búböru hafi orðið 2 'k%
meiri en árið 1976, en þá jókst
búvöruframleiðslan um 3'k%
Áætlað er, að almenn iðnaðar-
framleiðsla hafi aukizt um 4—5%,
en um 6% á árinu 1976. Athuganir
benda til þess, að hagur iðnaðarins
hafi orðið nokkru lakari en á árinu
1976 vegna mikilla hækkana á
kostnaði innanlands, varðandi
útflutningsgreinar iðnaðarins
hafa orðið tiltölulega litlar verð-
hækkanir á erlendum mörkuðum.
Útflutningur iðnaðarvöru að áli
meðtöldu á árinu 1977 nam um
22.300 milljónum króna, en um
17.500 milljónum á árinu 1976.
Útflutningur á áli jókst úr 12.400
milljónum króna árið 1976 í 14.900
milljónir. Útflutningur annarra
iðnaðarvara en áls jókst úr 5.200
milljónum króna árið 1976 í 7.400
milljónir 1977 eða að krónutölu um
42%. Mest varð aukning hlutfalls-
lega í lagmetisiðnaði, eða úr 599
millj. kr. í 1206 millj. kr. Útflutn-
ingur ullarvara nam 3.400 milljón-
um króna og jókst um 67% miðað
við árið 1967 í krónum talið.
Hlutdeild útfluttra iðnaðarvara
í heildarútflutningi á árinu 1977
nam 22% í’ Það er því ljóst, að
iðnaðurinn gegnir þýðingarmiklu
hlutverki í gjaldeyrisölfun þjóðar-
innar. Þá ber einnig að leggja
áherslu á þann mikla gjaldeyris-
sparnað, sem hin fjölbreytta
iðnaðarframleiðsla fyrir innlend-
an markað hefur í för með sér.
Þegar litið er á hina almennu
efnahagsþróun og hina miklu
verðþenslu á liðnu ári, var það
Ijóst orðið undir lok ársins, að
misræmi milli útflutningsverðs og
irinlends kostnaðar var orðið slíkt,
að gengisbreyting var óumflýjan-
leg til að afstýra rekstarstöðvun
fyrirtækj^ og atvinnuleysi. í
byrjun febrúar tilkynnti Seðal-
bankinn lækkun á gengi krónunn-
ar um 13% og jafnframt beitti
ríkisstjórnin sér fyrir lagasetn-
ingu um ráðstafanir í efnahags-
málum. Gengisbreytingin styrkti
stöðu útflutningsatvinnuveganna,
breytti verðhlutföllum innfluttrar
vöru og innlendrar iramleiðslu og
er því einnig í hag innlendri
framleiðslu á heimamarkaði. Þessi
ráðstöfun var mjög í samræmi við
þá margyfirlýstu stefnu og kröfu
Félags íslenskra iðnrekenda að
gengið sé rétt skráð.
Á ársþingi iðnrekenda 1977
gerði ég grein fyrir helstu niður-
stöðum í skýrslu Þjóðhagsstofnun-
ar um hag iðnaðar og aðild Islands
að Fríverslunarsamtökum Evrópu
og viðskiptasamning við Efna-
hagsbandalag Evrópu. Megin-
niðurstaða skýrslunnar var sú, að
íslenskum iðnaði hafi tekist allvel
að laga sig að breyttum sam-
keppnisaðstæðum.
Á þessu tímabili jókst iðnaðar-
framleiðsla að jafnaði um 8Vk% á
ári (6 '/2% ef álframleiðsla er
frátalin) á sama tíma og þjóðar-
framleiðslan jókst um 4 '/2%.
Iðnaðurinn hefur sýnt á mörg-
um sviðum, hvers hann er
megnugur.
1) Nálægt þriðjungur landsmanna
hefur atvinnu af iðnaði.
2) Þáttur iðnaðar í þjóðarfram-
leiðslu er meiri en nokkurrar
annarrar atvinnugreinar.
3) Á síðustu árum hefur iðnaðar-
framleiðsla aukist að meðaltali
meir en þjóðarframleiðslan í
heild og framleiðni vaxið.
4) Útflutningur iðnaðarvöru hefur
á fáum árum náð því að verða
nálægt fjórðungur heildarút-
flutnings.
5) Iðnaðurinn sparar gífurlegar