Morgunblaðið - 12.09.1978, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1978
21
KARL OG PÉTUR
VERÐLAUNAMENN
MORGUNBLAÐSINS
KARL Þórðarson, framherjinn knái hjá ÍA, vann nokkuð
öruRgan sigur í stÍKagjöf hlaðamanna Morgunblaðsins á leikjum
íslandsmótsins í knattspyrnu í ár. Næstur kemur Atli Eðvaldsson
úr Val með 52 stig úr jafnmörgum leikjum. Árni Sveinsson, ÍA.
hafnaði í 3. sæti með 50 stig úr 18 leikjum, en samvjnna hans
og sigurvegarans Karls Þórðarsonar á vinstri væng ÍA-sóknar-
innar var oft skemmtileg og lofsverð. Janus Guðlaugsson úr FH
varð fjórði, hlaut 49 stig úr 18 leikjum.
Pétur Pétursson varð markakóngur íslandsmótsins í knatt-
spyrnu annað árið í röð. í ár skoraði þessi 18 ára gamli
sóknarmaður 19 mörk og er það gott afrek hjá honum. Hann sló
í ár markamet Ilermanns Gunnarssonar í 1. deildinni en það var
17 mörk. Ingi Björn Albertsson varð í öðru sæti markaskorara
me_ð 15 mörk. -v
Á næstunni verður þeim Karli og Pétri afhentir verðlaunagrip-
ir frá Morgunblaðinu og einnig þeim Gunnari Einarssyni.
Ilaukum/Árhus KFUM og Birni Jóhannessyni, Ármanni, en þeir
hlutu sambærilega titla handknattleiksmanna siðasta keppnis-
tímabil.
LANDSLIÐIÐ
í SUMARFRÍ!
FRAMUNDAN eru tveir leikir hjá landsliðinu í knattspyrnu í
Evrópukeppninni, gegn Hollandi í Njimegen 20. þessa mánaðar
og sjegn Á-Þýzkalandi í Magdeburg 4. október. Búast má við að
lið Islands hefði að miklu leyti verið skipað sömu leikmönnum
og léku leikina á móti Póllandi og Bandaríkjunum hér á landi
á dögunum. Eins og staða mála er í dag cr þó allt útlit fyrir að
stór hópur landsliðsmannanna verði í sumarfríi þegar að þessum
leikjum kemur og þó sérstaklega síðari leiknum.
Gísli Torfason, Keflvíkingur
og fyrirliði landsliðsins á móti
Bandaríkjamönnum, er þegar
kominn á sólarstrendur. Heldur
er ólíklegt að Gylfi verði ekki
sóttur í Hollandsleikinn. Þeir
Pétur Pétursson og Árni Sveins-
son af Skaganum hafa látið þau
orð falla að þeir muni ekki gefa
kost á sér í landsleikinn á móti
A-Þjóðverjum. Þeir féíagarnir
halda til Spánar 1. október og
ætlun þeirra er að breyta ekki
ferðaáætlun sinni þrátt fyrir
landsleikinn.
Valsmenn halda til Ibiza að
loknum síðari leik sínum í
Evrópukeppninni á móti
Magdeburg 27. september. í
landsliðinu að undanförnu hefa
verið Valsmennirnir Guðmund-
ur Þorbjörnsson, Atli Eðvalds-
son, Dýri Guðmundsson, Ingi
Björn Albertsson og Hörður
Hilmarsson. Er ekki vitað hvort
þeir gefa kost á sér í landsleik-
inn vegna Spánarferðarinnar,
en þangað ætla Valsmenn með
konur sínar til að fagna góðum
árangri og hvílast eftir erfitt
mót.
Ingi Björn er að vísu nokkuð
einn á báti í þessum .efnum þar
sem hann ætlar ekki til Spánar
vegna mikils annríkis í vinnu
sinni. Hvort hann hefði í stað-
inn tíma fyrir landsliðsferðina
er ekki vitað á þessu stigi.
Af atvinnumönnunum ís-
lenzku er það vitað, að Jóhannes
Eðvaldsson getur leikið með
gegn A-Þjóðverjum og væntan-
lega einnig Hollendingum. Ás-
geir Sigurvinsson getur aðeins
leikið Hollandsleikinn og sömu-
leiðis Teitur Þórðarson. Þeir
Árni Stefánsson og Jón Péturs-
son, báðir í Jönköping, geta
sennilega báðir leikið báða
leikina.
Það sem hér hefur verið sett
á prent er aðeins staða mála í
dag, en landsliðsmálin skýrast
væntanlega á næstunni. KSI
hlýtuf að vinna að því á næstu
dögum að landsliðið verði ekki í
sumarfríi þogar erfiðustu leikir
ársins fara fram.
Vonandi tekst að leysa þessj
mál, en í dag er útlitið allt
annað en bjart.
— áij. A
Þetta er ekki íþrótt, sagði Aftonbladet á sunnudag
• Á þessari mynd sér ýfir slysstaðinn. Bifreið Petersons er í ljósum logum á miðri mynd og við
hlið bílsins fær Peterson fyrstu hjálp. Til hægri reyna aðstoðarmenn að ná Brambilla úr bíl sinum,
en efst er bíll James Hunts. Aðstoðarmenn og ökumenn bílanna, sem lentu í árekstrinum. sjást á
myndinni. (AP-símamynd).
LÆKNAR aðstoða Ronnie Peterson íi leið til sjúkrahúss í Mflanó á
sunnudaginn. (AP-símamynd).
Ronnie Peterson
lézt eftir slysið á
Monza-brautinni
KAPPAKSTURSHETJAN Ronnie Peterson lést á sjúkrahúsi í Mflanó í gærmorgun. Peterson lenti
í árekstri 10 bfla í Grand Prix kappaksturskeppninni í Monza á sunnudaginn, hann margfótbrotnaði
og hlaut ýmis önnur meiðsli innvortis og útvortis, sem leiddu hann til dauða í gærmorgun. Ástand
Petersons var ekki talið ýkja alvarlegt fyrst eftir slysið en í gærmorgun versnaði honum skyndilega,
hann missti meðvitund og dó um klukkan 10.
Slysið varð með þeim hætti að
aðeins nokkrum sekúndum eftir
að keppnin hófst lentu 10 bílar
í árekstri og þeirra á meðal voru
þeir Ronnie Peterson og James
Hunt. Sá síðarnefndi slapp án
meiðsla, en eldur varð laus í bíl
Petersons og hann missti með-
vitund fastur í öryggisbelti
bílsins. James Hunt, fyrrum
heimsmeistari, brá snarlega við
og ásamt fjórum öðrum kepp-
endum tókst honum að losa
Peterson úr bílnum. I árekstrin-
um slasaðist Italinn Vittorio
Brambilla einnig alvarlega, en
hann var ekki talinn í lífshættu
í gærkvöldi.
Brasilíumaðurinn Emerson
Fittipaldi, heimsmeistari fyrir
nokkrum árum, sagði eftirfar-
andi eftir að lát Petersons var
tilkynnt á mánudag: — Það
verður að hætta að keppa á
Monza-kappaksturshringnum,
hann er of gamall, of hraður og
of hættulegur. Fittipaldi var
greinilega hrærður er hann
mælti þessi orð og sagði einnig
að þetta mál yrði tekið fyrir á
fundi kappakstursmanna á
næstunni. Fittipaldi hefur í
mörg ár barist fyrir auknu
öryggi kappakstursmanna.
— Eg hef misst gamlan vin,
sagði Bertil Svíaprins er hann
frétti um lát Petersons. Prins-
inn er forseti íþróttahreyfingar-
innar í Svíþjóð. — Ronnie
Peterson var góður drengur og
það sem gerðist var sorglegra en
orð fá lýst, sagði prinsinn.
Fréttamenn voru stórorðir er
þeir fjölluðu um slysið í Monza.
— Þetta er ekki íþrótt, sagði
Aftonbladet. — Þessi íþrótt
verður aldrei laus við hætturn-
ar, sagði Dagens Nyheter. —
Dauðinn heldur áfram að aka
með „formula eitt“ ökumönnum,
sagði blaðið.
I Svíþjóð hafa verið uppi
sterkar raddir um að banna
kappaksturskeppni Grand Prix
ökumannanna, þær raddir verða
örugglega háværari eftir þetta
áfall. Hnefaleikar voru bannaðir
í Svíþjóð fyrir áratug, en frá
1972 hefur Grand Prix keppni
farið fram þar í landi og er það
nær eingöngu fyrir milligöngu
Petersons. Ekki er ólíklegt að
Svíar fylgi nú Svisslendingum,
sem bannað hafa þess háttar
mót.
Ronnie Peterson hóf þatttöku
í Grand Prix 1971 og náði góðum
árangri strax fyrsta sumarið
meðal þeirra beztu. Peterson
vann samtals 10 Grand Prix og
vann því fleiri slík mót en menn,
sem urðu heimsmeistarar á ferli
sínum, t.d. James Hunt, sem
gerði hetjulega tilraun til að
bjarga lífi Petersons. I ár keppti
Peterson fyrir Lotus ásamt
Andretti, sem nú hefur sigrað í
Grand Prix keppninni í ár.
Peterson var ökumaður nr. 2 og
mátti því ekki sigra Andretti, en
nokkrum sinnum bjargaði Pet-
erson deginum fyrir Lotus þegar
Andretti varð úr leik. Peterson
var annar í keppninni um
heimsmeistaratitilinn og sá eini,
sem gat náð Andretti að stigum.
Ronnie Peterson var fyrsti
kappakstursmaðurinn til að láta
lífið í 30 kappakstursmótum i
þessum flokki, en á síðasta
áratug hafa 19 keppnismenn
látið lífið eftir slys á kappakst-
ursbrautunum. Á 50 árum hafa
50 ökumenn látið lífið í
Monza-hringnum. Meðal þeirra
var Austurríkismaðurinn
Jochen Rindt, sem Peterson var
oft líkt við. Rindt lézt árið 1970
en það ár varð hann heims-
meistari.
Peterson bjó í Englandi,
skammt utan við London, ásamt
konu sinni Barbro og tveggja
ára dóttur þeirra, Nínu. Hann
var 34 ára gamall, fæddur í
Örebro í Svíþjóð.
- áij.