Morgunblaðið - 12.09.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.09.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1978 Jón G. Sólnes, alþingismaóur: Nú sem fyrr eru orkumál og umræður um þau-ofarlega á baugi hjá okkur, og eins og við má búast kennir þar margra grasa. Tilefni þess að ég leyfi mér að stinga niður penna útaf þessum málum eru ummæli sumra ágætra sam- flokksmanna minna, sem hafa hnigið í þá átt, að umtalsvert tap Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum hafi ekki hvað síst verið að kenna framkvæmdunum við KRÖFLU. Einn af helstu hugmyndasérfræðingum flokk^ins af ungu kynslóðinni afgreiddi málið einfaldlega á þann hátt, að framkvæmdirnar við Kröflu hefðu verið hneyksli. Ekki taldi þessi ágæti ungi maður ástæðu til þess að skilgreina það mál nánar, t.d. af sjónarhóli sjálfstæðismanns. Verður því að telja að þessi ágæti hugmyndafræðingur flokksins hafi talið fullyrðingar og skrif Vilmundar Gylfasonar og fleiri slíkra um þessi mál fullnægjandi til þess hann gæti myndað sér skoðun á þessu máli. Annar ágætur fulltrúi ungra sjálfstæðis- manna talaði um „glórulausa framkvæmd og fjárfestingu við Kröflu undir stjórn sjálfstæðis- manna", og „Vegna Kröflu komust kratar í feitt." Þessi sami ágæt fulltrúi ungu kynslóðarinnar í Sjálfstæðisflokknum hafði raunar áður sýnt hug sinn til hinnar þýðingarmiklu framkvæmdar fyr- ir dreifbýlið sem Kröfluvirkjun vissulega er, með því að flytja fyrirspurn í borgarstjórn Reykja- víkur um það hve mikið rafmagns- verð í Reykjavík myndi hækka vegna þessarar dreifbýlisfram- kvæmdar. Og svo brátt var þessum ágæta forystumanni ungra sjálf- stæðismanna í brók, að hann flutti umrædda fyrirspurn utan dag- skrár. Það var ekki hægt að bíða eftir því að flytja málið með eðlilegum hætti. En það sem merkilegra var í sambandi við umrædda fyrirspurn var, að það stóð ekki á svari við henni hjá hlutaðeigandi borgaryfirvöldum. Strax á þessum sama borgar- stjórnarfundi, þar sem slík fyrir- spurn er borin fram utan dagskrár er hægt að svara henni. Fróðir menn hafa sagt mér, að slík afgreiðsla sé algert einsdæmi. Persónulega skal ég ekkert full- yrða um það, hvort hin makalausu skrif og áróður um framkvæmd- irnar við Kröflu og sú staðreynd, að einhvern veginn orsakaðist það þannig, að kratar áttu engan mann í Kröflunefnd, hafi orðið Alþýðuflokknum sérlegur fitu- gjafi, og því hafi kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins minnkað svo áþreifanlega sem raun bar vitni. En í því sambandi þykir mér þó hlýða að benda á þá staðreynd, að í því kjördæmi landsins sem formaður Kröflunefndar, þessi illræmdi forystumaður „Kröflu- ævintýrisins", sem fv. borgarstj. Birgi Isl. Gunnarssyni er svo tamt að nota sem köpuryrði þessa stundina, bauð sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn, var atkvæða- tap Sjálfstæðisflokksins töluvert minna en tap flokksins á „land- vísu“ svo maður leyfi sér nú að nota orðalag hagfræðinnar. Vegna lesenda þessarar greinar þykir mér hlýða, út af því mikla moldviðri, sem þyrlað hefur verið upp um tugmilljarðakostnað í sambandi við Kröfluvirkjun, að upplýsa eftirfarandi: 31. des. 1977, nam framkvæmda- kostnaður Kröflunefndar, stöðvar- hús, véla- og rafbúnaður, háspennutengivirki, aðstaða, skrifstofu- og stjórnunarkostnað- ur í þús kr. 5.381.4. Framkvæmdakostnaður Orku- stofnunar, jarðboranir, gufuað- veita, rannsóknar- og stjórnunar- kostnaður í þús. kr. 2.271.4. Fjármagnskostn. á bygginga- tíma er hér ekki talinn með og skilst mér að þá sé fylgt venju sem gildir um slíkar framkvæmdir. Verður ekki séð annað en þessi kostnaður sé mjög sambærilegur við þann, sem gerist um aðrar stórvirkjanir hér á landi. Það er ekki mitt verk að fella dóm um störf Kröflunefndar sem slíkrar, en ég get þó ekki látið hjá líða að geta þess, að þeir sem mestan hávaða og ill ummæli hafa haft í sambandi við Kröfluvirkjun, munu fæstir hafa nokkru sinni komið á virkjunarstaðinn og séð með eigin augum hvað þar hefur verið aðhafst. Hins vegar hafa margir sérfræðingar og sumir hverjir sem hafa reynslu á heims- mælikvarða af slíkum fram- kvæmdum komið á virkjunarstað- inn og lýst mikilli ánægju sinni yfir því hvernig þar hefur verið staðið að framkvæmdum Kröflu- nefndar. Stefnan í orkumálum Eg held að engum dyljist það, að það sé fyllsta sanngirniskrafa, að öllum landsmönnum verði tryggð næg og örugg raforka á sem sambærilegustu verði. Mín skoðun hefur ávallt verið sú, að slíkt verði ekki gert nema með stórkostlegri eflingu þeirra landshlutavirkjana, sem nú framleiða raforku t.d. með því að stofnað verði eitt öflugt orkuframleiðslufyrirtæki sem að öllu leyti fái jafnréttisaðstöðu að því er varðar almenna starfsemi, fjármagnsútvegun ofl. eins og núverandi Landsvirkjun. Eða þá, að unnið verði að samruna fyrir- tækja eins og t.d. Laxárvirkjunar og annarra stærri raforkuöflunar- fyrirtækja við Landsvirkjun, og mætti þá ráðast hvort slík fyrir- tækjasamstæða stofnaði sam- eignarfélag sem annaðist raforku- framleiðsluna í landinu. Sameining Landsvirkjunar og Laxárvirkjunar Samkvæmt lögum um Laxár- virkjun er gert ráð fyrir því, að eigendur Laxárvirkjunar sé heim- ilt að ákveða, að Laxárvirkjun sameinist Landsy.irkjun. Nú þegar hefur veriö gerð samþykkt um það í stjórn Laxárvirkjunar, að þessi mál verði tekin til athugunar og umræðu með sameiningu að tak- marki. Er þess að . vænta að umræður um þetta mál hefjist fljótlega. í grein í Mbl. í dag efast fv. borgarstj., Birgir ísl. Gunnarsson, um gildi umrædds lagaákvæðis, vegna þess að aðrar ástæður hafi verið þegar umrædd lög voru sett. Eins og t.d., að þá hafi ekki verið til virkjanir svo sem Búrfellsvirkj- un, Sigölduvirkjun eða byrjunar- framkvæmdir við Hrauneyjarfoss. Ekki ætla ég mér þá dul að fara Jón G. Sólnes að deila um lögfræðileg atriði við fv. borgarstj. Birgi Isl. Gunnars- son, en svona í fljótheitum finnst mér hæpið áð skilja lög, sem á sínum tíma voru sett um Laxár- virkjun og ákvæði um sameiningu við Landsvirkjun, þannig að miðað væri við, að engar frekari fram- kvæmdir yrðu í virkjunarmálum á þeim tíma sem kynni að líða þar til umræður um sameiningu Laxárvirkjunar við Landsvirkjun kæmu á dagskrá. gíat yil ég gera lítið úr frumkvæði og dugnaði Reykjavíkurborgar í sambandi við framkvæmdir við virkjanir. Þar hefur margt afrekið verið unnið af mikilli fyrirhyggju og öruggri forsjá. Við skulum þá heldur ekki gleyma því atriði sem er mjög mikilvægt. í sambandi við virkjunarframkvæmdir Reykja- víkurborgar naut hún mjög hag- kvæms stuðnings þjóðfélags- heildarinnar. Eg nefni í því sambandi hagstæð kjör vegna Marshallhjalparinnar, lánakjör mótvirðissjóðsins svokallaða sem voru einstaklega hagfelld. Mig minnir, að vextir væru þar reiknaðir 2'/2% og ýmissa fleiri fyrirgreiðslna naut Reykjavíkur- borg af hálfu þjóðfélagsheildár- innar í sambandi við virkjunar- framkvæmdir borgarinnar, sem voru henni mjög mikils virði. Þessar staðreyndir nefni ég ekki til þess að telja þær eftir, slíkt er fjarri mér. En þegar fv. borgarstj. Birgir Isl. Gunnarsson skrifar blaðagrein eftir blaðagrein, þar sem hann er að bera á borð hugmyndir um að nú eigi að fara að níðast á Reykvíkingum með því að leggja á þá einhverja óbærilega skatta til þess að jafnræði megi verða í raforkuverði til lands- manna yfirleitt, þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að tíundaðar séu þær fyrirgreiðslur em þjóðfélags- heildin hefur áður látið Reykja- víkurborg í té sem vissulega voru veigamikill þáttur í því að þessi mál hafa þróast á jafn hagstæðan veg og orðið er fyrir íbúa Reykja- víkurborgar. Fjármál Lands- virkjunar og Reykja- víkurborgar I fyrrgreindri grein Birgis ísl. Gunnarssonar í Mbl. í dag segir svo: „Hvor aðili um sig lagði fram jafnmikil verðmæti í eignum og peningum og hefur svo jafnan verið þegar auka hefur þurft eigendaframlög til Landsvirkjun- ar, að hvor aðili um sig hefur lagt fram jafn mikið." Þá veit maður það. Nú eru staðreyndir þær, að samkvæmt sérstökum lögum hefur Landsvirkjun tekið svokölluð „víkjandi lán“ hjá ríkissjóði. Þessi lán eru tvö. Það fyrra var tekið árið 1967, að upphæð 200 millj. kr. þar af 127 milljónir króna í ísl. krónum, en afgangurinn í erlendri mynt. Hið síðara var allt í erlendri mynt, að upphæð upphaflega 300 millj. kr. Þessi lán eru þess eðlis, að vextir og afborganir greiðast þá fyrst af fyrra láninu, þegar hreinar tekjur að viðbættum afskriftum ná því að vera 1.5 sinnum hærri en heildar- greiðsla vaxta og afborgana af öðrum lánum og af því síðara þegar hreinar tekjur að viðbættum afskriftum ná því að vera jafnháar (1.0) og heildargreiðsla vaxta og afborgana af öðrum lánum. Til þessa (upplýsingar frá 5.4. 1976) hafa hvorki afborganir né vextir. verið greiddir af lánum þessum, en vextir bæst við höfuð- stól. í á.rslok 1975 nam höfuðstóll þessara tveggja lána 1.446 milljón- um króna. I áætlunum Landsvirkjunar er ráð fyrir því gert að vextir óg afborganir af fyrra láninu verði greidd á árinu 1987 en því síðara á árinu 1979. Þegar fyrir liggur sú vitneskja sem greint er frá hér að framan, að annar eigandi Landsvirkjunar, ríkissjóður, hefur veitt henni svo þægilega fyrirgreiðslu, þá kemur sú spurning vissulega upp í huga manns, ekki síst eftir lestur greinar Birgis Isl. Gunnarssonar í Mbl. í dag: Hefur hinn meðeigand- inn í Landsvirkjun, Reykjavíkur- borg, veitt Landsvirkjun slíka fyrirgreiðslu? Ef ekki þá hvers vegna ekki? Ef Reykjavíkurborg sem jafn aðili að Landsvirkjun hefur ekki veitt sams konar fyrirgreiðslu og ríkissjóður, hve mikið er þá verið að leggja á allan almenning í landinu til þess að standa undir þessum sjálfsagða greiðsluhluta Reykjavíkurborgar að þessu sameignarfyrirtæki? Fyrir liggja upplýsingar um að greiðslur úr ríkissjóði hófust um það leyti sem byrjað var að gefa út svokölluð vísitölutryggð skulda- bréf ríkissjóðs. Spurning vaknar óneitanlega hjá manni: Var ríkis- sjóður að gefa út vísitölutryggð skuldabréf til þess að geta veitt Landsvirkjun hluta af þessum víkjandi lánum? Ef ógreiddar eftirstöðvar þessara lána hafa í árslok 1975'numið 1446 millj. kr., hve miklu nema þessar eftirstöðv- ar nú?. Samanburður á lánsfjármögnun Landsvirkjunar og annarra orku- fyrirtækja eins og t.d. Laxárvirkjunar, Rafmagnsveitna ríkisins og Kröfluvirkjunar Við fjármögnun á framkvæmd- um Landsvirkjunar hefur fyrirtækið alltaf fengið að hag- nýta sér alla hagstæðustu lána- markaði sem völ er á, og fyrirtæk- ið mun ekki skulda krónu í svokölluðum vísitölubréfalánum. Öllum er hins vegar kunnugt um, að meginástæðan fyrir fjárhags- vandræðum Rafmagnsveitna ríkisins er sú, að fyrirtækið hefur orðið að sæta óhæfilegum lána- kjörum. Ég læt öðrum eftir að skýra frá því á hvern veg fram- kvæmdir Rafmagnsveitna ríkisins, sem ætlað er það hlutverk að þjóna erfiðasta markaði lands- byggðarinnar og inna af hendi ýmiss konar félagslega þjónustu fyrir dreifbýlið, hafa verið fjár- magnaðar. En eins og þar hefur til tekist er ekki að undra þótt við mikinn fjárhagsvanda sé að etja. Þegar við á sínum tíma hófum framkvæmdir við síðustu aukn- ingu Laxárvirkjunar, var ekki við það komandi annað en að hluti af því fjármagni, sem þurfti til framkvæmdanna, yrði í form i vísitöluskuldabréfa. Og svo er það loks Kröfluvirkj- un. Þessi brautryðjandafram- kvæmd þjóðfélagsins í því að nota jarðgufu til rafmagnsframleiðslu. Hvernig skyldi sú framkvæmd vera fjármögnuð? Mér er ekki kunnugt um hve mikill hluti af kostnaði við Kröfluvirkjun hefur verið fjármagnaður með vísitölu- skuldabréfum, en þó mun hér vera um verulegar upphæðir að ræða. Með slíku atferli er ekki vandi að koma framkvæmdakostnaði upp í milljarðatugi. í upphafi fram- kvæmda við Kröflu, varð ég mér úti um mjög hagstætt lánstilboð til virkjunarinnar frá traustum erlendum banka. En því miður, þessu tilboði var ekki sinnt. Dekurbörn - Grýlubörn Þegar ég hugsa um þessi orku- mál okkar, finnst mér oft að í þjóðfélagi okkar hafi þróunin í orkumálum orðið á þann veg, að við höfum sinnt þeim á svipaðan hátt og sagt er frá í ævintýrunum þar sem fjallað er um dekurbörnin og grýlubörnin. Og því fyrr sem við bærum ráð okkar í þessu efni og handfjöllum þessi mál öll með heildarhagsýn þjóðarinnar allra fyrir augum, því betra. Lokaorð Ég vil svo að endingu og í allri vinsemd leyfa mér að benda öllu sjálfstæðisfólki á það, að það markmið að tryggja öllum lands- mönnum næga og örugga raforku á sambærilegu verði, er ekkert vinstristjórnareinkamál. Þetta er eitt af grundvallaratriðum sjálf- stæðisstefnunnar og forystumenn flokksins og aðrir sem ætla sér mikinn hlut í forystu hans í framtíðinni mega aldrei missa sjónar á því að þetta nái fram að ganga. 9. september 1978, Jón G. Sólnes. Grýluböm — dekurböm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.