Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1978 Landshöfð- HúsgöKn úr búi Péturs Ólafssonar, útgerðarmanns á Patreksfirði. Skálholtsstígur 7 Fundarhcrbergi Menntamálaráðs. Fyrsta fundarborð Alþýðusam- bands íslands er í eigu Menningarsjóðs. Það er þó ekki í notkun. Við vegginn vinstra megin sézt klukkan. sem minnzt er á í greininni. Ilún er smíðuð af Robert Ilarris á 18. öld, en var flutt hingað til lands frá London í Heimsstyrjöldinni fyrri. hann bjó ekkja hans í húsinu um sína daga til 1933. Síðan munu ýmsir hafa búið í húsinu, m.a. síra Árni Sigurðs- son fríkrikjuprestur, Magnús Th. S. Blöndahl og ýmsir leigjendur aðrir. Um tíma var í því matstofa á vegum Náttúru- lækningafélags íslands, en á þeim tíma festu gárungar nafn- ið „næpan“ við húsið, en það festist um hríð við húsið einnig vegna byggingarlags turnsins sem á því er og svipar til austrænnar byggingarlistar. Sem fyrr sagði festi Menn- ingarsjóður kaup á húsinu vorið 1959. Var það síðan leigt ýmsum aðilum um árabil, en rækileg lagfæring fór fram á því á árunum 1968—1970. Var þá sérlærðum smiði falið að kanna allt húsið og innviðu þess, og varð þar ekki fúi fundinn. Við þá heildarviðgerð sem fór fram á Magnús Stephensen, landshöf- ðingi, lét reisa Skálholtsstíg 7. Skápurinn undir mundinni af Magnúsi er úr búi Knuds Ziemsen. bæjarstjóra. þessum árum var við það miðað að sem allra fæstu yrði breytt frá upphaflegri gerð. Innan- stokks var því litlu sem engu breytt frá því sem vitað var um innréttingar í upphafi, en ekki tókst þó að fá „rósettur" við hæfi í loft í öllum stofum hússins. Á sama tíma var aflað til hússins ýmissa húsgagna frá fyrsta skeiði hússins, m.a. úr búum Jóns Þorkelssonar, rekt- Framhald á bls. 29 Menntamálaráð 50 ára: Menningars j óður og bókaútgáfan Samkvæmt lögum eru hlutverk Menningarsjóðs þessi: 1. Bókaútgáfa. 2. Stuðninjíur við gerð íslenskra menningar- og fræðslukvikmynda. 3. Efling þjóðlegra fraíða og athugana á náttúru landsins. 4. Styrkur við íslenska tónlist og myndlist. 5. Kynninj? á íslenskri menningu innan lands og utan. 6. Greiðsla fargjalda. 7. Onnur menningarstarf- semi. Útuáfustefna Bókaút- gáfu Menningarsjóðs mið- ast einkum við eftir talin verkefni: 1. Vísinda- og fræðiriti a) yfirlits- og alfræði- hækur, b) ritgerðir um sér- fræðileg efni, c) orðabækur, d) fræðilegar útgáfur handrita. 2. Bókmenntaverk: a) verk sem Mennta- málaráð leitar sérstak- lega eftir eða efnir til samkeppni um, b) verk íslenskra höf- unda sem hafa bók-‘ menntalegt gildi, c) yfirlits- og sýnisbæk- ur, d) þýðingar valinna verka heimsbókmennta. 3. Bækur um listir. 4. Útgáfa tónverka á nót- um og hljómplötum. 5. Smábækur Menningar- sjóðs. 6. Tímarit og/eða félags- rit. Menntamálaráð var stoínað með lögum 12. apríl 1928 og fer það með stjórn Menningarsjóðs og Bókaútgáfu Menningarsjóðs. Núverandi menntamálaráð, sem þessi mynd er af, var kjörið á Alþingi í desember 1974, frá hægri: Jón Sigurðsson, ritari, Björn Th. Björnsson, Kristján Benediktsson, formaður, Baldvin Tryggvason, varaformaður og Matthías Johannessen. Lengst til vinstri er Hrólfur Ilalldórsson, settur framkvæmdastjóri Menningarsjóðs og bókaútgáfunnar, en Gils Guðmundsson, alþingismaður, hefur frá 1972 haft launalaust lcyfi frá því starfi. Varamenn í mcnntamálaráði eru Áslaug Brynjólísdóttir, Eiríkur Hreinn Finnbogason, Þorsteinn Ólafsson, Halldór Blöndal og Árni Bergmann. ingjahúsið Menntamálaráð, Menningar- sjóður og Bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs hafa undanfarin ár haft aðsetur, skrifstofur og afgreiðslu í svonefndu Lands- höfðingjahúsi á Skálholtsstíg 7 í Reykjavík, og er þar enn fremur ein af bókageymslum útgáfunnar. Menningarsjóður hefur átt húseign þessa frá vori 1959, en skrifstofur hans verið þar frá hausti 1970. Magnús Sthephensen lands- höfðingi lét reisa þetta hús, þegar leið að því að hann léti áf starfi sínu og hlyti að flytjast brott úr Stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu. Fluttist hann í húsið nýreist snemma árs 1904. Húsið var byggt úr kjörviði sem tilhöggvin var í Reykjavík. Magnús Sthepensen bjó í húsinu með fjölskyldu sinni allt til dauðadægurs 1917, en eftir Ilrófur Halldórsson, framkvæmdastjóri Menningarsjóðs og bókaútgáfunnar. er hér staddur í herbergi Hins íslenzka þjóðvinafélags. Borðið og stólarnir eru úr húi Jóns Þorkelssonar, rektors. en bókaskápurinn var í eigu Knuds Ziemsen. Þjóðvina- félagið var stofnað 1871 og var Jón Sigurðsson, forseti fyrsti formaður þess. Aðalfundir félagsins voru haldnir annað hvert ár, þegar Alþingi kom saman, og helzt enn sú venja, að forseti Hins íslenzka þjóðvinafélags flytur ársskýrslur sínar úr ræðustól Sameinaðs Alþingis; sá eini, sem þaðan talar utan alþingismanna, ráðherra og þjóðhöfðingja okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.