Morgunblaðið - 12.09.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1978
Hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna:
Einhver merkasta
þróun þjóðaréttar
mannkynssögunnar
— segir Hans G. Andersen sendiherra
menn fyrir öfgaskoðunum í þeim
tilgangi að fá meira en þeim ber
á öðrum sviðum, sagði Hans.
— Hlutverk íslenzku sendi-
nefndarinnar er því að stuðla að
sanngjörnu samkomulagi á öllum
sviðum og þá um leið að tryggja
það að þeim réttindum, sem við
höfum barizt fyrir og tryggð eru
í samningsuppkastinu, eins og það
liggur fyrir, verði ekki haggað, það
er að segja ákvæðunum um að
strandríkin ákveði sjálf hámarks-
afla og möguleika sína til að
hagnýta hann, svo að slík mál
Hua Kuo-feng
Carter.
deilunnar við Kínverja tíl þess
að hegna þeim fyrir að styðja
Kambódíumenn. Rússar eru
sagðir hafa stóraukið hergagna-
sendingar til Víetnams á undan-
förnum mánuðum og líklega
verður öllum þeim hergögnum
ekki beitt gegn Kambódíumönn-
um. Þar sem það eru sameigin-
legir hagsmunir Rússa og Víet-
nama að velgja Kínverjum
undir uggum er talsvert til í
þessari kenningu. En meira máli
skiptir að Víetnamar vilja ekki
fremur en Kínverjar að lönd
Indókína verði sovézkt leppríki
og það sést á því að Víetnamar
hafa að undanförnu reynt að
vingast við Bandaríkjamenn.
Hverjum einasta útlendingi,
sem hefur komið til Víetnam á
undanförnum mánuðum, hefur
verið sagt frá miklum áhuga
Hanoi-stjórnarinnar á stjórn-
málasambandi við bandarísku
stjórnina án nokkurra þeirra
fyrirfram skilyrða, sem þeir
haía sett til þessa. Fyrir þessu
eru meðal annars efnahagslegar
ástæður, þar sem Víetnamar
hafa áhuga á bandarísku fé,
bandarískri tækniþekkingu og
bandarískri aðstoð til að finna
olíu undan ströndum landsins.
Jafnframt vilja þeir mótvægi
gegn sambandinu við Rússa,
mótvægi sem Kínverjar mynd-
uðu áður.
Víetnamar hafa fallið frá
kröfum um bandaríska aðstoð,
verði ekki borin undir úrskurð
þriðja aðila. Þá eru það réttindi
strandríkjanna til landgrunnsins
utan 200 mílna, réttindi í sam-
bandi við eyjar og kletta, reglur
um afmörkun hafsvæða og land-
grunnssvæða á milli landa, reglur
varðandi mengun og vísindalegar
rannsóknir, o.s.frv.
— Hvað skiptir okkur nú mestu
máli?
— Eins og er mætti segja að
aðalatriðin væru réttindi á land-
grunnssvæðinu utan 200 mílna og
afmörkun svæða á milli landa. Þar
sem Bandaríkjamenn neituðu að
ganga að, og þeir hafa skilað
líkum 11 bandarískra her-
manna. Bandarísk þingmanna-
nefnd, sem er nýkomin frá
Hanoi, hefur lagt til að viðræð-
ur verði hafnar um stjórnmála-
samband, en stjórn Carters
forseta er mjög hikandi í
málinu. Slíkar viðræður munu
þó hefjast fljótlega, ef til vill
þegar Allsherjarþingið kemur
saman í New York síðar í
mánuðinum. Ráðunautar Cart-
ers fá ekki séð, að nokkuð geti
staðið í vegi fyrir eðliiegum
samskiptum og bandarísk olíu-
og námafyrirtæki hafa áhuga á
því að viðskiptabanni sem Víet-
nam hefur verið haldið í, verði
aflétt. Víetnam er eitt voldug-
asta land Suðaustur-Asíu og því
er talið eðlilegt að Bandaríkin
hafi við það stjórnmálasam-
band, ekki sízt vegna stórauk-
inna áhrifa Rússa í þessum
heimshluta.
En ráðunautar Carters vilja
forðast allt sem torveldað getur
tilraunir hans til að hressa upp
á síminnkandi vinsældir í
skoðanakönnunum. Stjórnmála-
samband við Víetnam mundi
mæta harðvítugri andstöðu lít-
ils en áhrifamikils hóps í
Bandaríkjunum. Meðal annars
þess vegna vilja þeir haga
stefnunni gagnvart Hanoi með
ítrustu gætni. Því hefur lítið
verið að græða á ummælum
ráðamanna í Washington um
möguleika á stjórnmálasam-
bandi Bandaríkjanna og Víet-
nams.
Bandaríkjamenn verða að
fara gætilega vegna þess að ekki
má líta út fyrir að þeir séu að
verðlauna ríkisstjórn, sem hefur
staðið fyrir brottrekstri flótta-
manna, gengið í Comecon og
kúgað andstæðinga kommúnista
í Suður-Víetnam. Bandaríkja-
menn vilja heldur ekki stofna í
hættu batnandi samskiptum við
Kínverja með því að vingast við
andstæðinga þeirra. Hins vegar
er Kínverjum ljóst, að þeim er
meiri akkur í því að Víetnamar
eigi góð samskipti við vestræn
ríki en að þeir séu algerlega
háðir Rússum. Deila Víetnama
og Kínverja leysist ekki þótt
Víetnamar fái vestræna aðstoð
en deilan gæti orðið hættu-
minni.. Kínverjar gætu komizt
að þeirri niðurstöðu að það væri
í þeirra þágu að losað væri um
samband Víetnama við Rússa.
Frá þeirra bæjardyrum séð væri
það að minnsta kosti skárra en
að Víetnamar væru ofurseldir
sovézkum áhrifum.
koma inn í tvö höfuðvandamál,
annars vegar skilgreining á ytri
mörkum landgrunnsins og hins
vegar hvaða áhrif klettar og eyjar
hafa, og þar höfum við aðallega
vandamál í sambandi við Rockall
og Jan Mayen, sem við verðum að
hafa í huga þegar þessi mál eru
rædd í heild. Samkvæmt samn-
ingsuppkastinu eins og það liggur
fyrir mundi Rockall ekki fá
efnahagslögsögu eða landgrunns-
svæði, jafnvel þótt Rockall yrði
talin brezk eign. Hvað Jan Mayen
snertir er því haldið fram að þar
sé ekki um klett að ræða, heldur
allstóra eyju, en þá koma til greina
sanngirnissjónarmið í sambandi
við afmörkun svæða, sem ætti að
leiða til þess að hlutur hennar yrði
stórum minni en Islands.
— Sendinefndin hefur gert sér
far um að athuga þessar aðstæður
frá öllum sjónarhornum en hér er
um mjög vandasöm mál að ræða
á sviði lögfræði og jarðeðlisfræði.
Hefur verið ráðgazt við marga
erlenda sérfræðinga og Guðmund-
ur Pálmason jarðeðlisfræðingur
15
og Gunnar Bergsteinsson, for-
stöðumaður Sjómælinga, verið
hafðir með í ráðum.
— Öll eru málin enn í deiglunni,
en miðar þó nokkuð áfram á
flestum sviðum. Má raunar segja
að margir vilji ekki taka endan-
lega afstöðu í nokkrum stórum
atriðum, aðallega varðandi al-
þjóðahafsbotnssvæðið. Þegar slík-
ar ákvarðanir verða teknar ætti
heildarlausnin að vera skammt
undan. Akvörðun um framhald
funda verður tekin í næstu viku og
er nú líklegast að tveir fundir
verði haldnir á næsta ári í marz
eða apríl og í september.
— Tekur þetta nokkurn tíma
enda?
— Það var góð spurning. Því
miður verður ekkert fullyrt um
hvenær þessu verður lokið, en hitt
er ljóst að gífurlegur árangur
hefur náðst á ýmsum sviðum og þá
ekki sízt fyrir okkur Islendinga.
Þjóðarréttur á þessu sviði hefur
hér verið í mótun mörg undanfar-
in ár og jafnvel þótt ekki takist að
ganga frá heildarsamningi hafa
hér gerzt einhverjir merkilegustu
atburðir í allri mannkynssögunni
varðandi þróun þjóðarréttar. Það
er því ekki að ástæðulausu, sem
menn hafa sýnt jafnvel ótrúlega
þolinmæði og eigi það nú skilið að
þessu fari að ljúka, sagði Hans G.
Andersen.
Ljóða og tónlistarköld
í Norræna tiúsinu
miðvikudaginn 13. sept. kl. 20.30.
Þrjú Ijóóskáld lesa úr nýjum
bókum sínum.
Ljóöfélagið flyfur tónlist af
vœntanlegri
hljómplötu.
Jón úr Vör
les úr bók sinni
ALTARISBERGIÐ
Ljóð-
félagið
flytur efni af
væntanlegri plötu
STJÖRNUR
' SKÓNUM
Allir velkomnir
Erlendur
Jónsson
les úr bók sinni
FYRIR STRÍÐ
Ingólfur
Jónsson
frá Prestbakka
les úr bók sinni
VÆNGIR
DRAUMSINS.
r /
Allir velkomnir
Allir velkomnir
\