Morgunblaðið - 12.09.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.09.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1978 27 Everton — Middlesbrough Everton átti lítið í fyrri hálf- leiknum og máttu þeir þá raunar þakka fyrir, að Boro skoraði ekki mark eða mörk gegn þeim. Snemma í síðari hálfleik skoruðu þeir Mick Lyons og Martin Dobson fyrir Everton ög þar við sat. Southampton — Wolves Southampton hefur komið nokk- uð á óvart fyrir getu sína í haust og liðið hefur staðið sig langbest nýju liðanna þriggja í fyrstu deild. Phil Boyer skoraði fyrst fyrir Southampton, en snemma í síðari hálfleik jafnaði Norman Bell fyrir Ulfana. Mörk þeirra Malcolm Waldrons og Ted McDougalls tryggðu síðan Southampton sigur- inn, en á síðustu mínútunni tókst Peter Daniel að minnka muninn með marki úr vítaspyrnu. Tottenham — Bristol City Dave Rodgers hefur sannarlega verið í markastuði þar sem af er haustinu, hann hefur skorað þrjú mörk, en sá galli er á gjöf Njarðar, að tvö þeirra hafa verið í eigið net og lagt grunninn að góðum sigrum andstæðinganna. Sigurmarkið skoraði hann í eigið net mjög snemma í leiknum. Keith Burkins- haw gerði 5 breytingar á liði sínu fyrir leikinn og það bar árangur, því að liðið lék mun betur en í annan tíma í haust. Þetta var fyrsti sigur Tottenhams í deilda- keppninni í haust. Bolton — Derby Bolton vann einnig sinn fyrsta sigur á haustinu, en það var ekki fyrr en rétt fyrir leikslok, að tvö mörk Alan Gowlings gæfu af sér tvö stig, því að rétt fyrir leikhlé hafði Gerry Daly náð forystunni fyrir Derby. Charlie George var gerður brottrækur af leikvellinum af dómara leiksins, fyrir að sparka í Walsh sem hafði brotið á honum. Aðrir leikir I annarri deild gerðist það markvert, að West Ham tapaði á útivelli gegn Burnley eftir að hafa náð tveggja marka forskoti. Peter Withe skoraði tvívegis fyrir nýja liðið sitt Newcastle gegn Black- burn. Stoke heldur forystu sinni í deildinni með síðbúnu marki Brendans O’Callaghans. — Kg • Ruud Krol, einn leikmanna Ajax og hollenska landsliðsins, en á miðvikudaginn í næstu viku leika íslendingar við Ilolland ytra. EVRÓPA VESTUR ÞÝSKALAND, 1. DEILDi Sohiako 04 — Werder Bremen 2>1 Duishurg — Boehum 14) Dortmund — Stuttgart 4.3 Hamburger — Hertha Borlin 4>1 Dusseidorf — Köln 1.1 NurnberK — Darmstadt 3.2 Armenia Bielefeldt — Bayern 0.2 Krankfurt — Mönchenaladhaeh 24) RraunschweÍK — Keisorslautern 0.0 AUSTDR ÞÝSKALAND. 1. DEILD. Zachsenrina Zwickau — BFL Berlin 0.1 Wismut Aue — Dyn. Bcrlin 2.2 Union Borlin — Majedehura 2.1 Stahl Reisa — Hansa Rostock 2.0 Lok. Leipzix — RW Erfuhrt 2.2 Chemie Hallen — Chemie Biihlen 44) Carl Zeiss Jena — Karl Marx Stadt 2.0 BFC Beriin hefur forystuna, Dynamo Dresden er í öðru sæti og Stahl Reisa skaust upp í þriðja sætið. HOLLAND, 1. DEILD. Maastricht — Nac Breda 1.1 Nec Nijmexan — Tvente 04) Sparta Rotterdam — Volendam 3.0 Den Haax — Roda JC 04) AZ '67 Alkmaar — Fcyenoord 2.2 GAE Deventer - VVV Velo 24) Ajax — PSV Eindhoven 24) Iæikur umferðarinnar var ugglaust leikur Ajax og PSV, sem lauk með sannfærandi sigri Ajax. Það voru þeir Dick Schoenmaker og Ray Clarke (víti) sern skoruðu mörk Ajax, en bestu menn iiðsins voru Arnesen, Tomahata og Rudi Kroi. Yfirburðir Ajax voru slíkir, að liðið fékk 9 horn- spyrnur í leiknum, en PSV ekki svo mikið sem eina. Roda skaust i annað sætið með góðum sigri sínum gegn Den Haag, Dick Nanninga, Adrie Koster og Theo De Jong skoruðu mörk liðsins. AZ’67 og Feyenoord skildu jöfn, 2:2, Kees Kist og Jan Van Graaf skoruðu fyrir Alkmaar, en Wim Van Til og Jan Van Deinsen svöruðu fyrir Feye- noord. Ajax hefur 10 stig eftir 5 leiki, Roda er i öðru sæti með 8 stig og PSV hefur hlotið 7 stig. SVÍÞJÓÐ, I. DEILD. AIK Stokkholm — Vxsteras 2.0 llalmstad — Nörrköpin* 0.0 Kalmar — Malmö 04) Landskrona — Elfsborx 1.2 Atvidaberx — öster 1.2 Örebrö — Hammarby 0.2 STAÐA EFSTU LIÐANNA ER NÚ ÞESSI. öster 18 11 6 1 33.15 28 Kalmar 18 9 6 3 29.23 24 Malmö 18 10 3 5 22.10 23 Göteborx 17 10 2 5 30.17 22 BELGÍA. 1. DEILD. Molenbeek — FC Bruxxe 24) Beveren — Bernxen 5.1 Winterslax — Anderlecht 1.2 Charlcroi — FC Liepois 3.1 Standard — La Louviere 2.2 Beerchot — Lokaren 34) I.ierse - Warorem 24) Kortrijk — Antwerpen 0.2 Berchem — Waterchei 0.1 SPÁNN. 1. DEILD. Athletico Madrid — Hercules 34) Espanoi — Sportinx 1.0 Real Zarayoxa — Centa 2.1 Real Sociedad — Recreativo 2.3 Raya Valiecano — Burxos 2.2 Sevilla — Athletico Bilbao 04) Racinx — I^s Palmas 2.4 Valenica — Barcelona 2.1 Salamanca — Real Madrid 1.1 Aðeins tveimur umferðum er lokið á Spáni ,og þrjú lið hafa hlotið fullt hús stiga, Espanol, Recreativo og Las Palmas. FÆREYINGAR FÁ C-KEPPNIN A OG 2 NÝ ÍÞRÓTTAHÚS Alþjóðahandknattleiksþinginu lauk á sunnudag. Fjallað var um mörg mál á fundinum, og margar tillögur bornar fram. Helstu niðurstöður þingsins voru þessari Samþykkt var, að á næstu Ólym- píuleikum í Moskvu 1980 yrðu 7 efstu liðin frá HM-keppninni í Danmörku og auk þess frá hverri álfu, Asíu, Afríku og Ameríku, auk tveggja liða frá B-keppninni á Spáni. Næsta heimsmeistara- keppni fer fram í Vestur-býzka- landi árið 1982 og þau sex lið, sem verða efst á ðlympíuleikun- um í Moskvu, vinna sér þátttöku- rétt. Auk þessara liða og gestgjaf- anna verður 1 lið frá hverri álfu. Þá verður keppt um 5 sæti í B-keppninni sem er eingöngu milli Evrópulanda. Þá var samþykkt að HM-keppn- in fari fram á tímabilinu 15. marz til 15. apríl. Mun þetta trufla deildakeppni í löndunum mun minna en áður og auk þess er veðurfar orðið mun betra á þessum árstíma. Þá munu þau nýmæli verða upp tekin að leikið verður um öll sætin, frá 1. til 16. Þá komast nú 3 lið áfram í milliriðla í stað tveggja áður. Ef þetta skipulag hefði verið í síðustu HM-keppni hefði það þýtt að Island hefði komist áfram ef sigur hefði unnist á Spánverjum. Tillaga kom fram á þinginu um Evrópukeppni landsliða. Var til- lögunni vísað til nefndar til nánari umfjöllunar. Ekki voru samþykktar neinar nýjar reglur um handknattleikinn, var ákveðið að láta slíkt bíða næsta þings. Ein þeirra reglu- breytinga, sem fjallað var um, var sú, að engin sókn stæði lengur en í 45 sek. Geta má þess til gamans, að Rússar hafa beitt 45 sek. reglunni frá árinu 1970 og nú segjast þeir vera Ólympíumeistar- ar meðal annars vegna þessara breytinga sem þeir gerðu í heima- landi sínu. Komið hefur til tals að reyna þessar nýju reglur á HM-unglinga í Danmörku 1979. Komið hefur í ljós að í síðustu HM-keppni stóð hver sóknarlota að meðaltali í 34 sekúndur. Meðal- talið er tekið úr 42 leikjum. Um eitt mál á þinginu urðu fjörugar umræður og var það ósk Færeyinga um að fá að halda næstu C-keppni í handknattleik, sem á að fara fram árið 1980. Samkvæmt dagskrá átti að greiða atkvæði um málið á sunnudegin- um, en þar sem fulltrúi Færeyinga varð að fara heim á sunnudags- morgni -fékk hann að ávarpa þingið á laugardegi. Tækninefnd IHF vildi ekki leggja blessun sína yfir að tillagan yrði samþykkt. Töldu nefndarmenn að veðurfar í Færeyjum væri afar óhagstætt á þeim tíma, sem keppnin á að fara fram á. Stjórn IHF lagði til, að málinu yrði visað til stjórnar sem tæki síðan endanlega ákvörðun um málið. Ekki féllst þingheimur á það, heldur samþykkti að málið yrði tekið fyrir og afgreitt. Fulltrúi Færeyinga flutti snjalla ræðu um málið og gat þess, að hann hefði fengið það staðfest hjá vísum manni, að engin þoka yrði þegar keppnin færi fram. (Átti hann við veðurguðinn) íslendingar studdu frændur sín- ar Færeyinga dyggilega í að fá keppnina til Færeyja. Niðurstaðan varð sú, að samþykkt var að Færeyingar fengju keppnina. Með þessar góðu fréttir fór fulltrúi Færeyinga heim. Þetta verður líklega til þess að reist verða tvö ný íþróttahús í Færeyjum fyrir árið 1980. Ekki náðist samkomulag á þinginu um riðlaskiptingu í for- keppni Ólympíuleikanna sem fram fer á Spáni í lok febrúar á næsta ári. Verður það því ekki fyrr en 21. nóv. sem ljóst verður hverjir verða mótherjar íslands í keppninni. Næsta IHF-þing fer fram í Moskvu árið 1980. Þar verður stjórnarkjör og ýmsar reglubreyt- ingar teknar fyrir. Þingið þótti takast mjög vel og almenn ánægja ríkti meðal þing- fulltrúa með það góða skipulag sem var á þinginu. í lokahófinu bárust stjórn HSÍ ýmsar góðar gjafir, og þakkir fyrir framlag þeirra til þingsins sem var stjórninni til mikils sóma í hvívetna. — ÞR. • Yfirstjórnendur handknattieiksíþróttarinnar í heimalöndum sínum. Frá vinstri Janus Cerwinski. Póllandi (reyndar góðkunningi íslendinga), Ivan Snoj frá Júgóslavíu, Bregula frá Póllandi og Kunst frá Rúmeníu. Allir sátu þeir Alþjóðaþing handknattleikssambandsins sem haldið var hér um helgina. ÍSL. LANDSLIÐIÐ í HANDKNATTLEIK VANTAR VERKEFNI MEÐAL erlendra fulltrúa á handknattleiksþinginu. sem fram fór hér um síðastliðna heigi, voru margir framámcnn handknattleiksíþróttarinnar meðal ýmissa þjóða. Blaðamönnum gafst kostur á að ræða við fjóra þeirra. Þá Snoj frá Júgóslavíu. Kunst frá Rúmeníu og tvo góðkunningja íslendinga. þá Bregula og Janus Cerwinski, fyrrverandi landsliðsþjálfara íslands í handknattleik. Fyrst var rætt um hver staða handknattleiksins væri í dag. Hvort um framfarir væri að ræða, og hvort handknattleikurinn væri nægilega skemmtilegur á að horfa. Var það samdóma álit þessara manna, að handknattleikurinn væri orðinn of grófur, og ef áframhald yrði á því, yrði að stemma stigu við því að sú þróun héldi áfrpm. Alhliða þjálfun er orðin meiri en áður og leikkerfi eru á undanhaldi. Var álit þeirra að erfitt væri að nota leikkerfi á móti svokallaðri flatri vörn, þar sem allir sex varnarmennirnir leika aftur við línu. Álit þeirra var að frjálsari sóknarleikur myndi gera hand- knattleikinn skemmtilegri. Allir voru þeir sammála um að staða íslensks handknattleiks hefði verið mjög sterk í gegnum árin. Hins vegar stæðum við nú frammi fyrir því vandamáli að góðir leikmenn færu í æ ríkara mæli erlendis og lékju með erlend- um félögum gegn greiðslu. Bæri að setja reglur um þetta og jafnvel að banna leikmönnum að fara utan. Var á þeim að skilja að hægt væri að setja sömu reglur og giltu í heimalöndum þeirra. Augljóst er að þetta er ekki hægt hér á landi og verður að leysa þetta vandamál á annan hátt. Janus Cerwinski sagði nauðsyn- legt að koma handknattleiknum hér fyrr inn í skólana og grunn- þjálfun hér yrði að vera meiri til þess að árangur næðist. Leikmenn þyrftu að æfa oftar og fjölga þyrfti verkefnum fyrir ísl. landsliðið og eins félagsliðin. Bregula sagði að ekki væri ástæða til annars en að ætla að áframhaldandi samskipti yrðu með handleiksmönnum í Póllandi og íslandi og ef áhugi væri að fá pólska þjálfara til landsins. Eins og kunnugt er munu væntanlega tveir pólskir þjálfarar starfa hér í vetur, annar hjá Víkingi en hinn hjá FH. ár Islandsmet hjá Gústafi GÚSTAF Agnarsson lyftingakappi setti nýtt Islandsmet í lyftingum á innanfélagsmóti KR, sem fram fór í sambandi við KR-daginn sl. sunnudag. Setti Gústaf metið í þungavigt. Lyfti hann 360 kg samanlagt. Jafnhatt- aði hann 200 kg, en snaraði 160 kg. Gamla metið átti Gústaf sjálfur og var það 352,5 kg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.