Morgunblaðið - 12.09.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1978
13
Dægurvísa komin
út í skólaútgáfu
1978:
fyrirhitt. Andstætt við það sem
hér á landi gerist æ tíðara, þá
virðist heimilinu vel til haldið í
Argentínu. Góð tengsl eru yfirleitt
milli barna og foreldra og má sjá
það í öllum þeirra samskiptum.
Það er ekki ólíklegt að einmitt gott
og heilbrigt fjölskyldulíf sé ástæð-
an fyrir því að Argentína hefur við
minni unglinga/ foreldravanda-
mál að stríða en hinn svokallaði
vestræni heimur.—
Um 8000 manns týndir
Ibúar Argentínu eru langflestir
heiðarlegt og vingjarnlegt fólk,
sem gott er heim að sækja.
Andrúmsloftið er frjálslegt og
virðist flestum líða nokkuð vel og
ánægja ríkja. En hvernig má það
vera? Hvað um þær fréttir sem
birzt hafa frá Argentínu, hvað um
það ófremdarástand sem þar
ríkir? Jú ekki eru allar fréttir
jafngóðar. — I lögreglunni eru oft
ungir, fyrrum atvinnulausir menn,
sem fá þar skyndilega vald og vopn
í hendur og misnota. Ungur maður
var t.d. skotinn til bana af
lögreglunni, þegar hann reyndi að
komast miðalaus inn á knatt-
spyrnuleik. — Froskmaður sem
var við köfun í stöðuvatni, ekki
fjarri Buenos Aires, fann um 60 lík
á botni þess. Hann fór og tilkynnti
yfirvöldum, en þau vildu ekkert
gera í málinu. Viðkomandi kafari
gizkaði á að nokkur hundruð lík
væri að finna í vatninu. — Á
hverjum laugardegi ganga eigin-
konur týndra manna fylktu liði að
stjórnarráðshúsinu í Buenos Aires
og krefjast manna sinna aftur. Nú
er talið að u.þ.b. 8000 manns séu
týndir í landinu.
Ekki skal ásaka núverandi
herstjórn fyrir allt bölið, því
líklegt er talið að hinir ýmsu
„róttæku" minnihlutahópar til
hægri og vinstri, beri ábyrgð á
mörgu mannhvarfinu. Á þann hátt
reyna þeir að fá þjóðina upp á
móti stjórninni og grafa undan
henni. Þeir sem hverfa, tilheyra
ekki einum stjórnmálaflokki frem-
ur en öðrum, og oft á tíðum virðist
engin regla vera á vali
fórnarlambanna.
Hve mörg okkar hafa
þá eitthvað að gefa?
Þó úr mörgu megi bæta, þá á
Argentína engan veginn skilið hið
slæma umtal og hina neikvæðu
gagnrýni sem um fjölmiðla hefur
flætt. En það er gjarnan þannig að
það sem miður fer, þó það séu verk
aðeins fárra manna, það sem illt
er og slæmt afspurnar, verður
frekar fréttamatur, en það sem
fagurt er og gott afspurnar. Nú
segi ég þetta ekki til að bera í
bætifláka fyrir núverandi her-
stjórn. En hverju fær það breytt,
ef aðeins er kynt undir andúð og
fyrirlitningu hjá almenningi jafnt
innan sem utan Argentínu?
Hverju fær það breytt þó mótmælt
sé og uppþot eigi sér stað líkt og
á Italíu á dögunum? Hnefinn og
hatrið er þar í fyrirrúmi. Játum
það sem gott er og mætum síðan
hverjum einstakling með skilningi
og kærleika.
Hvort sem er almennur borgari
eða „róttækur“ byltingarmaður,
háttvirtur embættismaður eða
fátækur sjúklingur, allir þurfa á
skilningi og kærleika að halda.
Auðsýnum elsku og kærleika, í
stað eigingirni og hroka, réttum út
hjálparhönd í stað kreppts hnefa.
Mætum þörfum hvers og eins, með
einhverju sem er fullnægjandi,
sem gefur ljós, gefur tilgang,
einhverju sem breytir og leiðir á
réttan veg, sem gefur líf og von.
Hve mörg okkar hafa þá eitthvað
að gefa? Nema að það sem áður er
talið sé okkar reynsla, hluti af
okkar lífi, höfum við ekkert að
gefa, sem gildi hefur, hvorki
Argentínumönnum né öðrum.
Ilalldór Lárusson.
Hjá IÐUNNI er komin út í
skólaútgáfuskáldsagan Dægurvísa
eftir Jakobínu Sigurðardóttir.
Dægurvísa kom fyrst út árið 1965
og var þá á bókarkápu kölluð
„nútímasaga úr Reykjavíkurlíf-
inu“, og var bókin lögð fram af
Islands hálfu í samkeppni um
bókmenntaverðlaun Norðurlanda-
ráðs 1966. Jóhanna Sveinsdóttir,
B.A., hefur annast útgáfuna. Hún
hefur ritað formála þar sem gerð
er grein fyrir Jakobínu Sigurðar-
dóttur og verkum hennar og tekin
til umfjöllunar nokkur einkenni
frásagnarinnar. Orðskýringar eru
neðanmáls og í lok hvers kafla er
bent á atriði sem rétt er að taka
til sérstakrar athugunar. Aftan
við söguna eru síðan yfirlitsverk-
efni, þar sem aðaláherslan er lögð
á tvennt: Annars vegar bók-
menntalega athugun á skáldverk-
inu og hins vegar bókmenntaverk-
ið Dægurvísu sem heimild um það
samfélag sem það er sprottið úr.
í fórmála að Dægurvísi segir m.a.:
Dægurvísa gerist að langmestu
leyti í einu húsi við fáfarna götu
í Reykjavík. í upphafi er lögð á það
áhersla, að þetta er ekkert sér-
stakt hús. Lýst er tilveru þessa
húss innan um önnur, íbúum þess,
athöfnum þeirra,orðum og gerðum
í einn dag, eins og heiti bókarinnar
gefur til kynna. En dægur merkir
tólf klukkustundir á nóttu eða
degi. Höfundur fellir söguna í
ramma morguns og kvölds. Endir-
inn verður líkur upphafinu. —
Einnig má minna á tengsl bókar-
heitins Dægurvísa við orðið dæg-
urlag, (dans) lag sem er í tísku um
tíma, og jafnvel dægurflugu,
eitthvað sem hverfur jafnskjótt og
það kom. Nafn bókarinnar er því
tvírætt: Það gefur til kynna að hún
gerist á einu dægri, en jafnframt
að hún sé eins konar vísa um
líðandi stund sem hverfi brátt.
Eða með öðrum orðum: hún er
túlkun höfundar á nútímanum
sem er sífelldum breytingum
undirorpinn.
Dægurvísa er 12. bókin í flokkn-
um íslensk úrvalsrit sem eru
sérstaklega ætluð til kennslu í
framhaldsskólum.
FRÉTTATILKYNNING
AUGLÝSIIMGATEIKNISTOFA
MYNDAMÓTA
Adalstræti 6 sími 25810
átjantonn
íeinutaki
Á hverjum þriðjudegi
lyftir Boeing 727 sér af heimavelli, lendir
í Kaupmannahöfn, losar og lestar frakt
og er aftur hér heima fáeinum klukku-
stundum síðar.
Þannig flytjum við stórar fraktsendingar
yfir hafið á nútímavísu. Allt að 18 tonn-
um í einu.
Frá 1. október fara vélarnar tvær slíkar
ferðir í viku, til Kaupmannahafnar.
Er þetta ekki þjónusta sem hentar þér?
fujcfélac LOFTLEIDIR
tSLAJVDS
HDoa^frakt