Morgunblaðið - 12.09.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1978
45
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL 10—11
FRÁ MÁNUDEGI
• !\y (/j-ATmví''ua,iJU
En þá ætti ekki að vera vanda
bundið að bera fram orð, sem hafa
áherzluna einmitt á fremsta at-
kvæði. Þannifí er a.m.k. ástatt um
ungverska og tékkneska nemend-
ur, því þeir eru vanir frá móður-
máli sínu að herða fremsta
atkvæði hvers orðs.
En reynslan með íslenzkum
námsmönnum er öll önnur. Þeim
gengur ekki betur aö herða
fremsta atkvæðið en annað. Þegar
þeir reyna að herma eftir kennara
lendir áherzlan lengi vel ekki á
rétta atkvæðinu, jafnvel þó að það
sé fremsj; í orði.
Margendurtekur kennari með
ýktum framburði ANTworten,
ARbeiten, HEIraten, UNtertauch-
en, segja nemendur samt oftast
ant’worten o.s.frv.
Nákvæmni í staðsetningu á-
herzlunnar vírðist vera nemendum
framandi. I íslenzku er áherzlan
nefnilega nokkuð á reiki. T.d.
segjum vjð bæði „ANDartak" og
„andarTAK". Við förum með
áherzluna eins og Frakkar, sem
segja „maiSON" og „MAIson"
jöfnum höndurn."
Svo mörg voru þau orð um
áherzluna í íslenzku máli og
verður ekki fjallað frekar um hana
að sinni.
• Skápar á
Hlemmtorg?
II.G.i
— Mig langar að koma fram
með eina hugmynd varðandi við-
bót við innréttingarnar í nýja
skýlinu á Hlemmi. Það er að settir
yrðu upp skápar þar sem menn
gætu geymt pinkla sína meðan
verið er að reka hin ýmsu erindi
í bænum og með því móti losnað
við að bera þá um allan bæ. Mjög
þægilegt væri að hafa aðgang að
svona læstum skápum eins og er
víða t.d. á járnbrautarstöðvum
erléndis, geyma þarna dót meðan
skroppið er í heimsókn eða þvílíkt.
Ekki man ég eftir að svona skápar
væru nokkurs staðar í bænum, en
þarna er áreiðanlega einna mest
þörfin fyrir þá og kynnu margir að
meta slíka þjónustu.
• Allt eyðilagt?
Eftir hugmyndina hér að
framan er ekki úr vegi að birta
eftirfarandi pistil:
Reykvíkinguri
— Oft er talað um að ekki sé
nóg gert af hálfu hins opinbera í
ýmiss konar þjónustu og man ég
þar helzt eftir símaklefum. Menn
eru að furða sig á að ekki skuli
vera til símaklefar víða um
borgina, sá eini eða einn af fáum»
a.m.k. í miðbænum. Bln er þetta í
rauninni nokkuð skrítið? Er ekki
allt svona hreinlega eyðilagt um
leið og það er komið upp? Hver
hefur t.d. getað notað símann í
klefanum á Lækjargötu einmitt
þegar hans hefur verið þörf? Ekki
eru símaklefarnir það eina, sem
verður fyrir barðinu á skemmdar-
fýsn, því iðulega eru brotin ljósin
á Ijósastaurum og rúður í verzlun-
um og hver veit hvað. Það þarf því
áreiðanlega að vinna að því að
almenningsálitið snúist gegn slík-
um skemmdarverkum á áþreifan-
legan hátt, því meðan við erum
sinnulaus fyrir þeim geta
skemmdarvargar vaðið uppi og
eyðilagt allt mögulegt þess háttar
sem reynt er að koma upp til að
auka ýmsa þjónustu við borgar-
ana. Ég geri mér grein fyrir því að
allt eftirlit með þessum atriðum er
erfitt, því iðulega hljóta svona
verk að vera unnin að næturlagi og
því hlýtur það líka að vera í
verkahring lögreglunnar að fylgj-
ast með þessum opinberu eignum,
eins og hún reyndar gerir, en
kemst bara ekki yfir að vera alls
staðar í einu.
Við berum okkur oft saman við
útlönd og í þessu tilliti verður
samanburðurinn okkur ekki hag-
stæður, því víðast hvar erlendis
má sjá almenningssíma nánast á
hverju götuhorni og ýmis fieiri
atriði, t.d. sjalfsala og fleira, sem
látið er í friði. Manni verður spurn
hvort við íslendingar séum af-
brigðilegir að einhverju leyti hvað
þetta atriði snertir?
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
HÖGNI HREKKVÍSI
„Nei, nei, Högni!. . . Þetta er blautt sement!!,,
• //•
h'J’/w)
Umsjón:
Bergljót Ingólfsdóttir
París gefur
línuna
Það er óneitanlega dá-
lítið forvitnilegt, að virða
fyrir sér sköpunarverk
hinna þekktu tízkuhönn-
uða, þegar myndir birtast
frá árvissum sýningum
þeirra. Heimur þeirra er
mörgum okkar óraun-
verulegur og framandi, og
flikurnar, sem þeir kynna,
oft miðaðar við aðstæður,
sem fæst okkar þekkja.
En síðan taka aðrir við,
úr hugmyndunum eru
gerðar flíkur sem nothæf-
ar eru fyrir venjulegt fólk,
eins og þig og mig, hafin
er fjöldaframleiðsla og
verðið þá miðað við kaup-
getu alls þorra manna.
Þessar myndir, sem hér
birtast með, eru örlítið
sýnishorn af því , sem
fram kom í París, þegar
þar var sýnd haust- og
vetrartízkan.
St Laurent
Daniel Hechter
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
AUGLYSINGA-
SÍMINN ER:
22480