Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.04.1978, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 75. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. » Hlutverk stjómarinn- ar að taka af skarið" sagði Odvar Nordli um ákvörðun norsku stjórnarinnar að vísa kjaradeilunni til gerðardóms Ósló. 12. aprfl. AP-Reuter. LJÓST er nú að ekkert verður af allsherjarverkfalli því, sem norska alþýðusambandið hafði boðað til næstkomandi föstudag. Eftir að upp úr samningaviðræðum verkalýðshreyfingarinnar og vinnuveitenda slitnaði í morgun ákvað norska stjórnin að vísa kjaradeilunni til gerðardóms. Odvar Nordli forsætisráðherra sagði í dag að þessi ákviirðun stjórnarinnar yrði lögð fyrir rfkisráðsfund föstudaginn og fyrir Stórþing til endanlegrar afgreiðslu í næstu viku. Úrskurður gerðardóms verður um kaup og kjör á norskum vinnumarkaði næstu tvö árin og verður honum ekki áfrýjað, þannig að þessi ráðstöfun norsku stjórnarinnar jafngildir f raun banni við verkföllum. „Ríkisstjórnin getur ekki tekið ábyrgð á ófremdarástandi um allt land, sem ekki gæti leitt til lausnar efnahagsvandans, sem við er að etja um þessar mundir," sagði Oddvar Nordli þegar hann gerði grein fyrir ákvörðun stjórnarinnar f dag. „Við hörmum mjög að ekki tókst að ná málamiðlun, en nú er það hlutverk ríkisstjórnarinnar að taka af skarið og gera gerðardómi grein fyrir fyrirætlunum sfnum og efnahagslegum markmiðum. Grundvöllurinn fyrir samræmdum kjarasamningi með aðild ríkisstjórnarinnar er brostinn." Þá sagði Odvar Nordli forsætis- ráðherra: „Tilgangur okkar ÍTALÍA — Angelo Appolloni, sem fannst í klóm mannræningja í gærkvöldi, liggur nú í sjúkrahúsi í Róm. Konan, sem stendur við sjúkrabeð hans er móðir hans. AP-símamynd er eftir sem áður að tryggja fulla atvinnu, en nauðsynlegt er að draga úr framleiðslukostnaði. Úti- lokað er að auka einkaneyzlu, en það svigrúm, sem við höfum, verður að nota í þágu láglauna- fólks, ellilífeyrisþega og barnafjöl- skyldna. Ég vil þó ekki mála ástandið of dökkum litum, heldur líta á málið í ljósi þeirrar staðreyndar að þrátt fyrir allt hafa tekjur iðnverkafólks hækkað um 20% á allra síðustu árum." Ákvörðun norsku stjórnarinnar var tekin eftir að Arne Nilsen félagsmálaráðherra hafði rætt við fulltrúa beggja deiluaðila, þá Tor Halvorsen, formann norska al- þýðusambandsins, og Káre N. Selvig, framkvæmdastjóra sam- bands vinnuveitenda, og gengið úr skugga um að frekari samninga- viðræður væru þýðingarlausar eftir að upp úr þeim slitnaði í morgun. Framhald á bls. 26 Blumenthal: Hætt við vaxandi verðbólgu Washinston. 12. aprfl. Reuter. MICHAEL Blumenthal fjár- málaráðherra heldur því fram að verðbólgan í Bandarfkjun- um verði á þessu ári meiri en í fyrra, þegar hún var 6,8 af hundraði. ef ráðstafanir Cart- ers forseta til að hamla gegn henni verði ekki samþykktar. Blumenthal skýrði frá því á fundi með fréttamönnum að á næstu vikum mundi forsetinn leita stuðnings leiðtoga verka- lýðshreyfingarinnar og vinnu- veitenda við áætlun sína, sem Framhald á bls. 26 Italska lögreglan sækir i sig veðrið Kóm. 12. aprfl. Reuter. AP. LJÓST ER að nú hefur ítölsku lögreglunni orðið verulega ágengt í baráttunni við óþjóðalýðinn, sem stendur fyrir ófremdarastandi og mannránum, og segja má að sett hafi þjóðfélagið á annan endann, en í gær tókst að frelsa tvo gísla úr höndum mannræningja. Skömmu eftir að 17 ára dóttir auðugs iðnrekanda fannst í gær tókst lögreglunni að komast á slóð þriggja manna, sem reyndust vera að flytja gísl, sem hvarf í byrjun marz, úr einu fylgsni í annað. Til skothríðar kom milli lögreglunnar og mannræningjanna, en glæpamönnum tókst að komast undan. Odvar Nordli Waldheim: Shevchenko hugleiðir að hætta hjá SÞ Vín. 12. aprfl. Reuter. KURT Waldheim. framkvæmda- stióri Sameinuðu þjóðanna. skýrði frá því í dag, að Arkady Shevchenko. sem neitar að verða við skipunum sovczkra yfirvalda um að hverfa á ný til síns heima. hcfði í hyggju að scgja upp starfi sínu hjá Sameinuðu þjóðunum. Shevchenko er hæst setti Sovét- borgarinn, sem starfar hjá Sam- einuðu þjóðunum, en hann hefur fariö huldu höfði síðan hann tók ákvöröun um að fara ekki til Sovétríkjanna á ný. Búizt hefur verið við því að hann sæki um hæli í Bandaríkjunum sem pólitískur Framhald á bls. 26 i Innrás í » Kambódíu | í aðsigi? Bankuk. 12. apríl. AP. ÓSTAÐFESTAR fregnir hafa | borizt af miklum bardtígum á mörgum vfgstöðvum á landa- mærum Víetnams og Kam- j bódi'u. Að undanförnu hefur ] orðið vart við mikinn liðssöfn- \ uð og hergagnaflutninga Víet- nama að landamærunum, en fæstir hafa búizt við innrás- araðgerðum af hálfu Víet- nama. að minnsta kosti ekki að svo stöddu. Samkvæmt fregnum Kambódíu-útvarpsins hófust árásir fjölmenns víetnamsks Framhald á bls. 26 í skothríðinni særðist fórnar- lambið á öxl þar sem það lá í hnipri í farangursgeymslu bifreið- ar mannræningjanna. Er þar um að ræða Angelo Appolloni. Hann er 32 ára að aldri, og er byggingar- verktaki. Þegar Appolloni losnaði úr prísundinni varð honum að orði: „Ég trúi þessu ekki, ég trúi því ekki! Ég er frjáls." Appolloni er lerkaður mjög, og hefur auk þess orðið einum fingurköggli fátækari, því að mannræningjarn- ir skáru hann af til að senda fjölskyldu hans til sönnunar um það að hann væri enn á lífi, og að ráðlegt væri að reiða fram lausn- argjald. Þessi björgunarverk í gær marka tímamót og má setja þau í beint samband við nýlega laga- setningu, sem miðar að því að greiða fyrir störfum lögreglunnar í baráttunni við hryðjuverkamenn. Af öllum þeim fjölda, sem rænt var á ítalíu á síðasta ári, tókst Framhald á bls. 26 Hafréttarráðstefnan í Genf: Umræður um ágreinings- mál að hefjast í 7 nefndum „ÞETTA hefur farið hægt af stað, — það er ekki hægt að segja annað. Síðan tveggja vikna þófi lauk um forseta-málið hefur verið rætt um dagskrá ráðstef nunnar. og er allt útlit fyrir að gengið verði frá henni í kvöld," sagði Hans G. Andersen, aðalfulltrúi íslands á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna f Genf, f samtali við Morgunblaðið f gærkvöldi. „Það er ætlunin að koma á fót stofnunarinnar. Fjórða nefnd sjö. nefndum, sem fjalla um helztu málaflokkana, sem enn hefur ekki náðst samstaða um. Þrjár þessara nefnda eiga að fjalla um málefni varðandi alþjóða hafsbotnssvæðið, rann- sóknir þar, fjármál, skipan og starfsvið alþjóðlegu hafsbotns- fær til meðferðar mál landluktu og landfræðilega afskiptu ríkj- anna, fimmta fjallar um lausn deilumála, sjötta um afmörkun landgrunns og sjöunda nefnd á að koma með tillögu um marka- línur þar sem svo skammt er Framhald á bls. 26 Hans G. Andersen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.