Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1978 19 Þetta dæmi skýrir sig sjálft. Það má segja að fyrirtæki A., sem hefur haft góða afkomu sleppi í raun þar sem skattarnir greiðast eftir á. Fyrirtæki B., sem ekki hefur tapað neinu reiknislega, safnar lausaskuldum sem nema 86.5 m. kr. og fyrirtæki C., sem tapað hefur 100 milljónum skuldar þeim mun meira. Þetta er dæmi- gerð mynd af því sem er að gerast í fjárhag margra frystihúsa um þessar mundir. Niðurstaðan er nánast sú, að við ríkjandi aðstæð- ur, þá þurfi eigendur að endur- greiða fyrirtækinu tapið og þótt ekki sé um rekstrartap að ræða, þá þyrfti einnig að greiða fyrirtækinu verðrýrnun peninganna. Hitt er svo annað mál hve margir eru færir um að inna þessar greiðslur af hendi. Á meðan fjarmagn var að fá og vextir voru lágir var auðvelt að leysa þetta mál með auknum lántökum í von um að betri afkoma gæti skilað því aftur. Með þrengri lánsfjármarkaði og þá ekki síst gífurlegum vaxta- hækkunum, bæði á lánum og mörgum lausaskuldum, þá er hér komið í vítahring þar sem stórauk- in vaxtabyrði leiðir til vaxandi tapreksturs. Innlend þjónustu- starfsemi og margháttuð fram- leiðsla fyrir innlendan markað hefur möguleika á að velta aukn- um vaxtagjöldum út í verðlagið, en slíkt er útflutningsframleiðslunni fyrirmunað, auk þess sem hún verður að taka á sig aukna vaxtabyrði innlendrar þjónustu. Slík vaxtastefa eyðileggur sam- keppnisaðstöðu fiskvinnslunnar í úrvinnslu sjávarafla hér á landi og grefur undan fjárhag fyrirtækj- ánna. Því er haldið fram að auka þurfi sparnað með því að borga raunvexti og beina fjármagninu þangað sem það skilar mestum arði. Þessu verður ekki móti mælt ef litið er á þannan þátt í samhengi við aðra þætti efnahags- lífsins, en þegar vextir eru gerðir að aðalbrimbrjót gegn verðbólg- unni, án tilsvarandi aðgerða á öðrum sviðum peninga- og fjár- rtiála, þá gerir það einungis vandann verri með því að draga úr framleiðslu, eða beina henni á óhagstæðari brautir. Þessi vaxtamál hafa einnig aðra hlið sem snýr að samkeppnisað- stöðu fyrirtækjanna innbyrðis. Það er nú mjög í tísku að gera samanburð á afkomu fyrirtækja með því að líta á niðurstöður afkomunnar og þá gjarnan talið einfalt mál að leiðrétta hlutina með því að afskrifa þá sem sýna lakari niðurstöðu. Það virðist augljóst að ef fyrirtæki A. skilar 40 m. kr. hagnaði, þá sé þáð lífvænlegra og þar snöggtum betur á málum haldið en hjá fyrirtæki B. sem tapar 10 m.kr. Ef hinsvegar er litið á fjármögnun þessara fyrirtækja og gert ráð fyrir að heildarfjár- magn sé 1000 milljónir, sem skiptast þannig að fyrirtæki A. sé eigið fjármagn 700 m. kr. og lánsfjármagn 300 m. kr., en þessi hlutföll séu öfug í fyrirtæki B. og vextirnir 20%, þá verður raun- verulega útkoman sú að fyrirtæki A. hefur skilað 100 milljónum króna, eða 10% af fjármagninu, en fyrirtæki B. 130 m.kr., eða 13% af sínu fjármagni. Niðurlagsorð Hér hefur verið reynt að drepa á nokkra af þeim þáttum sem þarf að hafa í huga þegar að rætt er um vandamál fiskiðnaðarins. Ymsir fræðingar hafa talið að hægt væri að beita einföldu og gamalkunnugu ráði til lausnar, en það er lögmál samkeppninnar, þar sem hinir sterkustu lifa, en aðrir deyja. Þessar línur hafa þjónað til- gangi sínum ef þær vekja til umhugsunar um hvort réttar forsendur séu fyrir hendi til að beita þessu ráði einhliða, því mikill munur er á eðlilegu aðhaldi og vanhugsuðum niðurskurði. Það er heldur háll vegur að gera fljótfærnislegan samanburð á at- vinnustarfsemi milli landa, þar sem aðstæður og skilyrði eru svo mismunandi, en þó er ljóst að hvergi mun ætlast til að allir hvorki í sömu grein né mismun- andi greinum skili sama árangri, enda væri þá eyðilegt um að litast í atvinnulífi víðast hvar. Það sem skiptir höfuðmáli er að við höfum eitthvað annað til taks sem er betra, eða skilar okkur meiru en það sem við leggjum frá okkur. Fræðsludagur á Suðurlandi FRÆÐSLUDAGUR fyrir skóla- stjóra og kennara við grunnskóla á Suðurlandi var haldinn á Selfossi föstudaginn 31. mars. Fundinn sóttu um 160 skólamenn af svæóinu og nutu tilsagnar og fræðslu námsstjóra á vegum menntamálaráðuneytisins auk margvíslegra gagnlegra skoðana- skipta innbyrðis. Til þessa fræðsludags var stofn- að að frumkvæði félagssarntaka kennara á Suðurlandi og Fræðslu- ráði Suðurlands, en framkvæmd- ina annaðist fræðslustjóri Suður- landsumdæmis að mestu. Skóla- rannsóknadeild menntamálaráðu- neytisins var einnig með í ráðum og á hennar vegum mættu náms- stjórar í mörgum helstu kennslu- greinum, svo sem íslensku, dönsku, ensku, stærðfræði, eðlis- og efna- fræði, kristinfræði, samfélags- fræði, mynd- og handmennt og umferðarfræðslu. Einnig mættu og voru til viðtals fulltrúar menntamálaráðuneytis í sér- kennslu og félags- og æskulýðs- málum. Þá voru og þarna til skrafs og ráðagerða fulltrúar félagssam- taka kennara, bæði á barna- og framhaldsskólastigum. Fræðslustarfinu var svo háttað, að kennarar skiptu sér niður í hópa eftir kennslugreinum og áhugasviðum og voru síðan í tímum hjá viðkomandi námsstjór- um, svo sem algengt er, einkum í minni skólum, kenna menn marg- ar eða flestar námsgreinar. Var reynt að koma til móts við þá, sem þannig er ástatt um, með því að gefa þeim tækifæri til að hlýða á sem flesta námsstjórana, þótt um skemmri tíma væri þá að ræða en ella. Kennslan fór einkum þannig fram að námsstjórar útskýrðu tiltekið kennsluefni, sýndu myndir og kennslutæki, svöruðu fyrir- spurnum og tóku þátt í umræðum. Að loknu fræðslustarfi síðdegis héldu kennarar aðalfundi í félög- um sínum, Kennarafélagi Suður- lands og Félagi framhaldsskóla- kennara á Suðurlandi. Skólastjórar Barna- og Gagn- fræðaskóla Selfoss lánuðu hús undir starfsemi fræðsludagsins og var vel fyrir öllu séð um aðbúnað og fyrirgreiðslu. Eftir þá reynslu, sem af þessum fræðsludegi fékkst, má fullvíst telja að framhald verði á hlið- stæðri starfsemi í framtíðinni. Fréttatilkynning. áTá Timburverzlunin ▼ Voiundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244 Ertu að byggja? Það fyrsta, sem hver húsbyggjandi þarf að hafa í huga er að tryggja sér gott timbur. í meir en 70 ár höfum við verslað með timbur. Sú mikla reynsla kemur nú viðskiptavinum okkar til góða. Við getum m.a. boðið: Móta og byggingatimbur í uppsláttinn og sperrurnar. Smíðatimbur og þurrkað timbur í innréttingar. Réttheflað timbur í skilrúmin. Gagnvarið timbur í veggklæðningar, girðingai og gróðurhús. Viðarþiljur á veggina. Einnig höfum við margar þykktir og gerðir af krossvið og spónaplötum, svo og harðtex, olíusoðið masonite, teak, oregonfuru eða cypress í útihurðir o.fl. Eik og teak til húsgagnasmíði. Efni í glugga og sólbekki. Onduline þakplötur á þökin. Þá útvegum við límtrésbita og ramma í ýmiss konar mannvirki. VANTAR ÞIG VINNU (n VANTAR ÞIG FÓLK í tP Þl' AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUG- LÝSIR Í MORGUNBLAÐINl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.