Morgunblaðið - 12.09.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.09.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1978 35 Þorvarður Elíasson, framkvæmda- stjóri Verzlunarráðsins: Fullyrðingar verð- lagsstjóra hafa ekki við rök að styðjast ÞORVARÐUR Elíasson, íram- kvæmdastjóri Verzlunarráðs ís- lands, lét í gær bóka á fundi Verðlagsnefndar, að svo miklar upplýsingar lægju nú fyrir frá hinum Norðurlöndunum, að full- yrða mætti að staðhæfing verð- lagsstjóra um að innkaup ísiend- inga væru að meðaltali 21 til 27% óhagkvæmari en innkaup hinna Norðurlandanna, hefði ekki við rök að styðjast. Bókun borvarðar á Verðlagsnefndarfundinum í gær er svohljóðandii „Þann 23. ágúst sl. birti verð- lagsstjóri tölur, sem hann segir vera niðurstöður könnunar verð- lagsstjóra allra Norðurlandanna á innkaupsverði innflytjenda. Tölur þessar eiga að sögn verðlagsstjóra að sýna, að innkaup Islendinga séu að meðaltali 21 %— 27% óhag- kvæmari en innkaup hinna Norð- urlandaþj óðanna. Tilkynning verðlagsstjóra hefur síðan verið notuð til margháttaðra árása á íslenzka verzlunarstétt sem er vænd um þjófnað, gjaldeyr- issvik, skattsvik og hvers konar óþjóðlega starfsemi. Allur þessi áburður er rökstuddur með grein- argerð verðlagsstjóra, enda er hún þannig gerð, að hægt er að túlka niðurstöður hennar með hverjum þeim hætti, sem lunderni manna gefur löngun til. Verðlagsstjóri gefur í skyn í áðurnefndri tilkynningu, að tölur þær, sem hann birtir séu einnig gerðar opinberar á hinum Norður- löndunum með sama hætti. Hér beitir verðlagsstjóri blekkingum, þar sem ekkert hinna Norðurland- anna hefur enn tekið afstöðu til þess, hvort könnunin sé marktæk og hafa ekkert birt um tilvist hennar. Það liggur ljóst fyrir, að verð- lagsstjóri hefur birt tölur, sem hann sjalfur túlkar á þann veg, að þær gefa tilefni til víðtækra og alvarlegra árása á íslenzka verzl- unarstétt. Jafnframt hefur verðlagsstjóri komið í veg fyrir, að samtök verzlunarinnar gætu svarað árás þessari, með því að neita þeim um allar upplýsingar varðandi um- rædda könnun sem gætu orðið þeim að gagni og gert þeim kleift að upplýsa málið. Þrátt fyrir þetta liggja nú fyrir nægar upplýsingar frá hinum Norðurlöndunum til þess að fullyrða að staðhæfing verðlagsstjóra um, að innkaup Islendinga séu að meðaltali 21—27% óhagkvæmari en innkaup hinna Norðurlandaþjóðanna, hef- ur ekki við rök að styðjast. Ekki verður hjá því komist að víta verðlagsstjóra fyrir þessa framkomu og krefjast þess, að viðskiptaráðherra fyrirskipi hon- um að veita fulltrúum verðlags- nefndar og samtökum verzlunar- innar allar þær upplýsingar varð- andi umrædda verðkönnun, sem þeir fara fram á og telja nauðsyn- legar. I framhaldi af ofansögðu er ekki úr vegi að benda á að Svíþjóð, sem er sögð hafa besta innkaupsverðið, er eina Norðurlandaþjóðin, sem hefur engan verðlagsstjóra. Enn- fremur má benda á að ísland hefur valdamesta verðlagsstjórann, víð- tækustu verðlagshöftin og ver að tiltölu meiru fjármagni til verð- lagseftirlits en nokkurt hinna Norðurlandanna." Símon ívarsson og Carl R. Hánggi. Samleikur á gítar endurskoða það, líkt og annað námsefni. Upphaflega gerðum við okkur vonir um að kennarar yrðu virkari í samstarfi við okkur; að gagnrýni þeirra myndi hafa meiri mótandi áhrif á námsefnisgerðina. En þeirra þáttur í endurskoðun- inni hefur því miður orðið minni en skyldi." Blm.i En þú sjálfur. Hverju vilt þú breyta? „Við höfum miðað uppbyggingu kennsluefnis við tvo aðalþætti: Söng og hlustun (hlustunarefni t.d. af segulböndum). Margt annað þarf að bætast við í framtíðinni. Við höfum hreinlega ekki haft bolmagn til að sinna því öllu í upphafi. Við þurfum t.a.m. að leggja meiri rækt við skapandi þætti í náminu." Blm.i Hvað um framtíðina? „Framtíðaráætlun okkar spann- ar allt fram til ársins 1990, en þá er gert ráð- fyrir að samningu námsefnis fyrir alla bekki grunn- skóla sé lokið, og að búið verði að tilraunakenna það og endurskoða." Starf námsstjóra Blm.i Starfsemin á skrifstofu tónmenntarnámsstjóra er augljós- lega margþætt. Að hve miklu leyti hefur þú persónulega afskipti af henni allri? Átt þú t.d. hlut jafnt að námsefnisgerð, tilraunakennslu sem og endurskoðun námsefnis? „Ég telst vera námsstjóri í tónmennt. Starf mitt, eins og það hefur þróast undanfarin ár, felst að miklu leyti í samningu náms- efnis, og í því að stjórna störfum starfshópa. Þetta er stærsti hluti starfs míns. En svo eru þrír tímafrekir þættir að auki. Sam- starfið við Ríkisútgáfu námsbóka krefst fjölbreyttra athafna. Ég sinni einnig alls konar afgreiðslu- störfum hér á skrifstofunni og inni af hendi ýmiss konar þjónustu. Hingað koma bæði gestir og gangandi — jafnvel blaðamenn. Ekki má gleyma veigamiklum þætti starfs míns, en það er samstarfið við hina námsstjórana í Skólarannsóknadeild. Haldnir eru reglulegir fundir með deildar- stjóranum, og þá fjallað um grunnskólakennslu almennt. Loks er að nefna beina þjónustu og samstarf við skólann ásamt ferða- lögum út um land. Skipuleggja þarf tilraunakennslu og hafa fundi með kennurum. Tíma mínum hefur mest verið varið í námsefn- isgerð, en það breytist þegar mesti kúfurinn er farinn af henni. Þá getur hin raunverulega fagnáms- stjórn hafist." Blmi Er starfið ekki alltof viðamikið fyrir einn mann? „Jú, og svo viöamikið að ég kemst engan veginn yfir þetta allt. Það verður alltaf eitthvað útund- an.“ Gleymast óskir barnanna? Blmi Er ekki hætta á því, þegar um flókna og margþætta námsefn- isgerð er að ræða, að börnin sjálf gleymist og áhugamál þeirra á líðandi stundu? „Það hef ég reynt að fyrirbyggja með því að vera sem minnst einvaldur í námsefnisgerðinni. Ég vil helst vera einskonar verkfæri í höndum þeirra kennara er starfa með börnunum frá degi til dags og Um menntamála- ráðuneytið síðari grein vinna jafnframt með mér við samningu efnisins. Blmi Hvetjið þið kennara eður ei til að svala þorsta nemenda í þá dægurtónlist sem höfð er fyrir þeim í öllum fjölmiðlum og hlýtur að eiga hljómgrunn? „Ég hef alltaf sagt að námsefnið sem við látum frá okkur sé fyrst og fremst til að auðvelda tón- menntakennurum störf sín, en ekki til að binda hendur þeirra. Æskilegast væri að þeir gætu lagt handbækurnar frá sér og kennt með hliðsjón af þeim sem og eftir eigin höfði, og noti þá gjarnan dægurlög þegar það hentar." Hvað um hljóð- færaleikinn? Blmi Nú gangið þið útfrá söngnum sem kjarnaþætti tón- menntakennslu í grunnskólum; allt snýst í kringum hann. En hvergi er gert ráð fyrir að hljóðfæratónlist sé iðkuð í hóptím- um líkt og tíðkast víðast erlendis. Er ekki verið að vanrækja til framtíðar þann þátt tónlistarupp- eldis sem hefur verið afskiptastur til þessa? „Þetta er viðamikið mál sem þyrfti að athuga gaumgæfilega. En sá stakkur sem okkur var skorinn í upphafi útilokaði eigin- lega hljóðfærakennslu í tón- menntatímum grunnskóla. Við álitum ekki gerlegt, innan þess ramma sem til umráða var, að taka hljóðfæraleik inn í almennt nám. Þetta var ákvörðun okkar í upphafi. Eins og nú háttar fer hljóðfærakennsla eingöngu fram í tónlistarskólum. Ég álít að þá starfsemi þurfi að endurskoða frá grunni, með það fyrir augum að byrjunarnám í hljóðfæraleik flytj- ist að einhverju leyti innfyrir veggi grunnskóla landsins, og þá er einnig hugsanlegt að forskóla- nám í tónlist eigi sér þar stað. Við verðum að skipuleggja tónmennta- nám í almennum skólum og nám í tónlistarskólum þannig að um samfellda og samræmda áfanga verði að ræða.“ Þetta starf er að hefjast með námsskrárgerð fyrir tónlistarskólana." Blmi Við Islendingar höfum verið kórsyngjandi þjóð alla okkar tónlistársögu. I hvers verkahring er að hafa frumkvæði um að kynna ungmennum hljóðfæralist í al- mennum skólum? „Það verður að vera sameigin- legt frumkvæði ráðuneytis, tón- listarskóla og tónmenntarkenn- ara.“ Blmi Er það í verkahring námsstjóra í tónmennt að vera hvati að fundi um stöðu hljóðfæra- tónlistar í grunnskólum landsins? Það er áreiðanlega í verkahring ráðuneytisins en þetta er það mikið mál að það heyrir undir fleiri og hærra setta menn innan ráðuneytisins heldur en mig einan. BLMiÞá ráðherra? „Já ráðherra og ráðuneytis- stjóra. Það væri hins vegar ekki óeðlilegt að fyrst væri komið á óformlegum umræðum með yfir- stjórnendum þessara mála, t.d. Kristni Hallssyni, Jóni Nordal, Stefáni Edelstein, Jóni Ásgeirs- syni og fleirum. Síðan væri málinu komið áfram í ráðuneytinu að höfðu samráði við ráðuneytis- stjóra og ráðherra." BLMiEinhver verður að boða til fundarins. „Já og ég held að það ætti að vera í verkahring okkar ráðu- neytismanna" BLMiHvers í ráðuneytinu? „Við erum að tala um stóraukna hljóðfæratónlist i grunnskóla. Tónmenntarkennsla í grunnskóla heyrir undir mig en tónlista- skólarnir og hljóðfærakennsla heyrir undir Kristinn Hallsson tónlistarfulltrúa. Það er því í hans verkahring ekki síður en mínum að boða til fundar um mál sem þetta. Hins vegar er þetta stórmál sem krefst meiri háttar skipulags- breytinga og þess vegna þurfa fleiri aðilar að koma þar við sögu, t.d. þeir sem ég nefndi hér á undan. Ég held að tími sé til kominn að taka öll tónlistarmál á Islandi til gagngerrar endurskoð- unar. Það þarf að sameina marga sundraða krafta sem nú bauka hver í sínu horni.“ Vantar samræmandi afl? BLMiErtu með þessu að segja að það vanti samræmandi afl í tónlistarlíf íslendinga jafnt á menningar- sem menntasviði? Afl sem hefur máls á aðkallandi verkefnum og deilir þeim niður á viðkomandi stofnanir og embætti eða gerir a.m.k. tillögur þar um? „Já, einmitt. Ég hefi reyndar áður nefrit þetta í útvarpsþætti um tónlistarmál og oft rætt þetta í óformlegum viðræðum við kunn- ingja. Fyrst þarf frumkvæði, þá ráðstefnu eða annan heppilegan vettvang til skoðanaskipta. I kjölfar hennar þyrftu að fylgja tillögur og síðan framkvæmdir.“ BLMiTökum annað dæmi um verkaskiptingu: Tónlistarstjóri Utvarps sagði í viðtali að það væri ekki í hans verkahring, eða yfirstjórnar Sinfóníuhljómsveitar Islands, að hefja viðræður um samstarf hljómsveitarinnar og tónmenntarkennara landsins, þ.e. skjólstæðinga þinna. Er það í þínum verkahring? „Það má vel vera að frumkvæði ætti að koma fra mér og reyndar hef ég einhvern tíman nefnt þetta við framkvæmdastjóra hljóm- sveitarinnar. Það þarf aðeins að koma á laggirnar litlum starfshópi sem í samráði við S.I. og með hæfilegum fyrirvara, gerði áætlun um efnislegt inntak skólatónleika hvers vetrar. Þetta er ekkert mál í sjálfu sér og sjálfsagt að kippa því í liðinn úr því að fram er komin 'tillaga í þá veru. Njáll Sigurðsson, hinn ungi og ötuli tónmenntarnámsstjóri okk- ar, sagði að lokum, að full ástæða væri til að skilgreina nánar verksvið ýmissa embættismanna; að oft vissu þeir ekki sjálfir takmörk síns verkahrings og því vart hægt að ætlast til að utanað- komandi aðilar gerðu það. GÍTARLEIKARARNIR Símon H. Ivarsson og Carl R. Hánggi frá Sviss munu á næstunni fara í tónleikaferð um ísland. Fyrstu tónleikarnir verða í Vestmannaeyjum hinn 14. september, 16. september verða þeir í Njarðvík, 19. september á Húsavík og 20. september munu þeir kynna gítartónlistina í 4 skólum á Akureyri auk þess sem þeir halda tónleika í Akureyrar- kirkju sama dag. Á ísafirði leika þeir félagar 21. september en tónleikaferð sína enda þeir í Reykjavík með tónleikum hinn 21. og 24. september í Bústaða- kirkju. Á efnisskrá tónleikanna eru verk frá 1510 og allt fram á þennan dag. Símon og Carl hafa undanfarin ár sturidað nám í Vínarborg og lauk Karl prófi þaðan síðastliðið haust. Kriatmann Guómundaaon Einn af víölesnustu höfundum landsins. Nokkrar af bókum hans hafa veriö þýddar aö minnsta kostl 4 36 tungumál. Skáldverk Kristmanns GuÖmundssonar Brúöarkyrtillinn Morgunn lífsins Arfur kynslóöanna Ármann og Vildís Ströndin blá Fjalliö helga Góugróöur Nátttrölliö glottir Gyöjan og nautiö Þokan rauöa Safn smásagna J s Almenna Bókafélagiö, Austurstrsati 18, Skammuvogur 36, •ími 19707 simi 73055

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.