Morgunblaðið - 12.09.1978, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.09.1978, Blaðsíða 48
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1978 stórskrýtið sumar í 2. deildinni og deildin jafnari en nokkru sinni. Eg vil alls ekki segja að hún hafi verið lélegri í ár, en spennan hefur verið svo mikil að allan tímann hafa liðin verið í einhverri baráttu. — Við Haukarnir misstum sex fastamenn úr liðinu frá í fyrra og það var ekki fyrr en í lok mótsins að við tefldum að nýju fram liði, sem við vorum ánægðir með. Haukaliðið var í fallhættu alltaf annað slagið í mótinu og t.d. vorum við aðeins með 13 stig þegar 4 leikir voru eftir. Eftir að hafa tapað á Eskifirði settumst við niður og ræddum málin. Við gerðum okkur þá grein fyrir því að við vorum í fallhættu, en einnig að við áttum talsverða möguleika á að komast upp í 1. deild. A þessum fundi hreinlega ákváð- um við að Haukar skyldu upp eða a.m.k. í úrslitakeppni á toppi deildarinnar. Ég heimtaði meiri baráttu af strákunum og þetta tókst allt saman með því að vinna Þór, Fylki, Völsung og Ármann í síðustu leikjununl. — Það sem gerist næst hjá okkur er að við þurfum senni- lega að leita á náðir FH-inga og fá afnot af grasvellinum í Kaplakrika næsta sumar. Þá verður vonandi byrjað á fram- kvæmdum við grasvöll fyrir Hauka á Hvaleyrarholtinu í vetur, því grasvöll verðum við að eignast, segir Þráinn að lokum. Aðspurður um hvort hann yrði áfram með Haukaliðið svaraði hann því til að það væri algjörlega óákveðið, en hann teldi það frekar ólíklegt. - áij. Austri stöðvaði Þór á Akureyri AUSTRI á Eskifirði og Þór léku í 2. deildinni á Akureyri á laugardaginn og varð jafntefli án þess að mark væri skorað. Þór þurfti sigur í leiknum til að komast í aukakeppni við Hauka um sæti í 1. deildinni, en þeim tókst ekki að skora í leiknum og verða því a.m.k. eitt ár enn í 2. deild, en liðið féll úr 1. deild í fyrra. Austri kom þá hins vegar úr 3. deild, en liðið náði 18 stigum í 2. deildinni í ár og var aðeins 3 stigum frá 1. deildarsæti, nákvæm- lega 50% árangur hjá Austra. Leikur Austra og Þórs á laugardaginn einkenndist mjög af aðstæðum, en kalt var í veðri og snarpur norðanvindur. Austri lék undan vindi í fyrri hálfleik, en eigi að síður voru það Þórsarar, sem áttu fyrstu færin í leiknum og hefðu átt að skora fyrstu 10 mínútur leiks- ins. Eftir það fóru leikmenn Austra í gang og áttu þeir meira í fyrri hálfleiknum með vindinn með sér. Bjarni Kristjánsson átti dauðafæri, en skaut í hliðarnet og fleiri færi fóru forgörðum hjá Austra. I seinni hálfleiknum snerist dæmið við. Þá sótti Þór nær látlaust, en heppnin var Austra- megin að þessu sinni auk þess sem sóknarleikur Þórs var mjög einhæfur. Þór verðskuldaði sig- ur í þessum leik, en það eru mörkin, sem telja og þau vant- aði hjá Þór að þessu sinni eins og oft áður í sumar. Enginn leikmanna Þórs skar sig úr að þessu sinni nema ef til vill Sigtryggur Guðlaugsson og Sig- þór Omarsson og meiri grimmd vantaði í leikmenn liðsins. í liði Austra áttu þeir beztan leik Benedikt markvörður Jóhanns- son, Halldór Árnason, Pétur ísleifsson og Steinar Tómasson. „Ekki lengur spurn- ing hvort félagið er stærraí Firðinum" • Lið Ilauka. sem nokkuð óvænt tryggði sér sæti í 1. deildinni í knattspyrnu á næsta ári. Þjálfari liðsins. Þráinn Hauksson, er annar frá hægri í aftari röð. HAUKAR leika í 1. deild- inni í knattspyrnu á næsta ári í fyrsta sinn í sögu félagsins. Haukarn- ir höfðu verið í basli fram eftir öllu móti og í fallhættu þegar fjórir leikir voru eftir. Þá fóru hamingjuhjólin á snúast með Ilaukunum og liðið vann fjóra síðustu leiki sína á sama tíma og lítið gekk hjá helztu andstæð- ingum þeirra. Fyrir síð- ustu umferðina í 2. deild leit dæmið þannig út að Haukar, Þór og ÍBÍ þurftu að vinna leiki sína til að verða efst og jöfn í 2. deildinni. Aðeins Ilaukunum tókst að sigra og allt í einu voru þeir komnir upp í 1. deild, en hinu Hafnarfjarðarlið- inu, FH, mættu Haukarn- ir á leið sinni upp, en FH hins vegar á leið niður í 2. deild. I fyrra náðu Haukarnir 26 stigum í 2. deildinni, en þá dugði það aðeins til þriðja sætis í deildinni. í ár fengu þeir sam- tals 21 stig og fóru upp. Þjálfari Hauka bæði þessi ár hefur verið Þráinn Hauksson og spjallaði Mbl. við hann að lokinni afhend- ingu silfurverðlaunanna í 2. deiid til Haukanna á sunnudag- inn. — Mér finnst það ekki lengur vera spurning hvort félagið er stóra félagið í Hafnarfirði, sagði Þráinn. — Árangur Haukanna hefur sífellt verið upp á við og það er ekki hægt lengur að kalla okkur litla bróður FH. Hauka- hópurinn er samhentur og það hefur fyrst og fremst skapað árangur á íþróttasviðinu al- mennt á undanförnum árum. Nú þurfa strákarnir í fótboltanum bara að einbeita sér að því erfiða verkefni sem 1. deildin er og nokkrir leikmannanna verða t.d. að velja á milli handbolta og fótbolta. Þetta getur orðið gott lið hjá okkur, en til að svo verði þurfa strákarnir að fórna sér. — Þetta er búið að vera LOKASTAÐAN í 2. deild varð þessi, Ármann — Haukar 3—5 Fylkir - lBÍ Þór — Austri 2-2 0-0 KR Haukar ÍBÍ Þór Reynir Austri Þróttur Fylkir Ármann Völsungur Markhæstu leikmenn 2. deildar voru, Mörk Sverrir Herbertsson KR 11 Stelán ö. Sigurðsson KR 10 Bjarni Kristjánsson Austra 7 SÍKurður Indriðason KR 7 Vilhelm Fredriksen KR 7 Þráinn Ásmundsson Ármanni 7 Hilmar Sighvatsson Fylki 6 Jón Lárusson Þór 6 Jón Guðmunn Reyni 6 Haraldur Leilsson ÍBf 6 Bjarni Jóhannesson Þrótti 0 Jón Oddsson ÍBÍ 0 Guðjón Sveinsson Haukum 6 Lárus Jónsson Haukum 0 Smári Jósafatsson Ármanni 6 _________ ___________ • Selfyssingar sigruðu í þriðju deildinni í ár. Þeir unnu Magna frá Grenivík 3.0 í rokleik á Akureyri á laugardaginn. Mörk Selfoss skoruðu þeir Tryggvi Gunnarsson, Sumarliði Guðbjartsson og Stcfán Larsen. Raín Iljaltalín afhenti liðunum verðlaun þeirra að leik loknum. Selfyssingar eru tildvinstri að ofan. þjálfari þeirra, Gylfi Þ. Gíslason lengst til vinstri. Grenvíkingarnir eru á myndinni til hægri, en þjálfari þeirra er Þormóður Jóhannsson, lengst til vinstri eins og Gylfi kollega hans. Um lið Grenvíkinga má segja að það sé nýjasta „spútnikliðið" á íslandi, svo notað sé vinsælt orðatiltæki. (Ljósm. — áij.) 2. DEILD ísfirðingar sváfuyfirsig ÍSFIRÐINGAR vissu að þeim dugði ekkert minna en sigur í leik sínum gegn Fylki á laugar- daginn, ef möguleikinn á fyrstu deildar sæti ætti að vera enn til staðar. Og sú vitneskja spillti fyrlr þeim langtímum saman, því að þeir voru áber- andi taugaóstyrkir og um tfma var leikurinn þeim beinifnis tapaður fyrir vikið. Fylkis- menn höfðu engu að tapa og einskis að vinna og var því ekkert álag á þeim. Kristinn Guðmundsson, vinstri bakvörður, skoraði fyrsta mark leiksins á 18. mínútu, er hann náði forystunni fyrir Fylki með þrumuskoti utan úr vítateig, eftir auka- spyrnu Omars Egilssonar, en fram að því hafði verið nokkuð 1 jafnræði með liðunum. Framan af síðari hálfleik, voru Fylkismenn enn betri aðilinn, Baldur Rafnsson skall- aði naumlega framhjá og á 66. mín. skoraði siöan Hilmar ann- að mark Fylkis. Og hvílíkt mark, Hilmar var með knöttinn út á kantinum og hugðist senda fyrir markið. Þess í stað barst knötturinn beinustu leið til markvarðarins, sem datt aftur fyrir sig og inn skoppaði bolt- inn. En það var svo mikið í húfi, að ísfirðingar gátu hreinlega ekki gefist upp að svo komnu og drifnir áfram af stórgóðum leik Jóns Oddssonar náðu þeir að jafna áður en yfir lauk, en það var bara ekki nóg. Jón Oddsson skoraði fyrra markið, rangstæð- ur að því er virtist og Örnólfur bróðir hans skoraði síðara markið eftir að Ögmundur hafði varið hörkuskot Jóns, en misst frá sér. Hjá Fylki voru þeir Ómar, Kristinn, Hilmar og Hörður góðir, en í heild barðist liðið mjög vel. Hjá ísfirðingum bar mest á Jóni Oddssyni. — gg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.