Morgunblaðið - 12.09.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1978 3
Er afturvirkni skattlagningarákvæða bráðabirgðalaga stjórnarinnar lögleg?
MORGUNBLAÐIÐ leitaði í gær
álits Jónatans Þórmundssonar,
prófessors við lagadeild Há-
skóla íslands á því, hvort
ákvæði nýsettra bráðabirgða-
laga ríkisstjórnarinnar um
kjaramál varðandi afturvirkni
skattalagaákvæða þeirra brjóti
í bága við íslensk lög. Ekki
tókst í gær að ná tali af öðrum
prófessorum við lagadeildina.
Jónatan Þórmundsson sagðii
„Hin nýju bráðabirgðalög um
kjaramál eru ekki afturvirk að
formi til. Hvorki í gildistöka-
ákvæði þeirra né annars staðar
í lögum er tekið fram að þau eigi
að gilda um tiltekin atriði eða
atvik, sem gerðust fyrir útgáfu
laganna. Hins vegar eru þau
efnislega afturvirk'á íþyngjandi
veg þar sem þau fjalla meðal
annars um skattlagningu tekna,
sem aflað var löngu fyrir útgáfu
laganna, tekna sem nú eru ýmist
eyddar eða hefur verið varið til
eignaaukningar.
Það er að vísu ekkert óvenju-
legt að skattalög séu afturvirk
að þessu leyti en það skiptir þó
verulegu máli hversu mikil sú
afturvirkni er og hvernig henni
er nánar fyrir komið. Það hefur
lengi tíðkast, og verið staðfest af
dómstólum, að láta breytingar á
skattalögum, sem gerðar hafa
verið í lok skattárs eða á
álagningarári, áður en skatt-
skrá er lögð fram, gilda um
skattstofn undanfarins skattárs.
í nýju bráðabirgðalögunum er
gengið skrefi lengra, þau eru
afturvirk í óvenju ríkum mæli.
Alagningu er lokið, skattskrá
hefur almennt verið lögð fram
og innheimta er langt komin. Er
þá orðið erfitt að sjá mikinn
mun á því hvort verið er að
leggja viðbótarskatt á skattstofn
ársins 1977, 1976 eða jafnvel
1975!
Nú er það að vísu ekki
einsdæmi að svona sé að farið en
langt þarf að leita til baka. Á
kreppuárunum 1932 til ‘34 voru
þrívegis sett lög, raunar öll
heimildarlög, sem staðfest voru
seint á álagningarárinu,
væntanlega eftir að skattskrá
var lögð fram, því í öllum
þessum tilvikum var um álag eða
viðaukaskatt að ræða. Þetta
voru lög nr. 79 23. júní 1932, nr.
13 5. júní 1933 og lög nr. 55 24.
október 1934. Aðeins hin síðustu
þessara laga voru staðfest síðar
á álagningarári heldur en bráða-
birgðalögin nú. Loks má nefna
ein lög frá stríðstímum, lög 98 9.
júlí 1941. Ekki er víst að þetta
sé tæmandi upptalning en ekki
getur þó skakkað miklu. Að
stóreignaskattslögunum verður
vikið hér síðar. Ekki virðist hafa
reynt á lögmæti þessara laga á
grundvelli afturvirknissjónar-
miða.
Islensk lög eru fátæk að
reglum um hömlur gegn aftur-
virkun, íþyngjandi lagareglum,
þegar frá eru talin refsilög, sem
hafa skýrar reglur að geyma.
Engar dómsúrlausnir eru til, er
veiti óyggjandi leiðbeiningu um
stjórnskipulegt gildi þessara
bráðabirgðalaga. Ekki verður
því fullyrt hér hver yrði niður-
staða dómstóla ef á reyndi nú.
Málsókn eða vörn í lögtaksmáli
yrði sennilega byggð á 67. grein
stjórnarskrárinnar um friðhelgi
eignarréttar en i stjórnar-
skránni er ekkert ákvæði um
bann gegn afturvirkni svo sem
er í norsku stjórnarskránni.
Ekki verður nein ályktun dregin
af niðurstöðum stóreignaskatts-
málanna þar sem um þetta atriði
var ekki ágreiningur sbr. dóm
Hæstaréttar 1958 bls. 753.
Jónatan Þórmundsson
—segir Jónatan
Þórmundsson,
lagaprófessor,
sem tehur að dóm-
ur falli skatt-
þegnum í vil
Ein varnarástæðan fyrir
afturvirkni nýju laganna er sú
að þau helgist af neyðarréttar-
sjónarmiðum. Ekki skal dregið í
efa að ástand efnahagsmála sé
alvarlegt. Það er þó engin ný
bóla og verður vart lagt að jöfnu
við ástand á erfiðum krepputím-
um eða stríðstímum. I lögfræði
er neyðarréttur skýrður fremur
þröngt, ekki síst ef um svo-
kallaðan stjórnskipulegan
neyðárrétt er að ræða. Forsend-
ur hans hljóta meðal annars að
vera þær að raunverulegt
neyðarástand ríki, ekki sé
einungis verið að bæta lélegan
fjárhag ríkissjóðs og loks að ekki
sé öðrum nothæfum úrræðum til
að dreifa er fremur samræmist
stjórnarskránni og venjum er
hafa stjórnskipulegt gildi. Hætt
er við að hverri ríkisstjórn
reynist erfitt að sýna fram á að
slíkt ástand hafi skapast á svo
venjulegum tímum sem nú eru.
Vitaskuld er samt hugsanlegt að
slík sjónarmið hafi nokkur áhrif
á skýringu stjórnarskrárákvæða
ríkisstjórn í vil.
Það sjónarmið er stundum
orðað að dómur um ógildi
skattalaga geti haft svo viðtæk-
ar verkanir að hann setji fjár-
málakerfi þjóðfélagsins að ein-
hverju leyti úr skorðum. Þegar
komi til mats á slíkum sjónar-
miðum annars vegar og hins
vegar hagsmunum einstakra
skattþegna þurfi talsvert skýr
regla að vera fyrir hendi til að
dómur falli skattþegn í vil.
Þegar á allt er litið á ég
fremur von á því að dómur um
gildi nýju skattlagningarákvæð-
anna falli skattþegnum í vil,“
sagði Jónatan að lokum.
Astandi nú vart jafnað
tíl kreppu og stiíðstíma
Ódýrar orlofsferðir
sólarlanda
Seljum flugfarseðla um allan heim.
Hagstæð sérfargjöld og fjölskyldufargjöld í gildi
allt áriö.
Vörusýningar og
hópferðir á næstunni
Kaupmannahöfn
Scandinavian
Fashion Week
14.—17. sept.
Köln
Photokina
15.—21. sept.
Osló
Nor-Fishing ‘78
20.—26. nóv.
Kanaríeyjaferðir
í allan vetur.
Seljum farseðla og útvegum hótel
um allan heim á hagstæðu verði.
fi
Ferðamiðstöðin hf.