Morgunblaðið - 12.09.1978, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.09.1978, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1978 23 Fram hafði nær jafnað í Eyjum ÍBV sigraði Fram í síðasta leik þessara félaga í 1. deildinni í ár. Leikið var í Vestmannaeyjum og heimamenn höfðu töluverða yfirburði í fyrri hálfleik, skoruðu þá þrjú mörk. en í síðari hálfleik varð áhugaleysi Eyjamanna nærri því til þcss að Fram næði að jafna leikinn. Þegar leiktíminn rann út stóð þó á markatöflunni ÍBV 3 — Fram 2. Leikur þessi verður ekki • Ingi Björn Albertsson, fyrirliði Vals, hampar íslandsbikarnum í knattspyrnu, sem Valsmenn íengu afhentan að loknum leiknum við Akrancs á sunnudaginn. Á morgun er það Evrópukeppnin og Magdeburg hjá Valsmönnum (Ljósm. Kristján). minnum hafður í Eyjum fyrir góða knattspyrnu en fyrir brá í leiknum nokkrum skemmtilegum augna- blikum og einstaka einstaklings- framtaki sumra leikmanna. Eyjamenn byrjuðu leikinn og eftir aðeins 50 sek. lá boltinn í netinu hjá Fram. Úr upphafs- spyrnunni barst boltinn til Karls Sveinssonar sem var um 25 m frá markinu og hann lét skotið ríða af og boltinn þaut í hornið niðri án þess Guðmundur Baldursson kæmi við nokkrum vörnum. Þetta mark gaf tóninn í fyrri hálfleiknum. Eyjamenn sóttu mun meira og Framarar virkuðu mjög slakir. Á 13. mín. kemur mark IBV nr. 2. Gústaf Baldvinsson braust upp að endamörkum og gaf fyrir markið til Sigurlásar Þorleifssonar sem var óvaldaður á vítapunktinum og Sigurlás skoraði örugglega í horn- ið niðri. Enn var Guðmundur Baldursson hjálparlaus á marklín- unni. Þó Eyjamenn sæktu mun meira í f.h. sköpuðu Framarar sér nokkur færi, m.a. átti Guðmundur Hafberg gott skot á markið en Páll Pálmason varði vel. Á markamín- útunni miklu, þeirri 43., skora Eyjamenn sitt þriðja mark. Gústaf Baldvinsson komst í gott færi en Guðmundur markvörður varði með öðrum fætinum, boltinn barst út í teiginn til Karls Sveinssonar I>lov0uul»lníiií» IBV - Fram 3:2 l Textii Ilermann K. Jónsson. I sem skoraði með fallegu skoti uppi í bláhorninu vinstra megin. Eyjamenn komu til seinni hálf- leiksins með hangandi haus og áhugaleysið skein af flestum leikmanna liðsins, töldu leikinn auðveldlega unninn. Þetta fundu Framarar strax og gengu óðara á lagið. Mark strax á 7. mín s.h. gaf þeim vind í seglin og sóttu þeir af hörku i hálfleiknum en Eyjamenn skutu inn nokkrum skyndisóknum sem þó ávallt voru hættulegar. Markið sem hleypti lífi í Framar- ana skoraði hinn stórefnilegi sóknarmaður liðsins, Guðmundur Hafberg. Hann náði boltanum í þvögu við mark ÍBV og skoraði laglega. Lengi vel leit út fyrir að Eyjamenn ætluðu að hanga á þessum úrslitum en á 87. mín dæmir Óli Ólsen víti á Eyjamenn. Guðmundur Hafberg var stöðvað- ur af tveimur varnarmönnum IBV og Óli ekki í vafa um að þar væri ólöglega að vörn staðið. Pétur Ormslev skoraði auðveldlega úr vítinu. Áhorfendur heimtuðu síðan víti hinum megin á vellinum þegar Kristinn Atlason renndi sér fyrir fætur Sigurlásar sem var kominn einn inn fyrir, en Óli veifaði, áfram með leikinn. Á síðustu sek leiksins komst síðan Rúnar Gísla- son, kolrangstæður, inn fyrir vörn IBV en lét Pál Pálmason góma boltann af tám sér. ÍBV lék ágætlega í fyrri hálfleik en setti allt á guð og gaddinn i þeim síðari. Að engu sérstöku var að keppa hjá þeim, og allir eflaust með hálfan hugann á írlandi og Spáni, en þangað er nú för framundan. Örn Óskarsson, Sigur- lás Þorleifsson og Karl Sveinsson voru bestu menn liðsins að þessu sinni en Karl var þó borinn slasaður af velli í seinni hálfleik. Framarar voru mjög slakir í fyrri hálfleik og lítið skipulag í sóknarleik liðsins. I seinni hálf- leik, þegar Eyjamenn gáfu eftir, náði liðið sér á strik, barðist vel og háfði nærri nælt sér í stig. Bestan leik Framara sýndu þeir Guð- mundur Hafberg og Pétur Orm- slev. í stuttu málii I. deild — Vestmannaeyjavöllur 9. sept. 1978. ÍBV - FRAM 3-2 (3-0) Mörk ÍBVi Karl Sveinsson 50. sek og 43. mín, SÍKurlás l>orleifsson 13. mín. Mörk Frami Guömundur Ilafherg 52. mín, Pétur Ormslev (v) 87. mín. Áminningari Engin. Dómarii óli Ólsen. Allir leikmenn Magdeburger hafa leikið með landsliði Valur hefur ekki tapað í 34 deildarleikjum í röð • — Það er allt mögulegt í knattspyrnunni og með heimavöllinn með okkur á Valur að geta náð góðum úrslitum gegn Magdeburg. • — Valur hefur aðeins tapað einum heimaleik í sex Evrópuleikjum og erum við bjartsýnir á úrslit á móti A Þjóðverjunum. • — Við sýndum það í leiknum á móti Skagamönnum að við erum enn á toppnum og erum ekkert farnir að gefa eftir þó svo að erfiðu en sérlegu ánægjulegu keppnistímabili sé að ljúka. • — Eg sá leik Vals og Ákraness og það kom mér á óvart í hveru góðri æfingu leikmenn ykkar eru. Við óttumst ekki Val, en að sjálfsögðu verðum við varkárir gegn liði ykkar í Laugardalnum. Leikmenn Magdeburgar eru væntanlegir til landsins í dag, 16 leikmenn, en alls telur hópurinn 22 menn með þjálfurum, nuddara, lækni og formanni félagsins. Urbancic þjálfari þeirra kom til landsins á laugardaginn og sá Val leika gegn IA á sunnudag. Hann sagði um þá viðureign að hún hefði verið leikur hinna glötuðu tæki- færi. — I báðum liðum eru duglegir leikmenn, sem komu mér á óvart. Ég vissi þó áður en ég kom hingað til lands að knattspyrnan var í framför á Islandi og úrslit landsleikja íslands og DDR 1974 og 1975 gleymast ekki þegar ísland tók 3 stig í 2 leikjum. Okkar verkefni hér er að gera betur en landsliðið í þeim leikjum, sagði þjálfarinn a-þýzki. Leikmenn Magdeburgar ráða yfir mikilli reynslu og hafa samtals leikið 227 a-landsleiki fyrir A-Þýzkalands og að auki hafa þjálfarar liðsins sameigin: lega 40 landsleiki að baki. I landsleik A-Þjóðverja og Tékka í síðustu viku léku tveir leikmenn Magdeburgar, þeir Martin Hoff- mann og Júrgen Pommerenke, og sá síðarnefndi skoraði síðara mark Magdeburgar í leiknum. Allir leikmenn liðsins hafa leikið í landsliði eða unglingalandsliði. FC Magdeburg hefur alls leikið 46 leiki í Evrópumótunum í knattspyrnu og markahlutfall liðsins í þessum leikjum er 79:48, frábær árangur, sem segir meira Þessar setningar voru sagðar á blaðamannafundi í gær, en þar komu fram ýmsar upplýsingar um leik Vals og Magdeburgar í Ev- rópukeppni félagsliða í knatt- spyrnu, sem hefst á Laugardals- vellinum klukkan 18.15 á morgun. Það var Nemes, þjálfari Vals, sem átti fyrstu setninguna, síðan Pétur Sveinbjarnarson formaður Knatt- spyrnudeildar Vals, þá Ingi Björn Álbertsson fyrirliði Valsliðsins og loks Urbancic, aðalþjálfari a-þýzku meistaranna frá Magde- burg. LOKS TAPAÐI BORG JIMMY Connors sigraði Björn Borg, 6—4, 6—2, 6—2, í opna Bandaríska meistaramótinu í tennis sem fram fór um helgina. Kom Connors þar með í veg fyrir að Borg tækist að sigra í hinum þremur stóru tenniskeppnum eins og það er kallað. Borg hafði tekist að sigra í tveimur og hafði stefnt að því að sigra í öllum þrcmur. Chris Evert tókst að sigra í fjórða skipti í röð í mótinu með því að slá Pam Shriver út í úrslitum. en mörg orð um hversu sterkt lið heimsækir Island að þessu sinni. Pétur Sveinbjarnarson orðaði það þannig að andstæðingar Vals væru sterkasta félagslið, sem hefði komið hingað til keppni í langan tíma. Á síðustu 7 árum hefur lið Magdeburgar náð frábærum ár- angri, þ.e. þrisvar sinnum hlotið a-þýzka meistaratitilinn, einu sinni Evróputitil bikarhafa, og tvisvar sinnum orðið bikarmeist- ari í heimalandi sínu auk þess að verða árin sem meistaratitillinn vannst ekki í 2.—3. sæti. Leikmenn Vals eru heldur engir byrjendur og liðið hefur ekki tapað í keppni í 1. deild síðan í fyrrasumar og alls hefur liðið leikið 34 deildarleiki án taps. Frábært hjá þessu sterka liði, e.t.v. sterkasta liði, sem íslenzkt félag getur státað af. Valur tekur nú í níunda skipti á 12 árum þátt í Evrópukeppni, en í sex heimaleikjum hefur liðið aðeins tapað einum leik, gegn Celtic 0:2 1975. í Valsliðinu eru sterkir landsliðsmenn, nefna má Hörð Hilmarsson, Guðmund Þorbjörns- son, Inga Björn Albertsson og Atla Eðvaldsson. Valsmenn ætla sér góðum árangur í þessum leik, það yrði kórónan á frábærum árangri liðsins í sumar. Til að hressa upp á stemmning- una á leiknum og til að fá fleiri til að koma á völlinn verða hljómleik- ar á Laugardalsvellinum kl. 17 á morgun. Þar munu Halli, Laddi og hljómsveitin Brimkló skemmta áhorfendum og sömuleiðis einnig í leikhléi. Reynt verður að ná upp stemmningu í leiknum með því að fá almenna hvatningu og söng frá áhorfendum og e.t.v. verður leyni- gestur fenginn til að stjórna fjöldasöng. Það hefur lengi verið draumur hljómsveita að halda hljómleika á Laugardalsvellinum og þessi tilraun gæti orðið til þess að slíkt yrði algengur viðburður á næstu árum. 5.000 watta kerfi verður sett upp til að tónlistin nái til allra áhorfenda og verði ekki mikið rok ættu hljómleikarnir að takast vel. Verð aðgöngumiða á leikinn og hljómleikana er krónur 1800 í stúku, 1200 í stæði og 500 krónur fyrir börn. Dómarar á leiknum verða frá N-írlandi. Forsala að- göngumiða hófst i gær, en verður í dag og á morgun við Útvegsbank- ann frá hádegi. - áij. íslenzka landsliðið í golfi. sem tók þátt í Norðurlandameistaramótinu í golfi í Svíþjóð í síðustu viku. Sportfataverksmiðjan Ilenson gaf þeim keppnisbolina. fyrirtækið Tak h.f. gaf töskurnar og þá gaf Austurbakki h.f. hverjum keppenda 1 tylft af golfboltum. mættu til keppni á laugardaginn í leiðindaveðri, en hluti þeirra heltist úr lestinni áður en 36 holum var lokið. Leikið var í flokkum og sigur- vegari í 1. flokki karla varð Björgvin Hólm, GR, Ingólfur Bárðarson, Selfossi, vann í 2. flokki, Gunnar llaraldsson. NK, í 3. flokki og Ágústa Guðmunds- dóttir. GR. í kvennaflokki. en konurnar léku með forgjöf. pari á holunum 72. Annar varð Phil Hancock á 270 höggum og kom frammistaða hans mjög á óvart. Pate, sem aðeins er 24 ára gamall, hefur nú unnið í verðlaun samtals 170 þúsund dollara og er nú í níunda sæti yfir þá kylfinga sem mest verðlaunafé hafa unnið í Bandaríkjunum. Jim Nelford og Don January voru jafnir í 3ja sæti á 273 höggum. Magnús vann Æ Isal-keppnina MAGNÚS Ilalldórsson úr Keili sigraði í ísal-keppninni í golfi um helgina. en hann lék holurnar 36 á 161 höggi. Júlíus R. Júlíusson, einnig GK, varð annar á 164 höggum og þriðji varð Eiríkur Jónsson, GR. 116 keppendur vann með höggi JERRY Pate sigraði í fimmta stóra golfmótinu í Bandaríkjunum á þessu sumri er hann vann annað árið í röð sigur á móti í Columbus í Georgiu um helgina. Hann lék samtals á 269 höggum eða 11 undir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.