Morgunblaðið - 12.09.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.09.1978, Blaðsíða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1978 Símamynd AF. Jose Pepe, nautabani frá Venezuela, fær hér fyrir ferðina á Las Ventasa leikvanginum í Madrid hjá 500 kílóa nauti. Hann liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi með vinstra lungað ónýtt. Suður-Afríka: Ákærðir fyrir morð á svörtum föngum Blormfonstrin. Suður-Afriku, 11. september. Reuter. AP. MEÐFERÐ lögreglu á svörtum íbúum Suður-Afríku er nú enn einu sinni í sviðsljósinu vegna réttarhaida _yfir sex lögreglu- mönnum og tveimur óbreyttum borgurum sem gefið er að sök að hafa myrt svartan fanga fyrr á árinu. Réttarhöldin sem fram fara fyrir hæstarétti hófust í morgun. Asamt þremur málum af svipaðri tegund eru þau talin munu beina augum alheimsins verulega að því ófremdarástandi sem ríkir í land- inu gagnvart svörtum íbúum þess. Fanginn sem um ræðir hét Jankie Mahlomola Matobako og lézt í sjúkrahúsi í Bloemfonstein í marz s.l. eftir meðferð sem hann hlaut við handtöku lögreglunnar nokkrum dögum áður. Honum var gefið að sök að hafa ætlað að brjótast inn ásamt fjórum félögum sínum. Þrír lögreglumenn munu verða leiddir fyrir rétt í næsta mánuði fyrir að myrða svartan fanga, sem þeir tóku höndum fyrir skrílslæti. Símamynd AP. Frá hinni geysifjölmennu mótmælagöngu sem farin var í Teheran í síðustu viku til að mótmæla stjórninni. Huang Hua fer til Bretlands London. 11. september. AP. IIUANG Ilua. utanríkisráðherra Kína. mun koma í opinhera heimsókn til Bretlands í na-sta mánuði að því er segir í yfirlýs- ingu frá hresku stjórninni í dag. Talið er að Huang Hua muni í þessari ferð ganga endanlega frá miklum samningi milli þjóðanna um kaup á herflugvélum, en Kínverjar h.vggjast kaupa tugi breskra herflugvéla. Þrjár sendinefndir frá Kína hafa að undanförnu verið í viðræð- um við bresku ríkisreknu fiugvéla- verksmiðjurnar og er aðallega um að ræða sérstaka þotugerð sem bandaríski sjóherinn notaði til skamms tíma. Þá segir í frétt frá breska utanríkisráðuneytinu að heimsókn Huang Hua sé fyrsta skrefið í bættum samskiptum þjóðanna sem hafa verið lítil að undanförnu. V estur-Þýzkaland: Herferð hafin gegn hryðjuverkamönmim Bonn, 11. september. AP. VESTUR-ÞÝZKA lögrcglan hef- ur nú ákveðið að hefja allsherjar lcit að þeim hryðjuverkamönn- um, sem enn ganga lausir í Vestur-Þýzkalandi, af ótta við að þcir séu með í undirbúningi enn frekari hermdaraðgerðir. Þessi tilkynning lögreglunnar kemur í beinu framhaldi af drápinu á hryðjuverkamanninum Willy Peter Stoll í síðustu viku, en hann var ákærður m.a. fyrir aðild að morðinu á iðjuhöldinum Schleyer á síðasta ári. Leit lögreglunnar er talin bein- ast sérstaklega að því að fanga Christian Klar og Adelheid Schulz sem eru ákærð fyrir morðið á Schleyer, saksóknaranum Buback og bankastjóranum Pinto á síðasta ári. — Þá er talið að mjög sé sótzt eftir því að ná hryðjuverka- mönnunum Silke Maier-Witt og Angelika Speitel sem báðar eru taldar hafa átt hlutdeild að áður nefndum morðum. Interpolisskákmótió: Portisch efstur með 6 vinninga og biðskák Rússar undirbjóða sjóflutninga um 40% Mikill matarskortur hrjáir Afríkuþjóðir Briissel, 11. september. AP HARÐAR deilur hafa risið milii ríkja Efnahagsbanda- lagsins EBE og Sovét- manna vegna undirboða Sovétmanna í fraktflutn- ingum á sjó. Talsmaður Efnahagsbandalagsins hef- ur lýst aðferðum Sovét- manna sem óheiðarlegum aðferðum til að klekkja á flota bandalagsríkjanna. Á seinni árum hefur sú þróun orðið í þessum málum að Sovét- menn sem áður fluttu aðeins vörur til og frá sovéskum höfnum eru nú nánast einráðir í öllum flutningum frá Vesturlöndum til Sovétríkj- anna. Einnig hafa þeir yfirtekið mikið af flutningum frá A,ust- ur-Asíu til Sovétríkjanna. Talsmenn Sovétmanna hafa á móti lýst yfir að aðferðir þeirra séu í fullu samræmi við frjálsa samkeppni, sem Vest- ur-Evrópu-ríkin „aðhyllist" svo mjög. Að síðustu kom það fram hjá talsmanni Efnahagsbandalagsins, Richard Bruke, að hann teldi Sovétmenn halda uppi undirboðs- verði sem væri um 40% lægra en það verð sem bandalagsríkin gætu boðið. Róm, 11. september. AP. HUNGRIÐ sverfur nú að fólki í sautján ríkjum Afríku, ýmist vegna fá- tæktar, flóða, styrjaldar eða annars, að því er Edouard Saouma, fram- kvæmdastjóri Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, sagði í viðtali við fréttamenn í dag. Þá sagði framkvæmda- stjórinn, að ástandið væri hvað verst í ríkjum eins og Eþíópíu, Nígeríu, Mali, Chad og Ghana, og ef ekki yrði gripið til skjótra að- gerða í þessum löndum blasti þar við alger örbirgð á næstu mánuðum og árum. Matvælaframleiðsla á hvern íbúa í Afríku hefur minnkað sem nemur 1.4% árlega allt frá árinu 1970 og ekki er útlit fyrir að nein breyting verði á þessari óheillavænlegu þróun á næstunni nema gripið verði til sérstakra aðgerða. Þetta gerðist 1971 — Bandaríkin og Sovétrík- in semja um ráðstafanir til að koma í veg fyrir kjarnorkuslys. 1970 — Palestínskir flugræn- ingjar sprengja upp þrjár flug- vélar í Jórdaníu. 1964 — Óánægðir liðsforingjar reyna að kollvarpa stjórn Suð- ur-Víetnam. 1962 — Kúbanskur herflugmað- ur segir Rússa hafa afhent Kúbönum rúmlega 200 MIG-þot- ur. 1953 — Krúsjeff skipaður aðal- ritari sovézka kommúnista- flokksins. 1944 — Fyrstu bandarísku hermennirnir sækja inn í Þýzkaland. 1919 — Gabriele d'Annunzio reynír að taka Fiume. 1890 — Brezka Suður-Afríku- félagið stofnar Salisbury í Moshonalandi. 18-18 — Svissneska þingið sam- þykkir nýja stjórnarskrá með sterkri miðstjórn. 1801 — Aiexander I tilkynnir innlimun Grúsíu í Rússland. 1772 — Rússar taka Baku og Derbent við Kaspíhaf. 1683 — Jóhann Sobieski af Póllandi og Karl af Lothringen aflétta umsátri Tyrkja um Vín. Afmæli dagsinsi Franz I. Frakkakonungur (1494 — 1547) — Herbert Asquith brezkur stjórnmálaleiðtogi (1852—1928) — Maurice Chevalier, franskur leikari — söngvari (1888—1971) — Jesse Owens, bandarískur frjálsíþróttamaður (1913— —). Innlcnti D. Halldóra Guðbrandsdóttir 1658 — Þor- iákur Páisson í Víðidalstungu 1657 — F. Gísii Magnússon biskup 1712 — Kristjáni VI svarin tryggð á fjölmennustu samkomu á Þingvöllum í tvær aldir 1731 — Ár riðnar á ís í Skagafirði, Dölum og víðar í harðindum 1882 — Bjarni Bene- diktsson heimsækir Bonn 1967. Orð dagsinsi Heili: tæki sem við höldum að við hugsum með — Ambrose Bierce, bandarískur rithöfundur (1842—1914?). Frá Friðriki ólafssyni EFTIR níu umferðir á Interpolis- skákmótinu er Portisch efstur með 6 vinninga og biðskák, Timman er annar með 5‘/2 vinn- ing, Dzindzichashvili hefur 5 vinninga, Miles 4V4 og biðskák, Browne i'Æ, Larsen og Spassky eru með 4 vinninga og biðskák, Hilbner, Sosonko og Hort eru með 3'/2 og biðskák, Ljubojcvic er með 3 vinninga og biðskák og Ribli er með 3 vinninga. Urslit í sjöundu umferð urðu þau að Spassky vann Ljubojevic og Browne vann Miles en öðrum skákum lauk með jafntefli; Ribli og Portisch, Dzindzichashvili og Larsen, Húbner og Timman og Sosonko og Hort. I áttundu umferð vann Portisch Miles, Browne vann Hort, Húbner vann Larsen og Ljubojevic vann Ribli. Skákum Timmans og Sosonko og Spassky og Dzind- zichashvili lauk með jafntefli. I níundu umferð í gær lauk aðeins tveimur skákum; Dzind- zichashvili vann Ribli og Browne og Timman gerðu jafntefli, en skákir Ljubojevic og Portisch, Húbner og Spassky, Sosonko og Larsen og Miles og Hort fóru í bið. Dollarinn hjarnar við London. 11. septembor. AP. DOLLARINN hjarnaði nokkuð við á gjaldeyrismörkuðum í morgun. Er þetta í bcinu fram- haldi þess að ljóst var á föstudag að heildsöluverð í Bandaríkjun- um myndi la-kka eitthvað á næstunni. Gagnvart japanska jeninu hækkað dollar úr 191.05 jenum í 193.225 jen og gagnvart vest- ur-þýzka markinu úr 1.9975 í 2.012. Á sama tíma er staða gullsins hin sama og verið hefur alla síðustu viku eða verð í kringum 205 dollarar únsan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.