Morgunblaðið - 12.09.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.09.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1978 37 Minning: Eyjólfnr Hannesson Borgarfirði eystra um breyskleika margfaldast sjálf- krafa með þúsundföldum hraða, því að enginn er til að hafa þar eftirlit á.“ Beint framhald af ríkiskenningu Marx Hjalti svaraði Skúla, sagði, að stjórnarfarið í Ungverjalandi fyrir uppreisnina 1956 hefði ekki verið betra en stjórnarfarið í Kínaveldi: „Enginn var óhultur um líf sitt eða limi; ö|l andstaða og mögl gegn ríkjandi skipulagi var barin niður (í bókstaflegri merkingu). Pram- leiðsla jókst að vísu, en lífskjör versnuðu engu að síður. Verka- menn voru að mestu sviptir frelsi til að ráða vinnustað, bændur kúgaðir með afurðaafhendingar- skyldu. í andlegu lífi ríkti skema- tískur formalismi á hæsta stigi." Hann hafnaði skýringu Skúla á stjórnarfarinu: „Eg hygg þú aks- epterir kenninguna um alræði öreiganna (Diktatur des Proletar- iats), hún er beint framhald af ríkiskenningu Marx.“ Hann gaf sömu skýringarnar og í fyrra bréfi sínu, en bætti við einni: „Hér kemur og til greina atriði, sem ég sannast sagna gleymdi í fyrra bréfi, en nefni nú sem item d) óhæfir kaderar." (Hann á við flokksmenn með orðinu „kader- ar“.) En hann taldi, að tilgangur- inn hefði þrátt fyrir allt helgað tækið: „Samt vil ég fullyrða, að í Hjalti Kristgeirsson („Ungverja- lands-Hjalti“) kennir um kenn- ingu Marx í „Félagsvísindadeild" Háskóla íslands. grundvallaratriðum hafi ekki ver- ið um aðra leið að velja fyrir Ungverjaland, ef það átti ekki að hafna sósíalismanum, hvers baSis var þó sannanlega lagður á þessum tíma.“ Og hann komst svo að orði um alræðisríkið austræna: „Við aðlögumst því að meira eða minna leyti, og teljum okkur skylt að verja það fyrir óvinum þess í ræð'u og riti.“ Sú er líklega skýringin á því, að Hjalti varði innrás Rauða hersins inn í Ung- verjaland í viðtali, sem var flutt í hljóðvarpinu 24. desember 1956, en hann bannaði mér að flytja viðtalið aftur í útvarpsþætti um innrásina 1976. Ekki mjög heppilegur kennari í stjórn- vísindagrein Þessi ritdeila var svo sannarlega fróðleg. Ég ætla ekki að greina og gagnrýna skýringar íslenzku marxsinnanna á stjórnarfarinu í ríkjum marxsinna í austri í þessari grein, þótt þær skipti miklu máli. En ég bendi á það, • að Hjalti vissi, að alræði var í sameignarríkjunum, • að hann taldi, að alræðið væri óhjákvæmilegt til þess að reisa sameignarríki, • að hann varði alræðið gegn betri vitund, tók með öðrum orðum kenninguna fram yfir sannleikann (en frjálshyggjumenn taka sannleikann fram yfir allt annað í vísindum), • að hann var þrátt fyrir alræðið fylgismaður sameignarstefnunnar, tók með öðrum orðum kenninguna fram yfir frelsið (en frjálshyggju- menn taka frelsið fram yfir allt annað í stjórnmálum). Þessar forsendur gefa fullt tilefni til þess að efast um það, að Hjalti Kristgeirsson sé mjög heppilegur kennari í stjórnvís- indagrein í Háskóla Islands, og hann er enn marxsinni og flokks- bundinn í Alþýðubandalaginu. Hann hafnar frelsishugsjóninni, sem er undirstaða lýðræðisríkis- ins, og sannleikshugsjóninni, sem er undirstaða vísindanna. Eða eru þeir sannir vísindamenn, sem „þarfnast bæði heimspekikenning- ar og pólitískrar línu“ og telja sér „skylt að verja það fyrir óvinum þess í ræðu og riti“, sem þeir vita, að er kúgunarkerfi? Er þeim treystandi til sanngirni? Vísindi Hjalta eru ekki vísindi í venjuleg- um skilningi orðsins, heldur „bar- áttuvísindi" en Ólafur Björnsson prófessor skilgreinir svo „baráttu- vísindi" í bókinni Frjálshyggju og alræðishyggjui „Áróðri og fullyrð- ingum, sem byggja einvörðungu á gildismati er þar blandað saman við niðurstöður, sem fengnar kunna að vera á vísindalegum grundvelli." Rökrétt skoðun marxsinna Hjalti Kristgeirsson er líklega hvorki betri né verri en aðrir sannir marxsinnar. Hann er að- eins óheppnari en þeir flestir, með því að ungir lýðræðissinnar kom- ust í leyniskýrslur hans og sam- herja hans og birtu þær í Rauðu hókinni. Dómur minn á því síður við hann sem einstakling en sem marxsinna. Sú skoðun Hjalta, sem hann kom orðum að í bréfunum, er rökrétt skoðun marxsinna. Marx- sinnar telja, að tilgangurinn helgi tækið og að taka beri kenninguna fram yfir sannleikann, ef þeir eru sannir marxsinnar. Marx kenndi, að enginn algildur sannleikur væri til (auðvitað annar en sá, að kenning hans væri sönn) og að kenning (theorie) og framkvæmd (praxis) væri eitt og hið sama. Hann reit: „Heimspekingarnir hafa aðeins skýrt heiminn á ýmsa vegu. Það sem máli skiptir, er að breyta honum.“ Kenning Marx um einingu kenningar og framkvæmd- ar (einingarkenning hans) er í rauninni krafa hans um „baráttu- vísindi". Sá marxsinni, sem stund- ar fremur vísindi en „bar- áttuvísindi“, er því ekki sannur marxsinni. Umburðarleysið er kenningunni eðlislægt. Skýring- una á skoðun Hjalta, sem frjáls- hyggjumönnum finnst ósiðleg, er að finna í einingarkenningu Marx. Marxsinnar eiga um það að velja að fórna hugsjónum frelsis og sannleika fyrir kenningu sína eða hafna kenningunni — hætta að vera marxsinnar. Benjamín Eiríksson, Halldór Laxness, Steinn Steinarr, Jónas Haralz og Arnór Hannibalsson höfðu þá greind og þann kjark, að þeir risu upp gegn kenningunni. Hinir lögðust niður flatir, báðu til hennar, spurðu: Sovét—Island, óskálandið, hvenær kemur þú? Hjalti var og er í hópi þeirra. Og óskaland þeirra getur enn komið, ef menn taka „baráttuvísindi" fram yfir vísindi. En eiga marx- sinnar sem ætla að bylta lýðræðis- ríkinu (sem þeir geta eins með því að breyta hugarfarinu og stjórnar- farinu), ekki að kenna í skólum lýðræðisríkisins? Þessari spurn- ingu er ekki hægt að svara með einfaldri játun eða neitun, meðal- vegurinn gullni er vandrataður, mótherjar Stalíns eru ekki sam- herjar McCarthys. Ég bendi ein- ungis á það, að skilningur marx- sinna á vísindum er annar en hinn venjulegi, að þeir, sem fá þá til kennslu, eru í verki að velja skilning þeirra. Ég tek undir orð Ólafs Björnssonar í bókinni Frjálshyggja og alræðishyggjui „Hitt er miklu verra, sem í ríkum mæli tíðkast við marga háskóla á Vesturlöndum og jafnvel ekki örgrannt um, að það eigi sér stað við Háskóla Islands, að vísindum í skilningi Max Webers og „bar- áttuvísindum" sé blandað saman á mjög villandi hátt. í þessu felst hætta, sem gæti haft það í för með sér, að grundvellinum yrði meira eða minna kippt undan öllu því, sem kallazt geta hlutlæg félags- vídindi." Eyjólfur Hannesson fyrrum hreppstjóri í Borgarfirði eystra andaðist í Heilsuverndarstöðinni á Egilsstöðum hinn 27. febrúar síðastliðinn, áttatíu og fimm ára að aldri. Hann fæddist í Gilsárvallahjá- leigu í Borgarfirði 13. nóvember 1892, sonur hjónanna Hannesar Sigurðssonar hreppstjóra og Sig- ríðar Ingibjargar Eyjólfsdóttur. Að honum stóðu austfirskir og norðlenskir ættstuðlar. Hannes, faðir Eyjólfs, var sonur Sigurðar bónda á Hólalandi í Borgarfirði, Árnasonar bónda í Stokkhólma i Skagafirði, Sigurðssonar, en móðir Hannesar fyrri kona Sigurðar, var Guðrún Hannesdóttir móðursystir Stephans G. Stephansonar. — Sigríður, móðir Eyjólfs, var dóttir Eyjólfs bónda á Snotrunesi og síðar í Gilsárvallahjáleigu, Þor- kelssonar bónda á Stekk í Njarð- vík, Sigurðssonar þess er Njarð- víkurætt hin yngri er talin frá, Jónssonar, en móðir Sigríðar var Sigurbjörg Jónsdóttir prests Reykjalíns yngra á Þönglabakka, Jónssonar prests Reykjalíns eldra að Ríp og víðar. Eyjólfur Hannesson ólst upp með foreldrum sínum í Gilsár- vallahjáleigu, elstur fjögurra systkina er upp komust, en árið 1907 fluttist fjölskyldan út í Bakkagerðisþorp. Hannes Sigurðs- son seldi þá jörð sína og reisti hús í þorpinu og nefndi Bjarg. I því húsi átti Éyjólfur síðan heima liðug sjötíu ár og þar önduðust foreldrar hans hjá honum í hárri elli. Skólagöngu naut Eyjólfur þeirr- ar einnar, að hann nam um tveggj a vetra skeið við unglinga- skóla þann, er Þorsteinn M. Jónsson skólastjóri starfrækti um hríð á Borgarfirði, og tók próf upp úr efri bekk vorið 1911. Síðari námsvetur sinn lá Eyjólfur lengi veikur og raunar hætt kominn, en vann þó til fulls bug á sjúkdómi þeim, er þá þjáði hann. Um nokkurt skeið á yngri árum vann Eyjólfur Hannesson hjá Hinum sameinuðu íslensku versl- unum á Borgarfirði, bæði við afgreiðslu- og skrifstofustörf. Þegar sími var lagður til Borg- arfjarðar árið 1918 tók Hannes hreppstjóri við símstöðvarstjórn, en er aldur færðist yfir hann með sjóndepru, varð Eyjólfur föður sínum meira og minna innan handar við opinber störf. Hann var síðan skipaður hreppstjóri í Borgarfjarðarhreppi árið 1932 og gegndi því starfi til 1967. Stöðvar- stjóri, pósts og síma var hann 1935—1965 og formaður skatta- nefndar frá 1932 og þar til hin nýja skipan skattakerfisins leysti hreppaskattanefndirnar af hólmi, eða um þriggja áratuga skeið. Jafnframt þessum opinberu störf- um, sem ekki voru hátt launuð, greip Eyjólfur í daglaunavinnu, er hún bauðst, og hafði auk þess smávegis búskap með sauðfé og kýr fram á elliár. Þannig er starfssaga Eyjólfs Hannessonar í sfórum dráttum. Af henni sést, að hann hefur unnið langan ævidag. Hún sýnir’einnig, að hann hefur notið trausts til trúnaðarstarfa. Hins vegar þegir hún um margt, eins og slíkar sögur gera einatt. Eyjólfur Hannesson var sér- stæður og minnilegur persónu- leiki, hár maður, grannur og stæltur, einbeittur á svip, hvatari í spori en aðrir menn. Hann var hlédrægur og jafnvel fálátur við fyrstu kynni, svarastuttur vildi viðmælandi seilast í hugskot hans lengra en honum gast að, dulur á eigin tilfinningar. En undir fálátu fasi bjó einstök hlýja, er þeir fundu best, ,er þekktu hann mest. I vinahópi var hann hrókur alls fagnaðar, en naut sín einatt betur í fámenni en fjölmenni. Skemmtan hans var fólgin í frásagnarlist, efldri af undarlega næmri athygl- isgáfu, tungutakið meitlað; gam- ansögur og vísur á hraðbergi. Tækifærisvísum virtist hann anda að sér jafn ótt og hann heyrði, kunni enda sæg þeirra og vissi tildrög ótrúlega margra. Ekkert var fjær Eyjólfi Hannessyni en að skemmta mönnum með athuga- semdum þeim um menn og mál- efni, er flokkast undir dár og spé. Orðvarari menn munu vandfundn- ir. Aðgát í nærveru sálar var honum eðlislæg, enda ótilhlutun- arsamur um annarra hag, nema hjálpar væri þörf; þá var hann jafnan reiðubúinn. Þannig má lengi telja, en í rauninni er hægt að segja þetta allt í einni setningu: Eyjólfur Hannesson var óvenju vammlaus maður. Eyjólfur Hannesson var frábær- lega vel verki farinn, dugmikill og þó umfram allt vandvirkur. Verk- efnin tóku hug hans allan, enda var hann einbeitingarmaður að eðlisfari. Engan hef ég þekkt, er fremur má segja um, að unnið hafi verkin verkanna vegna. En svo sem hann var vinnufús var honum að því skapi ógjarnt að spyrja eftir launum að verkalokum, hvað þá áður en störf voru hafin. Engu að síður mun Eyjólfur hafa haft mismikla ánægju af verkum sín- um. Hann var bæði hraðvirkur og velvirkur að skrifstofustörfum þeim, er fylgdu póst- og símaþjón- ustu, hreppstjórastarfi og skatta- nefndar, svo að þar varð hvergi að fundið. Mun hann þó af þessum störfum hafa haft minnsta gleði af þeim er hann lagði hönd að. Honum virtist vera hrein nautn að erfiðisvinnu meðan heilsa entist og glaðastur mun hann hafa verið við heyskap á túnum og engjum, við göngur og réttir, eftirleitir og alla umhirðu sauðfjárins. Á unglingsárum Eyjólfs fór ungmennafélagshreyfingin eins og leiftur um landið og í kjölfar hénnar sigldi vaxandi íþrótta- áhugi. Eyjólfur hreifst með og stundaði íþróttir, enda sökum líkamlegs atgervis mjög vel ti! þess fallinn. Bar hann sigurorð af öðrum ungum mönnum í mörgum greinum. Það er full vissa fyrir því, þótt einhverjum finnist ef til vill ótrúlegt nú, að hann náði að stökkva 1,85 m í hástökki. Stokkið var yfir rá, hlaupið beint að, stokkið leikfimistökk, komið standandi niður; annað ekki talið gilt stökk, mátti ekki einu sinni styðja niður hendi ef gilt átti að vera. „Við vorum vissir með 1,80,“ segir bróðir Eyjólfs, Sigurður Hannesson húsasmiður á Akur- eyri. Hann býr þar á Grundargötu 7, ern og stálminnugur. Kveður hann sig hafa vantað 2—3 senti- metra til að ná hæstu stökkum Eyjólfs. Guðrún systir þeirra stökk 1,65 í hástökki. í bókasafni Eyjólfs eru geymdar fimm bækur, er hann hlaut að verðlaunum á íþróttamóti, sem haldið var á Borgarfirði 23. júní 1918. Af áritunum þeirra verður lesið, að hann hefur á móti þessu sigrað í langstökki, hástökki, stangarstökki, 100 m hlaupi og 1000 m hlaupi. Einnig gefur þar að líta verðlaunabók er hann hefur hlotið fyrir að sigra í skautahlaupi í marz 1917. Hinn 28. desember 1919 kvænt- ist Eyjólfur Hannesson eftirlif- andi konu sinni, Önnu Guðbjörgu Helgadóttur frá Njarðvík. Varð hún honum traustur og dyggur lífsförunautur og stoð og stytta í starfi. Hún annaðist löngum símavörsluna, er Eyjólfur sinnti búi sínu eða trúnaðarstörfum. Póst- og símstöðin var í húsi þeirra hjóna um þrjátíu ára skeið, þótt stórt sé það ekki. Var þar því oft þröngt á þingi, er mikið barst að af pósti í senn, sem löngum gerðist meðan póstferðir voru strjálli en síðar varð. I slíkum tilvikum bar oft við, að íbúð þeirra væri að miklu leyti lögð undir póstsendingar. Ugglaust hefði einhver húsfreyjan kvartað í sporum Önnu ekki síst þegar þannig bar til síðustu dagana fyrir jól, en þau hjón- tóku slíkum atburðum sem hverjum öðrum sjálfsögðum hlut. Þau höfðu tekið þetta starf að sér og sinntu því af alúð og samviskusemi, án þess að víkja orðum að persónulegum óþægindum, sem því fylgdu. Eyjólfur og Anna á Bjargi eignuðust sex börn og eru fimm þeirra á lífi en eitt dó í frum- bernsku. Án nokkurs efa hefði skólanám legiö Eyjólfi Hannessyni opið hvað hæfileika snerti, en eigi varð honum þess auðið sem fyrr greinir. Hann var mikill unnandi bóka og þrátt fyrir erilsaman ævidag víðlesinn og fróður. í honum bjó ríkt lækniseðli og var oft til hans leitað, er meiðsli eða slys bar að höndum, uns til læknis var náð og dæmi voru þess að læknar Ieituðu aðstoðar hans við aðgerðir ér þeir urðu að inna af höndum í heima- húsum á Borgarfirði. Eyjólfur Hannesson var einn þeirra manna, er vissi sitt hvað, sem öðrum var hulið, en fór afar dult með og oft mun grunur hans um yfirvofandi atburði hafa verið honum þreytandi byrði, þótt eigi ræddi hann þar um. Hann var heimakær maður með afbrigðum, fór eigi á aðra bæi eða í hús án þess að eiga þangað brýnt erindi og á fullorðins árum fór hann vart út úr sveitinni til annars en leita sér lækninga. Ekki réði hér um tregða að deila geði við menn, síður en svo. Hitt mun sönnu nær, að hann þóttist ekki þurfa að leita sér skemmtana um langvegu. Hann var maður lífsglaður að eðlisfari og naut lífsins í önn dagsins í ríkara mæli en mörgum öðrum tekst á gleðimótum. Falskir gleðivaldar voru honum eigi að skapi, enda alger bindindismaður á vín og tóbak alla ævi. Skemmt- anir er haldnar voru heima fyrir sótti hann jafnan, og ungum mönnum léttari í dansi var hann fram á efri ár. Hinu er ekki að leyna, að þrátt fyrir eðlislæga bjartsýni mátti stundum á honum heyra, að hann bar, af íhygli og rökvísi, kvíðboga fyrir framtíð manns og heims. Eyjólfur Hannesson var jarð- settur frá Bakkagerðiskirkju hinn 11. marz. Þá skein sól af heiðum himni yfir fannhvítan Borgar- fjörð, en hægum blæ andaði af Hvannstóðseggjum yfir byggðar- lagið. Þannig búin kvaddi sveitin hans þann mann er átt hafði færri ferðir en aðrir út úr henni en þeim mun fleiri gæfuspor innan hennar. Sigurður Ó. Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.