Morgunblaðið - 12.09.1978, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.09.1978, Blaðsíða 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1978 Gunnl. J. Briem gjaldkeri ISI, scm sctið hcíur í stjórn sambandsins í samtals 19 ár, var kjörinn hciðurslclagi ISI á Iþróttaþingi og er myndin tekið við það tækiíæri: F.v.t Gísli Ilalldórsson. forscti ISI, Gunnl. .1. Briem nýkjörinn heiðursfclagi, Úlfar Þórðarson og bóroddur Jóhannsson forsetar íþróttaþings. HEILDARKOSTNAÐUR VIÐ REKSTUR ÍÞRÚTTAHREYF- INGARINNAR UM 780 MILLJ. Um síðast liðna helgi var 54. íÞróttaþing ÍSÍ háö í Reykjavík. Rösklega 100 fulltrúar sóttu Þingið víðsvegar að af landinu. Meðal gesta við setningu Þingsins voru forsetahjónin dr. Kristján Eldjárn og frú Halldóra Eldjárn, og viö Það tækifæri var forseta Islands, sem jafnframt er verndari ÍSÍ, afhent aö gjöf veggskjöldur íÞróttasambandsins. Meöal annarra gesta við Þingsetningu voru: Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar, Hafsteinn Þorvaldsson formaður UMFÍ, Þorsteinn Einarsson íÞróttafulltrúi, Valdimar Örnólfsson formaöur i'Þróttanefndar Ríkisins, Stefán Kristjánsson íÞróttafulltrúi Reykjavíkurborgar og Árni Guðmundsson skólastjóri íÞróttakennaraskóla islands. ÖLL METIN HÉLDU VELLI Sunnudaginn 20. ágúst síðastliðinn var haldin sýslukeppni í frjálsum íþróttum milli Strandamanna, Dalamanna og Vesturhúnvetn- inga. Fór mótið fram að Sævangi í Strandasýslu í sæmilegu veðri, en nokkuð köldu. Sigurvegarar í einstökum greinum urðu þessir: íþróttaþing var sett af Gísla Halldórssyni forseta ÍSÍ og í upphafi ræðu sinnar minntist hann þriggja heiöursfélaga ÍSÍ, er látist hafa frá síöasta íþróttaþingi, þeirra Jens Guðbjörnssonar, Ármanns Dal- mannssonar og Guömundar Kr. Guðmundssonar. Minntist forseti ÍSÍ meö nokkrum oröum mikils framlags þessarra manna til íþróttahreyfingar- innar um áratugi og risu þingfulltrúar úr sætum sínum í virðingarskyni viö minningu hinna látnu. í setningarræðu Gísla Halldórsson- ar forseta ÍSÍ kom m.a. fram aö nú eru félagar í íþróttahreyfingunni um 66 þúsund og viö ýmiskonar leiö- beinenda og leiötogastörf vinna um 6000 manns. Þá gat forseti ÍSÍ þess í sambandi við stóraukinn kostnað viö aö halda hinu fjölþætta íþrótta- starfi gangandi, aö á þessu ári mætti gera ráö fyrir að heildarkostnaður viö rekstur íþróttahreyfingarinnar yröi um 780 milfjónir króna. í ræðu sinni vék svo forseti ÍSÍ að starfsemi einstakra sambandsaðila svo sem íþróttafélaga, héraössambanda og sérsambanda og fór nokkrum oröum um þau helstu viðfangsefni sem þessir aöilar þyrftu að ráða fram úr. Loks fór hann nokkrum orðum um tilkomu íþrótta fyrir fatlað fólk og lýsti ánægju sinni með aö sú starfsemi væri komin á allgóðan rekspöl og hvatti alla sambandsaöila til að styöja framgang þess máls eftir því sem þeir heföu tök á og aðstæður leyföu. Mörg mál lágu fyrir íþrótta- þingi og miklar umræður urðu, en þingiö gerði ýmsar ályktanir og samþykktir og verður hér á eftir getið þeirra helstu: 1. íþróttaþingiö beindi því til allra héraössambanda aö þau tilnefndu sérstakan blaöafulltrúa sem annaöist um aö koma á framfæri viö íþrótta- blaðið fregnum af mótum og ýmsu félagslegu starfi sem ætla mætti að væri áhugavert til birtingar í blaöinu. 2. íþróttaþingiö skorar á borgar- stjórn Reykjavíkur aö hefjast þegar handa.um undirbúning að byggingu fyrirhugaörar veitinga og fundaaö- stööu viö Laugardalshöllina. 3. íþróttaþing heimilaöi fram- kvæmdastjórn sambandsins aö hefja nú þegar undirbúning aö stækkun íþróttamiöstöövarinnar í Laugardal meö þaö fyrir augum að koma þar upp gistiaöstöðu fyrir íþróttafólk ásamt tilheyrandi félags- og fundar- herbergjum m.a. meö aöstööu fyrir námskeiöshald íþróttahreyfingarinn- ar. Telur þingiö aö þessi viðbót eigi aö rísa sem næst íþróttamiöstööinni í Reykjavík og skuli leitaö um þetta samstarf viö IBR. 5. íþróttaþing samþykkti aö kjósa nefnd til að endurskoða reglur um inngöngu nýrra aðildarfélaga aö ÍSÍ og skili þessi nefnd áliti eigi síöar en á næsta fundi Sambandsstjórnar ÍSÍ sem haldinn veröur vorið 1979. 6. íþróttaþing minnir alla sam- bandsaöila á næstu íþróttahátíö 1980 og leggur jafnframt áherslu á, aö þátttaka veröi góð í öllum íþróttagreinum og athuga beri hvort ekki sé hægt aö koma viö forkeppni í hinum ýmsu íþróttahéruöum og veröi það liöur í sjálfri fþróttahátíð- inni. 7. íþróttaþing ályktaði aö ekki mættu dragast lengur framkvæmdir viö fyrirhuguð og mjög aökallandi íþróttamannvirki íþróttakennara- skóla islands aö Laugarvatni og skorar á hæstvirt Alþingi aö veita nægilegt fjármagn til þess að unnt sé aö hefja framkvæmdir á næsta ári. íþróttaþing bendir í þessu sambandi á framkvæmdir í Vestmannaeyjum, við byggingu íþróttamannvirkja og telur aö það fjármagn sem varið var til þeirra mannvirkja hafi skilaö aröi strax. íþróttaþingið treystir því jafnframt aö bráöabirgöaaögeröir þær sem nú fara fram á Laugarvatni til þess aö fleiri nemendur komist til náms í skólanum, verði ekki til þess að fyrirhugaöar framkvæmdir tefjist. 8. íþróttaþing hvatti til þess aö alls staöar í röðum hreyfingarinnar væri haldiö uppi heilbrigöum og skynsöm- um aga, þar sem réttindi og skyldur eru í jafnvægi. Telur þingiö aö þetta eigi ekki síst viö um feröalög íþróttafólks og minnir því sérstaklega á grundvaliarreglur ÍSl um feröalög innanlands og utan og felur þingið sambandsstjórn iSÍ aö taka þessar grundvallarreglur ÍSÍ um feröalög innanlands og utan til nauösynlegrar endurskoöunar og senda síöan öllum sambandsaðilum. 9. íþróttaþing fagnaöi því aö nú er unniö aö því að ná sem hagkvæm- ustum samningum viö Flugleiöir h/f fyrir alla aöila sem feröast á vegum íþróttahreyfingarinnar. 10. íþróttaþing fagnar þeim ár- angri sem náöst hefur í baráttu íþróttasamtakanna fyrir lækkun tolla af íþróttatækjum og búnaöi en skorar jafnframt á hæstvirtan fjár- málaráðherra að beita sér fyrir samræmingu á tolli af íþróttavörum almennt þannig aö sömu tollar veröi greiddir af öllum vörum til íþróttaiðk- ana. 11. íþróttaþing telur brýna nauð- syn bera til aö félagsgjöld íþrótta- og ungmennafélaga veröi samræmd og þau veröi eigi lægri en svo aö þau geti verið umtalsverður þáttur í fjáröflun félaganna og aö félagsmenn finni aö sú þjónusta sem þeim er lögö í té, sé einhvers viröi. íþróttaþingiö beinir því þeim tilmæium til íþrótta- og ungmennafélaga að þau ákveöi aö félagsgjöld veröi eigi lægri en kr. 5000.- fyrir 16 ára og eldri og kr. 2000.- á aldrinum 12—15 ára. 12. íþróttaþing felur framkvæmda- stjórn sambandsins að beita sér fyrir lækkun á greiðslum fyrir auglýsingar í Ríkisútvarpinu og reynt veröi aö fá auglýsingagjöld fyrir íþróttakeppnir og sýningar reiknuö samkvæmt lægstu gjaldskrá á hverjum tíma. Fjárhagsáætlun íþróttasambands- ins var til umræöu á íþróttaþingi og var hún eftir aö fjárhagsnefnd þingsins hafði fjallaö um hana, samþykkt eins og hún var lögö fyrir þingið af framkvæmdastjórn sam- bandsins. Niöurstööutölur fjárhags- áætlunar ÍSÍ fyrir árið 1979 eru 95,5 milljónir kr. í stjórn ÍSÍ til næstu tveggja ára voru einróma kjörnir: Gísli Halldórs- son forseti, Sveinn Björnsson, Hann- es Þ. Sigurðsson, Alfreö Þorsteins- son og Þóröur Þorkelsson. Viö stjórnarkjör baöst Gunnlaugur J. Briem eindregið undan endurkjöri, en hann hefur setiö samtals 19 ár í stjórn ÍSÍ og nær allan tímann sem gjaldkeri. í ræöu sem forseti ÍSÍ flutti af þessu tilefni þakkaöi hann Gunn- laugi J. Briem fyrir frábært starf um 19 ára skeið í þágu sambandsins. Sagöi hann Gunnlaug ávallt hafa verið hinn glögga fjárgæslumann þó oft hafi veriö þröngt í búi en framsýni hans og fyrirhyggja heföi ætíö veriö það mikil að sambandið hefði aldrei lent í greiðsluvandræðum. Þingheimur tók einhuga undir þetta þakklæti til Gunnlaugs J. Briem og samþykkti í lokin aö kjósa hann heiðursfélaga sambandsins og var þaö gert meö löngu og samstilltu lófataki. Þakkaöi hinn nýkjörni heiö- ursfélagi þann mikla heiöur sem sér heföi veriö sýndur og kvaöst vilja þakka framkvæmdastjórn sam- bandsins frábært samstarf á liönum árum svo og starfsmönnum og ennfremur kvaöst hann vilja nota tækifæriö og þakka þeim mörgu aðilum víös vegar að af landinu, sem hann hefði átt samskipti viö á undanförnum árum, fyrir mikiö og ánægjulegt samstarf. Á meðan íþróttaþing stóö yfir þáöu þingfulltrúar boð menntamálaráö- herra, íþróttabandalags Reykjavíkur og borgarstjórnar Reykjavíkur. Frá- farandi menntamálaráöherra Vil- hjálmur Hjálmarsson sendi íþrótta- þingi heillaóskaskeyti og íþróttaþing sendi honum til baka þakkarskeyti fyrir mikinn velvilja og skilning á málefnum íþróttahreyfingarinnar þann tíma sem hann hefði gegnt störfum menntamálaráöherra. (Fréttatilkynning) KARLAR 100 m. hlaupi Guðgeir Svavarsson UDN 11,8 sek. 400 m. hlaupi Sigurbjörn Arnason HSS 59,5 sek. 1500 m. hlaupi Jóhann Einarsson USVH 5il7,2 mín. Langstökki Pétur Pétursson HSS 5,84 m Þrístökki Pétur Pétursson HSS 12,31 m Hástökki Pétur Pétursson HSS 1,66 m Kúluvarpt Þórarinn Tyrfingsson USVH 10,36 m Kringlukasti Þórarinn Tyrfingsson USVH 32,17 m Spjótkasti Rafn Richardsson HSS 41,76 m KONUR 100 m. hlaupi Sigfríður Sólmundsdóttir HSS 13,3 sek. 800 m hlaupi Jóhanna Jónsdóttir USVH 3i04,3 mín. Langstökki Gyða Guðjónsdóttir UDN 4,46 m Hóstökki Líney Benediktsdóttir UDN 1,44 m Kúluvarp. Elín Ragnarsdóttir HSS 9,32 m Kringlukasti Elín Ragnarsdóttir HSS 27,92 m Spjótkasti Margrét Sigurbjörnsdóttir UDN 22,54 m Þá kepptu Strandamenn og Dalamenn einnig í flokki pilta og telpna 14 ára og yngri. Þar urðu sigurvegarar þessir: PILTAR 100 m hlaupi Sigsteinn Sigurðsson UDN 12,1 sek. Hástökk 10 áa og yngri: Bárður Eyþórsson 1,15 m Stelpur 10 ára og yngri: Odd- fríður Traustadóttir 1.00 m Hástökk 13—14 ára: Strákar: Björn Rafnsson 1,70 m Stelpur: Sigríður Björgvins- dóttir 1,20 m Hástökk 11 — 12 ára, strákan Sigurður Bentsson 1,30 m. Stelp- ur: Eydís Eyþórsdóttir, 1,15 m Kúluvarp (3 kg) 11 — 12 ára, stelpur: Eydís Eyþórsdóttir 5,88 m. Strákar: Björgvin Þorsteins- son, 10,83 m 13 — 14 ára, strákar: Björn Rafnsson 12,29 m. Stelpur: Sig- ríður Björgvinsdóttir 7,21 m 800 m hlaup, 11 — 12 ára, stelpur: Eydís Eyþórsdóttir, 3:04,00 mín. Strákar: Sigurður Sigþórsson 2:51,8 mín. 800 m hlaup, 13—14 ára, stelpun Sigríður Björgvinsdóttir 3:35,00 mín. Strákar: Alex P. Ólafssón 2:48,5 mín. 600 m hlaup 10 ára og yngri, stelpur: Eyrún II. Gunnarsdóttir 2:25,5 mín. Strákar: Bárður Eyþórsson 2:13,1 mín. 800 m hlaup. Sigsteinn Sigurðsson UDN 2.28,3 mín. Langstökki Sigsteinn Sigurðsson UDN 5,22 m Hástökki Sigsteinn Sigurðsson UDN 1,50 m Kúluvarp (4 kg.)i Gísli Kristjánsson UDN 12,33 m TELPUR 100 m hlaupi Jóhanna Ragnarsdóttir HSS 14,3 sek. 800 m hlaup. Hjördís Kjartansdóttir HSS 3i04,5 mín. Langstökki Rut Stephensen UDN 4,23 m Hástökki Rut Stephensen UDN 1,30 m Kúluvarp (4 kg.)i Jóhanna Ragnarsdóttir HSS 6,89 m. Keppnin var stigakeppni milli félaganna. Úrslit hennar urðu þessi: 1. HSS 129 stig 2. USVH 102,5 stig 3. UDN 101,5 stig í innbyrðis stigakeppni HSS og USVH, sigraði HSS með 89 stigum gegn 69. I innbyrðis stigakeppni HSS og UDN, sigraði HSS einnig með 134 stigum gegn 121. Besta afrek karls á mótinu var 100 m hlaup Guðgeirs Svavarsson- ar UDN og Jónasar Tryggvasonar HSS 11,8 sek. sem gefur 622 stig. Besta afrek konu vann Líney Benediktsdóttir UDN, stökk 1,44 m í hástökki sem gefur 659 stig. 7—8 ára strákan Högni Högna- son 2:24,5 mfn. 60 m hlaup 10 ára og yngri, stelpur: Rós B. Svafarsdóttir, 10,2 sek. Strákar: Bárður Eyþórsson 9,5 sek. 11 — 12 ára stelpun Eydís Eyþórsdóttir 9,6 sek. Strákan Lárus Hannesson 9,5 sek. 13—14 ára, stelpun Sigríður Björgvinsdóttir 9,2 sek. Strákar: Kristján Harðarson 8,0 sek. Langstökk, 10 ára og yngri, stelpur: Rósa B. Svansdóttir 3,22 m. Strákan Bárður Eyþórsson 3,60 m 11 — 12 ára stelpun Eydís Eyþórsdóttir 3,83 m. Strákan Karl Einarsson 3,84 m. 13—14 ára stelpun Sigríður Björgvinsd. 4,20 m. Strákan Kristján Harðarson 5,18 m. Boltakast 10 ára og yngri, stelpur: Rósa B. Svansdóttir 29,35 m. Strákar: Bárður Eyþórsson 40, 62 m. Kringlukast, 13—14 ára, stelp- ur: Sigríður Björgvinsdóttir 17,30 m. Strákar: Þorgrímur Vilbergsson 34,11 m. Nýkjörin stjórn ISI ásamt starfsmönnum. Sitjandi f.v.: Sveinn Björnsson, Gísli Halldórsson, Hannes Þ. Sigurðsson. Standandi f.v.: Hermann Guðmundsson, Alfreð Þorsteinsson, Þórður Þorkelsson, Sigurður Magnússon. MIKIL KEPPNI A SNÆFELLSMÓTI ÞEIRRA YNGSTU FRJÁLSÍÞRÓTTAMÓT Snæfells fór fram í Stykkishólmi fyrir skömmu og var fjöldi keppenda all mikill. Keppt var í mörgum greinum og í þrem aldurshópum. Helstu úrslit íara hér á eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.