Morgunblaðið - 12.09.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.09.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1978 39 umhyggju hans og fórn fyrir foreldra okkar. Ég minnist þess hve heill hann var í starfi og dagfari, til orðs og verka, öllum einlægur og hollur. Hann kastaði aldrei steini í annarra garð. ólöf Jónsdóttir. Haustið 1938 — eða fyrir réttum fjörutíu árum — tók ég við starfi skólastjóra við heimavistarskól- ann á Pinnbogastöðum í Trékyllis- vík. Byggðin lá þá utan alfaraleið- ar og fáar götur greiðar heim og heiman. Það var því ekki líklegt að sá hlyti góðan kost sem hugsaði þar til staðfestu. Þetta fór þó á annan veg. Eftir fimm ára starf þar norður frá kvöddum við hjónin byggðina með mikilli eftirsjá og seinna á ævinni, þegar við litum um öxl til liðins tíma, voru kannski minningar frá dvölinni þar besti ylgjafinn og skemmtilegast að rekja. En hvers vegna er ég að rifja þetta upp nú, fjörutíu árum seinna? Sú fregn barst á öldum ljósvak- ans mildan og sólríkan haustdag, að einn af bændum byggðarinnar þar norður frá væri látinn. „Um héraðsbrest ei getur „þó hrökkvi sprek í tvennt" kvað Guðmundur skáld Frið- jónsson. En nú var það ekki sprek sem hrökk, heldur stofn af sterkri rót. Stofn, sem hafði staðið beinn og óbugaður í öldukasti áranna. Maður sem breytt hafði grýttum karga í gróinn völl og litlu kotbýli í myndarlegt sveitasetur. Guðjón Jónsson, bóndinn í Litlu-Avík, var fyrst og fremst stór af sjálfum sér, en hann hafði líka heimanfylgju góða — sterka ættarþræði. Foreldrar hans voru Jón Magnússon bóndi og bátasmiður í Litlu-Ávík og kona hans Sigríður Ágústína Jónsdóttir. Þær ættir liggja til þjóðkunnra, svipmikilla manna svo sem Torfa Eiriarssonar alþingismanns á Kleifum í Stein- grímsfirði, Ásgeirs Einarssonar á Þingeyrum í Húnaþingi og Herg- ilseyjarsystkina, Þuríðar og Egg- erts Ólafssonar. Faðir Guðjóns og einnig afi hans voru miklir bátasmiðir og var á orði haft, að hver sá farkostur sem þeir legðu hönd að mundi vel reyriast. Hann lærði einnig þessa iðn og þótti vel takast. Ég kynntist Guðjóni ekki mikið þau ár sem ég var í Trékyllisvík, en mér er minnisstætt þegar ég sá hann í fyrsta skipti, það var á gleðisamkomu í Árnesi. Hann vakti eftirtekt vegna þess hve framkoma hans var látlaus og hógvær. Þegar hann gekk á vit gleðinnar var það án alls hávaða — en svipurinn hlýnaði og brosið var milt. I afmælisgrein, sem Sigmundur Guðmundsson fyrrum bóndi á Melum skrifaði um Guðjón sextug- an segir svo: „Guðjón er maður dulur í skapi og fer ekki troðnar slóðir fjöldans. Hann er lítt gefinn fyrir að trana sér fram og mörgum finnst hann helst til hlédrægur, en þeim sem tekist hefur að ná vináttu hans fyrirhittir mikið tryggðatröll, sem hefur öðrum miklu að miðla. Slíka menn er gott að eiga að vini.“ Hér talar maður, sem gjorst þekkir. Það nálgast héraðsbrest í fámennri byggð þegar menn eins og bóndinn í Litlu-Ávík hverfa af vettvang. Með þessum línum vil ég votta sveitungum Guðjóns samúð vegna fallins félaga, félaga sem var minni í orði en mikill á borði. Það er skarð fyrir skildi hjá fjölskyldunni í Litlu-Ávík. — Én eitt sinn skal hver deyja — og orðstír lifir um mætan mann. Það er huggun harmi gegn. Systir Guðjóns er Olöf Jónsdótt- ir skáldkona. Hún hefur fylgt bróður sínum trúlega síðustu fótmálin. Ólöf mí'n. — Ég sendi þér innilega samúðarkveðju. Minning: Gunnar Sigurjóns- son málarameistari Fæddur 11. júní 1925. Dáinn 31. ágúst 1978. Hér mun ég í nókkrum orðum minnast heiðursmannsins Gunn- ars Sigurjónssonar, málarameist- ara. Foreldrar Gunnars voru sæmd- arhjónin Anna Halldórsdóttir og Sigurjón Gíslason frá Arakoti. Bjuggu þau hjónin lengst af í Reykjavík. Ólst Gunnar upp í stórum systkinahópi á þessu ágæta heimili, en foreldrar hans bjuggu lengst af á Þórsgötu 6 í Reykjavík. Á sama stað bjó einnig Guðrún Halldórsdóttir systir móð- ur hans, sem reyndist því heimili sem önnur móðir barnanna. Snemma hneigðist hugur Gunn- ars til íþrótta og var hann óvenju fjölhæfur íþróttamaður, sem að- eins skal rakið. Hann gekk í Val aðeins 7 ára og keppti í öllum aldursflokkum í knattspyrnu. Var í meistaraflokki félagsins árin 1941—53. Var Valsliðið þá sigur- sælt, eins og nú, því það varð þrisvar íslandsmeistari og fimm sinnum Reykjavíkurmeistari á þessu tímabili. Að áliti kunnugra knattspyrnumanna var Gunnar talinn meðal bestu leikmanna þess tíma. Hann var og oft valinn í úrvalslið Reykjavíkur. Fótboltinn var hans aðalkeppn- isgrein og heillaði hann mest, en hann var einnig í meistaraflokki Vals í handbolta og meðal annars Reykjavíkurmeistari 1945 og Is- landsmeistari 1946. Hann var einnig ágætur frjálsíþróttamaður og skíðamaður. Vann hann verð- laun sem unglingur í víðavangs- hlaupi, langstökki og spretthlaup- um og árið 1945 vann hann 1. verðlaun í svigi á stóru móti. Er erfitt að gera þessu betri skil, vegna hlédrægni Gunnars heitins, en ekki fer milli mála, að hann var mjög fjölhæfur íróttamaður. Þann 18. júlí 1952 gengur hann að eiga Hildigunni Gunnarsdóttur og var hjónaband þeirra mjög farsælt. Þau eignuðust fjögur börn, sem eru: Gunnar Sigurjón, nemi í húsgagnasmíði; Kristinn Erlendur, nemi í húsgagnasmíði; Anna Friðrika, mikil íþróttakona, og yngst er Ásdís Hildigunnur, aðeins 11 ára og sérstaklega fjölhæf. Eru öll þessi börn þeirra sérstaklega efnileg og eiga það sameiginlegt með foreldrum sín- um að standa saman og hjálpa hvert öðru og ekki síst, ef erfið- leika ber að garði. Hildigunnur móðir þeirra hefur lengi verið á sjúkrahúsi og ýmsir erfiðleikar barið þar að dyrum, en þá hefur fjölskyldan þjappast saman og unnið sigur á vandanum um síðir. Er gott fordæmi Gunnars heitins leiðarljós þeirra í þessum efnum. Er Hildigunnur veiktist fyrst fyrir um 20 árum og lá samfleytt í hálft annað ár á spítala, þá heimsótti hann hana tvisvar á dag, auk þess sem hann vann fulla vinnu og sá um heimilið. Það sama gerði hann og tvisvar síðar við svipuð tæki- færi. Hann var börnum sínum þannig ógleymanleg stoð á miklum erfiðleikatímum. Hann lifði alla tíð fyrir fjölskyldu sína og helgaði henni alla sína starfskrafta, enda vissu þau best hvílíkan föður þau áttu og mátu hann að verðleikum. Hann var mikill náttúruunnandi og fór mikið með fjölskylduna í ferðalög. Hann málaði gjarnan myndir í tómstundum, sem báru vott um fallegt handbragð og skarpa athyglisgáfu. Gunnar lærði málaraiðn hjá Herði & Kjartani h.f., málara- meisturum hér í bæ, og vann þar yfir 20 ár, en hin síðari ár vann hann mest sjálfstætt. Fyrir um 10 árum missti hann heilsu sína og bar ekki sitt barr eftir það. Hafði hann alla tíð verið hamhleypa til verka, en nú varð mikil breyting á og átti hann erfitt með að sætta sig við þá staðreynd að heilsan var farin og hann mátti ekki stunda vinnu sína sem fyrr. Erfiðlega gekk að fá hann til þess að leita sér lækninga, enda eins og áður segir var hann óvenju hraustur framan af ævi. Hér hefur verið skýrt frá aðsteðjandi erfiðleikum, en í öllu þessu gat fjölskyldan treyst Gunn- ari, því að hann brást aldrei og innan veggja heimilisins naut hann sín best. Gunnar var að eðlisfari hlédrægur og nokkuð fáskiptinn. En mikill vinur vina sinna og viljafastur. Aldrei mátti hrósa honum fyrir neitt verk, og brást stundum önugur við, ef orð féllu í þá átt frá einhverjum. Það má því segja, að með fráfalli Gunnars er fallinn frá mikill mannkostamaður, langt fyrir ald- ur fram. Er því eðlilega mikill harmur hjá fjölskyldu hans við hið snögga andlát hans. En í þessu öllu er mikil huggun harmi gegn, að einmitt Gunnar kenndi fjöl- skyldu sinni með sinni fórnfúsu og hugljúfu framkomu hvernig mæta á mótlæti lífsins og sigrast á því. Blessuð sé minning Gunnars heitins. Sigurður Helgason. Afmœlis- og : u- *s'-- -ifTð • : !irn écj gunjG mu>í>}öq ðiV minningargreinar AF GEFNU tilefni skal það enn ítrekað, að minningargreinar, sem birtast skulu í Mbl., og greinarhöfundar óska að birtist í blaðinu útfarardag, verða að berast með nægum fyrirvara og eigi síðar en árdegis tveim dögum fyrir birtingardag. Skákir frá Interpolis-skákmótinu: Leiftrandi skákhjáBrowne Morgunblaðinu hafa borizt nokkrar úrvalsskákir frá Inter- polisskákmótinu í Tillsburg sem skipað er nokkrum af beztu skákmönnum heimsins og jafn- framt þeim litríkustu. Eftirfar- andi skák er með þeim fjörugri sem sézt hafa lengi frá jafn öflugu skákmóti því strax í 5. leik fórnar hvítur hrók fyrir stórsókn á svarta kónginn/ Browne er í essinu sínu í þessari skák. 7. umferð Hvítt: W. Browne Svart: A. Miles Enski leikurinn. 1. c4 — b6 (Uppáhaldsbyrjun Miles) 2. d4 - e6, 3. e4 - Bb7, 4. Bd3 (Þessi leikur hefur ekki verið talinn góður vegna næsta leiks svarts ...) 4. ... f5 (og hvítur má ekki drepa þetta peð vegna þess að þá fellur hrókurinn á hl) 5. exf5 (en Browne kærir sig kollóttan og drepur samt. Fljótt á litið virðast hér vera á ferð byrjend- ur en ekki sterkustu skákmenn heimsins!) 5. ... Bxg2 (og svartur vinnur hrók — eða hvað? 6. Dh5 — g6, 7. fxg6 — Bg7, 8. gxh7 - Kf8, 9. Re2! (Hvítur kærir sig ekki einu sinni um riddarann á g8 í staðinn fyrir hrókstapið — ekki strax að minnsta kosti) 9.. .. Bxhl, 10. Bg5! - Rf6.11. Dh4 (Hvítur er einfaldlega hrók undir í stöðunni en hvítur hefur augastað á g6 reitnum fýrir riddarann) 11. ... Rc6, 12. Rf4 - Kf7, 13. Bg6 - Ke7,14. Rh5 - Df8,15. Rd2 (Drottningarriddarinn leggur rólega af stað til þess að leppa enn frekar riddarann á f6. Það er með ólíkindum hvað svartur er varnarlaus). 15. ... e5, 16. 0-0-0 (Nú er drottningarhrókurinn kominn í spilið og nú hótar hvítur m.a. að drepa á e5 og leppa síðan riddarann á e5) 16. ... Rxd4, 17. Hxhl (Vegna stöðugra hótana hafði biskupinn aldrei tíma til að forða sér) 17.. .. Re6,18. f4 - d6,19. Re4 - Rxg5, 20. Dxg5 - Bh6, 21. Dh4 — Bg7, 22. fxe5 — dxe5, 23. Hfl (Lokaþáttur stefsins. Leppun riddarans á f6 er orðin yfir- þyrmandi) 23.. .. Kd7,24. Re4xf6 - Bxf6, 25. Rh5xf6 - Kc8, 26. Be4 c6, 27. Dh3 - Kb7, 28. Bxc6 og svartur gafst upp. Skák eftir Gunnar Gunnarsson, Timman teflir með glæsibrag Eftirfarandi skák var tefld á Interpolis-skákmótinu í Tills- burg í Hollandi. Hvítt: L. Ljubojevic Svart: J. Timman Pirc vörn. I. e4 - d6. 2. d4 - Rf6, 3. Rc3 — g6, 4. f4 (Ljubojevic velur hvassasta af- brigðið; fjögurra peða árásina sem getur reynst svörtum þung í skauti. Karpov valdi ekki þessa leið á móti Kortsnoj þegar Kortsnoj bryddaði upp á þessari byrjun í 18. skákinni í einvígi þeirra sem nú stendur yfir heldur lék hinum trausta og hægfara leik 4. Rf3) 4.... Bg7, Rf3 — c5, 6. dxc5 — Da5, 7. Bd3 - Dxc5, 8. De2 (Hvítur undirbýr að leika Be3) 8. ... 0-0, 9. Be3 - Da5, 10. 0-0 - Bg4 (Þannig lék Fischer forðum á móti Spassky í 17. einvígisskák þeirra (sem endaði með jafn- tefli) en áður hafði verið reynt bæði 10. ... Rc6 og 10. ... Rbd7) II. Df2 (Spassky lék 11. Hadl en til greina kemur 11. h3) 11. ... Bxf3, 12. Dxf3 - Rc6, 13. Rce2 - Rd7, 14. c3? (Slæmur fingurbrjótur hjá Ljubojevic sem Timman er ekki lengi að notfæra sér) 14. ... Rde5! (Óvæntur leikur, en áhrifamikill því á þennan hátt molar svartur niður hvítu stöðuna) 15. fxe5 — Rxe5, 16. Dh3 — Rxd3.17. Dd7 - Da6,18. Dxe7 (Hvítur reynir að vinna upp peðstapið en með hörmulegum afleiðingum) 18. ... Hae8, 18. Dh4 - d5! (Hvítur er máttlítill gagnvart svo öflugum leikjum svarts sem þvingar á þennan hátt fram peðsvinning) 20. Rg3 - Í5! (Með þessum leik hótar svartur ekki einungis e-peðinu heldur býr að baki líka önnur hótun) 21. e5 - f4! (Á þennan hátt vinnur svartur skiptamun). 22. Bxf4 - Db6, 23. Khl - Iíf2, 24. Hxf2 - Dxf2, 25. Hafl - Dxb2, 26. Dg5 og hvítur gafst samstundis upp. Þ.M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.