Morgunblaðið - 12.09.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1978
5
Gæti gengið af
íslenskri hljóm-
plötuútgáfu dauðri
— segir Svavar Gests hljómplötuútgefandi
um lagningu vörugjalds á hljómplötur
„ÞAÐ er ljóst, að þessar nýju ráðstafanir geta orðið til þess
að ganga af íslenskri hljómplötuútgáfu dauðri", sagði
Svavar Gests hljómplötuútgefandi, er Morgunblaðið spurði
hann álits á hinum nýju bráðabirgðalögum, sem meðal
annars gera ráð fyrir lúxusskatti á hljómplötur.
Svavar sagði, að íslensk
hljómplötuútgáfa væri mjög
fjölbreytileg að efni, það væri
ekki eingöngu glamur sem
væri gefið út á hljómplötum
hérlendis. Mikið væri um að
gefnar væru út plötur með
Svavar Gests.
einsöngvurum, barnakórum,
karlakórum, leikritum og
mörgu fleira, en yfirleitt
þyrfti að borga með slíkri
útgáfu. Ljóst væri að slík
útgáfa þyldi ekki þessar auknu
álögur ef af yrði, þó einhver
hluti íslensks hljómplötu-
iðnaðar kynni að standa eftir,
svo sem „ýmis konar lummu-
músik" eins og Svavar orðaði
það.
Að lokum sagði Svavar, að
ráðherrar hefðu heimild til að
lækka þetta vörugjald, „og
mér dettur ekki annað í hug en
að þessir ágætu menn muni
beita sér fyrir lækkunum á
vörugjaldinu, og helst að fella
það alveg niður“, sagði Svavar,
en að öðrum kosti yrði ís-
lenska Ríkisútvarpið orðið
eins og útvarpið á Keflavíkur-
flugvelli innan fárra mánaða,
það er ef upptaka á innlendu
menningarefni á hljómplötur
stöðvaðist.
sem alls enginn
hefur efni á aö láta
fram hjá sér fara
á þessum síöustu og . . . tímum
o—
afsláttur
MIKIÐ VÖRUURVAL
Ódýra
ímíTTTil
Höfum
sett upp
sérstakt
horn meö
vörum
á hreinum
„gjafa-
prísum“.
ámm. TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS
(Klj KARNABÆR
^j|| Útsölumarkaðurinn
LAUGAVEG 66 SlMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155
Síldveiðar
1 reknet
ganga illa
Ilöfn í Hornafirði. 11. septem-
ber. - FÆREYSKIR bátar hafa
orðið varir við miklar síldarlóðn-
ingar 12—50 mílur frá landi í
Hornafjarðardýpi, en þar hafa
reknetabátarnir ekki enn reynt
fyrir sér.
í fyrrinótt fóru 11 reknetabátar
frá Höfn út til veiða og leituðu
þeir á svæðinu frá Hrollaugseyj-
um austan undir Stokksnes, en
fundu enga síld. Þá fannst engin
síld í Reyðarfirði í gær.
Á laugardag komu hingað 700
tunnur af síld úr Reyðarfirði, en
hún var mjög slæm til vinnslu og
ekki söltunarhæf. Fór síldin því að
mestu til frystingar og ennfremur
var hluti hennar flakaður. — Jens.
Islenzk
loðnumerki
koma fram
í Noregi
NU ER sannreynt, að loðnan sem
að undanförnu hefur veiðst við Jan
Mayen og m.a. mikið verið veidd af
norskum skiþum, er af íslenzka
stofninum. Loðnumerki hafa kom-
ið fram á seglum í norskum
verksmiðjum og sýna þau ótvírætt
að loðnan er íslenzk.
Síðastliðið vor merkti Hjálmar
Vilhjálmsson fiskifræðingur og
starfsmenn Hafrannsóknastofn-
unarinnar nokkuð af loðnu norður
af Skaga. Hefur það nú sýnt sig að
loðnan, sem þar var merkt hefur
gengið í átt til Jan Mayen.
Hins vegar er ekki vitað til að
nein loðnumerki hafi fundizt enn
á seglum íslenzkra loðnuverk-
smiðja, en Hafrannsóknastofnun-
in hefur skorað á alla þá sem í
verksmiðjum vinna, að fylgjast vel
með hvort merki koma á segla í
verksmiðjuna.
Sunna býður allt það besta, sem til er á Kanaríeyjum
KANARÍE YJAR
VETRARÁÆTLUN
Sunna flýgur beint dagflug án millilendingar til
Kanaríeyja allan ársins hring og hér kemur vetrar-
áætlunin — PantiÖ snemma, því ferðirnar fyllast fljótt.
Athugið:
Beint dagflug, án millilendinga á laugardögum
Brottfarardagar:
13. okt. 23 dagar
4. nóv 22 dagar
25. nóv. 15 dagar
9. des. 22 dagar Jólaferö
16. des 22 dagar Jóla- og áramótaferð
30. des 15 dagar Aramótaferð
6. jan. 22 dagar
13. jan. 15 og 22 dagar
27. jan 15 dagar
3. feb. 22 dagar
10. feb. 15 og 22 dagar
24. feb. 8 og 15 dagar
3. mar. 8 og 22 dagar
10. mar. 22 dagar
24. mar. 8 og 15 dagar
31. mar. 22 dagar Páskaferð
7. apr. 15 dagar Páskaferð
21. apr. 22 dagar
Eftirsóttustu íbúðirnar og hótelin:
Pantiö strax, meöan enn er hægt aö veljauppáhaldsgististaöina og þann tíma sem hentar best.
íbúðahótelin vinsælu, KOKA, CORONA ROJA, CORONA BLANCA, ROCHAS
hótel EUGENIA VICTORIA og PROTUCASA.
Skrifstofa Sunnu meö íslenzku starfsfólki á Playa del Ingles.
LA PALMAS: DON CARLOS íbúöirnar vinsælu meö útsýn yfir baöströndina og borgina
AnkftTAMENTOS
BELIAVISTA
Viö höfum í vetur einnig feröir til blómaeyjunnar Tewerife.
íslenskur fararstjóri á staðnum.
Hægt er aö velja um dvöl í íbúö og á hótelum og smáhýsum
í ferðamannabænum PUERTO DE LA CRUZ og íbúöum og
smáhýsum á PLAYA DE LAS AMERICAS á suöurströnd
Tenerife.
Svo öruggur sólskinsstaöur, aö Sunna endurgreiðir hvern þann
ferðadag sem sólin ekki skín.
FERflASKRIFSTOFAN SUNNA BANKASTRAT110 SÍMI29322