Morgunblaðið - 26.08.1978, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1978
29
Frjáls
lífeyris-
sjóður
Minnkandi sparn-
aðartilhneiging
FYRIR atbeina Fjárfestingaríé-
lags íslands hefur verið settur á
stofn lífeyrissjóður, Frjálsi
lífeyrissjóðurinn, sem hefur það
markmið að fullnægja þörf þess
fólks sem enn stendur fyrir utan
lífeyrissjóðakerfið og hefur
áhuga á því að fá sem hæstan
lífeyri en verði ekki bara þátttak-
endur í nokkurs konar lánasam-
vinnufélagi.
Sigurður R. Helgason fram-
kvæmdastjóri Fjárfestingar-
félagsins, en það annast rekstur
sjóðsins, var að því spurður hver
væri helzti munurinn á ávöxtun
t. d. spariskírteina og á því að
leggja fé í Frjálsa lífeyrissjóðinn.
Sé miðað við að viðkomandi
greiði skatta miðað við hæsta þrep
skattstigsins (40%) þá yrði
ávöxtun fjárins miðað við sams
konar fjárfestingu (spariskírteini)
u. þ.b. 60% meiri hjá Frjálsa
lífeyrissjóðnum en í því tilviki að
maðurinn festi féð á eigin vegum.
í þessu sambandi má geta þess, að
ákveðin áhættudreifing felst í því
að leggja ekki allt sitt í eigin
rekstur. Alltaf er sá möguleiki
fyrir hendi að illa fari.
Stofnun sjóðsins hefur verið
mjög vel tekið, sagði Sigurður.
Samkvæmt reglum sjóðsins geta
allir einstaklingar er leggja stund
á atvinnurekstur á eigin vegum
eða í nafni annarra eða eru ekki
lögskyldaðir til að vera í öðrum
lífeyrissjóðum, orðið félagar í
Frjálsa lífeyrissjóðnum. Nánari
upplýsingar veitir skrifstofa Fjár-
festingarfélags íslands, sími
83666.
„Gjaldeyrissala bankanna,
reiknuö á föstu gengi, var á
fyrstu sex mánuðunum um
18% meiri en á sama tíma í
fyrra. Sparnaðartilhneiging
fer með öðrum orðum minnk-
andi, en við þær aðstæður er
afar mikilvægt að draga úr
peningaframboði Seðlabank-
ans og forðast þannig óhóf-
lega aukningu innflutnings.“
Úr Hagtölum mánaðarins ág-
úst 1978.
Samræmt átak
í nokkur ár
Nú (á síðustu og verstu
tímum) þegar öllu á að
bjarga á fjórum mánuðum
er ekki úr vegi að minna á
orð sem rituð eru sem
inngangsorð í ágústhefti
Hagtalna mánaðarins en
þar segir m.a. að það geti
tekið jafnvel nokkur ár að
ná verðbólgunni niður á
það stig sem þekkist í
nágrannalöndunum og for-
senda þess að það gerist sé
skipulegt og samræmt átak
allra landsmanna. í inn-
gangsorðunum segir m.a.
„Að óbreyttum aðstæðum er því
útlit fyrir að framfærslukostnaður
verði að meðaltali allt að 45%
hærri en í fyrra, og hækkun hans
á hverjum ársfjórðungi er á þessu
ári mun meiri en aðrar þjóðir
teldu viðunandi á heilu ári.
Margvíslegar ástæður liggja að
baki þessari auknu verðbólgu og
má þar nefna til mikla peninga-
þenslu á fyrri hluta síðasta árs í
kjölfar ört vaxandi útflutnings-
tekna, óvenju miklar umsamdar
launahækkanir á árinu 1977 ásamt
fullri vísitölubindingu og nokk-
urra mánaða hratt gengissig sem
endaði með formlegri gengisfell-
ingu í febrúar sl. Áhrif gengisfell-
ingarinnar komu mjög skjótt fram
í hækkuðu verðlagi innanlands og
hækkaði vísitala framfærslu-
kostnaðar um 11 xk % frá 1. febrúar
til 1. maí og lítt eða ekki hefur
dregið úr hraða verðbólgunnar því
á þriggja mánaða tímabilinu til 1.
ágúst eru horfur á að hann hafi
verið jafnmikill og á þrem mánuð-
um næst á undan. Sú staðreynd
blasir því við að verðbólgan sem
stríði hefur verið lýst gegn á
hverju ári árum saman hefur
reynst vera lævís óvinur sem erfitt
hefur reynst að vinna bug á.
Lækkun verðbólgunnar í áföngum
niður á það stig sem hún er í
nágrannalöndunum gæti tekið
nokkur ár og sá árangur næst ekki
nema með skipulögðu og sam-
ræmdu átaki.“
A VIS AN ASKIPTI
Ávisanaskipti Seðlabankans.
Jan.-júni Júni
1974 1975 1976 1977 1977 1978 1977 1978
Ávísanaskipti, alls (m. kr.) . , . . 242.158 348.600 476.618 677.864 296.414 349.138 56.817 81.631
Mánaðameðaltal (m. kr.) . . . . 20.180 29.050 39.718 56.489 49.402 58.190 56.817 81.631
Fjölditékka(1000stk.) . . . . 6.403 • 7.115 7.997 7.538 3.538 3.274 626 717
Meðalupphseð tékka þús. kr.) , . . 37,8 49,0 59,6 89,9 83,8 106,6 90,8 113,9
Á meðfylgjandi töflu má sjá þróun helztu þátta varðandi ávísanaskipti Seðlabankans. Athyglisvert
er að ávísanir eru færri 1977 en þær voru 1976, á sama tíma og meðal upphæð hverrar ávísunar
hækkar um tæp 51%.
Áfengi er víða
skattlagt
Áfengi er víð-
ar skattlagt en
á íslandi. I Dan-
mörku kostar
ein Whisky
flaska 13 D.kr. í
innkaupi til
landsins en þeg-
ar neytandinn
borgar fyrir
hana er verðið
orðið 115 D.kr.
Á meðfylgjandi
mynd má sjá
hvernig verðið
skiptist milli
hinna einstöku
aðila.
13,00
SÖLU-
SKATTUR
AÐRIR
SKATTAR
TIL INN-
FLYTJ-
ENDA
79,85
INNKAUPS-
VERÐ
115,ookr
Höfum kaupendur aö eftirtöldum veröbréfum:
VERÐTRYGGÐ
RÍKISSJÓÐS:
SPARISKÍRTEINI
Yfirgengi miðaö
Kaupgengi við innlausnarverö
pr. kr. 100- Seölabankans
1967 5 flokkur
1968 1 flokkur
1968 2 flokkur
1969 1. flokkur
1970 1 flokkur
1970 2. flokkur
1971 1 flokkur
1972 1 flokkur
1972 2. flokkur
1973 1 flokkur A
1973 2. flokkur
1974 1. flokkur
1975 1. flokkur
1975 2. flokkur
1976 1 flokkur
1976 2 flokkur
1977 1 flokkur
1977 2, flokkur
1978 1. flokkur
2856.81
2488.03
2339.97
1742.88
1601.25
1166.96
1097.63
956.92
818.78
626.31
579.01
402.16
328.79
250.93
237.63
192.96
179.21
150.12
122.34
54.6%
36.8%
36.1%
36.0%
78.0%
35.8%
76.2%
35.7%
76.1%
VEÐSKULDABRÉFX:
Kaupgengi
pr. kr. 100.-
1 ár Nafnvextir: 26% 79-
2 ár Nafnvextir: 26% 70,-
3 ár Nafnvextir: 26% 64-
x) Miðað er viö auðseljaniega fasteign.
HLUTABRÉF:
Málning h'.f. Kauptilboð óskast.
ÍNÍRKITinfiMtféM ÍAflftDl Hft
VERÐBREFAMARKAÐUR
Lækjargötu 12 —- R (iSnaðarbankahúsinu)
Simi 2 05 80.
OpiS frá kl. 13.00 til 16.00 alla virka daga.