Morgunblaðið - 12.09.1978, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1978
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1978
29
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guómundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aóalstræti 6, sími 10100.
Aóalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuði innanlands.
j lausasölu 100 kr. eintakíö.
Siðleysi í
skattaálögum
Menn gerðu sér ekki háar
hugmyndir fyrirfram
um úrræði nýrrar vinstri
stjórnar í efnahagsmálum.
Allur aðdragandinn var
þannig, að menn gátu búizt
við því, að dýpra væri seilzt
ofan í vasa skattborgaranna
en áður. Þannig var fjálglega
talað um fjármagnsflutninga
í þjóðfélaginu eins og það
væri sjálfsagður hlutur að ný
ríkisstjórn hefði um það
frjálsar hendur að taka fé frá
einum og gefa öðrum. Og nú
er komið í ljós, að frá öllum
er tekið en minna gefið.
Að einu leyti hefur ríkis-
stjórninni tekizt að ganga svo
fram af mönnum að með
eindæmum er. En það er með
því að setja um það bráða-
birgðalög, að verulegur tekju-
skattur skuli að nýju lagður
á mikinn hluta tekjuskatts-
greiðenda mörgum vikum
eftir að álagningu skatta er
lokið og kærufrestur útrunn-
inn. Nú er svo komið, að
tekjuskattar og skyldu-
sparnaður nema allt að 70%
á einstaklinga.
Reynslan hefur sýnt, að
skattskráin er síður en svo
einhlítur mælikvarði á ráð-
stöfunartekjur manna. Otrú-
lega mikill fjöldi hefur að-
stöðu til þess að fela tekjur
sínar ýmis með því að fara í
kringum skattalögin eða
beinlínis að svíkja undan
skatti. Hinn nýi tekjuskatts-
viðauki nær ekki til þessa
fólks. Hér er því enn verið að
auka á ójöfnuð og misrétti í
þjóðfélaginu í skattalegu
tilliti. En með því er ekki öll
sagan sögð. Sterk, lögfræði-
leg rök hníga að því að hin
nýja skattlagning brjóti í
bága við ákvæði stjórnar-
skrárinnar. Þannig hefur
einn af varadómendum
Hæstaréttar, Jónatan Þór-
mundsson, prófessor, dregið
það í efa í sjónvarpsviðtali að
hin nýju skattalög yrðu
staðfest fyrir dómi, ef skatt-
greiðendur leituðu réttar síns
fyrir dómstólunum.
En það er líka önnur hlið
á þessu máli, sem snýr að
almenningsheill og góðu sið-
ferði. Hér hefur það verið
svo, að menn greiða opinber
gjöld af tekjum sínum eftir á.
Þeir verða því að miða sínar
fjárskuldbindingar við það,
að þeir geti staðið í skilum
miðað við gildandi skattalög
á hverjum tíma. Erlendis
eins og í Noregi eru ákvæði
í stjórnarskránni, sem
vernda skattborgarann fyrir
afturvirkni í skattalögum.
Hér á landi hafa menn orðið
að una slíku, en þó með þeirri
mikilsverðu takmörkun, að
miðað hefur verið við, að
álagning opinberra gjalda
hafi ekki farið fram. Það er
enginn vafi á því, að hinar
nýju skattaálögur verða
mörgum ofviða og valda því
að þeir geta ekki staðið í
skilum. Þetta á ekki hvað sízt
við um ungt fólk, sem er að
hefja búskap eða þá, sem eru
að ráðast í það þrekvirki að
eignast þak yfir höfuðið.
Slíkt fólk leggur á sig mikla
vinnu og hefur þar af leið-
andi miklar tekjur, sem hefur
þó öllum verið ráðstafað. Nú
á að refsa þessu fólki fyrir
dugnað þess og sjálfsbjargar-
viðleitni, fyrir það að það
skuli vilja vera sjálfu sér
nógt eins og hver frjáls
maður þráir. Þegar stjórn-
völd koma fram með þessum
hætti heitir það á máli
almennings siðleysi og vald-
níðsla.
í þessu sambandi er það
lærdómsríkt fyrir kjósendur
Alþýðuflokksins að minnast
þess, að þingmenn hans hafa
á hinum síðustu þingum lagt
fram hvert frumvarpið á
fætur öðru um stórlækkun
eða algjöra niðurfellingu
tekjuskatts. Þessi frumvörp
hafa verið rökstudd með því
að benda á, að stighækkandi
tekjuskattur hafi óhjá-
kvæmilega í för með sér
misrétti milli þegnanna. Nú
er þetta baráttumál gleymt,
horfið í hít svikinna kosn-
ingaloforða og fagurra fyrir-
heita.
Það hefur jafnan verið svo
í tíð allra stjórna, að þær
hafa ekki fyrr setzt að
völdum en einstaklingurinn
finnur að sér vegið. Með
margs konar hætti eru at-
höfnum hans settar þrengri
skorður en áður, skattaálögur
eru auknar og endalausar
fjármagnstilfærslur í þjóð-
félaginu skapa glundroða og
öngþveiti í efnahagsmálum,
þannig að enginn veit lengur,
hvað hlutirnir kosta né hvaða
fé hann hefur handa á milli.
Ríkisstjórn Olafs Jóhannes-
sonar er hér engin undan-
tekning og með hliðsjón af
því, sem hún hefur þegar
gert, má búast við, að hér
skapist mikið óvissuástand
og öryggisleysi í efnahags- og
atvinnumálum.
H Ivai i seg ja 1 laui íþec |ai r o g atvim lurel cend lur um t irái labii rgðalöj |in?
Morgunblaðið hefur snúið sér til fulltrúa ýmissa samtaka launþega og atvinnurekstrarins og spurt þá álits
á bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar. Svör þeirra sem Mbl. tókst að ná tali af í gær fara hér á eftir:
„Aðalatriðið
að halda
kaupmættin-
um, enekkiað
fáfleiri og
verðminni
krónur,“
— segir Bjarni Jakobsson,
formaður Iðju
• „Þessi lög eru of yfirgripsmikil til
þess að unnt sé að átta sig á áhrifum
þeirra til fulls á þessu stigi,“ sagði
Bjarni Jakobsson, formaður Iðju,
félags verksmiðjufólks í samtali við
Morgunbiaðið í gær, er hann var
spurður álits á bráðabirgðalögunum
nýju.
Bjarni sagði ennfremur, að breyting
vísitölunnar um áramót, ef af yrði, væri
mál sem vel þyrfti að skoða, og yrði
vandlega fylgst með því.
Að lokum sagði Bjarni, að það hefði
alltaf verið keppikefli og yfirlýst stefna
hans samtaka, að halda kaupmættinum,
en ekki væri enn ljóst hvort hann
héldist með tilkomu þessara nýju laga.
Það kæmi í ljós síðar. „En það er sem
sagt okkar helsta keppikefli að halda
kaupmættinum, en ekki að fá fleiri og
verðminni krónur fyrir vinnuna," sagði
Bjarni.
Fyrirheit
sem endast
skammt
— segir Guðmundur H.
Garðarsson, formaður VR
• Guðmundur II. Garðarsson, formað-
ur Verzlunarmannafélags Reykjavík-
ur, kvaðst þeirrar skoðunar að aðgerð-
ir ríkisstjórnarinnar nú væru óskap-
legur blekkingavefur, þar sem fólki
væru gefnar vonir um mikla vörulækk-
un en Guðmundur kvaðst álíta, að eins
og til þessa væri stofnað mundi það
fyrirheit aðeins endast skammt og
allur aimenningur og þjóðarheill
standa verr að vígi en ella þegar lyki
því tfmabili, sem aðgerðirnar ná til.
Um einstök atriði í lögunum kvaðst
hann vilja segja að þriðja greinin væri
orðuð mjög tvírætt, en þar segði: „Frá
1. desember 1978 og þar til um annað
hefur verið samið skulu grunnlaun og
tilhögun verðbóta á laun haldast
óbreytt, eins og ákveðið er frá 1.
desember 1978 samkvæmt almennum
kjarasamningum, sem gerðir voru á
árinu 1977 og á fyrstu fimm mánuðum
1978 og samkvæmt lögum þessum."
Guðmundur kvaðst hljóta að leggja
þann skilning í greinina að í henni
fælist að ríkisstjórnarflokkarnir hefðu
hætt við þá fyrirætlun að lögbinda kaup
og í samræmi við það hlytu aðilar
vinnumarkaðarins að haga sér, og þá
sérstaklega sá hópur fólks, sem starfaði
við verzlunar- og skrifstofustörf og
ýmiss önnur þjónustustörf, er dregizt
hefði aftur úr í kjörum miðað við það
er tíðkaðist í sambærilegum störfum
hjá hinu opinbera. Þessi hópur hlyti nú
að leita réttar síns.
Guðmundur var spurður álits á
heildarstefnunni í bráðabirgðalögunum.
Guðmundur kvaðst telja, að heildar-
stefnan í lögunum hefði mjög skaðleg
áhrif á alla atvinnustarfsemi í landinu
og sérstaklega væri hún neikvæð fyrir
þann hóp fólks, sem með mikilli vinnu
legði mikið fram til þjóðarbúsins og
hefði tekjur í samræmi við það. Allar
aðgerðir ríkisstjórnarinnar varðandi
launamál stefndu að því að draga úr og
drepa niður athafnahvöt manna.
Lækkun
álagningar
í heildsölu
óraunhæf
— segir Jón Magnússon,
formaður Félags ísl.
stórkaupmanna
• „Ég tel að lækkun álagningar um
10,5% í heildsölu sem íelst í bráða-
birgðalögunum sé alsendis óraunhæf
með tilliti til þess, að ekki hefur verið
leiðrétt álagning frá síðustu gengis-
fellingu, þó svo að áhrif frá þeirri
gengisfellingu séu löngu komin fram
og þá var yfirlýst af verðlagsstjóra að
álagning í heildsölu væri of lág,“ sagði
Jón Magnússon, formaður Félags ísl.
stórkaupmanna í samtali við Mbl.
„Þá má ekki síður benda á nýlega
könnun verðlagsyfirvalda á innkaups-
verði vara á Norðurlöndum, er leiddi í
ljós að álagning hér er mun lægri en þar
og þá yfirlýsingu verðlagsstjóra að
álagningarlækkun virki öfugt og sé
verðbólguhvetjandi. Benda má á að
álagning hefur lækkað á hálfu ári um
20% og er í mörgum vöruflokkum á
bilinu 6—9%, sem er langt undir
raunverulegum dreifingarkostnaði".
Jón sagðist ekki fá annað séð en að
með þessum lögum í heild væri gripið
til efnahagsúrræða, sem áður hefðu ekki
komið að gagni, því að hann fengi ekki
séð að í þeim fælust neinar nýjungar.
Fráleitt að
ganga að því
að samningar
verði óbreytt-
ir til 1. des-
ember 1979
— segir Björn Þórhallsson,
formaður Landssambands
íslenskra verslunarmanna.
• „Það kann sumt í þessum bráða-
birgðalögum að vera jákvætt, en svo er
annað sem er alveg fráleitt, eins og það
að íarið er fram á að samningar verði
óbreyttir frá 1. desembcr næstkomandi
til 1. desember 1979,“ sagði Björn
Þórhallsson, formaður Landssam-
bands íslenskra verslunarmanna, er
Morgunblaðið spurði hann álits á nýju
bráðabirgðalögunum.
Björn sagði, að verslunarmenn héldu
því fram, að þeir væru lægra launaðir
en stéttir sem miðað væri við, svo sem
opinberir starfsmenn og bankamenn.
Sagði Björn, að verslunarmenn væru nú
með lausa samninga, og ekki væri unnt
um það að segja, til hvaða ráða þeir
myndu grípa til að ná rétti sínum. Sagði
hann að nú stæðu yfir samningafundir
við atvinnurekendur, og ekki væri enn
vitað hvað kæmi út úr þeim viðræðum,
en þar kæmi þó vissulega til greina að
semja til eins árs, það færi eftir efni
samninganna að öðru leyti.
Björn Þórhallsson vildi ekki tjá sig
frekar um nýju bráðabirgðalögin að svo
stöddu.
„Vissir þættir
koma hart
niður á
saltfisk-
verkuninni“
segir Tómas Þorvaldsson
• „Við hjá S.ÍF. höfum ekki fengið í
hendur neitt sérstakt, annað en það
sem þegar hefur komið fram í bráða-
birgðalögunum. Um hvaða framhald
ríkisstjórnin velur þekki ég ekki og
þess vegna vil ég ekki dæma um það
að svo komnu máli. Hins vcgar sýnist
mér að vissir þættir í framkomnum
bráðabirgðalögum komi hart niður á
saltfiskverkuninni og um leið sjávarút-
vegi almennt,“ sagði Tómas Þorvalds-
son stjórnarformaður Sölusambands
íslenzkra fiskframleiðenda þegar
Morgunblaðið ræddi við hann.
„Mér sýnist að sú úttekt, sem þegar
hefur verið gerð á starfsemi þjóðfélags-
ins, sé það neikvæða, að hver sem tekur
við, hlýtur að verða að gera mjög
alvarlega hluti, sem hljóta að koma
niður á öllum landsmönnum. Hvort
rétta leiðin er nú valin, er ég ekki
dómbær um enn, ég verð að sjá meira
og vona ég að vel verði tekið a.m.k. á
vandamálum saltfisksins sem nú er
stærra og meira en við höfum þurft að
glíma við í áratug," sagði Tómas.
Þá sagði hann að svo virtist að
gengishagnaðurinn af þeim vandræða-
fiski sem legið hefði hjá saltfiskverkun-
arstöðvunum allt sumarið yrði mjög
stór, þá hefði rýrnum á gæðum o.fl. átt
sér stað. Ennfremur hefðu bæst við
háar vaxtagreiðslur, sem aldrei hefðu
verið teknar með í dæmið.
Aðgerðirnar
bitna harð-
ast á fram-
leiðslu-
greinunum
— segir Davíð Sch. Thor-
steinsson, formaður Félags
ísl. iðnrekenda
• Davíð Sch. Thorsteinsson, formaður
Félags ísl. iðnrekenda, kvað það liggja
fyrir að aðgerðir rikisstjórnarinnar
væru bráðabirgðaráðstafanir og með
þeim væri fyrst og fremst verið að færa
peningana úr einum vasanum í annan.
Það væri greinileg stefna í samstarfs-
yfirlýsingunni að unnið skyldi að því
að bæta hag framleiðsluatvinnuveg-
anna en neikvæðustu áhrifin af þessu
öllu væru þó þau að aðgerðirnar lentu
harðast á framleiðsluatvinnuvégunum,
svo að þarna stönguðust á orð og
athafnir.
Með aðgerðunum væri verið að leggja
nýja skatta á framleiðsluna, því að
þessir nýju skattar hvort heldur þeir
hétu eignarskattsviðauki eða tekju-
skattsauki lentu á framleiðslunni með
einum eða öðrum hætti en ekki nándar
nærri eins verulega á þjónustustarfsemi
eða innflutningsverzlun. „Þeir sem eiga
eru þeir sem framleiða en menn sem
standa í framleiðslu þurfa húsnæði,
vélar og tæki og nú á skattleggja þetta
allt um helmingi meira en áður var gert.
I annan stað er svo lagður skattur á
framan við allar fyrningar, 6% tekju-
skattsviðauki en öllum ætti að vera ljóst
að fyrningar eru lífsnauðsynlegar allri
framleiðslustarfsemi."
Davíð sagði, að þarna væri aftur vegið
í sama knérunn, því að þarna væri það
framleiðslan sem þyngstu byrðina
þyrfti að bera, því að þjónustustarfsem-
in væri ekki með eins mikið fjármagn
bundið í eignum og framleiðslustarf-
semin og hefði þar af leiðandi ekki sömu
fyrningar. Þetta kvað Davíð telja að
stangaðist gróflega á við yfirlýstan
tilgang laganna. Hins vegar væru þarna
á ferðinni ráðstafanir, sem aðeins gætu
staðið örskamman tíma og nú væri
meginatriðið að nota þessa 3% mánuð
fram til áramóta til að koma fram með
gjörbreyttar tillögur um aðgerðir eftir
áramót, því að það sem væri boðið upp
á í bráðabirgðalögunum væri ekki
vænleg leið til árangurs og sízt til þess
fallin að treysta atvinnuöryggi þeirra
þúsunda, sem að framleiðslustörfum
ynnu í landinu.
Davíð sagði að lokum, að algjört
skilyrði til iðnrekstrar væri jafnvægi og
öryggi, og það sem einkum hefði háð
iðnaðarframleiðslu á Islandi væri það
öryggisleysi, sem verðbólgan skapaði og
tíðar sveiflur í efnahagslífinu. En ef nú
bættist við þetta öryggisleysi að ekki
væri einu sinni hægt að treysta því
lengur að landslög væru haldin með því
að mönnum væri gert að greiða gjöld
aftur á bak um allt að hálfu öðru ári,
þá væri mælirinn svo fullur að út úr
flæddi. „Það hefur þó verið sá einn
hlutur sem maður hefur getað treyst á
hér er að lög landsins séu haldin og ég
álít það því forkastanlegt að láta
skattalög verka aftur fyrir sig og tel að
það eigi eftir að hafa mjög alvarlegar
afleiðingar."
• •
„Ofugmæli
þeirra fyrir-
heita að
afnema bæri
tekjuskatt“
— segir Þórhallur Hall-
dórsson, formaður St. Rv.
• „Ég treysti mér ekki til þess að
segja til um hvqrt þessar ráðstafanir
koma til með að minnka verðbólgu í
landinu. tryggja kaupmátt launafólks
og stuðla að réttlátari skiptingu þess
fjármagns sem þegnar þjóðfélagsins
þurfa að láta af hendi til sameigin-
legra þarfa okkar,“ sagði Þórhallur
Halldórsson, formaður Starfsmannafé-
lags Reykjavíkurborgar. er hann var
spurður álits á bráðabirgðalögum
ríkisstjórnarinnar.
„Það væri betur ef svo yrði,“ sagði
Þórhallur ennfremur," en margt er
óljóst og óráðið um framvindu þessara
mála, og best að fella dóminn þegar þar
að kemur, og ljóst verður hvernig til
hefur tekist. Þó verð ég að segja það, að
áform um afturvirkandi skattlagningu,
og aukna skattheimtu af tekjum
einstaklinga niður í 2,7 milljónir og
hjóna niður í 3,7 milljónir virðast mér
vera hreinasta öfugmæli þeirra fyrir-
heita að afnema bæri tekjuskatt af
almennum launatekjum," sagði Þórhall-
ur að lokum.
„Ætlun ríkis-
stjórnarinnar
greinilega
ekki að setja
samningana
í gildi“
— segir Jón Hannesson,
formaður launamálaráðs
BHM
• „Það er alveg ljóst, að ætlun
ríkisstjórnarinnar er ekki að setja
samningana í gildi, heldur er um að
ræða áframhaldandi samningsrof á
opinberum starfsmönnum,“ sagði Jón
Hannesson, er Morgunblaðið leitaði
álits hans á bráðabirgðalögum ríkis-
stjórnarinnar. Jón er formaður launa-
málaráðs Bandalags háskólamanna.
Sagði Jón, að með þessum nýju lögum
væri vegið að BHM úr tveimur áttum,
annars vegar með skattlagningu, og
hins vegar með því að setja þak á
verðbætur. Varðandi afturvirkni skatta,
sagði Jón það sína skoðun, að ákaflega
vafasamt væri að það ákvæði laganna
fengi staðist, en það yrði kannað nánar.
Hvað snerti aðra þætti bráðabirgða-
laganna, svo sem aðgerðir til að draga
úr verðbólgu og niðurfærslu verðlags,
sagði Jón, að erfitt væri að meta fyrir
fram hvað úr því yrði, en það yrði fylgst
með framvindu mála, og yrði það metið
að verðleikum þegar þar að kæmi.
Að öðru leyti vísaði Jón Hannesson,
formaður launamálaráðs BHM, til
ályktunar kjararáðs, sem send var
fjölmiðlum fyrir helgi.
Þar segir meðal annars, að ný
ríkisstjórn hafi brugðist Vonum laun-
þega og ákveðið að aðeins hluti af þeim
samningum sem gerðir voru á síðast-
liðnu ári skuli ganga í gildi. í
ályktuninni er einnig mótmælt harðlega
hækkun álagðs tekjuskatts, og lögmæti
þeirrar ákvörðunar dregin í efa, eins og
Jón benti einnig á.
„Fiskverðið
er ekki
komið enn,“
segir Óskar Vigfússon
• „Ekki hef ég áttað mig enn það vel
í þessum efnahagsaðgerðum, að ég hafi
mikið um þær að segja. Þá á eftir að
ákveða bæði nýtt loðnuverð, nýtt
sildarverð og almennt fiskverð, þannig
að það sem snertir okkur sjómenn mest,
hefur enn ekki komið í ljós,“ sagði
Oskar yigfússon forseti Sjómannasam-
bands Islands, og kvaðst Óskar vilja
bíða með að tjá sig frekar um málið.
„Ekki aðal-
atriðiðað
kaup hækki,
ef vöruverð
stendur í stað
eða jafnvel
lækkar,“
segir Karl Steinar Guðna-
son, varaformaður Verka-
mannasambandsins
• Karl Steinar Guðnason, varafor-
maður Verkamannasambands íslands,
hafði þetta að segja um nýju bráða-
birgðalögin, er Morgunblaðið innti
hann álits á þeim í gærkvöldii
„Þessi lög eru í anda þess sem viþ
höfum viljað, að ekki skipti máli hvort
kaup hækki, það er ekkert aðalatriði, ef
unnt er að tryggja að vöruverð haldist
óbreytt eða jafnvel lækki.“
Að öðru leyti kvaðst Karl Steinar ekki
vilja tjá sig almennt um bráðabirgða-
lögin á þessu stigi.