Morgunblaðið - 26.08.1978, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1978
3
Antony Bianchi í Cap 10 listflugvélinni á Reykjavíkurflugvelli
í gær, en vélin er keypt fyrir nokkru til landsins. Hjá honum
stendur Magnús Norðdahl flugmaður. Hin myndin sýnir Bianchi
í listflugi erlendis á Cap-vél.
Flugdagurinn í dag:
Flýgur á
hvolfi 1
15mhæð
Á MEÐAN brezki listflugmaðurinn Antony Bianchi æfði sig í
gær fyrir Flugdaginn á Reykjavíkurflugvelli urðu þrír
bílárekstrar á Miklubrautinni svo það er vissara fyrir menn að
vera klára á þeirri leið þegar Bianchi sýnir listir sínar á
flugdeginum í dag, en hin fjölþætta dagskrá hans hefst kl. 13
svo fremi sem veður leyfir. Morgunblaðið ræddi við Bianchi í
gær, en hann er einn kunnasti listflugmaður Evrópu og aðalstarf
hans er listflug. Hann sýnir oft á Spitfire, en einnig á minni
vélum eins og Slim, Cap og Pitts special.
Tony kvaðst ætla að sýna yfir Reykjavíkurflugvelli allar helztu
kúnstir sem hægt er að sýna í listflugi og verður hann með um
20 mínútna sýningar flug. Hann mun m.a. sýna kútveltur,
bakfallslykkjur til allra átta og skiptir þá engu hvort vélinni er
flogið á hvolfi eða uppréttri. Hann mun hefja kúnstir sínar í 1000
m hæð en sýningaratriðin næst jörðu verða í 3—5 metra hæð og
í 15 metra hæð mun hann fljúga vélinni á hvolfi ef veður verður
hagstætt.
Alls munu 50—60 flugvélar taka þátt í dagskrá flugdagsins í dag,
bæði innlendar vélar og erlendar eins og sagt hefur verið frá í
Morgunblaðinu en meðal véla sem taka þátt í flugi á sýningunni
og verða til sýnis eru þessar vélar:
Douglas C-47 Dakota frá Danska Flughernum, Lockheed P-3B
frá Norska Flughernum, Lockheed P-3C frá Bandaríska Flotanum,
Sikorsky HH-3E frá Bandaríska Flughernum, Fokker F-27
Friendship frá Flugfélagi íslands, Fokker F-27 Friendship frá
Landhelgisgæzlunni, Douglas C-118B (DC-6B) frá Bandaríska
Flotanum, Hughes 500 þyrla frá Landhelgisgæzlunni, Transall
C-160 frá Vestur-þýzka flughernum.
Mikil eftirspum eft-
ir skreið á Italíu
FuUtrúi Verzlunarráds í Verdlagsnefnd:
Frekari skýringar vantar í
greinargerð verðlagsstjóra
í FRAMHALDI af þeim umræð-
um sem orðið hafa um greinar-
gerð verðlagsstjóra um niðurstöð-
ur norrænnar könnunar á inn-
kaupsverði á vörum til Norður-
landanna. hafði Mbl. samband við
Árna Árnason, fulltrúa
Verzlunarráðs íslands í Verðlags-
nefnd.
„Greinargerð verðlagsstjóra var
lögð fram undir lok fundarins þar
sem hún var kynnt og var aðeins
lítillega fjallað um hana á þeim
fundi. Ég fór fram á það á
fundinum að verðlagsnefnd yrði
gefið tækifæri til þess að athuga
þessa könnun frekar, en verðlags-
stjóri taldi það ekki geta beðið að
gera efni hénnar opinbert. Þannig
að greinargerðin var ekki rædd að
neinu marki í nefndinni" sagði
Árni er hann var spurður um
umfjöllun könnunarinnar í verð-
lagsnefnd.
Aðspurður um hvaða vöruflokk-
ar það væru sem þessi könnun
tæki helst til, sagði Árni að hann
hefði ekki frekari vitneskju um
það er frá greindi í greinargerð
verðlagsstjóra, sem birzt hefði í
fjölmiðlum. Þannig að það lægi
ekki fyrir hvort um 31 vörutegund
væri að ræða eða 39.
„Að mínu mati skortir töluvert
á frekari skýringar á þessari
könnun, en eins og greinargerðin
er lögð fram er mörgum spurning-
um enn ósvarað.
Myndselulbandstæki
framtíóarinnar
til afgreióslu i dag!
SAMANBURÐUR Á MYNDSEGULBANDI
FRÁ NORDMENDE OG PHILIPS
(birtur af hinu virta riti HIGH FIDELITY MARZ 1978)
Video Home System (YHS) VCR Philips
Bandbreidd: V2 tomma '/2 tomma
sýningartími hverrar spólu lengst: 4 klst. 2 klst. 10 mín.
(240 mín.) (130 mín.)
Spilhraði er: 0.66 (fertommur á sek.) 2.8 fertommur á sek.
Notar Notar
20.1 fertommur/mín 84.0 fertommur/mín.
af bandi.
MIKIL eftirspurn er nú
eftir góðri skreið frá
Ítalíu, en samkvæmt því
sem Bragi Eiríksson for-
stjóri Samlags skreiðar-
framleiðenda tjáði
Morgunblaðinu í gær, þá
er nú mjög lítil skreið til í
landinu fyrir þann mark-
að. Ástæðuna fyrir þessari
miklu eftirspurn eftir
skreið á ítahu, er að sú
skreið sem Norðmenn
hengdu upp fyrir þennan
markað á þessu ári, er ekki
talin nægilega góð.
Samkvæmt því sem Morgun-
blaðið hefur fregnað, var sama og
ekkert hengt upp af skreið fyrir
Ítalíumarkað í vetur, þar sem
bankarnir lánuðu ekki út þá skreið
fyrr en í maí, en þá var vertíðin
svo til búin.
Bragi Eiríksson sagði þegar
Morgunblaðið ræddi við hann, að
hærra verð fengist fyrir skreiðina
á Ítalíu nú en í fyrra og alltaf væri
opinn markaður á Italíu fyrir
vissa tegund af skreið.
Þá sagði Bragi að ljóst væri að
lítið yrði til af skreið á íslandi um
áramót. Hvalvíl^ hefði nú losað 17
þús. pakka í Lagos í Nígeríu og
væri komin til Port Harcourt til að
losa 22 þús. pakka. Þá væri Eldvík
komin að nígerískri lögsögu með
fullfermi og síðan kæmi Hvalvík
heim á ný og tæki fullfermi.
Síðasta Nígeríuskreiðin færi síðan
til Nígeríu í október.
I Nígeríu er nú mjög góður
markaður fyrir þurrkaða þorsk-
hausa og hafa þegar verið sendir
úr landi þ.e. á þessu ári, mörg
þúsund pakkar.
Verö á spólum (22/8 ’78) E-30: 8.980,- (30 mín.). E-60: 10.950- (60 mín.). E-180: 19.960 - ( 3 klst.). E-240: væntanlegar (4 klst.). Verö á spólum (22/8 ’78) VCR-30: 26.086 - ( 30 mín.). VCR-90: 26.086- ( 90 mín.). VCR-120: 41.000- (120 mín.).
Verö á tækjum (22/8 ’78) (22/8 ’78)
Nordmende Philips
655.185- 731.892- og 831.922-
Til staðfestingar höfum við hið virta rit
„High Fidelity“ á staðnum.
Berið saman!
Er ekki auðséð
að Þetta er stórkostleg bylting?
Skipholti 19 Sími 29800
27 ár í fararbroddi