Morgunblaðið - 12.09.1978, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1978
Illa séður gestur í
forgarði musterisins
HEIMSÓKN Ilua Kuo-fengs, formanns kínverska kommúnista-
flokksins, til Rúmeníu, Júgóslavíu og Persíu á dögunum var meira
en venjuleg þjóðhöfðingjaheimsókn. betta var í fyrsta skipti sem
Hua fór erlendis eftir að hann tók við völdum, og það var engin
tilviljun að förinni var heitið í forgarð þess musteris, sem goðið
í Moskvu, sovézki kommúnistaflokkurinn, hcíur til þessa talið
friðhelgt. Meðan gestgjafarnir hömpuðu Hua hvein í málpípum
Sovétstjórnarinnar, og Pravda, Izvestía og Tass kepptust við að
skamma Ilua, Ceausescu, Tito og Reza Pahlevi fyrir „lýðskrum,
hræsni og öfgafulla þrjózku“, svo dæmi sé nefnt um fjálglegt
orðaval Sovétstjórnarinnar af þessu tilefni.
Það kemur ekki á óvart að
Sovétstjórninni sé lítið um
bætta sambúð Kínverja við
aðrar þjóðir gefið. Sovétríkin og
Kína eru voldugustu kommún-
istaríki heims, og þar til ein-
angrun Kína fór að rofna fyrir
nokkrum árum þurftu Sovét-
menn ekki að hafa teljandi
áhyggjur af samkeppni við þá
um hylli annarra þjóða. Vax-
andi samskipti Kínverja við
önnur ríki tiafa meðal annars
fært kommúnistaríkjum heim
sanninn um að forsjá móður-
flokksins í Moskvu er allt annað
en nauðsynleg, og það sem
Sovétríkin lítur á sem óviðeig-
andi sprikl Kínverja á alþjóða-
vettvangi hefur stuðlað að losi
og þverrandi virðingu fyrir
flokknum í Moskvu.
í þessu sambandi er vert að
taka tillit til þess, að þegar um
vinsældir og hylli á alþjóðavett-
vangi er að ræða minnir afstaða
stórvelda um margt á hegðun
kenjóttra krakka. Þannig finnst
Sovétmönnum fátt ergilegra en
það að Kínverjar vingist við
lýðræðisríki, þar sem Bandarík-
in gegna tvímælalaust forystu-
hlutverki. Á sama hátt mega
Bandaríkin vart til þess hugsa
að Kínverjar og Sovétmenn sitji
á sátts höfði, og færu Bandarík-
in að gera sér dælt við Sovét-
menn mundi heldur betur fara
um Kínverja.
Júgóslavar og Rúmenar hafa
iöngum haldið til streitu sjálf-
stæði sínu gagnvart Sovétmönn-
um, enda þótt ríki þeirra séu á
áhrifasvæði hinna síðasttöldu.
Móttökurnar, sem Hua fékk í
heimsóknum sínum hjá Tító og
Ceausescu, voru blíðlegar, og
hafa sýnilega farið mjög fyrir
hjartað á Sovétstjórninni.
Tass-fréttastofan lét vanþóknun
Sovétmanna í ljós á ótvíræðan
hátt og talaði um Rúmena og
Júgóslava líkt og um NATO-ríki
væri að ræða, — ríki „sem leika
sér að þeirri hugmynd að
Kínverjar gerist sextánda aðild-
arríkið í þessu and-sovézka
bandalagi", um leið og hvatt var
til aukinnar árvekni gegn slík-
um öflum.
Greinilega hafa Sovétmenn
látið móttökurnar, sem Hua
fékk í Búkarest, fara meira í
taugarnar á sér en gestrisni
Júgóslava, enda eru Rúmenar í
Varsjárbandalaginu en Júgó-
slavar ekki. Ein af ástæðunum
fyrir því að Ceausescu Rúm-
eníuforseta hefur haldizt það
uppi að fara að verulegu leyti
eigin leiðir í utanríkismáluin er
sú, að hann hefur kunnað að
stilla hegðun sinni í hóf og ögra
Sovétstjórninni hvorki í orði né
á borði. Ceausescu tefldi á tvær
hættur með því að bjóða Hua
Kuo-feng heim, og boðið var til
umræðu á sumarfundi leiðtoga
Varsjárbandalagsríkjanna í
Yalta í júlímánuði. Brezhnev
féllzt þar með semingi á boðið
til Hua, en setti það skilyrði að
Rúmenar sæju til þess að hinn
kínverski leiðtogi kæmi ekki
með ögrandi yfirlýsingar í garð
Sovétmanna meðan á heimsókn-
inni stæði. Það olli því fjaðra-
foki í Búkarest er Hua vitnaði
til „yfirráðastefnu“ stórvelda í
skálaræðu hjá Ceausescu, en
þetta er óbein tilvitnun um
heimsvaldastefnu Sovétríkj-
anna, sem Kínverjar grípa til
þegar þeir vilja forðast að gefa
afdráttarlausar yfirlýsingar. Að
því er næst verður komizt
ærðist Sovétstjórnin við þessi
ummæli Hua, og strax daginn
eftir fékk stjórn Rúmeníu fyrir-
mæli um að gera viðeigandi
ráðstafanir. Fjölmiðlar í Rúm-
eníu höfðu nú skyndilega mun
minni áhuga á gestinum en
áður, og sagt var frá ferðum
hans um landið næstu daga í
smáklausum á innsíðum blað-
anna, en dagana á undan hafði
Hua Kuo-feng og föruneyti hans
verið helzta fréttaefni á forsíð-
um. Þá vakti það einnig athygli
í þessu sambandi að eftir að
Hua nefndi „yfirráðastefnuna“ í
ræðunni sinnti Ceausescu hon-
um síður en áður, og hafði nú
allt í einu tíma til að heimsækja
vörusýningu, sem staðið hafði í
þrjár vikur.
Hua formaður virtist ekki
kippa sér upp við þetta breytta
viðmót, en ferðaðist um
Rúmeníu glaður og reifur, sýndi
því áhuga sem fyrir augun bar
og vakti sérstaka athygli fyrir
alúðlega og virðulega fram-
komu. I kveðjuræðu sinni áður
en hann hélt til Júgóslavíu
sleppti hann þessu viðkvæma
orði, en þegar hann kom til
Belgrad tók hann upp þráðinn
að nýju, og gerðist nú öllu
ómyrkari í máli en hann hafði
verið í Rúmeníu.
Talað í táknum —
bar að garði á
innrásardaginn
Stjórnmálamenn hafa margir
hverjir yndi af táknrænum
athöfnum, og Hua og Tító eru
þar ekki undantekning. Tilgang-
ur Hua með heimsókninni hefur
án nokkurs vafa verið sá að
leggja áherzlu á andúð í garð
Sovétríkjanna, og hún hefur
verið bæði Tító og Ceausescu
kærkomið tækifæri til að sýna
Sovétmönnum að þeir byðu
heim þeim, sem þeim sýndist.
Tímavalið hefur ekki verið
tilviljun háð, en um þær mundir
sem Hua var á Balkanskaga var
þess víða minnzt að tíu ár voru
liðin frá innrás Sovétríkjanna í
Tékkóslóvakíu, og Hua kom
reyndar til Júgóslavíu á sjálfan
innrásardaginn.
Tító lét sér vel líka umbúða-
lausar yfirlýsingar Hua Kuo-
fengs um sameiginlega baráttu
Kínverja og Júgóslava og ásetn-
ing þessara þjóða um að „bregð-
ast harkalega gegn hverjum
þeim andskota, sem dirfðist að
reyna innrás". Hua notaði einn-
ig tækifærið til að ráðast á
Sovétstjórnina fyrir íhlutun í
málefni ýmissa Afríkuríkja og
þá aðferð þeirra að beita Kúbu-
mönnum fyrir vagninn þar í
álfu. Allt þetta hlýddi Tító á
með sýnilegri velþóknun, en í
svarræðum sínum tók hann
varfærnislega undir, og lét
engin þau ummæli falla, sem
valdið gætu úlfúð.
Til að reka smiðshöggið á
ferðalagið fór Hua Kuo-feng til
Persíu frá Júgóslavíu, en Reza
Phalevi keisari hefur löngum
verið Sovétstjórninni erfiður
ljár í þúfu. Enda þótt landa-
mæri ríkjanna liggi saman
hefur Sovétmönnum gengið illa
að sveigja hinn stolta keisara að
stefnu sinni, og það var því eins
og til að undirstrika það sem
áður var komið að Hua hafði
Teheran sem síðasta viðkomu-
stað í ferðintii.
Hua undirritaði ýmsa við-
skipta- og samstarfssamninga í
ferð sinni, og þeir hafa það
meðal annars í för með sér að
bæði við Júgóslava og Rúmena
munu Kínverjar tvöfalda við-
skiptin á næstunni, auk þess
sem ráðgerð eru mikil og
gagnkvæm námsmannaskipti.
Þegar á heildina er litið er
óhætt að slá því föstu að ferð
Hua Kuo-fengs marki þáttaskil
í samskiptum Kínverja við
Júgóslava og Rúmena, sem út af
fyrir sig hefði verið næg ástæða
til að leggja upp í slíkan
leiðangur, en fram hjá því
verður ekki gengið að megin-
markmiðið var að leggja áherzlu
á að ríkin beggja vegna hinna
voídugu Sovétríkja eiga sameig-
inlegra hagsmuna að gæta, —
hagsmuna, sem fullur vilji er til
að standa vörð um, hvort sem
Sovétríkjunum líkar betur eða
verr. — A.R.
Þannig leit teiknari Der Spielgels á gleðskapinn á kærleiksheimil-
inu.
MORGUNBLAÐIÐ átti sl. föstudag viðtal við
Hans G. Andersen formann íslenzku sendi-
nefndarinnar á hafréttarráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna í New York, og kvað hann mikilsverð-
ustu málin, sem okkur varðar, vera yfirráðin yfir
hafsbotninum utan 200 mílnanna, en stöðugir
fundir eru um það mál. Hann kvað þrátt fyrir allt
gífurlegan árangur hafa náðst á ráðstefnunni.
— Nú hefur þessi fundur staðið í
þrjár vikur, sagði Hans G. Ander-
sen, og aðeins ein vika er eftir. —
Það þótti góðs viti að ákveðið var
í upphafi þessa fundar að hann
skyldi teljast framhald af Genfar-
fundinum, það er að segja sjöunda
fundinum. Var því um beint
framhald umræðna að ræða og
engin átök um starfsfyrirkomulag.
Á Genfarfundinum fóru hins
vegar þrjár vikur í slík átök. Unnið
er í þrettán starfshópum og
nefndum, auk starfa á bak við
tjöldin, sem mikill tími fer í. Segja
má þó að aðalstarfið fari fram í
samninganefndunum sjö, sem
stofnað var til í Genf. Þeim
fundum er raðað niður á dag-
skrána alla vikuna frá morgni til
kvölds og oft á kvöldin einnig. Þær
samninganefndir, sem fást við
alþjóðahafsbotnssvæðið, hafa nú
forgangsrétt og hinar verða að
víkja, ef með þarf.
— Koma okkur þau mál við?
— Við höfum auðvitað alltaf
haft áhuga á að þau mál yrðu leyst
sem fyrst, og nú má í rauninni
segja að allt strandi á þeim. Það
má ekki gleyma því, að enda þótt
unnið sé að öllum málaflokkum
samtímis, hefur alltaf verið miðað
við að heildarlausn í öllum mála-
flokkum yrði að nást, og einstök
atriði yrðu ekki tekin til sérstakr-
ar afgreiðslu. í því sambandi er
nauðsynlegt að gera sér grein fyrir
því, sem oft hefur verið minnzt á
áður, að atkvæðagreiðslur fara
ekki fram, að minnsta kosti ekki
fyrr en endanlega er útséð um að
samkomulag geti náðst, enda er
ljóst að ef meirihlutinn þvingaði
fram sínar skoðanir, ekki sízt á
alþjóðahafsbotnssvæðinu, eru eng-
ar líkur til að önnur ríki mundu
gerast aðilar að slíkum samningi.
Allt hangir þetta sem sagt saman
og augljóst er að stundum berjast
Víetnam vingast
vid Bandaríkin
Á sama tíma og kínverski
kommúnistaleiðtoginn Ilua
Kuo-fcng hefur varað alvarlega
við sovézkri heimsvaldastefnu,
meðal annars á ferðinni til
Balkanlanda og írans nýlega,
hafa deilur Kínverja við banda-
menn Rússa, Víetnama, stöðugt
harðnað. Þau mál hafa þróazt
þannig að nú eiga Kínverjar í
alvarlegustu deilunni sem þeir
hafa átt við erlend ríki ríðan
1969 þegar bardagar geisuðu á
landamærum Kína og
Sovétríkjanna.
Þegar deilan blossaði upp í
vor virtust tildrögin vera sú
ákvörðun Víetnama að losa sig
við kínverska minnihlutann í
landinu. En barátta Kínverja
fyrir málstað ofsóttra samlanda
í Víetnam hefur ekki virzt eins
sannfærandi síðan fyrstu til-
raunirnar til að semja um lausn
deilunnar um flótta Kínverja
frá Víetnam fóru út um þúfur í
júní og Kínverjar kölluðu heim
skip sem þeir höfðu sent til að
sækja flóttamennina.
Sú ráðstöfun Kínverja 12. júlí
að loka skörðum á landamærun-
um var skiljanleg í ljósi uggs um
tilraunir Víetnama til að lauma
útsendurum yfir landamærin
með flóttamönnunum og erfið-
leika á því að skjóta skjólshúsi
yfir 150.000 flóttamenn, s'ern
þegar voru komnir yfir landa-
mærin. En Kínverjar gerðu
ekkert til þess að reyna að vísa
frá stórum hópum flóttamanna,
sem söfnuðust saman við eftir-
litsstöðvar á landamærunum
vöruðu þá þvert á móti við því
í hátölurum að halda kyrru fyrir
í Víetnam og héldu vonum
þeirra sem vildu flýja vakandi
með því að leyfa nokkrar
undantekningar frá lokuninni.
Þetta magnaði deiluna við Víet-
nama og Víetnamar mögnuðu
hana síðan ennþá meir með
áreitni við flóttamennina á
landamærunum og brottrekstri
Kínverja frá nokkrum þorpum.
Deilan hefur verið bæði Kín-
verjum og Víetnömum til svo
mikils ógagns, að ástæðurnar
geta ekki aðeins verið aldalöng
togstreita og sambúðarerfiðleik-
ar. Ein skýringin er sú, að
Kínverjar geri sér mat úr
flóttamannavandamálinu í því
skyni að þrýsta á Víetnama til
þess að koma fram hefndum
vegna aukinnar vináttu þeirra
og Rússa og jafnframt til að
dreifa athygli Víetnama frá
stríði þeirra við Kambódíu-
menn. Áð vísu er þetta rússnesk
skýring, en sennilega er sann-
leikskorn í henni. Kínverjar
vilja auðvitað koma höggi á
Víetnama, þar sem þeir hafa
sýnt þá óskammfeilni að ganga
í Comecon. Kambódíumenn hafa
auðvitað aldrei haft eins mikla
þörf fyrir aðstoð frá Kínverjum
og nú vegna slæmrar útreiðar,
sem her þeirra hefur fengið hjá
Víetnömum, og þar sem margt
bendir til þess að Víetnömum
kunni að takast að kollvarpa
kambódísku stjórninni með
hjálp andstæðinga hennar.
Sú skýring hefur einnig komið
fram að Víetnamar hafi efnt til
Víetnömsk alþýðuhersveit og verkamenn sem vinna við smíði
loítvarnaskýlis skammt frá landamærum Víetnams og Kambódíu.