Morgunblaðið - 12.09.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.09.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1978 19 Eru þeir að fá 'ann -? m Samkvæmt ákvæði til bráða- birgða í lögum nr. 96 frá 8. september 1978 skulu laun fyrir dagana 1.—10. september s.l., sem greidd eru eftirá, gerð upp endan- lega eftir þeim kauptöxtum, sem nú taka gildi. Laun, sem greidd voru fyrirfram fyrir þessa daga, skulu hins vegar haldast óbreytt. Kveiktu í lista- verkasafni Tórínó, 11. september AP. KARLMAÐUR og tvær konur unnu miklar skemmdir í lista- verkasafni í Tórínó á Ítalíu um helgina. Skutu þau á málverk og kveiktu síðan í húsinu. Slökkvilið réð niðurlögum eldsins á skömm- um tíma. I safninu voru á sérstakri sýningu málverk eftir listamenn sem sóttu fyrirmyndir í ránið á Aldo Moro. Þremenningarnir máluðu slag- orð á veggi og mátti þar m.a. lesa „Basta con Moro“ eða „Við erum fullsödd af Moro“. Ekki hefur hafst upp á þremenningunum, og engin samtök hafa lýst ábyrgð á verknaðinum á hendur sér. / sýningarsölum okkar að Suðurlandsbraut 6 Reykjavík og Glerárgötu 26á Akureyri, eru margar ólíkar uppsettar eldhúsinnréttingar. Þœr gefa ykkur góða hugmynd um hvemig hœgt er að hafa hlutina. Komið spyrjið okkur út úr um möguleikana sem bjóðast — verð, afhendingartíma, greiðslu- HAOI! Suðurlandsbraut 6, Reykjavík. Sími: (91) 84585. skilmála ogyfirleitt hvað sem ykkur dettur í hug. Við tökum mál, skipuleggjum og teiknum ykkur að kostnaðarlausu og gerum tilboð án skuldbindinga af ykkar hálfu. Eldhúsinnréttingar frá okkur henta þeim er gera kröfur um gœði. Verslunin Glerárgötu 26, Akureyri. Sími: (96) 21507. Tjónið af völdum brun- ans í skólanum 80 m. kr. Reykhólar: Miðhúsum, 11. september. — I STUTTU viðtali, sem fréttaritari Mbl. átti við Vilhjálm Sigurðsson Vísitalan hækkar ekki KAUPLAGSNEFND hefur reikn- að nýja verðbótavísitölu, sem gilda á frá 11. september. Vísital- an reyndist vera 142,29 stig eða hin sama og var í gildi á greiðslutímabilinu júnf, júlí og ágúst. Kemur þessi vísitala í stað áður tilkynntrar verðbótavísitölu fyrir september, sem var 153,82 stig. í fréttatilkynningu frá kaup- lagsnefnd segir að hinn 1. septem- ber hafi laun hækkað almennt vegna umsaminnar áfanga- hækkunar. Nam sú hækkun 4 þúsund krónum hjá ASÍ-félögum á mánuði fyrir fulla dagvinnu að viðbættum verðbótum frá desem- ber 1977 eða samtals 4.995 krón- um. Til launþega innan BSRB og BHM nemur hækkun þessi 3%, þó eigi lægri upphæð en 4 þúsund krónum á mánuði að viðbættri verðbót frá 1. desember 1977 hjá BSRB-félögum. í fréttatilkynningu Kauplags- nefndar segir m.a.: Með bráðabirgðalögum nr. 96 frá 8. september 1978 voru felld úr gildi þau lagaákvæði, sem gilt hafa undanfarna mánuði um útreikning verðbóta á laun og hafa m.a. falið í sértakmörkun á greiðslu fullra verðbóta samkvæmt kjara- samningum. Með nýju bráða- birgðalögunum taka að fullu gildi ákvæði kjarasamninga um verð- bætur á öll laun, sem voru 200.000 kr. á mánuði eða lægri í desember 1977. Eftir 2. gr. þessara laga fá öll hærri laun sömu verðbóta- hækkun frá desember 1977 í krónutölu og 200.000 kr. launin fá, þegar við þau hefur verið bætt áfangahækkunum 1. júní og 1. september 1978. Þetta launamark svarar til mánaðarlauna í dag- vinnu er voru með hálfum verðbót- um í ágúst s.l. 231.342 kr. hjá ASÍ-launþegum (234.914 kr. með verðbótaviðauka), og hjá BSRB og BMH-launþegum 230.844 kr. (234.758 kr. með verðbótaviðauka). Þetta samsvarar, eftir hinum nýju lögum og nýrri verðbótavísitölu, mánaðarlaunum sem eru 262.605 kr. hjá ASÍ-launþegum og 264.788 kr. hjá BSRB- og BHM-launþeg- um. oddvita Reykhólahrepps varðandi skólabrunann á Reykhólum, kom eftirfarandi fram. Ekki er búið að meta heildar- brunatjón ennþá, en það mun vera í kringum 80 milljónir kr. Þegar Vilhjálmur var spurður að því hvernig tjónið skiptist sagði hann, að litið væri þannig á að sveitarfélögin ættu tryggingarféð, sem er 20 millj. kr. því að ríkið keypti ekki nema skyldutrygging- ar. Ríkið á skólann á móti sveitarfélögunum, þ.e. Geirdals-, Gufudals-, og Reykhólahreppi. Verktakafyrirtæki skólans er Trésmíðaverkstæðið Fjalar h.f. á Húsavík, og er erfitt að segja hvernig það stendur á þessu stigi málsins, því að í samningi og verklýsingu stangast á fullyrðing- ar. I samningi stendur, að sögn Vilhjálms, að verktaki skuli bera ábyrgð á verkinu, þar til að hann hafi skilað því af sér, en í útboðsauglýsingu segir, að verk- kaupi, þ.e. ríki og sveitarfélög, skuli kaupa tryggingar fyrir bruna og vatni. — Annars eru öll þessi mál í athugun, sagði Vilhjálmur að lokum. — Sveinn „Lili Marlen” algjör bannvara BelKrad, 11. aeptember. Reuter. SJÖ austurrískættaðir Kanada- menn voru í dag dæmdir í tæplega 40 þúsund króna sekt fyrir það eitt að syngja þýzka lagið Lil i Marlen opinberlega, en lagið var mikið sungið af Þjóð- verjum í Júgóslavíu í seinni heimsstyrjöldinni. Þá er Kanada- mönnunum bannað að koma til Júgóslaviu næstu tvö árin. URRIÐINN GLEYPTI MINK- INN Urriðinn er grimmasta rán- dýrið meðal ferskvatnsfisk- anna. Þeir leggja sér andar- unga tif munns í Þingeyjarsýsl- um og mýs hafa fundist í mögum þeirra bæði í Borgar- firði og í Dölum. Það nýjasta á afrekaskrá urriðans er jafnvel enn merkilegra, en Mbl. bárust þær fréttir norðan af Sléttu, að þar hafi veiðst urriði, sem glcypt hafði í heilu lagi korn- ungan mink! Yfirleitt eru stórtækustu urriðarnir veru- lega stórir fiskar, oft 4 punda og þaðan aí stærri. Það kom því mjög á óvart, er minkaætan reyndist vcra aðeins 2 pund. I Þistilfirðinum eru m.a. Hafralónsá, Hölkná og Deild- ará. Þar hefur veiðin verið mjög góð í sumar og verið allt að 20% meiri en í fyrra sumar. Veitt er á samtals 12 stangir í ánum þrem og er veiðisvæðið afar langt. í Hölkná veiðast fæstir en stærstu laxarnir, í Deildará veiðast flestir miðað við stanga- fjölda, en þar er fiskurinn jafnframt smæstur. í sumar hafa veiðst allt að 21 punds laxar á vatnasvæðinu og all- margir allt upp í 20 pund. Á Sléttu eru síðan mörg ágæt silungsvötn, en í þau er lítið sótt. — gg. SVONAEIGA 1IISBYGG.IEMHR AÐfflM®SÉ» J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.