Morgunblaðið - 12.09.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.09.1978, Blaðsíða 1
48 SÖHJR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 206. tbl. 65. árg. ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. „Orðið hreint borgarastríð'' —segir stjórnarandstaðan í Nicaragua Managua, Washington, 11. sept. AP. Reuter BARIZT var í fimm borg- um Nicaragua í dag og áttust við þjóðvarðliðar í þjónustu Somozas forseta og skæruliðar sem barizt hafa lengi fyrir því að steypa Somoza af stóli. Stjórnin setti á herlög í tveimur héruðum landsins í dag, þar sem bardagar voru mestir, og nam þar með úr gildi helztu borg- araréttindi. Talið er að um 200 haf i látið líf ið í bardög- unum í landinu frá því á laugardag og einn leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Alvarro Chamorro Mora, varaforsoti Sandinista- hreyfingarinnar, sagði í dag að hreint borgarastríð hefði brotizt út. Camp David viðræð- urnar á viðkvæmu stígi Camp David, Maryland, 11. sept. AP. Reuter. VIDRÆÐUR Begins forsætisráð- herra ísraels og forsetanna Carters og Sadats í sveitasetri Bandaríkjaforseta f Camp David snerust í dag um að „vinna úr atriðum þar sem nokkur árangur hafði náðst," að því er Jody Powell, blaðafulltrúi Bandaríkja- forseta, sagði í dag. Ráðstefnan í Camp David hefur nú staðið í sex daga og óvíst er enn hvenær henni lýkur og hver árangur verður. Powell sagði að við- ræðurnar væru nú á viðkvæmu stigi en úr því fengist skorið alveg á næstu dögum hvort grundvöllur verður fyrir frekari viðræðum Egypta og ísraels- manna. Carter og Sadat áttu með sér tveggja tíma fund í dag í fram- haldi af fundi Carters og Begins í gærkvöldi, en að öðru leyti var ekki um beinar viðræður leiðtog- anna að ræða heldur ræddust undirmenn þeirra og sérfræðingar á ýmsum sviðum við í starfsnefnd- um. Begin og Sadat hafa nú ekki hitzt frá því á fimmtudag, en þeir tóku sér báðir frí um helgina til að sækja trúarlegar athafnir sem og raunar Carter einnig. Helztu deilumálin á fundi leið- toganna eru enn kröfur Araba um að ísraelsmenn láti af hendi allan vesturbakka Jórdanár og Gaza-svæðið, öryggismál ísraels og framtíð Palestínuaraba á þeim svæðum sem ísraelsmenn hafa hernumið. Talsmenn Rauða krossins sögðu í dag að í borgunum Masaya og Esteli hefðu orðið blóðugir bar- dagar í dag milli þjóðvarðliða og skæruliða, en áreiðanlegar upplýs- ingar um manntjón væru ekki fyrir hendi þar sem símasam- bandslaust væri við þessa staði. Formælandi stjórnarinnar sagði að algerri ró hefði verið komið á í höfuðborginni, Managua, en þar Jieyrðist skothríð í morgun. Állsherjarverkfall hefur verið í Nicaragua undanfarnar vikur, en stjórnin skoraði í dag á landsmenn að halda aftur til vinnu og sagðist mundu ábyrgjast öryggi allra. Costa Rica, sem á landamæri að Nicaragua, jók í dag herstyrk sinni við landamærin en búizt er við miklum, fjölda flóttamanna frá Nicaragua ef bardagar halda áfram. Bandaríkjastjórn skoraði í dag á alla aðila í Nicaragua að slaka á krðfum sínum og hafa sumir fréttaskýrendur tekið þetta sem óbeina áskorun til Somozas um að láta af embætti. Grímubúinn unglingur kreppir byggingu sem skæruliðar kveiktu sunnudag. (Símamynd AP). hnefann framan í í borginni Leon i við opinbera Nicaragua á Nkomo í Zambíu: Munum framvegis skjól •]H á farþegavélar Rhódesíu Salisbury. Lusaka, Washinicton, 11. sept. AP. Reuter. JOSHUA Nkomo, leiðtogi skæru- liðahreyfingarinnar Zapu. sem á í höggi við stjórn Ian Smiths í Rhódesíu sagði í dag á blaða- mannafundi í Lusaka. hbfuðborg Zambiu, að allar farþcgaflugvél- ar flugfélagsins Air Rhodesia ættu á hættu að verða skotnar niður. því þær væru jafnframt notaðar í þágu hersins í landinu. Ummæli Nkomos eru túlkuð sem svar við þeirri ákvörðun Smiths forsætisráðherra, sem hann tilkynnti í gær, að setja í gildi herlög í vissum hlutum landsins og útrýma starfsemi skæruliðahreyfinga Nkomos og Mugabes alls staðar í Rhódesíu. Ræða Smiths var flutt í fram- haldi af því að skæruliðar skutu ¦niður farþegavél af Viscount-gerð fyrir rúmri viku en þá fórust 48 ferðamenn. Hafði verið búizt við því að Smith gripi til mun harðari ráðstafana, en í ræðu sinni í gær sagðist hann ekki hafa efni á því að láta tilfinningar sínar ráða ferðinni. Mikil gremja er meðal hvítra manna í landinu vegna þess að ekki var gripið til frekari hefndarráðstafana gegn skæru- liðahreyfingunum sem hafa aðset- ur í Zambíu og Mozambique. Nkomo sagði á blaðamanna- fundinum að hann myndi ekki framar eiga viðræður við Smith, nema Smith kæmi á hans furid til að afsala sér völdum. Mennirnir tveir áttu með sér leynilegan, en árangurslausan fund í Zambíu fyrir nokkru. Smith útilokaði ekki í ræðu sinni á sunnudag að frekari viðræður við Nkomo gætu átt sér stað. Nkomo sagði einnig að friðaráætlanir Bretlands og Bandaríkjanna og allar ráðagerðir um sameiginlegan fund allra deiluaðila með fulltrúum þessara ríkja væru „dauðar og grafnar" og spáði hann því að skæruliða- hreyfingarnar myndu vinna hernaðarlegan sigur á stjórn Smiths innan sex mánaða. „Smith vill stríð," sagði Nkomo, „og það skal hann fá." Bandaríkjaþing samþykkti í dag að aflétta viðskiptahömlum af Rhódesíu 1. janúar n.k. verði þá komin meirihlutastjórn í landinu. Portúgal: Fellur stjórnin í vikunni? Lissabon, 11. sept. Reuter. AP. ÞRÍR af fjórum stærstu stjórn- málaflokkunum í Portúgal til- kynntu í dag að þeir myndu ekki greiða stjórn Nobrc da Costas atkvæði þegar efnahagstillögur stjórnarinnar koma til atkvæða í þinginu f þessari viku. Þetta gæti leitt til þess að stjórnin yrði þegar að segja af sér, en þó gæti svo farið að flokkarnir kæmu sér ckki saman um neína eina van- trauststillögu og stjórnin héldi velli vegna þess. Heittrúaðir Múhameðstrúarmenn halda á opinni kistu eins félaga síns sem féll ásamt hundrað öðrum í átökum mótmælenda og lögreglu í Teheran s.l. föstudag. Sjá frásögn af atburðunum í íran í gær á bls. 47. (Símamynd AP). Korchnoi náði jamtefli á „gjörtapaða" stöðu Baguio, Filipseyjum, 11. september. AP ÁSKORANDINN Victor Korchnoi náði nokkuð óvænt jafntefli í tuttugustu einvígis- skákinni um heimsmeistaratit- ilinn við Anatoly Karpov heimsmeistara, en hún var tefld í gær eftir að hún fór í bið á laugardag. Að áliti sérfræðinga átti heimsmeistarinn að vera með örugga vinningsstöðu þegar biðskákin var tefld áfram. en Korchnoi náði fram mjög sterkri vbrn sem heimsmeistar inn réð ekki við. Hollenski skákmaðurinn Lodcwijk Prinz sem fylgist með einvíginu sagði eftir skákina að vb'rn Kofchnois hefði verið frábær, hefði í raun verið langbezta lausnin á þeim vanda sem hann var kominn í. Ennfremur sagði hann að það væri sama hvaða skákmaður annar hefði átt í hlut þá hefði sá hinn sami tapað þessari skák. Þessar yfirlýsingar Hollend- ingsins eru í fullu samræmi við það sem aðal aðstoðarmaður Korchnois, cnski stórmeistar- inn Raymond Keen. sagði á laugardag. — „Staðan er von- laus." — Sjá skákskýringu á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.