Morgunblaðið - 26.08.1978, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1978
21
n sem
hvað”
lldjárn og ólafur Jóhannesson
■æðast við að Bessastöðum í
Ólafur. „Og athuga áfram mál-
efnalega samstöðu flokkanna. Ég
hef ekki hugsað mér að breyta
grundvelli viðræðnanna."
Ólaur Jóhannesson sagði, að það
væri ekkert launungarmál að hann
hefði ekki ætlað sér að verða
ráðherra í þeirri ríkisstjórn sem
mynduð hefði verið undir forsæti
annars manns. „Ég var búinn að fá
nóg af því að sitja í ríkisstjórn í
bili,“ sagði Ólafur. „En ef þessi
stjórnarmyndunartilraun tekst þá
verð ég að sjálfsögðu forsætisráð-
herra."
Ólafur var þá spurður hvaða
möguleika hann teldi sig eiga á
mýndun ríkisstjórnar annarra
flokka en þessa þriggja. „Ég fæst
ekki við að mynda nema eina
ríkisstjórn í einu,“ svaraði hann og
bætti svo við. „Þetta tekst með
guðs hjálp og ykkar,“ sem hann
beindi til blaðamanna. „Þið hafið
ábyrgðarmikið hlutverk."
Mbl. spurði Ólaf eftir fund
framkvæmdastjórnar og þing-
flokks Framsóknar í gær hvort
hann sæi þessa stjórnarmyndun-
artilraun sína sem síðasta þing-
ræðismöguleikann en Ólafur hefur
áður sagt að hann teldi utanþings-
stjórn líklegan kost ef ekki yrði af
myndun vinstri stjórnar. „Fræði-
lega séð eru fleiri möguleikar til
myndunar þingræðisstjórnar,"
svaraði Ólafur. „En ég er ekki
tilbúinn á þessu stigi til að segja
neitt um þá.
Ég vil bara hugsa um þessa
stjórnarmyndun núna og ekkert
annað.“
markaði. Þess eru því mörg dæmi,
að útsöluverð vara hér sé verulega
lægra en erlendis þrátt fyrir mun
hærri óbeina skatta hér en þar.
Verðmyndunarhöftin hafa hins
vegar verið Þrándur í Götu
þessara tilrauna, neytendum og
verzluninni til tjóns.
í 40 ár hafa hér tiðkazt víðtæk
verðmyndunarhöft. .Slík íhlutun
um kjör heillar stéttar hefur ekki
þekkzt í neinu landi á friðartím-
um. Neytendur hafa því hérlendis
fengið á ýmsan hátt lélegri
verzlunarþjónustu en erlendis, og
þeir 12000 manns, sem vinna við
verzlunarstörf eru orðnir ein lægst
launaða stétt landsins. Lægstu
laun í verzlun eru nú rúmlega
138.000 kr. á mánuði en þau hæstu
tæplega 193.000 kr. Hafa samtök
verzlunarinnar ekki treyst sér til,
vegna álagningarákvæða, að se \ja
um sömu kjör til han 'a verzlunar-
mönnum og nú tíðkast hjá opin-
berum aðilum við skyld störf.
Sú samnorræna könnun, sem nú
hefur verið gerð opinber, virðist á
margan hátt styðja áratuga gagn-
rýni Verzlunarráðsins á gildandi
verðmyndunarhöft. Hún upplýsir
ekkert, sem ekki hefur ítrekað
verið haldið fram áður. Verzlunar-
ráðinu er það því fagnaðarefni að
þessi könnun hafi verið gerð, þótt
það verði að gagnrýna þá leynd,
sem viðhöfð er um alla gerð
hennar og niðurstöður. í greinar-
gerð verðlagsstjóra vantar mörg
mikilvæg atriði, sem bæði allur
almenningur og verzlunin í land-
inu verða að vita um, svo sem:
1. Er þessi könnun marktæk um
allan innflutning til landsins?
2. Er dreifingarkostnaður
verzlunar, þrátt fyrir hærra
innkaupsverð, hærri en gerist á
öðrum Norðuriöndum?
3. Hver er þáttur óbeinna skatta
í söluverði þessara vara í
samanburði við önnur Norður-
lönd?
4. Hafa íslenzk stjórnvöld
nógsamlega sinnt því, að halda
óbeinum sköttum hóflegum og
starfsreglum verzlunar skyn-
samlegum, svo að neytendur
megi eiga kost á sem ódýrustum
vörum?
í greinargerð verðlagsstjóra
vantar einnig ítarlegri skýringar á
því, af hverju innkaupsverð til
landsins getur á vissum tímum og
á vissum vörum verið hærra en til
annarra landa. Þótt greinargerð
verðlagsstjóra sé þannig á ýmsan
hátt ófullnægjandi og könnuninni
ekki að fullu lokið, vill Verzlunar-
ráðið enn ítreka það, að ráðið
fagnar þessari könnun og vill
leggja sitt af mörkum, til að góð
samvinna geti haldið áfram á milli
verðlagsskrifstofunnar og þeirra
fyrirtækja, sem hafa tekið þátt í
könnuninni. Einnig vill Verzlunar-
ráðið vona, að þessi könnun opni
nú loks augu bæði almennings og
stjórnvalda fyrir því, að frjáls
verðmyndun er eina fyrirkomulag
verðmyndunar, sem samrýmist
bæði hagsmunum neytenda og
verzlunar."
Guðmundur J. Guðmundsson:
Tillögur VMSÍ um
vísitöluþak á 170 þús.
kr. laun f ull alvara
VERULEGUR ágreiningur er
meðal forsvarsmanna ýmissa
helztu launþegasamtakanna
um það hvernig koma skuli
fyrir vísitölubótum á laun í því
efnahagsdæmi, sem til meðferð-
ar eru í vinstri viðræðunum
undanfarið og greint hefur
verið frá í Mbl. Forsvarsmenn
láglaunafélaganna í verkalýðs-
hreyfingunni hafa mjög tekið
mið af tillögum Verkamanna-
sambands Islands í þessum
efnum en þar er lagt til að
greiddar verði fullar vísitöiu-
bætur á laun upp að tekju-
mörkum sem eru rétt innan við
170 þús. krónur á mánuði en
þar fyrir ofan komi krónutala.
Þetta munu forsvarsmenn iðn-
aðarmannafélaga og opinberra
starfsmanna telja of lágt mark,
og eftir því sem Mbl. kemst
næst mun í vinstri viðræðunum
nú gengið út frá að tekjumörk-
in verði á bilinu 20—40 þúsund
krónur.
Mbl. hafði tal af for-
svarsmönnum tvennra laun-
þegasamtaka, þeim Guðmundi J.
Guðmundssyni, formanni
Verkamannasambandsins, og
Haraldi Steinþórssyni, fram-
kvæmdastjóra BSRB, til að
spyrja þá nánar um þetta atriði.
„Við settum fram í fullri
alvöru þessar tillögur okkar í
Verkamannasambandinu," sagði
Guðmundur J. Guðmundsson.
„Þó að eitthvert frávik væri frá
því þá er það ekki svo heilagt en
teljum óeðlilegt að vísitalan fari
í gegnum allan launastigann í
formi prósentu. Við viðurkenn-
um auðvitað siðleysið í því að
rifta gerðum samningum í
þessum efnum aðeins þremur
mánuðum eftir að þeir eru
gerðir, en engu að síður teljum
við að við núverandi aðstæður
eigi þeir að hafa forgang sem
eru með lægstu launin og því
væri eðlilegra að bæta ellilífeyri
og örorkubætur heldur en að
láta verkamann fá 5—10 þúsund
krónur í launahækkun en ein-
hvern í efstu þrepum launa-
stigans 30—50 þúsund krónur.
Það er fráleitt á þessu stigi
málsins."
Haraldur Steinþórsson sagði,
að við gerð síðustu kjara-
samninga BSRB hafi verið tekin
upp sú stefna, að minnka
Guðmundur J. Guðmundsson
launamismun gífurlega mikið
eða frá því að vera tæplega
þrefaldur ofan í það að vera
rúmlega tvöfaldur milli hæsta
og lægsta flokks, en hins vegar
var gengið út frá því að sá
munur sem þannig fengist
héldist hvort sem væri mikil eða
lítil verðbólga, og hún væri ekki
látin ráða því hvort sá munur
minnkaði eða ekki.
„I kjarasamningunum var
þessi launamunur minnkaður,"
sagði Haraldur. „Hins vegar
gerðist það síðan að ríkisstjórn-
in samdi eða dæmt var i
samningum Bandalags háskóla-
manna um hærri laun í hæstu
Haraldur Steinþórsson
flokkum, svo að þessu var
breytt. Af hálfu BSRB hefur
ekki verið tekin upp önnur
stefna sem slík heldur en í
þessum kjarasámningum og
ekki orðið breyting á henni."
Haraldur var spurður að því
hvort hann teldi BSRB vera til
viðræðu um einhvers konar
breytt fyrirkomulag vísitölu.
„Vísitölu er hægt að mæla á
mikið fleiri vegu en nú er gert,
því að okkar vísitala mælir bæði
nauðsynjavöru og ýmsa fleiri
hluti sem eru ekki eins nauðsyn-
legir, svo að það má kannski
segja að það megi miða vísitöl-
una við eitthvað þrengra svið en
nú er. Þetta er það sjónarmið
sem helzt hefur gilt hjá okkur,"
sagði Haraldur.
Hann var þá spurður um
afstöðu BSRB til tillagna Verka-
mannasambandsins og hvort
BSRB mundi geta fallizt á þær.
„Ég treysti mér ekki á þessu
stigi til að segja um það. Það
hefur svo sem áður verið þak á
vísitölu og við höfum verið
ókátir yfir því að setja takmörk-
un á þetta eitt á sama tíma og
alls konar prósentutölur
viðgangast í kjarasamningum af
öllu mögulegu tagi, t.d. prósenta
fyrir að sáekja námskeið í
verkstjórn, fyrir hæðaálag og
allt mælt í prósentum, en síðan
á þarna í einu tilfelli að taka
prósentureikning út úr. Við
teljum aðalatriði þessa máls, að
fullt samræmi sé innan launa-
kerfisins sem gildir og um það
sé samið hvernig það eigi að
virka. Að öðru leyti tel ég
vísitölukerfið ekki neitt trúar-
atriði sem slíkt."
Haraldur kvað þann galla á
því þaki sem Verkamannasam-
bandið héldi fram, að þar væru
mörk sett miðað við allra lægstu
launaflokka hjá BSRB en inn í
kerfi bandalagsins hins vegar
ekki teknar neinar þær
prósentutölur er tíðkuðust í
öðrum kerfum, þannig að þarna
væri á ferð allt annað sjónarmið
en BSRB hefði sett fram.
Morgunblaðinu tókst ekki að
ná tali af forsvarsmönnum
stærstu iðnaðarmannafélag-
anna, en eftir því sem Mbl.
hefur fregnað munu sjónarmið
þeirra ekki ósvipuð afstöðu
BSRB í þessum efnum.
Haraldur Steinþórsson:
„Annad sjónarmið en
BSRB hefur sett fram”
;rð-
agnað
og álagningu og sýna þannig
endanlegt verð til neytenda á
öllum norðurlöndunum. Fróðlegt
verður að sjá þennan samanburð
þar sem vitað er að margar vörur
eru ódýrari út úr búð hér á landi
en á hinum norðurlöndunum þrátt
fyrir há aðflutningsgjöld og meiri
dreifingar- og tilkostnað hér á
landi.
Þó svo þessi könnun hafi verið
gerð nú má benda á að í áratugi
hafa innflytjendur sent verðlags-
yfirvöldum verðútreikning yfir
þær vörur sem þeir flytja inn,
þannig að þau hafa haft fullkomn-
ar upplýsingar um verð innfluttra
vara svo og að samkv.'opinberum
skýrslum hefur verulegur hluti af
tekjum innflutningsfyrirtækja
verið í formi umboðslauna, sem
gjaldeyrisyfirvöldum er gerð grein
fyrir.
í greinargerð verðlagsstjóra
segir: „Ugglaust má finna fleiri en
eina skýringu á þessu máli, en sú
skýring sem þó virðist nærtækust
er að hið stranga og lítt sveigjan-
lega verðlagskerfi sem við búum
við hafi í ýmsum tilvikum haldið
álagningu í innflutningi svo lágri
að innflytjendur hafi af ráðnum
hug gert óhagkvæm innkaup, tekið
óeðlilega há umboðslaun erlendis
og/ eða flutt inn gegnum óþarfa
milliliði. Ýmsir kostnaðarliðir sem
Islendingar kunna að greiða vegna
sérstöðu sinnar geta á engan hátt
vegið þungt í þessu dæmi.“
Þar sem ekki liggja fyrir nánari
upplýsingar um þessa könnun
verðlagsyfirvalda er ekki gott að
meta þessar skýringar verðlags-
stjóra, en ljóst hefur verið, að
álagning hér á landi er mun lægri
en á hinum norðurlöndunum, en
benda má á ýmsa liði sem geta
valdið því að irnkaupsverð til
íslands er hærra en til hinna
norðurlandanna, eins og hærri
pökkunar- og afgreiðslukostnaður
erlendis, smáar pantanir sem m.a.
eru til orðnar vegna þess að
heildverzlun í sumum greinum er
orðin hverfandi lítil og hefur flutst
yfir á fleiri hendur og fleiri aðilar
eru að kaupa og hafa ekki tök á að
skipta beint við framleiðendur
vegna fjármagnsskömmtunar og
verðlagsákvæða. Þá er dreifingin á
íslandi að mörgu leyti mun dýrari
en á hinum norðurlöndunum, bæði
vegna smæðar markaðsins, legu og
stærðar landsins svo og er allur
kostnaður við frágang skjala og
annaðs varðandi innflutning mun
dýrari en á hinum norðurlöndun-
um og samkv. nýlegri skýrslu má
með því einu að veita gjaldfrest á
aðflutningsgjöldum og breytingu á
skjalameðferð spara eitt þúsund
milljónir á ári.
Því miður er það staðreynd að
enn eimir eftir af þeim verzlunar-
háttum sem voru við lýði þegar
íslendingar keyptu yfir 80% af
sínum varningi frá Danmörku, þar
sem margar vörutegundir fást
ekki beint frá framleiðanda heldur
verður að kaupa þær gegnum
þriðja aðila sem hefur einkaumboð
fyrir Island og sýnir þetta m.a.
þörfina fyrir sterka og frjálsa
íslenzka verzlun.
F.Í.S. hvetur verðlagsyfirvöld til
að halda þessari könnun áfram og
heitir áframhaldandi samstarfi
við afnám þessara úreltu verðlags-
ákvæða.