Morgunblaðið - 12.09.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1978
31
Norðmenn færa íslend-
ingum veggteppi að gjof í
minningu 1100 ára afmælis
VeRgteppið er 6 metrar á lengd og mun prýða einn veggja bjóðarbókhlöðunnar þegar þar að kemur.
bað kallar óneitanlega Iram í hugann íagra skildi. sem Islendingar og Norðmenn íærðu hvorir öðrum
að gjöl fyrr á öldum.
Víðátta og orð
„NORSK og íslenzk
menning eru ofnar sam-
an mörgum þráðum,
sverum og mjóum, sýni-
legum sem ósýnilegum.
Gjöf Norðmanna til ís-
lendinga hlaut því að
verða vefnaður, og hann
á að hanga þar sem
ritverkum er búinn stað-
ur, — í Þjóðarbókhlöð-
unni.“ Svo fórust sendi-
herra _ Noregs,
Annemarie Lorentzen
orð í Listasafni fslands í
gær, er hún afhenti form-
lega gjöf frá Norðmönn-
um til íslendinga í tilefni
1100 ára afmælis íslands-
byggðar. Gjöfin er vegg-
teppi, ofið af norsku
listakonunni Synnove
Anker Aurdal.
Árið 1974 tilkynnti
Trygve Bratteli forsætis-
ráðherra Noregs þrískipta
gjöf norsku þjóðarinnar til
Islendinga. í fyrsta lagi var
um að ræða eina milljón
norskra króna, til að
sterkja Islendinga til Nor-
egsfarar, í öðru lagi styrktu
Norðmenn trjáræktun hér
á landi, og þriðji hluti
þjóðargjafarinnar var
veggteppið, sem ætlaður er
staður í nýju Þjóðarbók-
hlöðunni. Synnove Anker
Aurdal var falið að vefa
teppið, og kom hún hingað
til lands vorið 1974 í
kynnisför í boði byggingar-
nefndar þjóðarbókhlöðu.
Listakonan lauk við
teppið á s.l.ári, og hefur
það nú verið sýnt í Ríkis-
listasafninu í Ósló og
Bryggens Museum í Björg-
vin, á yfirlitssýningu verka
hennar. Hún er einn
fremsti listvefari Norð-
manna, og í vandaðri sýn-
ingarskrá við yfirlitssjfri-
inguna er Islandsteppið
kallað „meistaraverk
Synnove Anker Aurdal“.
Það er 6 metrar á hæð og
2 á breidd, ofið úr þykkum
sem þunnum þráðum af
ólíkum uppruna. Hefur
listakonan sagt, að hún
hafi mjög haft hafið í huga
við gerð verksins, en þó
fyrst og fremst leiðir skáld-
skaparins milli Islands og
gagnkvæm og uppörvandi
áhrif sem þjóðirnar hafi
svo lengi haft hvor á aðra.
Hefur hún gefið teppinu
nafnið „Rommet og ordene"
eða „Víðátta og orð“. í
teppisrendurnar eru ofnar
fjórar tilvitnanir úr bók-
menntaverkum: Maður er
manns gaman (úr
Synnove Anker Aurdal ræóir gerð verksins við gesti.
Hávamálum), Heilög vötn
hlóa (úr Grímnismálum),
og fegurðin skal ráða sú ein
(þ.e. loka orð Heimsljóss
Halldórs Laxness: Og feg-
urðin mun ríkja ein), og Vi
gár og goymer bort ein gud
som gneistar gjennom alt
(Thor Jonson).
Birgir Thorlacius ráðu-
neytisstjóri veitti teppinu
viðtöku fyrir hönd mennta-
málaráðherra, en opinberr-
ir fulltrúar frá Noregi voru
listakonan og maður henn-
ar, Ludvik Eikaa listmálari
og dr. Harald L. Tveterás
fyrrum ríkisbókavörður
Norðmanna og frú, en hann
átti upphaflega hugmynd-
ina að þessari gjöf.
í samtali við Morgun-
blaðið sagði Synnove Anker
Aurdal að það hafi verið
sér mikill innblástur við
gerð verksins að koma
hingað til lands 1974. „Þeg-
ar ég frétti um þessa
fyrirætlun, sá ég strax
fyrir mér hafið, silfurglitr-
andi,“ sagði hún. „Það er
tengiliður þessara tveggja
landa, og ég líkti því eftir
bylgjuhreyfingum þess í
verkinu. Varðandi áletrun-
ina á jaðrinum, valdi ég
tilvitnanir úr bæði fornum
og nýjum bókmenntaverk-
um þjóðanna, og fannst það
hæfa þeim stað sem tepp-
inu verður búinn síðar
meir.“
Veggteppið verður til
sýnis í Listasafni íslands
daglega kl. 13.30 til 19.00.
Tækni — eða tískunýjungar, það nýjasta í
læknisfræði eða leiklist, það sem skiptir máli í
vísindum eða viðskiptum.
Það er í rauninni sama hverju þú vilt kynnast
— þú finnur það í Bandaríkjunum — þar sem
hlutimir gerast,
New York er mikil miðstöð hvers kyns lista,
þar eiga sér stað stórviðburðir og stefnumótun
í málaralist, leiklist og tónlist svo dæmi séu
nefnd.
Frá New York er ferðin greið. Þaðan er stutt í
sól og sjó suður á Flórida — eða í snjó í
Colorado.
Svo er einfaldlega hægt að láta sér líða vel við
að skoða hringiðu fjölbreytilegs mannlífs.
New York - einn fjölmargra
staða í áætlunarflugi okkar.
í(?2£&c tOFTLEIDIR
ISLAAÍDS