Morgunblaðið - 12.09.1978, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1978
Halldór Lárusson
I Argentínu
Sagði hann Kissinger
vera upptekinn
Þó það sé nú ef til vill að byrja
á öfugum enda, þá langar mig,
áður en ég fjalla stuttlega um land
og þjóð Argentínu, að segja
lítillega frá samtali, sem ég átti
við ráðgjafa og fulltrúa Henry
Kissingers, fyrrum utariríkisráð-
herra Bandaríkjanna. Þannig var
mál með vexti, að þegar ég hélt frá
Argentínu, var Henry Kissinger
farþegi á fyrsta farrými vélarinn-
ar. Hann var þar ásamt konu
sinni, ráðgjafa og tveimur lífvörð-
um. Nú, lífverðirnir voru þreklegir
menn, stórir og stæðilegir, en það
kom mér á óvart, að þeir stóðu
uppi meginhluta ferðarinnar, sem
tók um 9 klst. Þar sem mér þótti
þetta einstakt tækifæri til að ná
tali af Kissinger og fá af honum
að frétta, brá ég mér fram í, hitti
þar lífvörðinn og bað um viðtal.
Hann vatt sér að Kissinger, beygði
sig yfir hann og ræddi við hann
stutta stund. Þegar því samtali
lauk, kom hann aftur, spurði hver
ég væri og hvaðan. Að þeim
upplýsingum fengnum sagði hann
að Kissinger væri upptekinn en ég
mætti koma aftur seinna. Þegar ég
gekk aftur í vélina sá ég út undan
mér, að vinurinn sat og skrifaði í
óða önn, umhlaðinn bókum og
pappírum. Þegar nálgaðist áfanga-
stað, fór ég aftur á kreik og brá
mér fram í vél. Nú hitti ég fyrir
ráðgjafann og í stuttu máli sagt,
þá endurtóku atburðir kvöldsins
sig. Hann kom aftur og kvað
Kissinger vera upptekinn og það
var víst ekki ofsögum sagt, ennþá
skrifaði hann, umkringdur blöðum
og bókum. Þar sem ekki virtist leið
að ná tali af Henry sjálfum þá
ákvað ég að leggja nokkrar
spurningar fyrir ráðgjafann.
Hann brást vel við og sagði í
stuttu máli, að Kissinger hefði
verið að fylgjast með heims-
meistarakeppninni í knattspyrnu
og væri það eina ástæðan fyrir
þessari ferð. Hans aðal verkefni og
viðfangsefni þessa dagana væri
sjálfsævisagan og endurminning-
ar, sem hann er að skrifa.
Ráðgjafinn bætti því líka við í
lokin, að Kissinger ferðaðist mik-
ið, og þá í boði erlendra embættis-
og ráðamanna sem eru nánir vinir
hans.
„Hve gott er loft
hér úr grasi“.
Argentína er nær því ein sam-
felld slétta, sem teygir sig suður
álfuna, með hrikalegan Andes-
fjallgarðinn að vestan og er
sunnar dregur ólgandi Atlantshaf-
ið að austan. Landið er næst
stærst allra landa í S-Ameríku|
aðeins Brasilía er stærri. Höfuð-
borgin, Buenos Aires, er sögð
byggð með París að fyrirmynd,
Buenos Aires þýðir annars „gott
loft“.
Arið 1535 sendi Spánarkonung-
ur út mikinn leiðangur, undir
forystu Pedro De Mendoza. Er þeir
tóku land við skipalæk, barst
ilmur gresjunnar að vitjum þeirra
og varð þá einum að orði „Que
buenos aires tiene este suelo“,
„Hve gott er loft hér úr grasi", og
hjaut þessi staður nafn sitt af
þessum ilmi, þessu góða lofti. í dag
er þar höfuðborgin, Buenos Aires
eða „gott loft“.
— Þar sem herinn hefur allt
vald í landinu, og ýmsar sögur
hafa heyrst um stjórnina, bjóst
maður hálft í hvoru við móttöku-
sveit vopnaðra hermanna á flug-
vellinum við komuna þangað.
Raunin varð þó önnur, aðeins
nokkrir verðir hér og þar. Vega-
bréfs- og tollskoðunin gekk svo vel
fyrir sig að með ólíkindum var,
næstum því of vel. Leikarnir eru
þó líklega skýringin á því. Verið er
að leggja síðustu hönd á nýja
flugstöðvarbyggingu og er hún
einkar skemmtileg á að líta. Þegar
við gengum þar inn, var allt á ferð
og flugi og iðandi mannhafinu
stjórnaði lítill dvergur af mikilli
röggsemi. Fyrir utan beið lang-
ferðabíllinn sem ók okkur síðan
inn í borgina.
Hurðin lokaðist á hann
Umferðarmenningin er ekki á
háu stigi í Argentínu, þó að mikið
sé um bíla. — Mest virðist vera
þar um franska bíla og svo
einstaka bandaríska Fordbíla og
gamla pallbíla. Strætisvagnar eru
hinsvegar nær eingöngu M. Benz.
— Það er ekið greitt og hugsað um
það eitt að komast áfram. Svo til
hver einasta strætisvagnaferð
mín, heföi hæglega getað endað
með árekstri, og þá einna helzt við
gatnamót. Þar virtist nefnilega
gilda sú regla, að sá sem fyrstur
kom að, átti réttinn og var ekki
stanzað fyrr en á síðustu stundu,
þá af illri nauðsyn. Strætisvagnar
Vígalegir íerðafélagar.
kring, taka við. Þó fátæktin sé víða
átakanleg, þá ber þó mun meira á
vel klæddu miðstéttarfólki. Meðal-
laun eru um 95 dollarar á mánuði
eða u.þ.b. 25.000 kr. Verðlag er því
frekar lágt, en þó misjafnt.
Klæðnaður, ýmsar leðurvörur og
matur er allt frekar ódýrt og er
það kappsmál yfirvalda að halda
verði á nauðsynjavörum niðri, en
að meira leggist hins vegar á
svokallaðar „lúxusvörur". Sem
dæmi um lágt verð á matvörum,
má nefna að nautasteik með öllu
tilheyrandi kostar á matsölustað
aðeins um 300—350 krónur. Og
fyrst ég minnist á nautakjötið, er
bezt að ég nefni það nú, að
kjötframleiðsla er stór þáttur í
atvinnulífi Argentínumanna.
Góður árangur hefur náðst og er
mikið flutt út. Til dæmis kaupa
Bandaríkjamenn mikið af nauta-
kjöti frá Argentínu. Svo gott er
kjötið, að. kjötframleiðandi frá
S-Afríku, sem stundað hefur sinn
búskap í 12 ár, lét svo um mælt að
Kissinger var upptekUm
Mar del Plata.
Skólafólk á leið heim frá skóla.
í Argentínu eru þeir skrautlegustu
sem ég hef séð, hvort sem er að
utan eða innan. Málaðir skærum
litum, með allavega litu mynstri
og skreytingum. Inni fyrir er
skreytt með skinni og máluðu
gleri. Venjulega eru vagnstjórarn-
ir mikið að flýta sér, svo mikið, að
ef þú ekki ert snar og kemur þér
inn, áttu á hættu að verða skilinn
eftir. Þetta á sérstaklega við, ef
margt fólk er á ferð, og er það
oftast nær. Það sama gildir þegar
stigið er af vagninum, flýtirinn er
svo mikill að oft er ekki stoppað.
Svipað er upp á teningnum undir
götum borgarinnar, en þar er
einfalt járnbrautarkerfi, og þó
komið sé til ára sinna, enn í fullri
notkun. Slíkur er hraðinn á öllu
þar, að menn eru jafnvel að stíga
um borð þegar merkið er gefið og
lestin tekur af stað. Gerðist það
eitt sinn er félagi minn steig um
borð að hurðin lokaðist á hann og
af stað brunaði lestin.
Ekki ósvipað því
sem gengur og gerist
Buenos Aires er ekki ólík öðrum
stórborgum heims, þó hver um sig
hafi sín sérkenni. Þar fyrirfinnst
allt það er einkennir stórborg í
dag. Með um 9 millj. íbúa er þar
ys og læti og hraðinn mikill á
öllum hlutum. Fólk að starfi, fólk
á gangi, fólk á hlaupum, sífelldir
snúningar. Myndarlegar bygging-
ar hafa risið, fögur torg með
tignarlegum styttum og svo mætti
lengi telja. Þó svo borgin hafi
eflaust við sín vandamál að stríða,
þá ber lítið á því sem helzt er
nefnt, þegar á aðrar borgir er
minnst, svo sem eiturlyf og afbrot.
Um einhverja eiturlyfjaneyzlu er
að ræða, en þó blessunarlega lítið,
ef marka má af afspurn. Afengis-
og afbrotavandamálið er sömuleið-
is á lágu stigi.
í hjarta borgarinnar er nætur-
lífið í fullum gangi og ekki ósvipað
því sem gengur og gerist. Matstað-
ir, kvikmyndahús, næturklúbbar,
dansstaðir og leikhús eru þar á
hverju strái. Ekki er allt jafngott
og álitlegt sem þar fer fram,
fremur en annars staðar. í leit
sinni að hamingju og lífsfyllingu
hafa margir bitið á tálbeitu
siðferðislegrar upplausnar og
reynt að fullnægja tilfinningum
augnabliksins. A ég hér við hina
ýmsu kynlífsklúbba og vændishús
sem menn leita til. Enn aðrir hafa
fest sig í netinu og var dapurleg
sjón að sjá ungar stúlkur bjóða
iíkama sinn hverjum sem var fyrir
peningaþóknun. Og þó svo að
sumar raddir hafi reynt að rétt-
læta vændi og nefnt það elztu
atvinnugreinina o.s.frv. þá er því
aðeins til að svara, að maðurinn
hefur löngum reynt að afsaka
sjálfan sig og verk sín.
Meðallaun eru um
95 dollarar
Stéttaskipting virðist þó nokkur
í landinu og auðnum misjafnlega
skipt. í úthverfum borga og bæja,'
hverfa stóru fínu einbýlishúsin og
fallegu fjölbýlishúsin, en litlir
bárujárnskofar með forarsvaði í
betra kjöt hefði hann hvergi
smakkað.
Fáein spænsk orð
og handapat
Ef haldið er af stað yfir
gresjuna, í suðurátt frá Buenos
Aires, liggur leiðin til mestu
ferðamannaborgar Argentínu,
Mar del Plata. Ibúafjöldinn er að
jafnaði 450.000, en yfir sumartím-
ann (desember, janúar) fjölgar
íbúunum þar upp í 1,5 millj. Mar
del Plata er við strönd Atlants-
hafsins og liggur álíka sunnarlega
og Nýja Sjáland.
Nístingskuldi var i borginni kl.
0500, morguninn sem við komum
þangað, og þannig hélzt það hvern
morgun og hvert kvöld. Á daginn
skein hins vegar sólin glatt og náði
að ylja okkur vel. Mar del Plata
hefur allt upp á að bjóða sem
ferðamannastaður. Fallegan mið-
bæ með torgum og verzlunum,
matstofum, skemmtistöðum og
krám. Aðdráttaraflið er þó stór,
skínandi góð baðströnd, aðeins um
þriggja mín. gang frá aðal-
verzlunargötunum. Alveg við
ströndina er svo eitt stærsta
Casino, eða spilavíti heims. En þar
geta 10.000 manns spilað í einu.
í þessari fögru borg bar margt
óvenjulegt fyrir sjónir. Til dæmis
í miðbænum, er öllu rusli úr
húsum safnað á hestvagna og er
það gert að kvöldlagi. Og ekki má
gleyma að minnast á það hvernig
ökumenn leggja í stæðin, þar í
borg. Nýtingin er 100%. Ef öku-
maður finnur smábil, þó ekki sé
nema % af bíllengdinni, þá rekur
hann bara stuðara í kyrrstæðu
bílana og ýtir þeim aðeins til, unz
nægilegt pláss fæst. Sama gildir ef
taka þarf af stað. Vegna þess hve
þétt er lagt, þá er aðeins ýtt við
þeim sem næstir eru og horfið á
braut. Já það var margt nýstárlegt
að sjá og ef til vill of langt mál að
segja frá öllu því sem fyrir sjónir
bar. Einn daginn fórum við í 5
klukkutíma gönguferð um borgina
og sótti þá að okkur þreyta og
þorsti. Við gengum fram á ung
hjón, sem stóðu við þriðja mann
fyrir utan hús sitt. Spurðum við til
vegar og notuðum til þess fáein
spænsk orð og handapat. Fengum
við ekki einungis leiðsögn, heldur
fór og húsfrúin inn og sótti glös
full af jökulköldu vatni og bauð
okkur að drekka. Slíkt er gestrisni
og vinsemd Argentínubúa. Mér er
óhætt að segja að vingjarnlegra og
kurteisara fólk hef ég sjaldan