Morgunblaðið - 12.09.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.09.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1978 að 75% þjóðarinnar hafi sam- þykkt þennan samning og fjár- mögnun byggingarinnar með því að kjósa þá flokka sem voru og eru þessari ákvörðun sam- mála,“ sagði Grétar. „Mér er líka spurn: Hvað eru forgangsverkefni, ef ný flugstöð er það ekki? Ég fæ ekki skilið að bygging raforkuvers, sem verður hugsanlega aldrei arð- bært eða nothæft, eða bygging skólahúss fyrir 200 milljónir, sem staðið hefur autt í nokkur ár, séu verðugri verkefni. Það hefur verið nóg af orðum en minna um athafnir. Ég trúi því ekki, að ekki verði staðið við samning, sem þegar hefur verið gerður og samþykktur. Ég veit, að Keflavíkurflugvöllur heyrir undir utanríkisráðherra og ég treysti því, að hann og aðrir þingmenn tryggi framgang þessa rnáls." Það kom fram hjá Grétari, að hugmyndir um flugstöðina hafa tekið ýmsum breytingum á liðnum árum, þar sem í upphafi var byggt á franskri spá, sem reyndist óraunhæf, en hann kvaðst telja að þær hugmyndir sem nú væru uppi með áorðnum breytingum væru í senn nauð- synlegar og raunhæfar. „Ég vil að endingu taka fram, að ég hef hér hvorki talað í umboði stjórnar eða stjórnarnefndar Flugleiða hf. eða sem starfs- maður Flugleiða, enda þótt persónulegar skoðanir mínar í þessu efni hafi auðvitað mótast mjög af kynnum mínum af flugstöðvarmálum Keflavíkur- flugvallar, sem ég hef haft mikil afskipti af sem starfsmaður Flugleiða. Ég vona líka, að ráðherrar Alþýðubandalagsins fái meiri og dýpri innsýn í þetta mál og skilji mikilvægi þess fyrir íslendingá, þegar þeir hafa kynnt sér málið betur, og enda þótt ég sé ekki að halda fram skoðunum þeirra í varnarmál- um, þá sé ég ekki annað en aðskilnaður varnarsvæða og millilandaflugsins hljóti að samræmast langtímamarkmið- um þeirra. Þau rök hafa verið færð fram, að þess fleiri mannvirki sem Bandaríkjamenn reisi hér á landi, þess lengur verði þeir. Þetta tel ég alrangt. Ein bygg- ing til eða frá skiptir ekki máli. Bandaríkjamenn eru ein mesta lýðræðisþjóð veraldar og þeir munu hverfa héðan af landi þegar meirihluti þjóðarinnar óskar þess. í dag hafa um 75% þjóðarinnar ákveðið að slíkt sé ekki tímabært. Án tillits til stjórnmálaskoðana vil ég svo fagna því hversu margir ungir þingmenn taka nú sæti á Alþingi, því að ég er sannfærður um að þeir hafa meiri skilning á eðli og þörfum farþegaflugsins en ýmsir forverar þeirra." Grétar Kristjánsson: FLUGSTÖÐIN á Keflavíkur- flugvelli hefur mjög verið á dagskrá að undanförnu, og margir hafa látið í Ijós álit og skoðanir á hyggingu nýrrar flugstöðvar þarna á vellinum. Enginn einn aðili á þó eins mikið undir þessu máli komið og Flugleiðir hf. vegna þess hvcrsu nátengd flugstöðin er starfsemi félagsins, og þess vegna sneri Mbl. sér til Grétars Br. Kristjánssonar. forstöðu- manns flugstöðvareksturs hjá félaginu, en Grétar starfaði áður í 8 ár sem framkvæmda- stjóri Loftleiða á Keflavíkur- flugvelli. „Já, það hafa undanfarið birzt ýmis ummæli, m.a. frá alþingis- mönnum, í blöðunum um flug- stöðina, þar sem það hefur t.d. komið fram, að bygging flug- stöðvar sé ekkert forgangsverk- efni. fcg hef nú sannast sagna talið, að þetta mál væri þegar komið í höfn, en nú virðast sem sagt ýmsar blikur á lofti og það veldur mér áhyggjum af ýmsum Þctta er næsta umhverfi flugstöðvarinnar Aðskilnaður millilandaflugsins og hersvæðis algjör nauðsyn ástæðum. Það má kannski benda á það að að nánast einu samgöngur íslendinga við um- heiminn, þ.e.a.s. íslenzkra far- þega, eru um Keflavíkurflugvöll og flugstöðina þar. Það eru engin farþegaskip núorðið sem flytja farþega til landsins, ef Smyrill er undanskilinn. Fyrsta kynning erlendra ferðamanna er því í flestum tilfellum flug- stöðin á Keflavíkurflugvelli, en hvorki útlit hennar né innviðir eru til nokkurs sóma. Það er fremur að byggingin sé til skammar," sagði Grétar. Að því er Grétar sagði er núverandi flugstöðvarbygging frá 1948. „Hún var upphaflega byggð samkvæmt bandarískum byggingastöðlum og átti að endast í 10—15 ár. Islendingar tóku við rekstri þessarar bygg- ingar á árinu 1964. Byggingin er í eigu og umsjá íslenzka ríkisins, en Flugleiðir annast afgreiðslu farþega, áhafna og flugvéla. Með aukinni umferð hefur þurft að bæta við þessa byggingu til að koma í veg fyrir neyðar- ástand æ ofan í æ og hafa Flugleiðir iðulega þurft að fjármagna það í formi fyrir- framgreiddrar leigu. Afleiðingin hefur orðið sú, að flugstöðin er orðin með ljótustu byggingum sem sjást, og mér er minnis- stætt að eitt sinn þegar bæta þurfti við bygginguna einum kassanum enn, áritaði húsa- meistari ríkisins, Hörður Bjarnason, teikninguna með þessum orðum: „Samþykkt en lengi getur vont versnað." Og enn hefur fyrsta ásýnd þessa lands versnað. Fyrir utan að b.vggingin er óhentug og alltof lítil, þá er hún ísköld á vetrum en sjóðheit á sumrum. Það er alveg ljóst, að til að ekki skapist ófremdarástand þá verður þegar næsta sumar að leggja út í frekark stækkun á stöðinni,“ sagði Grétar Kristjánsson enn- fremur. Hann sagði, að það væri fleira en byggingin sjálf er ylli erfið- leikum. „Það má nefna flughlöð- in, en þau voru byggð þegar DC-4 og Constellation flugvélar voru algengustu flugvélarnar. Eldsneytistankar eru grafnk í jörðu og áfylling flugvéla Ter þannig fram, að dælt er frá þessum tönkum upp í vængi vélanna. Vegna þess að vélar hafa stækkað verulega, verður að leggja þeim mjög þétt saman, og ég tel að það sé eingöngu aðgæzlu flugmanna og starfs- fólks á jörðu að þakka að ekki hafa hlotizt af óhöpp, þegar flugvélar koma og fara.“ Það kom fram hjá Grétari að á árinu 1977 fóru í kringum 138 þúsund farþegar frá landinu og álíka margir komu. Viðdvalar- farþegar voru 255 þúsund og samtals fóru um bygginguna 530 þúsund farþegar. Farþegar þessir komu og fóru með 3557 flugvélum. Þá er fyrirsjáanleg aukning á þessu ári og næstu árum, og það er erfitt að sjá hvernig standa á að þeirri afgreiðslu sem þarf svo boðlegt sé, að því er Grétar sagði. „Mér hefur fundizt það furðulegt á liðnum árum, að það er eins og Keflavíkurflugvöllur sé nokkurs konar einskis manns land, sem fæstir vilja hafa nokkur afskipti af. Eins og öllum er ljóst, er þó starfræksla flugvallarins í ís- lenzkum höndum og völlurinn er íslenzk eign. Þótt geysilegar tekjur hafi fengizt vegna starf- semi Islendinga á Keflavíkur- flugvelli, t.d. tekjur vegna lendingargjalda, brottfarar- skatts, fríhafnarsölu o.fl., þá hafa þessar tekjur allar runnið beint í ríkissjóð en síðan hefur flugmálastjórn Keflavíkurflug- vallar þurft að sækja um fjárveitingar til allra fram- kvæmda og þurft að greiða vexti af því fjármagni. Skilningur ráðamanna á liðnum árum hefur þannig verið lítill á þörfum farþega í flugstöðinni." Grétar ítrekaði, að hann teldi útlit flugstöðvarbyggingarinnar nú til skammar en kvaðst auk þess vilja benda á, að tafir á ákvörðunum um byggingu og staðsetningu flugstöðvar hafi komið í veg fyrir ýmsar nauð- synjaframkvæmdir, sem jafnan fylgdu flugstöðvum. „Það hefur ekki verið unnt að taka neinar ákvarðanir um nýjar byggingar vegna óvissu um framtíðina. Til dæmis er ljóst að í tengslum við nýja flugstöð verður að reisa margháttaðar byggingar, sem munu veita miklar tekjur og atvinnu. Ég get nefnt sem dæmi að byggja þarf nýtt framleiðslu- flugeldhús — um 3 þúsund fermetra að stærð, en ekinig viðgerðarverkstæði, skrifstofu- húsnæði, flugskýli qg fragt- geymslur eftir því sem fjármagn leyfir og ýmislegt fleira aé auki. Ég á dálítið erfitt ineð að skilja, að sumir þingmenn virðaBt ekki skilja mikilvægi þessa méls, og ég undrast að þingmenn Reykja- neskjördæmis skuli ekki þegar hafa komið málinu í fram- kvæmd.“ Grétar var spurður álits á nauðsyn þess að aðskilja al- menna umferð til og frá flug- stöðinni og starfsemi hersins. Þannig er aðstaðan ef eitthvað fer úrskeiðis. Grétar Kristjánsson. „Enda þótt ég sé fylgjandi aðild okkar að NATO,“ svaraði hann, „og telji nauðsynlegt að varnar- liðið sé hér, þá tel ég algjöra nauðsyn á að aðskilja milli- landaflugið hersvæðunum. Mér er til efs, að það þekkist nokkúrs staðar í víðri veröld, að farþegar og áhafnir, sem koma til lands- ins og hafa farið í gegnum útlendingaeftirlit og lögboðna tollskoðun, skuli jafnvel þurfa að hlíta því að bílar þeirra séu stöðvaðir og þeir þurfi að gera grein fyrir erindum sínum, jafnvel þó þetta sé gert af íslenzkri lögreglu. Aðstandend- ur farþega eða aðrir, sem eru að taka á móti farþegum, eða vilja einungis fá sér kaffisopa og fylgjast með flugumferðinni, eru stöðvaðir í hliðunum og verða sömuleiðis að gera grein fyrir erindi sínu. Iðulega er þeim, er ekki hafa þeim mun brýnna erindi, vísað frá. Það er búið að tala mikið um landsölumál og landráð á óábyrgan hátt. Ég vil minna á lengingu þverbrautar á Kefla- víkurflugvelli fyrir nokkrum árum, sem var deilumál mikið en bætti stórlega öryggi ís- lenzkra og erlendra flugfarþega og var einungis til hagsbóta fyrir Islendinga. Enda er ég viss um að þeir, sem þá notuðu stóru orðin, eru í hjarta sínu og huga ánægðir er þeir koma til lendingar á Keflavíkurflugvelli að flugbrautir eru þar langar og aðflugstæki og búnaður góður. Ég tel, að Einar Ágústsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hafi tekið endanlega ákvörðun í þessu flugstöðvarmáli og á hann heiður skilið fyrir það.“ Grétar kvaðst eiga erfitt með að skilja orð sumra þingmanna um að flugstöðin á Keflavíkur- flugvelli yrði ekki reist. „Samningurinn um byggingu flugstöðvarinnar lá fyrir þegar gengið var til kosninga og ég tel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.